Dagur - 08.03.1985, Page 12

Dagur - 08.03.1985, Page 12
Að koma barni til manns er ætíð vandasamt verkefni. Nýbakaðir foreldrar eru gjarnan fullir fyrir- heita um hvernig skuli að því standa. Þá má til sanns vegar færa að viljinn dregur hálft hlass en ekki allt. Snemma fer að bera á því að barnið hafi sjálfstæðan vilja og er ákjósanlegt að uppalendur sýni þessum vilja áhuga og tillitssemi og hjálpi barninu að þroska með sér hæfileikann til að velja og hafna. Barn á öðru ári er mjög upptekið af því að vilja ýmislegt og er farið að uppgötva að það getur haft áhrif á hina fullorðnu með gerðum sínum. Ungt barn er hins vegar engan veginn þess umkomið að ráða sín- um málum sjálft. Þar þurfa hinir • eldri og reyndari að grípa inn í. í umræðum um uppeldismál hef- ur mikið verið klifað á hugtakinu frelsi en heldur vafist fyrir mörgum að túlka það hugtak. Börn verða stundum fórnarlömb misskilins frelsis. Þegar verst gegnir snýst frelsið upp í hömluleysi og einstaklingur gengur á rétt annarra til að hann geti notið „hins full- komna frelsis.“ Þá vakna upp- alendur stundum upp við vondan draum. Hvernig stendur á því að litla barnið mitt er orðið svona frekt og óþekkt? Kannski er ein orsökin sú að uppalendur hafa ekki viljað hefta frelsi barnsins? Börn þurfa jú að hreyfa sig, kanna umhverfið og fá útrás fyrir athafnaþrá sína. Ef barn- ið á að vaxa úr grasi er ekki rétt að leggja hömlur á það. Mikið rétt, bældur einstaklingur á erfiðara með að taka ákvarðanir vandræðalaust en sá sem er opinn og fullur sjálfstrausts. En frelsið er vandmeðfarið og stundum verður hið frjálsa barn bölvuð frekjudós. Svo tekið sé gróft dæmi, þá er ekki rétt að leyfa barni að mála gólfteppið eða að bíta í allar kökurnar á fatinu í því augnamiði að það sé að fá útrás fyr- ir sköpunargleðina eða að kanna umhverfið. Nema að það eigi hvort sem er að henda gólfteppinu og kökurnar séu gjörsamlega óætar eða hundgamlar. Það er ekki frelsi að ganga á rétt annarra og eyði- leggja verðmæti. Þó börn hafi ekki sama verðmætamat og fullorðnir er sjálfsagt mál að stöðva þau í slíkri hegðun. Það er oft erfitt að stoppa börn af ekki síst þegar menn eru dauð- þreyttir eða illa upplagðir, hvað þá ef aðrir eru viðstaddir. Þá er oft hægt að lenda í grátbroslegri að- stöðu. Barnið fer að kanna inni- haldið í tösku Guggu frænku og gengur nærri nýja varalitnum hennar. Guggu blóðlangar að þrífa þetta allt úr höndum barnsins en kann ekki við það, finnst að mamman eigi að stöðva þessa yfir- vofandi hættu. En móðirin er löngu búin að gefast upp á því að eiga snyrtidót, það er hvort sem er allt eyðilagt jafnóðum. Loks þegar einhver tekur af skarið verður barnið kannski steinhissa og reitt, Gugga með hnút í maganum og mamman örg. Röggsöm Gugga hefði bara fjar- lægt það sem hún vildi kinnroða- laust. Þetta var nú einu sinni henn- ar taska. Þegar börn eru stöðvuðí lákveðnu atferli verður að hafa í huga að gera það á sem jákvæðast- an hátt. Gugga hefði t.d. getað sagt um leið og hún tók töskuna. „Ég vil ekki láta róta í töskunni minni og eyðileggja nýja varalitinn minn, en ég get gefið þér góða lykt á hend- urnar þínar.“ Það er nærri öruggt að börn vilja prófa verkfæri hinna fullorðnu, hvort sem um er að ræða snyrti- vörur eða ryksugur. Ef hætta er á skemmdum eða að barnið ætlar að fara að ryksuga stigaganginn eitt er ágætis ráð að beina barninu inn á aðrar brautir. Ef við viljum forðast grát er ekki besta ráðið að leyfa barninu alltaf að fara sínu fram. Því þó oft sé erfitt að setja barni takmörk er rétt að hafa í huga að fái barnið alltaf að ráða getur það beinlínis aukið á vanlíðan og öryggisleysi hjá því. Dæmi um það hvernig beina má barninu inn á aðrar brautir er t.d. að láta það hafa snyrtidót sem það getur átt fyrir sig eða að lána því eitthvað svo að það geti verið með í að þrífa. Eða þá að miðla málum. T.d. „Nú skalt þú ryksuga þessar tröppur svo ætla ég að taka við.