Dagur


Dagur - 01.03.1985, Qupperneq 10

Dagur - 01.03.1985, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 1. mars 1985 / .. Eg á svo svo óskaplega mUdð ógert“ mörgum árum bárust böndin all- nokkuð að mér í þessu sambandi. En ég færðist undan því og hef alls ekki hugsað mér að fara í framboð til Al- þingis." - Helgarpósturinn flutti þá frétt fyrir skömmu, að stjórn Sambands- ins væri búin að ráða þig sem næsta forstjóra Sambandsins. Er eitthvað hæft í því? „Það er rangt. Að vísu veit ég ekki hvað aðrir Sambandsstjórnarmenn ræða sín á milli og reyndar er búið að ræða ráðningu næsta forstjóra nokkra hríð. En ég get fullyrt, það, að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það hver verður næsti forstjóri Sambandsins og ég er ekki í framboði til þess embættis, frekar en til þings. ?að má því segja að fram- boðið er lítið en eftirspurnin breyti- leg. Ég er framkvæmdastjóri Kaup- félags Eyfirðinga og meðan ég gegni því starfi sinni ég því heils hugar.“ - Þú ert önnum kafinn maður, áttu einhvern tíma aflögu fyrir fjöl- skylduna? „Já, minn vinnudagur er langur, það er alveg rétt. Ég byrja snemma á morgnana og er að fram á kvöld. Flestar helgar er ég líka meira og minna upptekinn. Ég á því afar fáar frístundir, sem bitnar eðlilega á fjöl- skyldunni. Ég skáka í því skjólinu, að ég á afskaplega góða konu, Sigríði Ólafsdóttur, sem umber mér þetta ótrúlega vel. Ef við eigum frístundir saman förum við gjarnan hingað heim í Hóla. Hér notum við tímann til útiveru, til að fara í fjárhúsin eða grípa í heyskap að sumrinu. Við eig- um nokkra hesta og börnin bregða sér gjarnan í reiðtúra, en ég er ekki hestamaður. Starfinu fylgja mikil ferðalög, en ég held að við hjónin höfum ekki farið nema þrisvar eða fjórum sinnum til útlanda í frí í öll þessi ár. Það eru einu fríin sem hafa dugað mér, því þegar ég er hér heima er hugurinn of bundinn við störfin og þar að auki er sjaldnast friður.“ - Þú keyptir Hóla, er mikill bóndi í þér? „Ég er fæddur og uppalinn við sjó og það er mikill sjómaður í mér. Samt sem áður hef ég sterkar taugar til landbúnaðar og til bændastéttar- innar. Að þessu leyti er ég hálfgerður hugklofi; það eru sem sagt djúpar til- finningar í mér til sjós og lands. En ég yrði vafalaust algerlega ónýtur bóndi og búskussi. Þess vegna búa Halldór og Fjóla góðvinir okkar hér á jörðinni og hafa fyrir okkur með sínum bústofni nokkrar kindur og hesta.“ - Þú hefur haft afskipti af tónlist- armálum, er mikil músík í þér? „Ekki skal ég dæma um það, en ég eignaðist nikku á mínum yngri árum og lærði á hana. Það varð til þess að ég lék stundum fyrir dansi á skemmt- unum heima á Éskifirði. Ég spilaði eftir eyranu, en lærði aldrei að lesa nótur. Þegar við tókum þá ákvörðun að koma okkur upp þaki yfir höfuð- ið, byggðum íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík, átti ég lítið annað en 20 þúsund krónur og nikkuna. Þá seldi ég gripinn og hef ekki eignast nikku síðan. Hins vegar fæ ég nokkra útrás við að grípa í píanó heima. Mér finnst gott að ná úr mér streitunni með því móti, að afloknum eril- sömum vinnudegi. Ég hef líka yndi af myndlist, þó ég geti ekki fylgst með henni eins og ég vildi. Ég hefði gjarnan viljað fá tækifæri til að læra að leika á eitthvert hljóðfæri, en á því var ekki kostur á Eskifirði á mín- um sokkabandsárum. En ég hef þess í-stað leitast við að styðja við bakið á þessum málum og fæ ef til vill ein- hverja útrás í því. Já, og ég hef líka sungið talsvert, söng í ein 