Dagur - 01.03.1985, Síða 8

Dagur - 01.03.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 1. mars 1985 / „...Eg á svo óskaplega mikið ógert“ breytingar á starfsemi Samvinnu- trygginga, sem þá var skipt í þrjár deildir. Ég tók að mér að stjórna áhættudeildinni og var m.a. áfram með endurtryggingarnar.“ stofnaði þar heildsölufyrirtæki, sem hann rak til dauðadags, en hann varð 87 ára gamail. Pétur Vilhelm afi minn var afskaplega öflugur maður. Sumir segja að okkur svipi saman í útliti og við vorum miklir vinir, svo mikið var víst. Föðuramma mín var Pórunn Markúsdóttir. Móðurafi minn var Pétur Þor- steinsson, prestur í Eydölum í Breiðdal, og móðuramma mín var Hlíf Bogadóttir Smith. Þau voru ákaflega ástsæl hjón og mikils metin í Breiðdai. Þar er því mikið af fólki sem ber nöfn þeirra; Pétur eða Hlíf. Það er skemmtileg tilviljun, að fóst- ursystir konunnar minnar er gift bónda austur í Breiðdal, sem heitir einmitt Pétur Hlífar. Það var stórkostlegt að eiga þess kost að alast upp á Eskifirði. Það var svo mikið frjálsræði sem við höfðum þar krakkarnir. Lífið snerist um fisk, en mér er afskaplega minnisstætt árs- tíðabundið atvinnuleysi sem þar var viðloðandi frá því að ég man eftir mér og þar til meiri atvinnustarfsemi fór í gang á stríðsárunum. Það var átakanlegt að horfa upp á hópa manna híma með hendur í vösum undir hússtöfnum, bíðandi eftir því að eitthvað félli til að gera. Þessu fylgdu eðlilega fjárhagserfiðleikar og mér er það minnisstætt þegar ég var að innheimta fyrir móður mína áskriftargjald að tímariti, sem hún hafði umboð fyrir. Þetta tímarit fjall- aði um kvenréttindamál og áskriftar- gjaldið var sáralítið. Samt sem áður bar það oft við, þegar ég kom til húsmæðranna, eiginmennirnir ein- hvers staðar langt í burtu á vertíð, að þær áttu ekki einu sinni fyrir áskrift- inni. Þetta fannst mér sársaukafullt að horfa upp á. Pöntunarfélag Eskfirðinga, sem var neytendasamvinnufélag, var stofnað í kreppunni. Það voru margir sem töldu nauðsynlegt að koma upp slíku samvinnufélagi til að bæta verslunarkjörin, m.a. Magnús Gísla- son, sem iengi var í framboði á Aust- urlandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann beitti sér fyrir því ásamt föður mínum og fleirum, að þessu félagi á Eskifirði var komið á laggirnar. Ég býst við því að pöntunarfélagið hafi verið undir miklum áhrifum frá mönnum sem voru í verkalýðsstétt, t.d. alþýðuflokksmönnum, eins og faðir minn hefur alla tíð verið. Stuttu eftir stofnun pöntunaríélagsins var einnig stofnað kaupfélag á Eskifirði. Þessi tvö samvinnufélög háðu harða samkeppni sín á milli áratugum saman, þar til kaupfélagið var sam- einað pöntunarfélaginu og faðir minn gerðist framkvæmdastjóri fyrir því öllu saman. Því starfi gegndi hann þar til hann lét af störfum vegna aldurs, en foreldrar tnínir eru nú fluttir til Akureyrar og una hag sínum vel. Faðir minn verður 79 ára í ár, en hann er eins og unglamb í hugsun og hreyfingu. Þú sérð því að ég er ekki orðinn gamall þótt fimm- tugur sé! % Allt var skrifað Ég byrjaði ungur að hjálpa til í versl- uninni hjá föður mínum. Þá var allt skrifað, ekki síst hjá fjölskyldum þeirra manna sem voru að heiman á vertíð. Svo var beðið með innheimtu þar til mennirnir komu heim, en stundum hafði vertíðin brugðist, en þá varð að þrauka með nóturnar fram að næstu vertíð. Lífið snerist því um fisk á Eskifirði. Og þetta var stopult. Þá voru menn ekki byrjaðir að róa með stóra báta frá Austur- landi, en vetrarvertíðar voru stund- aðar frá Hornafirði, Sandgerði eða Garði, en síðan var farið á síld að sumrinu. Inn á milli voru dauðir tímar. Frjálsræðið fyrir okkur krakkana var með ólíkindum mikið. Við strák- arnir fengum að bjarga okkur sjálfir. Um leið og við gátum