“ Sennilega reynir barnið að ryksuga aðeins meira en sinn skammt. Þá er um að gera að standa við sett mörk. Semja e.t.v. um annan blett seinna og bjóða barninu að gera eitthvað annað á meðan. Það er mikilvægt að bletturinn sé afmarkaður sem barnið ætlar að ryksuga til að ekki sé farið að hár- togast um stærð smáblettar eða lengd smástundar. Þegar barnið er glatt og ánægt að efla hreyfiþroskann á sófasettinu með hoppum og stökkum er ágætt að bjóða því annan stað til að hoppa á t.d. gólfið. Til að ná góðri fjöðrun eins og í sófasettinu má nota púða eða dýnu. Ef um mjög ungt barn er að ræða er líklegt að svoleiðis ráð dugi skammt. Reyn- andi er þá að sýna barninu eitthvað annað t.d. út um gluggann og geyma eflingu hreyfiþroskans til betri tíma. Þá er líklegt að hoppið gleymist. Ef ekki þá má finna eitt- hvað annað að gera t.d. lita. Ef það gengur ekki....Nei stoppið barnið af frekar en að eiga á hættu að barnið skelli á sófaborðið eða eyði- leggi áklæðið. Því ef slíkt gerist er það okkur að kenna hinum full- orðnu. Við eigum að geta haft vit fyrir tveggja ára barni. Nú er ekki meiningin að börn eigi að vera eins og dúkkur. Þau þurfa frelsi til athafna óg það er hlutverk hinna fullorðnu að beina þeim inn á æskilegar og sem hættu- minnstar brautir. SKÁK Eins og fram hefur komið í blað- inu er Skákþingi Akureyrar ný- lokið. Áskell Örn Kárason hafði eins vinnings forskot fyrir síðustu umferð og nægði því jafntefli til að tryggja sér titilinn. Þá kom upp þessi staða: abcdefgh Hvítur velur nú leiö sem ætla má að tryggi honum a.m.k. jafntefli: 30. Hxe6! Dxe6 31. Bxd5 De2!? Teflir til vinnings! Eftir 31. - Hxd5 32. Dxd5 Dxd5 33. Re7+ kemur endatafl þar sem svartur fær í mesta lagi jafntefli. 32. Bxf7+ Kg7 33. Dh3! Hf8 34. Re5? Slæmur afleikur. Eftir 34. Bc4! á hvítur góða vinningsmöguleika þótt staðan sé tvísýn. Nú tapar hann strax. 34. - Dd2 35. Hc4 Ddl + 36. Kf2? Tímahrakið segir til sín. Skárra er 36. Kh2 Hxf7 37. Rxf7 Hh5 Re5. 36. - Hxe5 37. dxe5 Hxf7+ 38. Ke3 Db3 og hvítur gafst upp. Að venju var skákþinginu slit- ið með hraðskákmóti. Efstir og jafnir í hópi 26 keppenda urðu þeir Gylfi Þórhallsson og Pálmi R. Pétursson með 21,5 vinning. Pálmi sigraði í úrslitakeppni og er því hraðskákmeistari Akur- eyrar 1985. Áskell varð þriðji með 20,5 v. Rúnar Sigurpálsson sigraði í unglingaflokki eftir úr- slitakeppnr við Boga Pálsson. Næsta mót Skákfélagsins verður 15 mín. mót nk. sunnudag í Barnaskóla Akureyrar. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Þá leyfi ég mér að birta þrjár vísur heimagerðar, um hina eilífu bar- áttu á milli andans og holdsins: Óróinn á okkar jörð öllu trúi ég spilli, afþví verða átök hörð anda og holds á milli. Verður eftir skopað skeið skilnaður og friður. Sálin heldur sína leið en syndugt holdið niður. Hismið á sitt endastig undir mold og steinum. En hvernig plumar sálin sig? - Segir fátt af einum. Þessi er einnig heimagerð: Bjarni Ásgeirsson alþm. kvað þess- ar vísur á sextugsafmæli Gísla Sveinssonar, í maímánuði 1941: Pú hefur siglt um sextugt djúp, sorti huldi ála. Eygðir þú samt ysta núp okkar frelsismála. Siglirðu nú á sjötugt djúp. Senn mun lægja vinda. Alltaf þynnir þokuhjúp um þessa fögru vinda. Sigldu enn um sama djúp, senn mun dagur lýsa, og foldin þráða gróðurgljúp græn úr hafi rísa. Jóhannes Sigurðsson, Engimýri kvað um mann sem vildi verða skáld: Indriði á Fjalli kvað: Árum mínum eyði ég hér, en er dagar linna og ég dey, þá dey ég þér dalur feðra minna. Þetta listaverk er einnig eftir Indr- iða á Fjalli: Finnst mér oft er þrautir þjá þulið mjúkt við eyra: Þetta er eins og ekkert hjá öðru stærra og meira. Þetta kvað Indriði á Fjalli um Jón, en Jónarnir eru margir til: Hugsar Jón til hreyfings sér. Hefjast brýrnar, þegar sá hinn mikilsmetni er matur annars vegar. Þá koma heimagerðar vísur: Margur er af guði gjör gætinn, rór og dreyminn. Aðrir gera að glæfraför gönguna um heiminn. Drukkinn greinir ei rétt frá röngu. Reiður maður er brjálaður. Vesæll og snauður veldur öngu. Vonlaus maður er sálaður. Það fær enginn endurheimt yndi bernskudaga og eftir nokkur ár er gleymt okkar líf og saga. Ævilangt á apalhraunum eigrar margur fótasár uns hann fær að ferðalaunum fósturjarðar alnir þrjár. Andagift og orðagnótt aldrei Guðmund skorti. Með harmkvælum á heilli nótt hálfa vísu orti. Jón veit ekkert í sinn haus, hvað á hann nú að segja. Hann er orðinn orðalaus af að hugsa og þegja. Mælt við unga blómarós: Þótt mín freisti fegurð þín, flý ég raunamæddur, af því ég var elskan mín allt of snemma fæddur.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.