10 ár með Fóstbræðrum á meðan við bjuggum í Reykjavík." $ Mikið tilfinningamál - Þú varst stjórnarformaður Laxár- virkjunar um tíma, m.a. þegar Lax- árdeilan stóð. Var það erfitt starf? „Já, Laxárdeilan var mikið tilfinn- ingamál. Ég kom inn í stjórn Laxár- virkjunar 1970 og var í rauninni feng- inn til þess að koma þar inn til að koma á friði og brjótast út úr þessari deilu. Ég var þessum málum lítið kunnugur, en mér varð það ljóst fljótlega eftir að ég kom inn í stjórn- ina, að þessi deila byggðist svo lítið á rökum, en svo mikið á tilfinning- um, að það var vonlaust að komast út úr henni með skynsamlegu móti. Ég gerði mér því fljótlega Ijóst, að við yrðum að semja frið, koma Lax- árvirkjun 3 í gang, gera Laxárvirkjun fjárhagslega sem sterkasta og láta síðan tímann um að græða sárin og skera úr um það, að hversu miklu leyti yrði hægt að virkja í Laxá. Mér finnst andstæðingar hóflegrar virkjunar í Laxá, sem t.d. hefði byggst á 20 metra stíflu, hafa haft og hafa enn í dag rangt fyrir sér. Ég dreg engan dul á það. Hins vegar verða allir að gera sér ljóst, sem vinna að svona málum, að það er óhugsandi að gera svona hluti í and- stöðu við þorra heimamanna. Skiln- ingur þeirra verður að vera fyrir hendi. En því var ekki að heilsa í þessu tilfelli." - Fyrir rúmu ári sameinaðist Lax- árvirkjun Landsvirkjun. Var þar gengið til góðs? „Já, það tel ég, þegar til lengri tíma er litið. Þessi stefna var mörkuð af hálfu bæjarstjórnar þegar Ijóst var að grundvöllur var ekki fyrir Norður- landsvirkjun, eins og stefnt var að á tímabili. Það má að vísu færa fyrir því rök, að það hefði verið hagstætt fyrir okkur að bíða með sameining- una um eitthvert árabil. Þróun í taxtamálum varð nefnilega sú, að vegna þungrar greiðslubyrði þurfti Landsvirkjun að hækka sína taxta langt umfram það sem Laxárvirkjun hefði þurft, enda hafði hún ekki stað- ið í neinum framkvæmdum. Fyrir vikið var útkoma Laxárvirkjunar mjög góð síðustu árin sem hún starf- aði sjálfstætt." - Orkumál tengjast óhjákvæmi- lega orkufrekum iðnaði. Að undan- förnu hefur verið mikið rætt um þau mál hér heima í héraði; hver er af- staða þín til hugsanlegs álvers við Eyjafjörð? „Við eigum að skoða þann kost grannt, sem og alla aðra kosti til at- vinnuuppbyggingar. Ég hef verið þessarar skoðunar allt frá því að ég byrjaði að hafa afskipti af þessum málum um miðjan áttunda áratug- inn. Þá var mér kunnugt um fund forystumanna í Eyjafirði frá 1969, sem skoraði á stjórnvöld að beita sér fyrir byggingu álvers við Eyjafjörð. Þar var satt að segja engin áhersla lögð á umhverfisrannsóknir, sem mér fannst varhugavert. Þá skoðaði ég álver úti í Noregi og ég verð að viðurkenna það, að ég hafði ekki áhuga á að fá slíkt álver hingað. Því fylgdi mikil mengun og ég dró mig í hlé frá þessum umræðum. En ég hef fylgst með málum og veit að það hafa orðið stórstígar framfarir í áliðnaði, sérstaklega hvað varðar mengunar- varnir. Mér finnst því ástæða til að athuga það í fullri alvöru, hvort álver mætti staðsetja við Eyjafjörð ef það á annað borð verður byggt á íslandi. En til þess að hægt sé að taka skynsamlega ákvörðun í þessu sam- bandi þurfa að fara hér fram ítarleg- ar umhverfisrannsóknir, sem nú eru einmitt í gangi. Ákvörðun í svona máli má ekki taka á tilfinningagrund- velli. Hér þarf að byggja upp sterkt mótvægi gegn ofþenslu á höfuðborg- arsvæðinu. Það eru tæpast önnur svæði úti á landi, sem hafa þann möguleika. Þess vegna verðum við að skoða alla möguleika opnum huga. Hins vegar er ekkert vafamál í mínum huga, ef það kemur í ljós við rannsóknir að álver verði hættulegt umhverfinu þá kemur bygging þess ekki til greina.