Dagur - 06.03.1985, Síða 1

Dagur - 06.03.1985, Síða 1
TÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS MARGAR GERÐIR GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Litmynda- framköllun FILMUhúsid AKUREYRI 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 6. mars 1985 27. tölublað Útsprungiö brum á trjám Þessi víðigrein er tekin í innan- verðum Svarfaðardal og er enn einn vitnisburðurinn um veður- sældina í vetur. Brumið út- sprungið, enda sagði öldungur á tíræðisaldri þegar hann sá grein- ina, að hann hefði aldrei vitað annað eins í þorralok. Sjómannaverkfall hófst á niiðnætti á öllum stöðuin á landinu, nema á Vestfjörðum og í tveim sjómanna- félögum á Austfjörðum. Nýgerðir kjarasamningar voru felldir með miklum mun í atkvæðagreiðslu en niðurstöður lágu fyrir seint í gærkvöld. Rátakjarasamningurinn var felldur með 655 atkvæðum gegn 384. Togarasamningurinn með 50 gegn 15. Sjómenn á Vestfjörðum eru ekki í verkfalli en hafa boðað samúðarverkfall frá næstu helgi hafi samningar ekki tckist. A Austfjörðum var sérkosning. Samningurinn var felldur á Seyðis- firði, Neskaupstað, Eskifirði, Fá- skrúðsfirði og Breiðdalsvík en samþykktur á Reyðarfirði og Stöðvarfirði. Meðl'ylgjandi mynd tók KGA af sjómönnum á fundi á Hótel Varð- - ESE Ullarvörur fyrir 125 milljónir króna til Sovétríkjanna: Tiyggir vinnu fyrir 100 starfsmenn í eitt ár í síðustu viku voru undirritaðir í Moskvu samningar á milli Iðnaðardeildar Sambandsins og sovéska samvinnusam- bandsins, samningar um sölu á ullarvörum til Sovétríkjanna að verðmæti um þrjár milljónir dollara eða um 125 millj. ís- lenskra króna. Við sama tæki- færi voru undirritaðir samning- ar um sölu á Sjafnarmálningu fyrir um 1,3 millj. dollara. Það voru þeir Hjörtur Eiríks- son, forstjóri og Sigurður Arn- órsson, aðstoðarforstjóri Iðnað- ardeildar sem undirrituðu samn- inginn fyrir hönd framleiðenda. Alls var samið um sölu á 360 þús- und einingum af fatnaði, treflum og teppum en þessi eini samning- ur tryggir 100 manns vinnu í eitt ár. - Við fórum fyrst til samninga- viðræðna við Sovétmenn um miðjan desember en þá ákváðum við að ganga ekki til samninga við þá að svo stöddu. Síðan var þráðurinn tekinn upp að nýju og samningar gerðir og undirritaðir nú. Það var vel þess virði að bíða því við náðum fram samningum um mikla magnaukningu, sagði Sigurður Arnórsson í samtali við Dag. Sigurður upplýsti að vörurnar yrðu afhentar á þessu ári, aðallega á seinni hluta ársins og þegar væri hafist handa við að framleiða upp í samninginn. - Við verðum að bæta við okkur mannskap vegna þessa en það er þó inest um vert að samn- ingurinn tryggir atvinnu eitt hundrað manns, sagði Sigurður Arnórsson. Þess má geta að auk samnings- ins um sölu á ullarvörunum og málningunni, ræddu þeir Sigurð- ur og Hjörtur við Sovétmenn um sölu á skinnavörum til Sovétríkj- anna. Tók Örn Gústafsson, markaðsstjóri skinnadeildar þátt í þeim viðræðum. - ESE „Höfum ekki sótt fé í bæjarsjóð í 17 ár“ - segir Gísii Kon- ráðsson hjá ÚA vegna fuilyrðinga stjórnarformanns Eliiða hf. „Það eru tveir bflar farnir suður og það er verið að at- huga málið,“ sagði Hólm- steinn Hólmstcinsson fram- kvæmdastjóri hjá Möl og sandi er við spurðum hann hvort ætl- unin væri að leigja verulegan hluta steypubflaflota fyrir- tækisins til Reykjavíkur. „Ef þetta kemur sæmilega út, Viðræður Landsbankans og Útgerðarfélags Akureyringa vegna kaupanna á Bjarna þá stendur til að leigja allt að 6 bíla af þeim 12 sem við eigum,'1 sagði Hólmsteinn. „Annars er þetta ekki bein leiga, við tökum að okkur útkeyrslu á steypu fyrir steypustöðina ÓS gegn ákveðnu rúmmetragjaldi og leggjum til mannskap með bílunum. Það er annars ekki tímabært að segja til um framhaldið, það fer eftir því hvernig þetta kemur út, Herjólfssyni ÁR eru enn ekki hafnar. Forráðamenn ÚA bú- ast við bréfí frá Landsbankan- en við erum að revna að bjarga okkur, klóra í bakkann." - Sjáið þið lítið framundan á Akureyri í sumar? „Því miður verð ég að segja að það er heldur lítið og rólegt. Það verða einhverjar framkvæmdir á vegum bæjarins og hins opinbera en því miður verður það ekki mikið.“ gk-. um á hverri stundu og þegar það hefur borist verður hægt að ákveða um framhaldið. Talsverð blaðaskrif hafa orðið vegna þessarar ákvörðunar Landsbankans og stjórnarfor- maður Elliða hf. í Þorlákshöfn hefur látið hafa það eftir sér að bankastjórnin hafi tekið þessa ákvörðun fyrir löngu og ástæðan sé sú að ÚA geti tryggt greiðslur með því að ganga í bæjarsjóð Akureyrar hvenær sem þeim henti. Þá lætur stjórnarformaður- inn að því liggja að hefðbundin útgerð togarans sé ómöguleg. Slíkt kalli á taprekstur. •- Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans er búinn að svara öllum þessum fullyrðingum mannsins og ég get aðeins bætt því við að við höfum ekki sótt fé í bæjarsjóð síðan 1968 eða í bráð- um 17 ár, sagði Gísli Konráðs- son, framkvæmdastjóri ÚA er - segir Gísli Kon- ráðsson hjá ÚA vegna fullyrðinga stjórnarformanns Elliða hf. Dagur bar þessi ummæli undir hann. - Við vitum að það verð sem rætt er um er of hátt fyrir skipið en ntálið er einfaldlega það að við eigum ekki annarra kosta völ í dag, sagði Gísli og bætti því við að hann væri ekki hræddur við að gera togarann út á hefðbundinn hátt. - Nú hefur heyrst að Bjarni Herjólfsson sé ekki í sem bestu standi. í hvaða ástandi verður skipinu skilað? Verður það með haffærnisskírteini? - Ég geri ráð fyrir að það sé sanngjörn krafa að skipið verði afhent með haffærnisskírteini en samningar eru auðvitað ekki hafnir og ég geri ráð fyrir því að það sé ýmislegt sem við þurfum að gera fyrir skipið sem Lands- bankinn mun ekki gera, sagði Gísli Konráðsson. - ESE Helmingur steypubíla- flotans til Reykjavíkur

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.