valdið ár feng- um við að fara um allan fjörð hvernig sem viðraði. Við fórum að sjálfsögðu ekki af stað nema í góðu veðri, en ef það fór að blása á okkur kom stund- um fyrir að við náðum ekki alla leið heim. Þá drógum við bátana upp þar sem okkur hafði borið að landi. Þeir voru síðan sóttir þegar betur viðraði. Þegar ég var 10 ára stofnuðum við útgerðarfélag, ég og tveir félagar mínir; Ólafur Kr. Jónsson, málara- og múrarameistari í Reykjavík og Kári Guðmundsson, sem búsettur er á Húsavík. Við keyptum okkur nýj- an bát frá Noregi og gerðum út á línu og net í firðinum og lögðum upp afl- ann í frystihúsið. Félagið hét Æðey, en báturinn Svartfugl og þetta var allt mjög formlegt hjá okkur. Við héldum reglulega stjórnarfundi í fé- laginu og færðum það sem þar gerð- ist samviskusamlega inn í gjörðabæk- ur. Þessi útgerð stóð í tvö til þrjú ár hjá okkur og eitthvað höfðum við upp úr þessu.“ '; Nokkuð strangur agi - Skólaganga, þú hefur eflaust hald- ið til Eiða eins og svo margir aðrir Austfirðingar? „Já, ég tók landspróf frá Eiðum þegar ég var 16 ára, en þá hafði ég verið í þrjá vetur í skólanum. Þetta var þroskandi tími, því Eiðaskóli var afskaplega sterk stofnun á þessum árum, enda var þar einvalalið kennara undir styrkri stjórn Þórarins Þórarinssonar. Þetta var heimavist- arskóli og félagslíf mjög öflugt. Sér- staklega var lögð áhersla á íþróttir, við syntum mikið og við strákarnir spiluðum fótbolta. Við Eskfirðing- arnir áttum í heilt fótboltalið í skól- anum og lékum þá gjarnan gegn úr- vali hinna. Nú, við Eskfirðingar litum allmikið til sjálfra okkar, þann- ig að við töldum okkur vinna oftar í þessum keppnum! En allt var þetta nú í góðu. Það var að ýmsu leyti strangur agi í skólanum. Þórarinn Þórarinsson hélt tiltölulega fast og myndarlega utan um skólann. Það var ekki bara verið að kenna okkur, heldur var líka verið að ala okkur upp; það var leitast við að gera okkur að góðu fólki og gegnum íslendingum.“ - Það hefur löngum verið upp- reisnarandi í ungu fólki, gerðuð þið aldrei neitt sprell? „Jú, jú, það var mikið sprellað í skólanum, en það ver ekki hægt að tala um neina uppreisn eins og síðar varð í skólum. Þó man ég eftir óánægju með fæðið og þá fórum við í mótmælagöngu til brytans. Ég man líka eftir því einhverju sinni, að þorrablót var haldið á Eiðum. Þar voru þá hraukuð borð af þorramat, en á meðan þorrablótsgestir voru í öðru húsi að dansa tókst nemendum að sleppa út af vistunum og grynnka aðeins á þorrablótsborðunum áður en gestir komu frá dansinum. Þetta var gert til að mótmæla því sem krökkunum fannst lélegt fæði.“ . Vv í svelti við Grœnland - Eftir Eiðaskóla, hvert lá þá leiðin, í framhaldsnám? „Nei, ég fór ekki strax í framhalds- nám, því eftir landsprófið réði ég mig á togarann Austfirðing frá Eskifirði, sem hélt á veiðar við Grænland. Þetta var einn af stærstu togurum landsmanna þá, svo til nýr, í eigu Eskfirðinga, Fáskrúðsfirðinga og Reyðfirðinga. Við fiskuðum í salt og þetta var langt og mikið úthald. Þeg- ar við lögðum af stað í fyrsta túrinn var reiknað með að við yrðum í fjór- ar vikur, en þær urðu sjö. Þá komum við að landi með meiri afla heldur en nokkurt annað fiskiskip hafði gert fram að því. Það er ekkert vafamál, að það var visst metnaðarmál hjá „kallinum" að það yrði, þess vegna dróst túrinn á langinn. Það var búið að salta fisk í allar lestir stútfullar, það var búið að salta fisk undir hval- baknum og talsvert aftur á dekk og netalestin var full af mjöli og það var mjöl upp á keys. Skipið var því orðið verulega yfirhlaðið, enda var sjólín- an komin vel yfir hleðslumerki. Og það reyndi á skipið á heimleiðinni, því við hrepptum slæmt veður. Það sem er mér þó eftirminnilegast úr þessum túr, er að kosturinn var