Dagur - 06.03.1985, Side 2
2 - DAGUR - 6. mars 1985
Hlustarðu á stað-
bundið útvarp frá
Akureyri?
Jóhann Ólafur Halldórsson:
Já, þegar ég get.
Guðmundur Einarsson:
Ég heyrði ánægjulega í því
þegar ég vaknaði í Mývatns-
sveit í morgun. Petta er eitt
það skemmtilegasta sem ég
veit og vona að þetta komist
að sem víðast. En ég á mér
líka draum um fagútvarp, og
þá sérstaklega hestamannaút-
varp.
Helga Guðmundsdóttir:
Nei, ég er alltaf sofandi á
morgnana. En það er svo stutt
síðan þetta byrjaði að maður
veit varla af þessu.
Páll Bergsson:
Ég hef heyrt í útvarpinu á
morgnana og þykir það lofa
góðu.
„Félagslífið nær
hámarki með
sumarferðalögunum"
- segir Jón Ólafur Sigfússon,
formaður Hestamannafélagsins Léttis
Menn og hestar á hásumardegi
- allan liðlangan veturinn. Það
er ólíkt skemmtilegra að vera
hestamaður í sumarblíðu
vetrarins, heldur en skíðamað-
ur, sem þarf að bíta í það súra
epli að sitja heima í stofu með
sárt ennið og prjóna sig inn í
skíðastökksþætti Ingólfs;
mænandi á þessa tvo skafla
sem enn eru eftir í Fjallinu. Æ,
æ. Þetta á ekki að vera skíða-
spjall, heldur spjall við hesta-
manninn góðkunna og Léttis-
formanninn, Jón Ólaf Sigfús-
son. Og það hefst svona:
Frímann: Áttu ekki tópas? Jón
Ólafur: Nei, ég átti eina
tyggjóplötu, en er að japla á
henni núna. Ég: Segðu mér
Jón Ólafur, hversu margir fé-
lagar eru í Létti og hver er
hestaeign þeirra?
„Félagar voru um sl. áramót
318, en þess ber að geta að mun
fleiri stunda þetta, því oft er ein-
ungis einn úr hverri fjölskyldu
skráður í félagið. Lauslega áætl-
að eru það um 7-800 manns sem
stunda hestamennsku meira og
minna. Nú, hrossaeignin er
u.þ.b. 1000 hross á fóðrum. Stór
hluti fer úr bænum á sumrin, en í
högum félagsins eru 100-120
hross á hverju sumri.“
- Hagamálin, vel á minnst?
„Hestamannafélagið á jörðina
Kaupangsbakka, en leigir af Ak-
ureyrarbæ jarðirnar Kífsá og
Hrafnsstaði til haustbeitar.
Hestamannafélagið hefur borið
á þessi lönd og skipulagt beitina
með því að hólfa jarðirnar niður.
Landnýting er því með miklum
ágætum. Viltu fara eitthvað nán-
ar út í landnýtingu og ofbeit?“
- Nei.
„Pað er allt í lagi við höfum
engar skammir fengið.“
- Ég vil mikið heldur heyra
eitthvað um félagslífið, eruð þið
alltaf fullir á hestbaki?
„Nei, það heyrir til undantekn-
inga að sjá drukkinn mann á
hestbaki en það er allt annað mál
hvort menn hafi aðeins með sér
tár á glasi til að „lífga sálarylinn"
við hátíðleg tækifæri. Félagslífið,
já. Um áramót eru hestar teknir
á hús og þá hefjast fundir og
skemmtanir, menn ríða út saman
á kvöldin og um helgar, við höld-
um árshátíð og það er óhætt að
segja að félagslíl hestamanna
stendur í fullum blóma fram á
sumar. Hámarki nær það í sum-
arferðalögum, lengri eða
skemmri, um öræfi ellegar
byggðir.“
- Þar koma Sörlastaðir inn í
myndina?
„Við höfum afnot af eyðibýl-
inu Sörlastöðum til sumardvalar
og þar eru stórir hópar manna
hverja einustu helgi sumarsins.
Sörlastaðir njóta sívaxandi vin-
sælda, enda staðurinn hinn ákjós-
anlegasti. í sumarferðum okkar
erum við mikið upp á bændur
landsins komnir, bæði hvað reið-
leiðir og áningarstaði varðar. Ég
get fullyrt að við mætum þar full-
um skilningi og mikilli velvild.“
- Næsti punktur er reiðvega-
málin.
