Dagur - 08.03.1985, Page 8

Dagur - 08.03.1985, Page 8
8 - DAGUR - 8. mars 1985 „Það er líkt með Piaf eins og persónur í þekktum skáldsögum; allir sem lesið hafa sögumar þekkja þœr, þeim þykir vænt um þœr og hafa gert sér einhverja mynd af því hvernig persón- umar líta út og hvem- ig þær koma fyrir. En aumingja leikarinn sem fœr það verkefni að leika slíka persónu verður að styðjast við sína eigin mynd, en síðan er það undir áhorfendunum komið, hvort þeim líkar við persónu- sköpun leikarans. Þeir eru dómstóllinn. Ég hef reynt að skapa mína Piaf en ég reyni ekki að stœla þá Piaf sem í rauninni var til. Það er til dæmis óger- legt í söngnum; ég gæti reynt að ná ein- kennum Piaf en til- raun til slíks yrði bara vandræðalegt kák. Þar að auki söng hún áfrönsku - og það var einkennandi fyrir hennar söngstíl, til dœmis hvemig hún rúllaði á errunum. Ég syng hins vegar ís- lenska texta Þórarins Eldjárns, sem em frábœrir. Ég reyni að segja það sama í söngnum og Piaf á sínum tíma. Þess vegna á ég kost á að líkja eftir hennartúlk- un á boðskap textans, sem hafði ekki hvað minnst að segja í vin- sældum hennar. Þess vegna er mín Edith Piafekki eftirlíking af þeirri raunverulegu Piafsem allir þekkja; það er miklu nær að tala um samlíkingu í þessu sambandi. “ Edda Þórarinsdóttir leikari er komin í helgarviðtal. Hún hefur dvalið á Akureyri undanfarnar vikur við æfingar á söngleiknum um Edith Piaf, þar sem hún leikur titilhlutverk- ið. Æfingar hafa verið strangar þessa vikuna; bútaæfingar fyrri part dagsins, en síðan rennsli á kvöldin. Edda hefur því haft um ærið að hugsa, þar sem hlutverk hennar er burðarásinn í sýningunni; hún er á útopnuðu á sviðinu nær hverja ein- ustu mínútu af þeim nær 180 mínút- um sem sýningin stendur. En þrátt fyrir álagið tók hún viðtalsbeiðni Ijúfmannlega. Hefðbundið upphaf, spurning um uppruna, er hún ekki „bara“ Reykvíkingur. 0 Uppalin í Austurbœnum „Jú, ég get ekki sagt annað, að vísu er ég fædd á Siglufirði,“ svarar Edda. - Nú, það er bara svona, segi ég, og finnst konan öll hafa stækkað. En hvernig stóð á því? „Faðir minn er Þórarinn Guðna- son, læknir, sem þá var starfandi á Siglufirði. Móðir mín er Sigríður Theodórsdóttir, jarðfræðingur. En ég var ekki lengi þar, því ég var ekki nema ársgömul þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur og þar hef ég alið manninn síðan. Ólst upp austan við læk, var í Austurbæjarskólanum og byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík. En mér hundleiddist í þeim skóla og hætti þar námi í miðj- um fjórða bekk.“ - Var leiklistin þá búin að ná tökum á þér? „Ég var búin að taka bakteríuna, já, en hún var þá enn óvirk. Ég hafði tekið þátt í leiklist þegar ég var í landsprófinu og þar smitaðist ég. En þegar ég hætti í MR fór ég í undir- búningsnám undir söngkennaradeild Tónlistarskólans. Pað nám heillaði mig meira heldur en námsefnið í MR. Ég hafði alist upp við músík, byrjaði barn að læra á píanó og tón- listin hefur alltaf átt sterk tök í mér. Innst inni blundaði leiklistarbakterí- an, en ég átti ekki von á því að ég ætti heima á þeim vettvangi.11 - En í leiklistina fórstu? „Já, ég á það nú mest Lárusi heitn- um Pálssyni að þakka, en hann var mikill vinur föður míns. Hann ýtti mér af stað. Pá voru starfandi hér tveir leiklistarskólar, hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Lár- us ráðlagði mér að fara í þann fyrr- nefnda og það gerði ég. Sá skóli var nýrri og Sveinn Einarsson var skóla- stjóri. Skólinn byrjaði oftast um fimmleytið á daginn og stóð eitthvað fram eftir kvöldi, eftir því hvernig stóð á sýningum. Par að auki vorum við nýtt í sýningar félagsins strax á fyrsta ári og að sjálfsögðu var sú reynsla mikill skóli fyrir okkur. Ég man að fyrsta verkefnið minn var að leika ljón í barnaleikriti. Pá þótti mér mjög uppörvandi, að lesa það haft eftir Jarl Kulle, uppáhaldsleikar- anum mínum, í blaðaviðtali, að hans fyrsta hlutverk hafi einmitt verið að leika ljón. Pessi tíðindi þóttu mér góðs viti um framhaldið. Skólinn tók þrjá vetur og úr honum útskrifaðist ég 1967.