Dagur - 01.03.1985, Síða 16

Dagur - 01.03.1985, Síða 16
Um helgína í Smíðju: Laus borð báða daga. Nýir réttir á helgarseðlinum. Bjami Herjólfs seldur til ÚA - Viðræður hefjast fljótlega Fyrsta útsending fyrstu staðbundnu útvarpsstöðvarínnar hér á landi gekk vel, en þessi viðburður gerðist hjá starfs- mönnum Ríkisútvarpsins á Akureyri. Ólafur H. Torfason, Pálmi Matthíasson og Erna Indriðadóttir bera hér saman bækur sínar á meðan tilkynningalestur var fluttur. Mynd: KGA Tillaga um 25% hækkun gjaldskrár - Við höfum ákveðið að ganga til samninga við Útgerðarfélag Akureyringa um sölu á togar- anum Bjarna Herjólfssyni á grundvelli þess tilboðs sem þeir gerðu í togarann. Þetta sagði Jónas Haralz, Norska flensan sennilega komin: Ástæðulaus ótti - Við höfum grun um að þess- arar veiki hafi orðið vart hér í bænum en það má vel koma fram að við læknarnir teljum ótta fólks ekki í nokkru sam- ræmi við alvarleika þessarar flensu, sagði Ólafur H. Odds- son héraðslæknir á Akureyri er hann var spurður hvort vart hefði orðið við „norsku flens- una“. Ólafur sagði það enga spurn- ingu að þessi inflúensa kæmi hingað fyrst hennar hefði orðið vart í Reykjavík. Miðað við þær upplýsingar sem þeir hefðu frá Noregi og Reykjavík, væri ekki hægt að segja að þessi flensa væri alvarlegri en aðrar inflúensur sem herjað hafa á landsmenn, þó þessi virtist breiðast mjög ört út. - Fólk á yfirleitt í þessu í þrjá til fjóra daga og þá er það búið en ég get vel skilið að gamalt fólk og lasburða sé hrætt við að smitast, sagði Ólafur. Mikil ásókn hefur verið í bólu- efni gegn flensunni og t.a.m. munu starfsmenn Slippstöðvar- innar og margir starfsmenn á Sambandsverksmiðjunum hafa verið bólusettir, auk þess sem al- menningur hefur getað fengið bólusetningu. - Ég lít nú ekki alvarlegar á málin en það að mér hefur ekki komið til hugar að bólusetja sjálfan mig og enginn læknir hér á Læknamiðstöðinni hefur látið bólusetja sig eftir því sem ég veit best, sagði Ólafur H. Oddsson. - ESE bankastjóri Landsbanka íslands f samtali við Dag er hann kynnti ákvörðun bankastjórnarinnar í þessu máli. Ákvörðunar bankastjórnar Landsbankans hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Átta tilboð bárust í togarann, þar af fjögur af Norðurlandi og má segja að það hafi tekið bróður- partinn af febrúarmánuði að bræða það með sér hverjir fengju togarann sem áður var í eigu Ar- borgar hf. á Selfossi. Tilboð Elliða hf. í Þorlákshöfn í togar- ann var hæst en þegar banka- stjórnin tekur sína ákvörðun veg- ur það hins vegar þyngra á met- anum að fjárhagur og rekstur Út- gerðarfélags Akureyringa hf. er með þeim hætti að bankastjórnin telur að fyrirtækið geti tekið þær skuldbindingar á sig sem kaupin hafa í för með sér. - Ég á ekki von á öðru en að samningaviðræður geti hafist fljótlega en fyrr vil ég ekki gefa upp hvað við buðum í togarann, sagði Gísli Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA í samtali við Dag. - Þetta eru auðvitað mikil vonbrigði fyrir okkur ekki síst eftir að ríkisstjórnin hafði komið með þau tilmæli að togarinn yrði ekki seldur í annan landshluta, sagði Hallgrímur Sigurðsson, stjórnarmaður í Elliða hf. í Þor- lákshöfn, er blaðið leitaði álits hans á ákvörðun bankastjórnar- innar. - ESE - Eg tel þaö skyldu skólans aö koma til móts við nemendur og veita