“ - Hvað finnst þér um þróunina undanfarið á Eyjafjarðarsvæðinu? „Ég hef vissar áhyggjur af þeirri þróun sem hér hefur verið á undan- förnum árum, ekki síst með tilliti til þeirrar þenslu sem verið hefur á Reykjavíkursvæðinu. Þenslan þar byggist á þjónustu og stjórnsýslu- starfsemi, sem gengur ekki til lengd- ar nema á bak við standi öflug grund- vallaratvinnustarfsemi. Þessari þró- un þarf að snúa við; það þarf að efla grundvallaratvinnuvegina að nýju. Jafnframt þarf að jafna þann að- stöðumun, sem er á milli höfuðborg- arinnar og dreifbýlisins. Þrátt fyrir tímabundinn samdrátt hef ég mikla trú á framtíðarmögu- leikum Akureyrar og Eyjafjarðar. Eyjafjörður er eitt besta landbúnað- arsvæði þjóðarinnar og þótt sam- dráttur sé í þeirri grein um sinn, þá er ljóst að hér verður landbúnaður um alla framtíð. Hér er löng og rík hefð í matvælaiðnaði og við höfum tækifæri til að efla hann og á það ber að leggja áherslu. Við höfum líka ríkar hefðir í iðnaði og þótt bjátað hafi á í þýðingarmestu iðnfyrirtækj- unum að undanförnu, þá hef ég trú á því að okkur takist að snúa þeirri þróun við og efla iðnaðinn að nýju. Akureyri er og hefur verið skólabær og hefur öll skilyrði til að gegna því hlutverki í vaxandi mæli. Hér á að koma upp aukinni kennslustarfsemi, í tengslum við Verkmenntaskólann, Menntaskólann og sjúkrahúsið, og þá á ég að sjálfsögðu við kennslu á háskólastigi. Að sjálfsögðu vil ég hafa myndar- lega höfuðborg á íslandi, en nú verða íslendingar að taka af skarið og flytja eitthvað af stjórnsýslunni í Reyicja- vík til höfuðkjarnanna í landshlutun- um, enda hafa ýmsir forystumenn höfuðborgarsvæðisins bent á, að nú- verandi þensluástand sé svæðinu mjög dýrt og óhagkvæmt. Það er t.d. eðlilegt að flytja Byggðastofnun til Akureyrar og staðsetja fyrirhugað þróunarfélag hér. Annað dæmi er að flytja höfuðstöðvar RARIK til Eg- ilsstaða. Það þarf að finna þá þætti í stjórnsýslunni, sem með góðu móti er hægt að flytja frá Reykjavík og gegna hlutverki sínu jafn vel á lands- byggðinni. Þannig er hægt að auka jafnvægi í byggð landsins, sem hefur raskast illilega á síðustu árum.“ - Að lokum, Valur, þú sækist ekki eftir þingmennsku og forstjórastól hjá Sambandinu. Megum við búast við þér áfram við stjórnvölinn hjá KEA? „Ég verð hér svo lengi sem hentugt þykir og guð lofar. Þegar ég tók þetta starf að mér sagðist ég ætla að gegna því í 5-10 ár, en hér hef ég nú verið í 14 ár. Og mér finnst ég enn vera til- tölulega ungur og frískur í starfinu, en hins vegar er það ekkert vafamál, að það er hættulegt fyrir einstaklinga og fyrirtæki, að menn séu allt of lengi í svona erfiðum og umfangsmiklum störfum, sem kalla á sífellda endur- nýjun. Menn í minni stöðu verða að finna það þegar að því kemur, að þeir hætta að endurnýja sig innan frá. Þá er tími til kominn að hætta. Ég vona að ég átti mig á því sjálfur þegar að því kemur, en hvenær það verður skal ég ekki segja um. Ekki getur þetta varað til eilífðar.“ - GS Afrnœliskveðja „Sjá dagar koma,/ ár og aldir líða/ og enginn stöðvar tímans þunga nið...