Dagur - 11.03.1985, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA
FYRIR
r r
■ ■
HÁÞRYSTISLONGUR
OLÍUSLÖNGUR og BARKA
PRESSUM
TENGIN Á
FULLKOMIN TÆKI
VÖNDUÐ VINNA
S
s
(0
- Flotbryggjur í smábátahöfn meðal næstu verkefna
12 milljóna tekjur
af Akureyrarhöfn
Samkvæmt bráðabirgðaupp-
gjöri voru heildartekjur Akur-
eyrarhafnar árið 1984 um 12,3
milljónir króna, og af þeim
peningum var 7,4 milljónum
króna varið til nýfram-
kvæmda, en atls fóru til ný-
bygginga á árínu 12,6 milljónir
króna.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar Sigurbjörnssonar hafnar-
stjóra var fjárveiting ríkisins til
Akureyrarhafnar 4,5 milljónir á
sl. ári samkvæmt fjárlögum og í
desember var samþykkt auka-
fjárveiting til hafnarinnar að upp-
hæð 2,8 milljónir króna.
Viðamesta framkvæmdin á sl.
ári var við smábátahöfn í Sand-
Ný dráttarbraut
á Skagaströnd
Undanfarin ár hefur átt sér
stað mikil uppbygging hjá
Skipasmíðastöð Guðmundar
Lárussonar hf. á Skagaströnd
og nú stendur til að vígja þar
nýja dráttarbraut í næsta
mánuði.
Samkvæmt upplýsingum Sig-
fúsar Jónssonar sveitarstjóra á
Skagaströnd getur dráttarbrautin
auðveldlega tekið 100 tonna
báta, og með smálagfæringum
báta sem eru um 200 tonn að
stærð. „Þetta kemur til með að
skapa hér heilmikil umsvif og at-
vinnu hjá iðnaðarmönnum, því
dráttarbrautin stóreykur umsvif
hjá vélsmiðjunni, hjá rafvirkjum
auk þess sem umsvifin hjá skipa-
smíðastöðinni stóraukast.
Skipasmíðastöðin hefur átt í
rekstrarerfiðleikum og við höfum
verið að vinna að því að endur-
skipuleggja reksturinn og koma
honum í betra horf,“ sagði
Sigfús.
Hann sagði að atvinnuástand
á Skagaströnd sl. ár hefði verið
feikilega gott. „Það kæmi mér
ekki á óvart þótt við værum
tekjuhæsta byggðarlag á íbúa á
Norðurlandi á síðasta ári eins og
árið áður,“ sagði Sigfús.
gerðisbót en þar var unnið fyrir
7,4 millj. króna, og unnið var við
togarabryggju fyrir 2,5 millj.
Aðrar nýframkvæmdir voru upp-
fylling við togarabryggju, endur-
bygging og dýpkun við Krossa-
nesbryggju og skipulag hafnar-
svæðisins.
Framkvæmdaáætlun fyrir árið
1985 hefur enn ekki verið
samþykkt, en samkvæmt fjár-
hagsáætlun er gert ráð fyrir 11,5
milljónum króna til nýfram-
kvæmda. Helstu verk sem unnið
verður við á næstunni eru flot-
bryggjur í Sandgerðisbót, lönd-
unargarður og frágangur á sama
stað og tæknilegur undirbúningur
vöruhafnar II á Oddeyrartanga.
Guðmundur Sigurbjörnsson
tjáði Degi að samkvæmt fjár-
lögum ríkisins 1985 sé ekki gert
ráð fyrir að Akureyrarhöfn njóti
ríkisstyrks. Sagði Guðmundur að
í sjálfu sér væri lítið við þvf að
segja eins og ástand peningamála
er í dag, en hann sagði að gera
yrði þær kröfur að því litla sem
varið er til hafnarmála á landinu
sé varið til skynsamlegra og arð-
bærra framkvæmda. gk-.
Keppni í Akureyrarriðli Islandsmótsins í Free-style dansi, fór fram í Dyn-
heimum á laugardagskvöldið, að viðstöddum gífurlegum fjölda áhorfenda.
Sigurvegari í einstaklingskeppni varð Ágústa Bjömsdóttir, sem hér sést taka
nokkur létt spor. I flokkakeppninni sigruðu þrjár stúlkur, þær Laufey, Krist-
ín og Hilda. Mynd: KGA
„Drepur niður alla
Jón Garóar sigraði
samkennd“
- segir Bernharð Haraldsson,
skólastjóri Verkmennta-
skólans um húsnæðisvandræðin
Jón Garðar Viðarsson frá Ak-
ureyri varð um helgina skák-
meistari Norðurlands á mjög
jöfnu og tvísýnu móti sem lauk
á Akureyri í gær. Jón Garðar
fékk ,5,5 vinninga eða jafn
marga og þcir Gylfi Fórhallsson
og Jón Arni Jónsson frá Akur-
eyri, en Jón Garðar vann Gylfa
naumlega á stigum.
í 4.-5. sæti á þessu móti urðu
Ólafur Kristjánsson og Sveinn
Pálsson sem er aðeins 17 ára,
með 5 vinninga.