þeim aðstöðu og styrk til að stunda námið áfram. Ég er nýkominn af allsherjarfundi nemenda og þeirra kennara sem eftir eru og þar lagði ég fram „neyðaráætlun“ um sjálfsnám nemenda undir stjórn kennara. Nemendur funda um þetta tilboð á eftir og þá kemur í Ijós hvort þeir taka því. Þetta sagði Tryggvi Gíslason, Stjórn Hitaveitu Akureyrar hefur gert tillögu um 25% gjaldskrárhækkun og var fyrri umræða um málið i bæjar- stjórn á þriðjudag. Hækkunm skiptist í 12,12% vísitöluhækk- un og 11,49% grunnhækkun, skólameistari MA, er blaðamað- ur Dags ræddi við hann í morgun. Yfir 20 fastráðnir kenn- arar skólans hættu vinnu í gær og mættu ekki í morgun en eftir eru 14 fastráðnir kennarar og um 10 stundakennarar. Þessir kennarar hafa innt af hendi um þriðjung þeirrar kennslu sem veitt er í MA. Ef nemendur ganga að tilboði skólameistara mun viðvera þess- ara kennara ekki aukast frá því sem var. - ESE sem ekki nái til heimæðar- gjalda. Sigurður J. Sigurðsson, sem sæti á í stjórn veitunnar, gerði grein fyrir málinu. Hann kvað þetta mjög stórt mál, því öllum væri ljóst að upphitunarkostnað- ur væri mjög hár nú þegar og þessi tillaga hefði í för með sér stóraukin útgjöld fyrir bæjarbúa. Sigurður sagði að ef tekjur ættu að standa undir rekstri og fjármagnskostnaði þyrftu þær að hækka úr um 150 milljónum króna í 200 milljónir. Þvf væri ljóst að Hitaveita Akureyrar þyrfti verulegar tekjur til viðbót- ar því sem hún nú hefði. Rekstr- arkostnaður væri áætlaður 38,6 milljónir, sem væri aðeins um 5% hækkun frá fyrra ári, enda hefði tekist að minnka raforkunotkun verulega með bættri nýtingu og betri stýribúnaði. Þá hefði verið fækkað í starfsliði veitunnar. Vaxtakostnaður yrði hins vegar um 165 milljónir króna á þessu ári. Sigurður J. Sigurðsson sagði að erfitt væri að kalla fram slíka hækkun en hins vegar óraunhæft að gera það ekki. Oumflýjanlegt væri að hafa fyrir rekstri og að reyna að greiða niður fyrstu krónuna, eins og hann orðaði það. Hann sagði að málefni hita- veitunnar hefðu verið að þróast í réttan farveg að undanförnu. Nú væri nauðsynlegt að fá fram rétt endursöluverð fyrir orkuna, hvort sem það yrði gert með hækkun gjaldskrár eða öðrum hætti. Til dæmis hefði verið rætt um að bæjarsjóður yfirtæki hluta skulda um einhvern tíma og greiddi af þeim, eða að bæjar- sjóður legði eitthvað til reksturs- ins á hverju ári. Gert er ráð fyrir að fundur verði með stjórn veitunnar og bæjarfulltrúum áður en hækkun- artillagan fer til annarrar um- ræðu. - HS Neyðaráætlun í MA - Ég skal ekki fullyrða um hita- stigið upp á gráðu en það verð- ur a.m.k. langt yfír það sem menn eiga að venjast á þessum árstíma. Þetta sagði vcðurfræðingur á Veðurstofunni í morgun. Hann spáði áframhaldandi vor- veðri, sa.-átt og þurru veðri föstudag og laugardag á flestum svæðum vestan Langaness en skúrum á annesjum og hugsan- lega á sunnudag á fleiri stöðum. Glansgallaefni: Bleikt, mint, gult, hvítt, grátt, ljósblátt, kóngablátt, dökkblátt, svart, rautt og vínrautt. Stretchefiií: Hvítt, svart, rautt, gult, ljósblátt, ljósgrátt, kóngablátt og grænt. Verð aðeins kr. 250,- metrinn. Ný gerð af joggingefnum í Ijósum litum. Ný sending af prjónagami: Pingosport og Pingofine í mörgum litum Póstsendum. Miðstöð hagstæðra viðskipta. <m

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.