Dagur - 06.03.1985, Page 12

Dagur - 06.03.1985, Page 12
ÞJONUSTA FYRIR HÁÞRYSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Heimavistar- málin í mesta ólestri Nemendur MA eru nú kennaralausir að mestu, en eru ekki af baki dottnir. Þessa dagana stunda nemendumir sjálfs- nám af kappi, mæta í skólann á morgnana og grúfa sig yfir námsbækurnar, nú eða spjalla við náungann. Þessi mynd var tekin í gærmorgun af nokkram nemendum í fjórða bekk félagsfræðideildar. Mynd: KGA HættTr K. Jónsson við að byggja? Nefnd sem skilaði áliti um heimavistir framhaldsskóla- nema á Akureyri í aprfl á síð- asta ári komst að þeirri niður- stöðu að ótvíræð þörf væri á því að byggja heimavistir fyrir 200-225 nemendur í bænum. Nefndin benti einnig á að ódýrasti kosturinn væri að byggja við núverandi heima- vistir Menntaskólans fyrir um það bil 150 nemendur. „Það eru nú liðnir 11 mánuðir síðan nefndin skilaði þessu áliti sínu og það hefur ekkert heyrst um málið síðan þá,“ sagði Hauk- ur Árnason formaður skóla- nefndar Verkmenntaskólans á Akureyri, en Haukur átti einnig sæti í nefndinni. Skólanefnd Verkmenntaskól- ans ræddi þetta mál á fundi sín- um sl. föstudag og á þeim fundi samþykkti skólanefndin að skora á bæjarstjórn Akureyrar að hafa frumkvæði að því að hrinda þessu máli í framkvæmd. „Dags-mót“ í kraft- lyftingum Dags-mótið í kraftlyftingum verður haldið í Dynheimum 16. mars nk. kl. 14. Allir bestu kraftlyftingamenn Akureyrar verða meðal þátttakenda og búast má við gestum að sunnan. Það hefur orðið að ráði að Dagur muni styrkja þetta mót með því að gefa til þess verðlaun. Erlendis er mjög algengt að blöð styðji þannig við bakið á íþrótta- starfsemi og eins hefur þetta ver- ið gert í einhverjum mæli hér- lendis. Á mótinu verður keppt um Dags-bikarinn, veglegan farand- bikar sem stigahæsti maöur m'óts- ins hreppir. Nánar veröur greint frá þessu móti og keppendum síðar. - ESE Haukur Árnason sagði að það væri staðreynd að þessi mál væru í hinum mesta ólestri, og þess væru dæmi að nemendur hefðu orðið að fara annað til náms vegna þess að ekki væri heima- vistarrými á Akureyri fyrir alla þá nemendur sem þess óskuðu. gk-. Ólafsfjörður: Fiskeldis- félagið stofnað „Það er nú hlutverk hinnar nýkjörnu stjórnar fyrirtækisins að taka ákvörðun um í hvaða framkvæmdir verður ráðist í sumar, og hvernig staðið verð- ur að uppbyggingu félagsins,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri í Ólafsfirði, en þar var í fyrrakvöld stofnað félag um fiskeldi í Ólafsfjarðarvatni og hlaut það nafnið Óslax hf. Stofnun félagsins hefur verið lengi í burðarliðnum en á fundin- um í fyrrakvöld var ákveðið að hlutafé þess yrði 5 milljónir króna, og stærstu hluthafar eru Kaupfélag Eyfirðinga, Samband íslenskra samvinnufélaga, Veiði- félag Ólafsfjarðarár og Ólafs- fjarðarbær. Fiskeldi hefur verið stundað í Ólafsfjarðarvatni um nokkurn tíma, og í haust munu um 1 000 laxar sem aldir hafa verið í vatn- inu vera komnir í sláturstærð. Þá eru til staðar um 30 þúsund seiði, og þarf nú að taka ákvörðun um hversu miklum hluta þessara seiða verður sleppt í hafbeit og hversu stór hluti verður alinn til slátrunar í kvíum í vatninu. Stjórn félagsins skipa Sigurður Jóhannesson, Sveinbjörn Árna- son, Markús Stefánsson, Ásgeir Ásgeirsson og Þorsteinn Ágústs- son. gk-. „Mér sýnist helst á öllu að við munum ekki byggja neitt þrátt fyrir þessa heimild, því henni fylgir ýmislegt sem sjálfsagt kemur í veg fyrir bygginga- framkvæmdir,“ sagði Kristján Jónsson hjá K. Jónssyni og Co. er Dagur