“ Svo kvað skáldið frá Fagraskógi, er hann hugleiddi íslandssöguna á 1 000 ára afmæli Alþingis. Þessi tilfinning fyrir óstöðvandi tímans straumi grípur oft hugann þó að ekki sé um að ræða slík stórtímamót í þjóðarsögu, sem þarna er vitnað til. Ýmsar merkar stofnanir og félög eiga aldarafmæli um þessar mundir, skólar og framfara- stofnanir margs konar, og minna um leið á þá frjóvu umbrotatíma, sem gengu yfir þjóðfélag okkar fyrir 100 árum, mitt í allri ótíðinni og þrenging- unum, sem þá steðjuðu að landi og lýð. Meðal þessara óskabarna íslenskrar endurreisnar er t.d. samvinnuhreyfing- in. Eitt af eldri börnunum í þeirri fjöl- skyldu, Kaupfélag Eyfirðinga, verður þannig aldargamalt á næsta ári. í samanburði við slíka hátíðarviðburði eru 50 ára afmæli einstaklinga máske ekki stóratburðir, en minna þó að sínu leyti á strauminn þunga, sem við öll stöndum í og erum sjálf hluti af. Einn af sterkustu liðsmönnum ís- lenskrar samvinnuhreyfingar, Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri, hefur orðið tilefni þessara hugleiðinga með því að verða fimmtugur um þessar mundir, nánar tiltekið 1. mars 1985. Þessar línur eru ritaðar til að flytja honum árnaðaróskir í tilefni dagsins. Það er almennt vitað og viðurkennt að Kaupfélag Eyfirðinga hefur átt að fagna alveg sérstakri mannheill í starfs- liði sínu alla þessa öld og reyndar lík- lega frá upphafi vega. Hver kaupfé- lagsstjórinn af öðrum hefur reynst yfir- burðamaður og leitt félagið á sam- felldri farsældargöngu „götuna fram eftir veg“ svo notað sé líkingamál ann- ars af höfuðljóðsnillingum Eyjafjarð- ar, skáldsins frá Hrauni. Húsbændur, sem áttu slíku láni að fagna, voru í gamla daga kallaðir hjúasælir og þótti sérstakt gæfumerki. Ætli það gildi ekki enn í dag og eins þó að „húsbóndinn“ sé samvinnufélag og „hjúið“ fram- kvæmdastjóri þess. Þegar kom fram á 7. tug aldarinnar fóru forráðamenn KEA að huga að því, hver mundi vera líklegur til að taka við starfi kaupfélagsstjóra af Jakobi Frímannssyni, sem þá tók að nálgast aldursmörkin. Líklega voru menn ofurlítið áhyggjufullir af því, að sá maður kynni að vera vandfundinn, sem gæti axlað þá byrði, sem Jakob hafði borið af fádæma þreki og skör- ungsskap um margra áratuga skeið. Þá var það sem stjórnin réð til félagsins ungan Austfirðing, Val Arnþórsson, sem fulltrúa kaupfélagsstjórans. Hann hafði verið í starfi hjá Samvinnutrygg- ingum í Reykjavík í meira en áratug og getið sér orð sem frábærlega kraft- mikill starfsmaður. Þessi ráðning varð örlagarík bæði fyrir Val sjálfan og fyrir Kaupfélag Éyfirðinga, því að framhaldið varð saml'ellt starf, sem nú hefur staðið í tvo áratugi. Það kom svo sem af sjálfu sér, að eftir nokkur ár var hann ráðinn að- stoðarkaupfélagsstjóri og síðan kaup- félagsstjóri, þegar Jakob lét af starfinu í fyllingu tímans á því herrans ári 1971. Það sýndi sig brátt, að hjúasældin hafði ekki brugðist KEA frekar en fyrri daginn. Hafi einhverjum einhvern tímann dottið í hug að forráðamenn félagsins hefðu átt að geta fundið ein- hvern kjörinn arftaka Jakobs Frí- mannssonar nær sjálfu fyrirtækinu heldur en þennan unga mann af Aust- urlandi, kominn úr Reykjavík, þá hef- ur sú tilfinning horfið fljótt, þegar Val- ur kom til starfs og tók að sýna í verki, hvað hann hafði til brunns að bera sem stjórnandi og framkvæmdamaður. Hér er ekki staður eða stund til að rifja upp að neinu ráði verkefnaskrá KÉA þessi síðustu 20 árin undir for- ystu Vals Arnþórssonar, en hún er bæði löng og stórbrotin með köflum. Ég vil samt drepa á nokkur atriði. Bygging mjólkurstöðvar KEA, þeirrar þriðju frá 1928, var í biðstöðu á þess- um árum, aðeins kjallarinn steyptur. Það varð eitt af fyrstu stórátökum nýja kaupfélagsstjórans að koma hreyfingu á þetta mikla sameiginlega hagsmuna- mál