Dagur


Dagur - 08.03.1985, Qupperneq 4

Dagur - 08.03.1985, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 8. mars 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aðgerðarlaus má stjómin ekki silja Það blæs ekki byrlega fyr- ir ríkisstjórninni um þess- ar mundir. Ef marka má nýjar skoðanakannanir hefur hún misst meiri- hlutafylgi sitt meðal þjóð- arinnar. Einkum og sér í lagi hefur fylgistapið komið niður á Framsókn- arflokknum, sem forystu- flokki í þessu stjórnar- samstarfi. Segja má að þegar á haustdögum á síðasta ári hafi fyrir alvöru farið að blása köldu og áttu kjara- deilurnar stærstan þátt þar í. Fram að þeim tíma hafði launafólk tekið möglunarlítið á sig þær byrðar sem efnahagsráð- stafanirnar höfðu í för með sér. Klaufalegar og hrokafullar yfirlýsingar fjármálaráðherra vöktu andúð fólks. Ríkisstjórn- inni tókst ekki að hafa þau áhrif á þróun kjara- mála að til farsældar horfði. Kauphækkanir urðu meiri en þjóðarbúið þoldi, enda var ekki einu sinni búið að greiða út samkvæmt nýjum kjara- samningum þegar búið var að hrifsa ávinninginn til baka með gengisfell- ingu og vöruverðshækk- unum. Ætti öllum að vera það ljóst nú, að vænlegra hefði verið að fara að ráðum forsætisráðherra, fara hægt í kauphækkanir en mæta kjararýrnun al- mennings með skatta- ívilnunum og öðrum fé- lagslegum aðgerðum. Ekki bætti heldur úr skák að almenningur var ekki farinn að sjá að aðrir en launamenn ættu að taka þátt í herkostnaðin- um gegn verðbólgunni og hefur raunar lítið borið á aðgerðum í þá veruna ennþá. Sjálfstæðismenn stóðu gegn tillögum fram- sóknarmanna um sér- stakan skatt á stóreigna- fólk. Þjónustan og milli- liðastarfsemin hefur feng- ið að hafa allt sitt á þurru, á sama tíma og undir- stöðuatvinnuvegirnir hafa mátt blæða og þar með fólkið sem við þá starfar. Það sem segja má að hafi fyllt mælinn nú upp á síðkastið er vaxtabrjálæð- ið. Lántakendur, einkum húsbyggjendur, og svo að sjálfsögðu atvinnuvegirn- ir, hafa þurft að súpa seyðið af vaxtafrelsinu. Fólk er að kikna undan lánakostnaðinum og hinir rómuðu hávextir hafa engin áhrif haft á sparnað í landinu, enda á venju- legt fólk ekkert fé til að spara. Kosningar eru ekki vænlegar til að leysa neinn vanda, enda geta þær reynst þjóðinni dýr- keyptar. Hins vegar virð- ist það vera borðleggj- andi að ef ríkisstjórnin tekur ekki til höndunum á næstu vikum verða kosningar þrautalending- in. Aðgerðarlaus má þessi ríkisstjórn ekki sitja. Hún verður að taka á þeim vanda sem almenningur á við að glíma og það strax. Þá hefur dálítill angi væntanlegrar fjölmiðlabyltingar náð að teygja sig hingað norður yfir heiðar. Með þjófstarti Rásar 2, og skömmu síð- ar tilkomu hins nýja staðarútvarps RÚVAK, stóðu menn allt í einu frammi fyrir þeim vanda að þurfa að fara að velja og hafna hvað út- varpsefni áhrærir, og hefur mönnum gengið misjafnlega að átta sig á hinni nýju stöðu eins og von er. Almennt séð þá virðist hinni nýju skipan hafa verið allvel tekið af alþýðu manna, þó að sumir séu auðvítað dálítið ringlaðir eins og eðlilegt er. Það er nefnilega svo með allar nýjungar, menn eru mis- jafnlega lengi að melta þær og með- taka. 0 Þorgeir og félagar Það var lengi búið að bíða þess með mikilli eftirvæntingu að Rás 2 heyrðist hér fyrir norðan. Til mun hafa staðið að sendingar hennar næðu hingað fyrir jól, en eitihvað fór víst úrskeiðis hjá Pósti og síma sem auðvitað getur hent, jafnvel þótt hnýtt hafi verið aftan í heiti fyrirbærisins orðinu stofnun. Veit ég að það voru uppi miklar getgátur um það í Öxnadal hvort yrði á und- an Rás 2 eða sjálfvirki síminn sem þar hefur verið á döfinni í þó nokkra mánuði. Þegar þetta er skrifað er Rásin að nokkru leyti komin þangað, en síminn ókominn svo kapphlaupið er ekki ennþá með öllu til lykta leitt. Útvarpsrás með léttu og hressi- legu yfirbragði á vissulega fullan rétt á sér, og því er ekki að neita að ýmislegt hefur tekist með ágætum hjá Þorgeiri og félögum eftir þeim stuttu kynnum að dæma sem maður hefur af Rásinni. Þar ber fyrst að Nýjar rásir nefna allt að því fullkomna útsend- ingarstjórn þannig að varla er nokkurn tíma dauð sekúnda, þá má nefna það að sumir þáttastjórn- endur standa sig með mestu ágæt- um þó því sé ekki að neita að stundúm örli eilítið á gervimennsku hjá þeim. En þó að margt hafi sem sagt tek- ist vel hjá Rásinni, þá er hinu ekki að neita að manni finnst á stundum heldur illa