í kvennaflokki sigraði Svein-
fríður Halldórsdóttir, hlaut 3
vinninga en í öðru sæti varö
Arnfríður Friðriksdóttir, Dal-
vík með sama vinningafjölda.
Ásrún Árnadóttir varð þriðja
með 2,5 v.
í unglingaflokki bar Páll A.
Jónsson frá Siglufirði sigur úr
býtum með 7 v. af 9 mögu-
legum.
Gylfi Þórhallsson varð hrað-
skákmeistari Norðurlands,
vann Jón Björgvinsson í einvígi
með 2-1 en báðir hlutu 16,5 v.
á mótinu. Ásrún Árnadóttir
sigraði í kvennaflokki og Páll
A. Jónsson í flokki unglinga.
„Þessi miklu húsnæðisvand-
ræði skólans drepa niður alla
samkennd. Kennarar skólans
sjást aldrei allir og ekki heldur
nemendurnir, enda er Verk-
menntaskólinn dreifður um
allan bæ og kennt á einum 7
stöðum,“ sagði Bernharð Har-
aldsson skólastjóri Verk-
menntaskólans á Akureyrí á
blaðamannafundi I fyrradag
þar sem húsnæðisvandamál
skólans voru m.a. til umræðu.
Fundur b.ygginar- og skóla-
nefndar Verkmenntaskólans sl.
laugardag lýsti yfir mikilli óá-
nægju sinni með fjárveitingu til
bygginga skólans á þessu ári, og
segir Haukur Árnason formaður
byggingarnefndar skólans að 8
milljónir króna vanti upp á til
þess að hægt sé að ljúka við
bóknámsálmu skólans þannig að
kennsla geti hafist þar í haust
eins og fyrirhugað hafði verið.
Á fundinum kom fram að þess
í stað verður lögð áhersla á að
ljúka við stjórnunarálmu skólans
fyrir haustið, og stefnt að því að
bóknámsálman verði tilbúin
haustið 1986.
Bernharð Haraldsson skóla-
stjóri sagði að starfið í skólanum
færi m.a. fram í 6 kennslustofum
í íþróttahöllinni og í 7 kennslu-
stofum í Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar og væri hér um neyðarráð-
stöfun að ræða. Mjög þröngt er
um allt starf skólans og sem dæmi
um það má nefna að aðstaða
kennara skólans sem eru hátt í
100 talsins, til vinnu utan
kennslustunda, er í einu herbergi
sem áður var notað sem kennslu-
stofa.
I dag og fram eftir degi á
morgun verður hæg suðvest-
læg átt og því sem næst úr-
komulaust á Norðurlandi.
Seinni partinn á morgun
snýst vindur svo til norðan-
eða norðvestlægrar áttar
með éljum. Veður fer kóln-
andi og sjá veðurfræðingar
litlar breytingar þar á fram
eftir þessari viku.
# Alþjóðleg
barátta
Nú á tímum jafnréttis til sjáv-
ar og sveita, hefur vigjum
karlrembusvínanna fækkað
svo um munar. Hinir gömlu
„góðu“ tímar þegar karlmenn
einir höfðu kosningarétt eru
að baki og sannast sagna
hafa konurnar fært sig ótrú-
lega hratt upp á skaftið.
Eitt síðasta vígi norð-
ienskra karlmanna er senni-
lega kútmagakvöld Lions-
manna, sem vel að merkja
eru samtök karlmanna. Kvöld
þessi eru aðeins fyrir
karlmenn, nema hvað Bryn-
dísi Schram var boðið i fyrra
svona rétt til upplyftingar. Á
kútmagakvöldið sl. föstudag
stóð til að bjóða Jóni Bald-
vini eða afrískri nektardans-
mey til að sýna alþjóðlegan
skreiðardans en svo
skemmtilega vildi til að þetta
„karlakvöld“ bar upp á 8.
mars, alþjóðlegan baráttudag
kvenna.
# Nakinn í
höfninni
Fyrst við erum á annað borð
farin að minnast á nekt, póli-
tíska eða líkamlega, er ekki
úr vegí að vitna aðeins i til-
lögu að nýrri lögreglusam-
þykkt fyrir Akureyri. Sam-
kvæmt núgildandi samþykkt
má ekki undir nokkrum king-
umstæðum synda nakinn í
höfninni en i tillögum að
þeirri nýju hefur þetta atriði
verið fellt niður. Þykir
mönnum þetta benda til þess
að lögreglusamþykktin taki
mið af breyttum háttum og
margt það sem var bannað
1954 þyki bara „meiriháttar"
eðlilegt í dag. Hafa sumir
skilið nýju samþykktina sem
svo að innan tíðar megi
menn busla berir i höfninni.
Hvort einhverjum hafi þótt
timi kominn til, skal látið
ósagt um.
# Bannað að
ríða
Þrátt fyrir að margt hafi
breyst á undanförnum ára-
tugum - til verri vegar þykir
sumum, þá stendur það samt
sem áður óbreytt í tillögum
að nýrri lögreglusamþykkt,
að ekki megi ríða hraðara en
á hægu brokki á götum og
ekki megi ríða á gangstéttum
eða gangstígum i bænum.
Það er gott að vita tii þess á
þessum tímum lauslætis og
upplausnar, að enn séu til
menn sem vilja og þora að
spyrna við fótum.