Dagur - 08.03.1985, Page 11

Dagur - 08.03.1985, Page 11
8. mars 1985 - DAGUR - 11 Eftir dauða Cerdans fer að halla undan fæti hjá Edith Piaf. Við tekur áratugur mikilla veikinda, liðagigtar, alls kyns maga- og lifrarsjúkdóma, auk þess sem neysla söngkonunnar á áfengi og deyfandi og örvandi lyfjum fór í vöxt. Ofan á allt saman bættust fjölmörg bílslys, en alltaf stóð Edith upp aftur, til að fara í tónleikaferða- lög og syngja inn á plötur. Loks töldu læknar að þetta væri orðið henni um megn og hristu höfuðin. Samt sem áður tókst henni enn að fara í tón- leikaferðalög í þrígang, sem flestir líktu við sjálfsmorð. Hún leið nokkr- um sinnum út af á sviðinu eða þá að hún missti minnið í miðjum söng. Edith Piaf lést í október 1963. Tugir ef ekki hundruð þúsunda Par- ísarbúa fylgdu litla spörfuglinum til grafar. Par í hópi voru tryggustu vin- irnir; Marguerite Monnot lagasmið- ur, Marlene Dietrich og Yves Mont- and auk allra þeirra sem tóku ást- fóstri við söngkonuna. Edith Piaf var götustelpa sem komst til frægðar og frama. Hún lifði líka dýpstu niðurlægingu. Hún gat verið hörð og orðhvöt eins og þeir sem alast upp á götunni, en hún lifði líka fyrir ástina. Og hún lifði hratt. Sigurður Pálsson leikstýrir Piaf. Hann er Norðlendingur að uppruna, því hann er fæddur að Skinnastað í Öxarfirði. Hann þekkir vel til í París, því að afloknu stúdentsprófi fór hann til borgarinnar og fyrsta árið hans þar fór í að læra frönskuna. Síðan settist Sigurður í leikhúsfræðadeild Sor- bonneháskóla og lauk svonefndri DUEL gráðu og fyrri hluta magister- gráðu 1973. Eftir það fór Sigurður heim og starfaði um tíma í Reykja- vík, var m.a. kennari Leiklistarskóla SÁL og Leiklistarskóla íslands. Enn- fremur starfaði hann við ritstörf og leikstjórn. Haustið 1977 hélt kappinn svo aftur til Parísar og lauk magister- gráðu í leikhúsfræðum frá Sor- bonne 1980. Einnig lauk hann prófi í kvikmyndaleikstjórn frá Conservat- oire du Cinéma Frangais. Síðan hef- ur Sigurður bætt við sig fyrri hluta doktorsgráðu í leikhúsfræðum. Guðný Björk Richards hannar leikmyndina. Hún er Mývetningur og útskrifast úr grafíkdeild Handíða- og myndlistarskóla íslands í vor. Hún hefur starfað með leikhópnum Svörtu og sykurlausu við gerð á leik- myndum, búningum, grímum óg haus- um. Auk þess hefur hún starfaðjneð Stúdentaleikhúsinu, gerði m.a. leik- myndina í Jakobi og meistaranum. Guðný Björk tók þátt í samsýningu 7 myndlistarkvenna að Kjarvals- stöðum síðastliðið sumar. Aðspurð í leikskrá segist Guðný vinna leikmyndina í Piaf út frá rödd söngkonunnar og þeirri nætur- stemmningu, sem hún lifði í. Eftir kynni sín af Piaf á hljómplötum, í ævisögum og kvikmyndum af henni segist Guðný hrífast mest af því hvað Piaf var ekta. Hún hafi haldið ein- kennum sínum og tengslum við upp- runann allt sitt líf og hún hafi sóst eftir blíðu og ást í stað veraldlegra gæða. Kyntöfrar hennar voru hríf- andi vegna þess að þeir voru ekki til- búnir. Það var aðdáunarvert hvað hún hélt röddinni þrátt fyrir átaka- samt líf. Hún var full af andstæðum: Stór sál í litlum líkama. - GS Viðar Garðarsson, Ijósahönnuður, Sigurður Pálsson, leikstjóri og Signý Pálsdóttir, leikstjóri. Mynd: KGA Hnefaleikarinn Marcel Cerdan var stóra ástin í lífi Piaf. Mynd: GS Samtök um kvennaathvarf á Norðurlandi Aðalfundur samtakanna verður haldinn sunnudaginn 24. mars kl. 14.00 í Húsi aldraðra. Dagskrá: Skýrsla liðins árs. Lagðir fram reikningar og fjárhagsáætlun. Lagabreytingar. Kosning fulltrúa í framkvæmdanefnd og endurskoðendenda. Önnur mál. Á fundinum mun Ragnheiður Guðmundsdóttir segja frá starfi sínu með samtökum í Bandaríkjunum, sem styðja konur sem hefur verið nauðgað. Nýir félagar velkomnir. Framkvæmdanefnd. Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtök fyrir vangreiddum söluskatti mánaðanna október, nóvember og desember 1984 á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarð- arsýslu, svo og fyrir söluskattshækkunum. Enn- fremur tekur úrskurður þessi til þinggjaldahækk- ana á gjaldendur í umdæminu, launaskatts 1984. Svo og úrskurðast lögtök fyrir þungaskatti sam- kvæmt mæli af díselbifreiðum fyrir mánuðina október, nóvember, desember og janúar sl., þ.e. af bifreiðum með umdæmismerki A. Loks tekur úrskurðurinn til dráttarvaxta og kostnaðar. Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úr- skurðar þessa. Ðæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 7. mars 1985. Faðir okkar, GESTUR VILHJÁLMSSON, fyrrum bóndi, Bakkagerði, Svarfaðardal, sem lést 1. mars verður jarðsunginn frá Dalvikurkirkju laugar- daginn 9. mars kl. 13.30. Jarðsett verður að Tjörn. Þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Dalbæ, heimili aldraðra Dalvík. Börnin. Útför eiginmanns míns og föður, ÓLAFSJÓNSSONAR, vélstjóra, ^ Munkaþverárstræti 21, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. mars kl. 13.30. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir. Framsóknarmenn Akureyri_______________ Framsóknarfélag Akureyrar Almennur félagsfundur um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar verður í Strandgötu 31, mánud. 11. mars kl. 20.30. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.