“ - Hvað tók þá við? „Fyrsta verkefnið sem ég fékk var mjög skemmtilegt hlutverk í „Jakob eða uppeldið" eftir Ionesco, en þar lék ég unnustu Jakobs og það var leikfélagið Gríma sem setti þetta verk upp í Tjarnarbæ. Leikstjóri vár Bríet Héðinsdóttir og þetta var frum- raun hennar sem leikstjóri. Ég vann mig ekki í álit hjá henni fyrsta morg- uninn sem ég átti að mæta á æfingu. Ég svaf svona líka rosalega yfir mig, mætti tveimur tímum of seint. Ég fékk heldur betur orð í eyra hjá leikstjóranum, en fall er fararheill, því ég man varla til þess að ég hafi komið of seint á æfingar síðan. Mér er það líka minnisstætt, að Bríet hafði það oft á orði, að þetta væri fyrsta og síðasta verkið sem hún setti á svið. En þrátt fyrir þessi orð hefur hún unnið mörg stórvirki við leik- stjórn á undanförnum árum. Þess vegna minni ég hana nú á þessar heit- ingar af og til. 0 Svo kom Jörundur Sama ár lék ég í Sumarið ’37 eftir Jökul Jakobsson með Leikfélagi Reykjavíkur, en næsta leikár starfaði ég í Leiksmiðjunni með Eyvindi Er- lendssyni og öðru góðu fólki. Síðan lá leiðin aftur til LR og þá er komið að „Þið munið hann Jörund“ eftir Jónas Árnason, en þar var ég í söng- tríói og fór jafnframt með hlutverk stúlkunnar „Mary“.“ - Þessi sýning sló í gegn, ef ég man rétt. „Já, það gerði hún svo sannarlega. Ef ég man rétt þá urðu sýningar eitt- hvað á annað hundrað og oftast fyrir fullu húsi. Það voru fleiri en ég sem komu til greina í þetta hlutverk, því við vor- um nokkrar leikkonurnar sem vorum prófaðar. Þetta var fyrsta prufan sem ég fór í ogég hreppti hnossið. Þó að sýningarnar væru þetta margar fann ég ekki til leiða, enda eru engar tvær sýningar alveg eins. Með mér í tríó- inu voru Troels Bendtsen og Helgi Einarsson og við vorum bundin við okkar pall á meðan sýningin stóð. Það var bara slökkt á okkur á meðan við vorum ekki með í leiknum. En við höfðum örlitla ljósglætu, sem dugði okkur til að spila tuttugu og einn á meðan við biðum. Kökur sem við fengum uppi í eldhúsi voru okkar spilapeningar og ég man að ég snar- fitnaði þennan vetur. Ég hef nefni- lega alltaf verið heppin í spilum, en sennilega þá óheppin í einhverju öðru.“ - Tríóið ykkar fékk nafn af pallin- um sem þið stóðuð á í sýningunni, en frægð þess átti eftir að lifa langt um lengur en sýningin. Segðu mér frá þeim tíma. Hvernig kom það til? „Það kom eiginlega af sjálfu sér, við vorum farin að reka okkar tríó af bullandi krafti á meðan sýningar voru enn í fullum gangi. Fljótlega urðu mannaskipti; Helgi Einarsson fór út en Halldór Kristinsson kom inn í staðinn. Við héldum þetta út í tæp tíu ár, að vísu af misjafnlega miklum krafti, en þetta var skemmti- legur tími. Við fengum brennandi áhuga fyrir þessu söngformi, - já, og við urðum vinsæl, ég get ekki neitað því. En ég þakka það mest frábærum textum Jónasar Árnasonar. Það var í þeim sannur tónn, sem höfðaði til fólksins, já, og það gerir það raunar enn.