bænda og bæjarbúa og sigla því heilu í höfn. í framhaldi af því og að nokkru leyti samtímis var hafin ný uppbygging verslunarhúsnæðis félagsins bæði á Akureyri og öðrum verslunarstöðvum við fjörðinn, og stendur hún raunar enn yfir. Og í þriðja lagi vil ég nefna eflingu fiskveiða og ekki síður fisk- vinnslu, sem félagið á hlut að í ver- stöðvum út með firðinum. Þetta eru ekki einkaverk kaupfélagsstjórans, þó það nú væri, en samt hefur það og allt annað ótalið hvílt á honum öðrum mönnum fremur. Það vill til að maður- inn er kjarkmikill og kann vel til verka að undirbúa og skipuleggja mál, svo að engan þekki ég a.m.k. sem stendur honum á sporði. Ég hef kennt Val við Austurlandið, enda er hann fæddur á Eskifirði 1. mars 1935. Mér virðist hann vera tengdur mjög sterkum böndum við fæðingarbæ sinn og æskustöðvarnar fyrir austan. Það er vissulega góðs manns merki og kemur ekkert í bág við það að 20 ára dvöl hans hér í Eyja- firði hefur gert hann að Eyfirðing a.m.k. að hálfu. Hér hefur hann búið með sinni ágætu konu, Sigríði Ólafs- dóttur, ásamt börnunum þeirra 5, sem sum eru fædd hér á Akureyri. Hér hef- ur hann starfað af geysilegum áhuga og árvekni að atvinnu- og framfaramálum Eyfirðinga í víðustu merkingu bæði sem kaupfélagsstjóri, bæjarstjórnar- maður o.m.fl. sem ekki verður tíundað hér. Hér hefur hann séð þetta mikla al- menningsfyrirtæki, sem KEA er og á að vera, dafna og styrkjast undir sinni handleiðslu og raunar allar byggðir Eyjafjarðar í sveit og við sjó blómgast vel á þessum árum. Hér hefur hann síðast en ekki síst eignast marga ágæta vini í byggð og bæ og allt þetta stuðlar að því að hann hefur skotið traustum rótum í eyfirska mold, ef manni leyfist að nota svo skáldlegt líkingamál. Mér finnst sérstök ástæða til að geta þess, hve Valur hefur jafnan sýnt mik- inn og einlægan áhuga á málum bænda í félaginu og séð til þess að þeirra hlutur væri ekki fyrir borð borinn hvort heldur um er að ræða hið sögu- lega hlutverk þeirra í félaginu eða meðferð lífshagsmunamála þeirra í rekstri dagsins í dag. En þó að ég nefni landbúnaðinn sér- staklega, vil ég um leið undirstrika, að ég lít á Val sem ágætan fulltrúa fyrir þá víðsýnu afstöðu, sem lítur á hag heildarinnar fyrst og fremst og vill vinna að alhliða framförum og eflingu byggðar á öllu eyfirska svæðinu. Ég hafði reynar ekki hugsað mér að ræða um afmælisbarnið öðruvísi en sem kaupfélagsstjóra KEA og hlutverk hans hér í Eyjafirði. En auðvitað fór það svo, eins og áður hefur gerst um kaupfélagsstjóra okkar, að hann var kallaður til verka á víðari vettvangi samvinnuhreyfingarinnar og er nú stjórnarformaður Sambandsins. Og þá er aftur komið að byggðamálum í víðustu merkingu, því samvinnuhreyf- ingin er samtvinnuð lífsbaráttu byggð- anna nálega allt í kringum landið. í þeirri baráttu er Valur Arnþórsson liðsmaður af heilum hug, hlutverk sem er ekki alkaf létt eða vel metið af öllum á þessum síðustu og verstu tímum, þegar byggðastefna og sam- vinnustarf á í tvísýnni varnarbaráttu. Ég vil í lokin færa Val Arnþórssyni innilegustu afmæliskveðjur fyrir hönd félagsfólksins í Kaupfélagi Eyfirðinga og láta í ljós þá ósk, að honum endist lengi heilsa og líf til að vinna að vel- ferðarmálum Eyfirðinga og annarra samvinnumanna á þessu blessaða landi. Fyrir hönd stjórnar KEA sendi ég honum og fjölskyldu hans hugheilar árnaðaróskir og þakkir fyrir gott sam- starf og góð kynni fyrr og síð. Hjörtur E. Þórarinsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.