Dagur - 08.03.1985, Síða 3
8. mars 1985 - DAGUR - 3
Pottormar
valda vanda
í síðustu blöndu sagði ég frá há-
degis-pottormunum í Sundlaug Ak-
ureyrar, sem héldu sitt þorrablót á
dögunum. Tilefni skrifanna var vísu-
korn Þórhalls Einarssonar;
Ei skal líkamsræktin rengd,
ryðgaðir liðkast skrokkar -
Synti í flýti flöskulengd,
formaðurinn okkar.
Auðvitað varð ég að skreyta þetta
með mynd. Fór ég því í myndasafnið
og fann þar þriggja ára gamla mynd
af hádegis-pottormunum og notaði
hana. Þessi mynd olli miklu fjaðra-
foki strax við útkomu blaðsins. Mér
skilst að íþróttaráð hafi verið með
langan og strangan aukafund um
málið og á tímabili mun hafa litið út
fyrir að hádegis-pottormarnir yrðu
settir í ævilangt pottbann og
forstjórastaða Hauks vinar míns
Berg mun hafa hangið á bláþræði.
Ástæðan var sú, að pottormarnir
höfðu haldið sitt þorrablót í pottin-
um fyrir þremur árum og þá voru
myndir teknar og birtar í Degi. Nátt-
úrlega var slíkum svallveislum í
íþróttamannvirkjum almennings
mótmælt harðlega og íþróttaráð og
bæjarstjórn áréttuðu að slíkt mætti
ekki endurtaka sig. En þegar þessi
gamla mynd birtist aftur héldu menn
að „sukkið" væri aftur byrjað í pott-
inum. En það er mesti misskilningur,
því blótið í ár héldu hádegis-pott-
ormarnir í Smiðjunni, eins og mynd-
in hér til hliðar sannar. Hins vegar
ætla ég, mönnum til fróðleiks og við-
vörunar, að birta hér aftur myndina
frægu, sem alls ekki má birta.
ssa
Steinn úr
glerhúsi
Myndlistarmaðurinn Valgarður
Stefánsson gagnrýnir okkur
Dagsmenn harðlega í síðustu
Dagskrá fyrir það sem við skrif-
um ekki um, að hans mati; þ.e.
menningarviðburði ýmiss konar.
Segir Valgarður að við sveltum
suma listamenn hreinlega í hel.
Ja, mikill er máttur okkar. Það
má til sanns vegar færa, að gagn-
rýni um ýmsa menningarviðburði
hér á Akureyri hefur vantað í
Dag, einfaldlega vegna þess að
kunnáttufólk hefur ekki fengist
til slíkra verka, t.d. til umfjöllun-
ar um myndlist og tónlist. Von-
andi stendur það til bóta. Væri
þeim ágæta dreng, Valgarði Stef-
ánssyni, nær að leggja okkur lið í
þeim efnum, en að kasta að okk-
ur steini úr því glerhúsi sem
„menningarritið" Dagskráin er.
Kaffisem
bragð er að
Kaffimálið hefur fengið mönnum
ærið tilefni til umræðna í svart-
asta skammdeginu í vetur og enn
er það ekki úr sögunni. Þetta mál
er nú til meðferðar hjá réttum
yfirvöldum, sem vonandi koma
því á hreint fyrr en síðar. En
þrátt fyrir þetta leiðindamál hafa
samvinnumenn sem aðrir haft lag
á því að gera úr því nokkurn
húmor. Þannig er landfrægt þeg-
ar Ómar Ragnarsson sagði við
Sambandsforstjórana við há-
borðið í veislunni forðum: - Nei,
mikið eruð þið kaffibrúnir og sæl-
legir allir saman.
Svo var það einn af vinum mín-
um hjá Sambandinu sem hitti
forstjórann sinn á flugvellinum.
Þeir heilsuðust og vinur minn
sagði kumpánlega:
- Velkominn heim, hvað segir
þú svo í fréttum úr útlandinu?
- Ekki baun, svaraði Sam-
bandsforstjórinn.
Segiði svo að kaffibætirinn sé
úr sögunni. En þrátt fyrir illar
tungur lætur Kaffibrennsla Akur-
eyrar ekki deigan síga, því þaðan
er nýkomið koffínlaust kaffi, sem
þykir ljúft á bragðið og fer sigur-
för um landið.
ERO I3
kr. 3.710.
Hæðarstilling á baki
og setu.
Veltibak
ERO DA I5
t kr. 4.980.-
Hæðarstilling á baki
og setu.
Veltibak g
Veltiseta "
ERO CD I5
kr. 7.340-
Hæðarstilling á baki
og setu.
Veltibak
Veltiseta
*
ERO stólarnir veita baki þínu réttan stuðning og koma í veg
fyrir óeðlilega þreytu og spennu í hryggnum. Þeir hafa
alla yfirburði fullkomnustu stóla en eru engu
að síður á einstaklega lágu verði.
Stóðst gæðaprófun Teknologisk institut í Noregi.
STÁLHÚSGAGNAGERO
STEINARS HF.
SKEIFUNNI 6.SÍMAR: 33590.35110. 39555