Dagur - 11.03.1985, Blaðsíða 1
TÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIODIR
SAMDÆGURS
MARGAR GERÐIR
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
AKUREYRI
68. árgangur
Akureyri, mánudagur 11. mars 1985
296. tölublað
Hönnunarkostnaöur ofreiknaöur
um rúmlega 2,1 milljón króna
- segir í samantekt frá stjórn Trésmiðafélagsins um „verkalýðshöllina"
„Við teljum að hönnunar-
kostnaður við bygginguna sé
þegar kominn Iangt fram úr
því sem um var samið við
hönnuði hússins. Þess vegna
hefur stjórn félagsins ákveðið,
að greiða ekki nema það sem
okkur ber að greiða, sam-
kvæmt samningnum,“ sagði
Guðmundur Ómar Guð-
mundsson, varaformaður
Trésmiðafélags Akureyrar og
starfsmaður félagsins, í samtali
við Dag.
Blaðinu hefur borist samantekt
félagsins á greiðslum til hönnuða
vegna byggingar verkalýðsfélag-
anna á Akureyri að Skipagötu
14.
Þar kemur fram að greiðslur
til hönnuðanna um síðustu ára-
mót námu rúmlega 7,6 m. kr.,
framreiknað á verðlagi þess tíma,
sem er rúmlega 13% af heildar-
byggingarkostnaði. Guðmundur
sagði, að í verksamningi við
hönnuðina væri miðað við
gjaldskrár verkfræðinga og arki-
tekts. Samkvæmt því ætti hönn-
unarkostaður um sl. áramót að
vera rúmlega5,4m. kr.,sem væri
um 8% af byggingarkostnaði. Það
hlutfall væri talið normalt við
slíkar framkvæmdir. Mismunur-
inn væri því rúmlega 2,1 m. kr.,
sem þýddi rúmlega 374 þúsund
kr., fyrir trésmiði, samkvæmt
eignarhlutdeild þeirra í húsinu,
eða um 1.500 kr. á hvern félaga,
Sagði Guðmundur að hér væri
farið vægt í sakirnar, því að í
þessum útreikningum fengju liðir
fyrir eftirlit og fundarsetur
hönnuða upp á rúmlega 770 þ.
kr., og liður fyrir kópíur og
teikningasett upp á kvart milljón
kr., að standa óhreyfðir. Hins-
vegar taldi Guðmundur þá vé-
fengjanlega, t.d. þætti sér væg-
ast sagt furðulegt, að kópíur og
teikningasett vegna byggingar-
innar skuli kosta fjórðung úr
milljón. Þá kemur fram í greinar-
gerð Trésmiðafélagsins, að eðli-
legt sé að reikna hönnuðum dag-
sektir upp á rúmlega 1,8 m. kr.,
þar sem teikningar hafi ekki
verið til á tilsettum tíma.
Þessi ágreiningur milli Tré-
smiðafélagsins og hönnuða
„verkalýðshallarinnar" svo-
nefndu, er ekki nýr af nálinni.
Því Guðmundur Ómar sagði sig
úr framkvæmdanefnd byggingar-
innar fyrir rúmu ári síðan, m.a.
Hugsanlegur
vatnsskortur
hjá bændum
„Vatnsskortur gerði vart við I
sig hjá nokkrum bændum hér
í Eyjafirði í haust og einhverjir
þurftu að dæla vatni úr ánni, |
Menn velta því nú fyrir sér
hvort hringanórinn Snorri
sem fluttur var til Eyjafjarðar
frá Hollandi á dögunum hafi
látið lífið í gær.
Þá var nefnilega skotinn
hringanóri í dokkinni við
Höephnersbryggju. Stærðin
virðist geta passað við „Hol-
landsnóra“ og ekki er það til að
minnka grun manna um að
Snorri hafi verið þar á ferðinni
að selurinn var mjög gæfur og
því auðvelt skotmark. Eins og
mönnum er kunnugt greiðir
hringormanefnd ákveðið gjald
fyrir hvert kíló af selkjöti, og
höfðu ,menn einmitt óttast að
það yrði hlutskipti Snorra að
láta lífið fyrir byssukúlu þess
vegna.
þeir sem verst voru settir. Hins
vegar bjargaði haustið miklu
vegna góðs veðurfars og þess
að gripir gátu gengið úti. Það
er vissulega hugsanlegt að
þetta vandamál geri vart við
sig í sumar, þar sem veturinn
hefur verið snjóléttur og
sumarið í fyrra þurrt. Mest fer
þetta þó eftir því hvernig
sumarið verður,“ sagði Ævarr
Hjartarson hjá Búnaðarsam-
bandi Eyjafjarðar.
Ævarr sagði að víðast hvar
væru vatnsöflunarmál bænda í
allgóðu lagi. Flestir hefðu aðgang
að vatnsbólum með uppsprettu-
vatni. Töluvert hefði verið gert af
því að koma þessum málum í lag
á seinni árum og t.d. hefðu
nokkrir bændur lagt í kostnað í
haust vegna þess ástands sem þá
skapaðist.
Sumir hafa af því nokkrar
áhyggjur að þurrkarnir í fyrra-
sumar og snjóléttur veturinn
muni hafa vatnsskort í för með
sér. En eins og Ævarr benti á
ræðst þetta af því hvernig sumar-
ið í sumar verður. En það er
greinilegt að það er ekki allt
fengið með góðu tíðinni. HS
vegna þessa. Síðan hefur Tré-
smiðafélagið ekki átt fulltrúa í
nefndinni. Hönnuðir hússins eru
Teiknistofan sf., Glerárgötu 34.
í dag verður fundað um saman-
tekt Trésmiðafélagsins í fram-
kvæmdanefndinni. Nánar verður
fjallað um þetta mál í Degi á
miðvikudaginn. -GS
,Verkalýðshöllin“ er óneitanlega glæsilegt hús, en ekki eru allir á eitt sáttir með kostnaðinn við hönnun hússins.
Mynd: KGA
Jökull hf. á Raufarhöfn:
Selur eignir og afla
inn í nýtt frystihús
- samþykkt á hluthafafundi
Á fjölmennum hluthafafundi í
Jökli hf. á Raufarhöfn fyrir
helgina, var samþykkt með um
60 prósent atkvæða að heimila
stjórn fyrirtækisins að selja
eignir fyrirtækisins inn í nýtt
hlutafélag sem stofnað verður
um nýtt frystihús á staðnum.
Jafnframt var heimUað að afla
Rauðanúps verði ráðstafað til
hins nýja frystihúss.
Að sögn Hólmsteins Björns-
sonar, framkvæmdastjóra Jökuls
hf. er þetta niðurstaða viðræðna
við Framkvæmdastofnun um
uppbyggingu frystihússins eftir
brunann. Það skilyrði er sett fyrir
uppbyggingu frystihússins að eig-
ið fjárframlag komi til. Hug-
myndir eru uppi um að Raufar-
hafnarhreppur og Kaupfélag
Norður-Þingeyinga eigi 40 prós-
ent eignarhlut hvor aðili en af-
gangurinn skiptist á milli
einstaklinga og Kaupfélags Lang-
nesinga á Þórshöfn. Takist að út-
vega þetta hlutafé munu sjóðirnir
hjálpa til við uppbygginguna.
- Það er stefnt að því að þetta
geti orðið svo fljótt sem mögulegt
er og gamla frystihúsið verður
þá notað undir saltfiskverkun,
sagði Hólmsteinn Björnsson.
- ESE