genginn til þurrðar vegna þess hvað hann dróst á langinn. Það var ekki annað á borðum en fiskurinn úr sjón- um og svart kaffi dag eftir dag, en þá voru verslunarhættir þannig á Græn- landi, að við gátum ekki fengið kost. Það var svo fyrir náð og miskunn, að við gátum svælt út kost í gegnum kokkinn á norska skipinu Bras, sem við þekktum frá Eskifirði. Þetta var kostur til tveggja daga, cn hann var treindur hjá okkur í viku. Við borð- uðum þeim mun meira af fisk og hausastöppu, sem var ágætis réttur sem kokkurinn fann upp. Hann sauð þá saman i mauk hausa og lifur og síðan var þetta borðað með skeið af djúpum diski. Þetta þótti okkur herramannsmatur, en þetta fæði fór illa með magann í mér, sérstaklega svarta kaffið. Ég hætti því á sjónum og fór að aðstoða föður minn í versl- uninni. Þar var ég þar til ég settist í Samvinnuskólann haustið sem ég varð 17 ára.“ - Hvernig var mórallinn um borð eftir svo langa útilegu? „Hann var ótrúlega góður. Menn voru eðlilega orðnir þreyttir, en það var góður afli inn á milli, sérstaklega undir það síðasta - og þá léttist alltaf lundin. Það sem mönnum þótti þó held ég verst að hugsa til, það var að verða tóbakslausir. í því sambandi minnist ég vinar míns, sem var mikill sjómaður og heljarmenni. Hann tók mikið í nefið og hafði um það orð við kallinn, að það væri svo sem ekki til- tökumál þótt skipið væri matarlaust. „En ef ég verð tóbakslaus þá fer ég í koju og hreyfi mig ekki,“ sagði þessi ágæti vinur minn, sem var Guðjón Tómasson. „Kallinn“ var Þórður Sig- urðsson, sem var mikill dugnaðar- skipstjóri og mágur Auðunsbræðra. - Þú ferð í Samvinnuskólann, hvern- ig kom það til, var ekki algengara að Austfirðingar færu í Menntaskólann á Akureyri til framhaldsnáms? „Jú, það fóru margir þangað og einnig fóru margir í Menntaskólann í Reykjavík, þar á meðal Gauti bróð- ir minn. Ég hafði einnig hug á að fara þá leið, en atvikin höguðu því þannig, að úr því varð ekki. Það stóð ekki svo vel á. Niðurstaðan varð því sú, að ég færi í Samvinnuskólann til að ná mér í praktíska menntun. Að því loknu ætlaði ég mér til Eskifjarð- ar aftur til að starfa þar við verslun- ina og aðra þá starfsemi sem pönt- unarfélagið var með. Síðan ætlaði ég að sjá til með frekari menntun; hafði jafnvel í huga að fara í menntaskóla eftir það. Það varð mér til hamingju að fara í Samvinnuskólann. Þar kynntist ég mörgu góðu fólki, meðal annarra skólasystur minni, Sigrtði Ólafsdótt- ur, sem síðar varð konan mín. Hún er Reykvíkingur, ættuð af Barða- strönd, dóttir Ólafs Helgasonar, toll- varðar frá Gautsdal í Geiradal og Ólafar Ingimundardóttur frá Bæ í Króksfirði. Börn okkar eru fimm: Brynja Dís, gift Kristni Dagssyni; Ólafur, sem er að læra til dýralæknis í Noregi, unnusta hans er Jóhanna Baldvinsdóttir; Arna Guðný, Ólöf Sigríður og Arnbjörg Hlíf. Vorið eftir fyrri vetur minn í Sam- vinnuskólanum fór ég í vinnu á Keflavíkurflugvelli, en mér leiddist þar svo hroðalega, að ég entist þar ekki nema í 12 daga. Þá fór ég heim til Eskifjarðar. Veturinn eftir fór ég í framhaldsdeild Samvinnuskólans. En námið þar varð endasleppt, því það kom boð um það frá Samvinnu- tryggingum, að einn maður úr deild- inni gæti fengið þar góða stöðu. Ég var beðinn að tala við Erlend Einars- son, sem þá var forstjóri Samvinnu- trygginga. Hann vildi ráða mig og ég var til með það, en setti það skilyrði að ég fengi að fara utan til framhalds- náms. Að því var gengið eins og skot. Ég hóf störf hjá Samvinnu- tryggingum, en hélt síðan til London í nám veturinn 1955-6. Eftir það fór ég aftur til Samvinnutrygginga. Upp- haflega var ég þar í brunatrygg- ingum, fór síðan í bifreiðatryggingar, en tók svo við deildarstjórn í endur- tryggingadeild 1958. Þá var ég ekki nema 23ja ára