„Það er stærsta málið í dag,
reiðvegamálið. Nú er svo komið
að við erum nánast að verða inni-
lokaðir á Akureyri og ýmsar blik-
ur á lofti um vegi í nágrenni Ak-
ureyrar, t.d. gömlu brýrnar yfir
Eyjafjarðará. Það eru hraðbraut-
ir sitt hvorum megin viðjsæinn og
við eigum því erfitt um vik. Það
verður að gera ráð fyrir reiðveg-
um um leið og þessir vegir eru
fullgerðir því það sjá allir að
hestamennska og bílaumferð
eiga ekki saman.“
- Hvað gerið þið í málinu?
„Við höfum á síðustu mánuð-
um vakið athygli á þessu við
bæjaryfirvöld, það liggur tillaga
frá okkur eftir Kristján Þorvalds-
son hjá skipulagsstjóra um
hvernig skipuleggja skuli reiðvegi
innan bæjarlandsins, svo þeir falli
vel inn í aðrar útivistaráætlanir.
Við vonumst til að þessi tillaga
fái fljóta og góða afgreiðslu.“
- Það eru tvö hestahverfi í
bænum, er það ekki óþægilegt?
„Jú, það getur verið það og við
vonumst til að úrlausn reiðvega-
mála milli hverfanna fáist fljót-
lega. í Breiðholtshverfi er verið
að byggja félagsheimili, búið er
að steypa grunn, húsið er á staðn-
um og það á einungis eftir að
lyfta því á hann. Það verður von-
andi tilbúið til notkunar næsta
vetur. I hinu hestahverfinu, Lög-
mannshlíð norðan Glerár er ver-
ið að byggja gæðinga og keppnis-
völl.
- Hvað er það við hesta-
mennskuna sem heillar?
„Það eru fyrst og fremst sam-
skiptin við hestinn. Að koma
heim úr vinnunni örþreyttur að
kveldi og fara í hesthús, skreppa
á bak og koma endurnærður
maður til baka. Ég myndi segja
það ef ég væri spurður. Hápunkt-
urinn hjá sumum er keppni og
sýning, en almenn hestamennska
hjá öðrum, ferðalög að sumrinu
þar sem öll fjölskyldan er með.
Já, það er líklega það sem heill-
ar.“
- En þetta er dýrt sport.
„Getur verið það. Það þarf að
koma sér upp hesthúsi og greiða
ýmis gjöld til bæjarins og auð-
vitað að eignast hest.“
- Hvað kostar hann, svona
sirka.
„50 þúsund kall. En þá á eftir
að eignast reiðtygi, fyrir 15-20
þúsund, hey sem síðasta haust
kostaði 5-6 þúsund og svo fellur
alltaf til ýmis kostnaður annar.
En þess ber að geta að hver hest-
ur endist f, ja, 15 ár svo þegar til
lengri tíma er litið, þá er þetta
ekki svo mikið. Og þó þetta er
svolítið dýrt sport, ætli ég viður-
kenni það ekki. Það er fjárhags-
hliðin sem takmarkar hestaeign
hvers einstaklings, það er nægj-
anlegt landrými." -mþþ
Jón Ólafur Sigfússon.
216 tonn af heitu
vatni í sjóinn
Heimir Jóhannesson hringdi:
Ég má til með að vekja athygli á
furðulegu kerfi Hitaveitu Akur-
eyrar varðandi vatnsskammtinn.
Þannig er mál með vexti að ég
er nýbúinn að einangra húsið
mitt í orkusparandi tilgangi og
hafði því hug á að minnka við
mig vatnsskammtinn. Það var
auðsótt mál að spara fyrir hita-
veituna gegn 590 krónu gjaldi en
mér var jafnframt tjáð að ég
fengi enga lækkun á reikningnum
fyrr en 1. desember nk.
Nú skil ég mæta vel að hita-
veitustjórn hefur sett þessar regl-
ur til þess að fólk sé ekki að
hringla með breytingar á öllum
tímum árs en þegar fólk er búið
að gera ráðstafanir til að spara
orku eins og ég þá finnst mér að
breytinguna ætti að gera umyrða-
laust.
Þar sem ég er með einfalt kerfi
rennur vatnið beint út í sjó og
mér reiknast til að þetta séu um
216 tonn sem ég borga fyrir og
þarf ekki að nota. Til skamms
tíma var það svo að hitaveitunni
veitti ekkert af öllu því vatni sem
lá á lausu en nú bregður svo við
að nóg vatn virðist vera til,
a.m.k. mega þessi 216 tonn allt í
einu missa sín.