nýtt hin mikla fjárfesting sem lagt var í vegna hinnar nýju rásar. Mikið er um að sömu plöt- urnar séu spilaðar aftur og aftur. Þá finnst manni oft á tíðum þeir gíf- urlegu möguleikar sem beint útvarp býður upp á vera mjög vannýttir, og til dæmis er efni viðtala sem eru stöku sinnum tekin í það einhæf- asta. Æskulýðsmál eru alls góðs mak leg, en það má gjarnan fjalla um fleira, t.d. menningarmál, atvinnulíf og m.fl. En þessi einhæfni sem óneitanlega er þarna til staðar verð- ur sennilega að skrifast á fremur einhæft val þáttagerðarfólks. Meiri breidd yrði þaina tvímælalaust til bóta. Þá er ekki hægt að horfa framhjá því að eilítið bólar þarna á þeirri hægrisinnuðu hugmynda- fræði sem því miður virðist alltaf loða við auglýsingastöðvar, þó sennilega sé þetta ekki af ásetningi gert. Og það er einmitt í auglýsing- unum þar sem hún kemur skýrast frarn. Þar eru okkur alltaf sýndar litlar kjarnafjölskyldur sterklega markaðar karlveldi og foreldra- veldi. Þar eru afar og ömmur til dæmis óþekkt fyrirbæri, hvað þá systkini, vinir eða kunningjar. Yfir- höfuð má segja að flestar þessar auglýsingar eru ósköp klúðurslegar og lítið frumlegar. % Stóðust prófið Þá er það hitt nýmælið, hið nýja staðarútvarp, landshlutaútvarp eða hvað menn vilja nú skíra barnið. Ekki er hægt að segja annað en að það hafi farið þokkalega af stað, þrátt fyrir eðlilega byrjunarörðug- leika. Segja má að starfsmenn þess hafi staðist prófið, þrátt fyrir mikið álag ekki síst vegna komu fjölda fjölmiðlamanna að sunnan sem gláptu víst eins og naut á nývirki þegar þeir sáu stöð, meira að segja löglega sem sendi út án þess að sendingarnar heyrðust í Reykjavík, og hefur þetta sjálfsagt verið eilítið stór biti að kyngja fyrir ýmsa sem telja Reykvíkinga eiga að hafa á hendi einokun alls útvarpsrekstrar í þessu landi, frjáls útvarps jafnt sem Ríkisútvarps. Það fer að sjálf- sögðu ekki á milli mála að hér er um tilraun að ræða, og varla um mikið meira að ræða en vísi að landshlutaútvarpi enn sem komið er. En mjór er oft mikils vís- ir og ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að hið nýja útvarp fái að vaxa og dafna. Vonandi verður útsend- ingartíminn lengdur um helming þegar í lok þessa mánaðar, og farið að senda út um helgar. Hinu ber ekki að leyna að núverandi fyrir- komulag setur vexti og viðgangi þessa óskabarns okkar Akureyr- inga ýmsar skorður. Þegar í stað þyrfti að vinna að því að annað hvort stækka húsnæði RÚVAK verulega, eða útvega nýtt, og koma upp sjálfstæðum sendi, einnig að þjálfa hóp af dagskrárgerðarfólki sem hefði útvarpsvinnu að aðalstarfi. Vel mætti hugsa sér að þetta yrði gert að einhverju leyti í samvinnu við hóp áhugamanna sem tekið gæti þátt í rekstri stöðvarinnar að ein- hverju leyti að breyttum útvarps- lögum. Slík samvinna' gæti oróið nauðsynleg til að koma í veg fyrir það að allt of margir færu að bauka við útvarpsrekstur af litlum efnum og enn minni getu hver í sínu horni. % Útvarpssagan endalausa Vel á minnst, útvarpslögin. Hin endalausa „útvarpssaga“ heldur áfram á Alþingi. Þar er nú búið að laga einhvem íhaldsblandaðan fram- sóknargraut með dálitlu af komma- saft og kratasykri út á. Kvenna- framboðið vill ekki sjá þennan graut og Bandalag jafnaðarmanna hefur heldur litla lyst þó það borði hann með ólund. í stuttu máli sagt: Flestir eru óánægðir með máltíðina en enginn nennir að laga almenni- lega máltíð. Það væri hægt að skrifa marga langhunda um fyrrnefnt grautarfrumvarp en því skal sleppt hér. En í lokin get ég ekki stillt mig um að spyrja hann Dóra okkar Blöndal hvers vegna í fjáranum hann var að Ijá nafn sitt tillögu sem gerir ráð fyrir að útvarpsstöð, til dæmis hér á Akureyri, þurfi að greiða skatt til Sinfóníuhljómsveit- ar sem ekki sést hér oftar en einu sinni til tvisvar á ári, og reyndar getur hvergi í bænum spilað svo sómasamlegt sé. Ef útvarpsstöð hefur á annað borð einhvern metnað, þá hlýtur hún að styðja við bakið á hvers kyns menningarstarf- semi á útsendingarsvæði sínu. Slfk stöð hér gæti til dæmis stuðlað að byggingu sómasamlegs tónleikasal- ar í bænum, og það án lagaboðs að sunnan. En verði þessar tillögur að veruleika er hætt við að ekki verði um neinn útvarpsrekstur sem heitið getur hér, og þá er eins víst að Ak- ureyringar fái um ókomin ár aðeins að berja sinfóníuna augum en ekki heyra hana næstu áratugina.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.