gamall og það olli mér svolitlum erfiðleikum til að byrja með, þegar ég var að semja við menn frá virtum endurtryggingafélögum í Bretlandi og víðar um Evrópu. Þeir tóku líka til þess, að svo ungur mað- ur skyldi stjórna endurtryggingum hjá stærsta tryggingafélagi landsins. Síðar voru gerðar miklar skipulags- % Ætlaði aftur heim til Eskifjarðar - Varstu kominn í ævistarfið? „Ég átti von á því að starfa um ein- hvern tíma hjá Samvinnutrygg- ingum, en það blundaði alltaf í mér að fara aftur til Eskifjarðar og taka þar við merki föður míns. Það var það sem blundaði alltaf í mínum augarfylgsnum. Þegar ég var að alast upp var mér innrætt það sterkar en flest annað, að sýna vinnusemi, trú- mennsku og skyldurækni. Eskfirð- ingar þekktu ekki annað en vinnu. Faðir minn er einn sá vinnusamasti maður sem ég hef kynnst. Hann vann alla daga frá því snemma á morgnana og fram á kvöld, jafnvel um flestar helgar líka. Hann tók sér yfirleitt aldrei frí og skildi yfirleitt ekki að mönnum þætti ekki gaman að vinna. Hann hefur sagt mér það, að vinnan hafi verið stærsta gleðin í sínu lífi. Ég man eftir því, þegar ég var búinn að vinna hjá honum frá haustinu 1952 til haustsins 1953, að ég bað um hálfs- mánaðar frí áður en ég færi í Sam- vinnuskólann. Fríið ætlaði ég að nota til að stunda fjallgöngur, sem ég hafði ákaflega gaman af. Þá svaraði pabbi undrandi: Frí, hvað ætlar þú að gera með frí! Þetta var mér inn- rætt og mér þótti óskaplega vænt um Eskifjörð og Eskfirðinga og þykir það enn þann dag í dag. Þess vegna fannst mér það vera mín skylda að fara heim aftur og vinna í minni heimabyggð.“ - En þú tapaðir áttum og fórst norður, en ekki austur. „Já, það bar að á mjög sérstæðan hátt. Jakob Frímannsson var þá í stjórn Samvinnutrygginga og kom þar oft. Einhverju sinni sátum við að snæðingi heima hjá Ásgeiri Magnús- syni, forstjóra Samvinnutrygginga. Þá vissi ég til þess að Jakob var að leita sér að fulltrúa í stað Ingimundar Árnasonar, sem þá var nýlega látinn. Svona til að halda uppi samræðum spurði ég Jakob hvort hann væri bú- inn að finna mann í starfið. - Nei, svaraði Jakob brosandi, en vilt þú koma? Ég tók þessu sem gríni og þetta var ekki rætt frekar. En málið var ekki dautt og eflaust hefur Jakob leitað upplýsinga um mig hjá mínum yfirmönnum. Loks bauð hann mér hingað norður til viðræðna og í fram- haldi af því var mér boðið þetta starf. Ég setti fram kröfur, kröfur sem mér datt satt best að segja ekki í hug að gengið yrði að. En það var gengið að þeim öllum, jafnvel þótt þær þættu dálítið stórar á þess tíma mæli- kvarða. Meðal annars bað ég um að fá að fara til Svíþjóðar, til að kynna mér starf kaupfélaganna þar og setj- ast á bekk sænska samvinnuskólans. Þegar ég hafði þegið starfið fór ég utan og var í harðri þjálfun meðal samvinnumanna í Svíþjóð í hálfan þriðja mánuð. Ég tók síðan til starfa 12. desember 1965 hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Mér leist satt best að segja ekki á að ég dygði í þetta hlutverk, en þetta var fallega boðið og mikið traust sem mér var sýnt. Ég ákvað því að reyna.“ y Góðar móttökur - Hvernig var þér tekið, þótti heimamönnum ekki óþarfi að sækja Eskfirðing til Reykjavíkur í þetta starf? „Það var afskaplega gott fyrir mig og fjölskylduna að koma til Akureyr- ar. Okkur var vel tekið og það reynd- ist mér létt að hefja störf hjá KEA. Ég gerði mér það Ijóst strax í upp- hafi, að vafalaust væru einhverjir menn hjá félaginu sem hefðu haft hug á þessu starfi. En ég gerði mér líka ljóst, að fyrir mig þýddi ekki að Frá kvöldverðarboði Kaupfélags Eyfirðinga til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands sumarið 1983. Til Jónasar í Samvinnu- skólann

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.