“ % Ekkert merkilegt við það - Þið urðuð fræg á einni nóttu, hvernig tilfinning var það? „Það var ekkert sérstök tilfinning. Jú, ég fann að það var í sjálfu sér ekkert merkilegt við það að verða frægur. Og frægðin er fallvölt, menn gleymast þegar þeir hætta að fást við það sem þeir urðu frægir fyrir. Þann- ig fór með okkur í „Þrjú á palli". Við urðum fræg um tíma, en ég var fegin því að gleymast aftur.“ - Þið voruð á ferðinni þvers og kruss um landið, einhverjar uppá- komur? „Já, já, af og til var eitthvað óvænt að gerast. Ég man eftir skemmtun á ísafirði. Það var um páska og margt um manninn fyrir vestan á skíða- landsmóti. Þar komum við fram á skemmtun, en eitthvað hafði atriði okkar verið tímasett vitlaust, því þegar við komum fram á sviðið var mikill kliður í salnum og flestir orðn- ir vel kenndir, enda hafði dansinn staðið um stund. Þess vegna tók eng- inn eftir komu okkar og allir héldu dansinum áfram. Við fórum því aftur án þess að ná til fólksins, þannig að þeir sem héldu skemmtunina hefðu getað sparað sér kostnaðinn við að fá okkur. Mér er líka minnisstæð skemmtun á Stokkseyri. Þar frum- fluttum við texta eftir Jónas, sem var kveðinn í orðastað látins manns, sem gerði lítið úr syrgjendunum. Hann átti að hafa sungið þetta liggjandi í kistu sinni. En þegar söngnum var lokið stóð upp í salnum kona og hélt yfir okkur langa skammaræðu. Hún taldi þetta hið mesta guðlast. Þegar hún hafði hellt úr skálum reiði sinnar strunsaði hún út og unginn af sam- komugestunum á hæla henni. Síðar höfðum við af því fregnir, að blessuð konan hefði nýlega misst manninn sinn. En við lögðum ekki í að syngja þetta bráðskemmtilega kvæði aftur.“ 0 Til Þjóðleik- hússins - Á áttunda áratugnum starfaði Edda ýmist hjá LR eða Þjóðleikhús- inu og 1980 fór hún á fastan samning hjá síðarnefnda leikhúsinu og þar er hún enn. Stjórnendur þar voru hins vegar svo vinsamlegir að gefa henni leyfi til að taka þátt í uppfærslu LA á Edith Piaf. Hvernig kom það til að hún tók þetta hlutverk að sér? „Það var líkt og þegar ég fékk hlutverkið í „Þið munið hann Jörund“. Það voru nokkrar leikkon- ur prófaðar og ég var valin. Ég er vissulega ögn stolt yfir því og ég hef haft mjög gaman af því að koma hingað norður. Öll umskipti eru til góðs; það er hressandi að kynnast nýju umhverfi, fá nýja mótleikara og nýja áhorfendur. Ég held að slík hreyfing á milli atvinnuleikhúsanna mætti vera meiri. Það væri til góðs fyrir leikarana, áhorfendur og ekki síst fyrir listina." - Svo við snúum okkur að Edith Piaf, hvernig vinnur þú svona pers- ónu. Hafið þið þekkst lengi? „Ég hef þekkt hana sem söngkonu frá því að ég var krakki. Æskuvin- kona mín bjó um tíma með foreldr- um sínum í Frakklandi og þegar þau komu heim var fullt af plötum með Edith Piaf í farangrinum. Og þessar plötur voru mikið spilaðar á þessu heimili og þar heyrði ég söng Piaf mjög oft og hann hreif mig strax. Ég veit ekki fyrir víst hvað það var sem heillaði mig. Ekki var það textinn, því ég kunni ekki bofs í frönsku. Ég held að það hafi ekki heldur verið röddin sem gerði útslagið, heldur sú tjáning sem hún lagði í hvert orð. Hún opnaði hjarta sitt svo gersam- lega þegar hún söng. Þegar það var ákveðið að ég tæki þetta hlutverk að mér fór ég að viða að mér gögnum um Piaf; plötum, bókum og myndum, sem sé öllu sem ég mögulega komst yfir. Síðan hef ég mótað persónuna með hliðsjón af því, en eins og ég sagði þér í upphafi; ég er ekki að stæla Piaf. Það er ekki hægt. Samt sem áður verð ég að finna einhver mannleg tengsl við hana, ég verð að skilja persónuna og

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.