ræddi við hann. Fyrirtækið hefur fengið heim- ild til þess að láta gera uppfyll- ingu austan við núverandi verk- smiðju fyrirtækisins, en þessi uppfylling mun hafa átt að vera um 2 000 fermetrar. Samkvæmt erindi fyrirtækisins til bæjaryfir- valda hugðist fyrirtækið reisa þar hús til rækjuvinnslu og frekari forvinnslu annarra sjávarafurða. Kristján Jónsson vildi ekki tjá sig frekar um þetta mál, en sam- kvæmt heimildum Dags mun óá- nægja fyrirtækisins stafa af því að hafnarnefnd sem var umsagnar- aðili um umsókn fyrirtækisins krafðist þess að hafnarsjóður Sjö manns slösuðust talsvert í hörðum árekstri sem varð á Sauðárkróki á mánudags- kvöld. Áreksturinn varð með þeim hætti að Fiat-bifreið var ekið frá hafnarsvæðinu inn á Eyrarveg í veg fyrir Daihatsu-bifreið á suðurleið. Virti ökumaður Fiat- bifreiðarinnar ekki biðskyldu sem þarna er. Báðir ökumenn ætti uppfyllinguna þótt fyrirtækið bæri kostnað við gerð hennar. gk-. reyndu að afstýra árekstri en það tókst ekki betur en svo að bif- reiðarnar skullu saman og Daihatsu-bifreiðin valt. í henni voru þrír piltar en í Fiat-bifreið- inni voru fjórir nemendur Fjöl- brautaskólans. Allir þeir sem voru í bifreiðun- um voru fluttir á sjúkrahúsið og voru meiðsli talsverð en ekki lífs- hættuleg. - ESE Árekstur á Sauðárkróki: 7 á sjúkrahús í dag er reiknað með hægri sunnan- og suðvestanátt; það léttir til á austanverðu Norðurlandi, en vestan til má búast við einhverjum slydduéljum. Á morgun verður áfram suðlæg átt og tiltölulega bjart, en seint annað kvöld er spáð vax- andi suðvestanátt og þá þykknar í lofti og hlýnar. # Fenjabjór Nú, mitt i allrí umræðunni um það hvort leyfa eigi bjór hér á landi eða ekki kemur Bún- aðarþing 1985 með þá tillögu að rannsakað verði hvort fenjabjór geti ekki verið góð- ur fyrir bændur. - Sjálfsagt hugsar nú einhver sem svo hvort fara eigi í innflutning á einhverjum sérstökum bjór fyrir bændur, og er það rétt. Ekki munu þeir þó drekka fenjabjórinn, enda ekki vitað til þess að hann hafi nokkurn tíma verið drukkinn ... Fenjabjórinn er smádýr sem þykir henta einkar vel til loð- skinnaframleiðslu og búnað- arþlng vill að athugað verði hvort ræktun hans henti ís- lenskum bændum. Auk skinnsins af fenjabjórnum má nýta kjötið af honum og tvær rauðar tennur í munni hans þykja henta vel tii skart- gripaframleiðslu. Hver veit því nema bændur á íslandi muni opna bjórbú áður en langt um líður? # Skíðamenn með skeifu Veturinn hefur svo sannar- lega leikið skíðamenn illa. Ef svo heldur fram sem horfir, verður að hækka lyftugjöldin í Hlíðarfjalli verulega tll þess að það verði ekki stórtap á því að reka ekki lyfturnar. Tíðarfarið hefur svo sannar- lega leikið við landsmenn á þessum vetri. Tíðarfarið í þessu tilviki þýðir snjór því hiti á Akureyri var t.d. 0,8 gráðum lægri en í meðalári í janúar og 0,5 gráðum lægri í febrúar sem er allnokkuð. Það er í sjáifu sér ekkert eins- dæmi að það sé lítill snjór á þessum árstíma og skeifa sé á skíðamönnum. Nægir að benda á mars í fyrra þegar það var sól og blíða á Akureyri og neyðarástand í Fjallinu. En snjórinn kom og það er hætt við að hann geri það að þessu sinni líka. En nú er að sjá hvor hefur betur, veður- spámaður Dags eða ívar á Skíðastöðum. # Brandari hjá henni Togstreita milli kynjanna er ekkert nýnæmi. Rætt er um betri helminginn, veikara kynið og svo framvegis. Hér er eitt skemmtilegt innlegg í umræðuna: Guð skapaði manninn - en það átti nú bara að vera brandari hjá henni!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.