Dagur - 11.03.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 11.03.1985, Blaðsíða 5
11. mars 1985 - DAGUR - 5 Stefán Vilhjálmsson: Miskunnarlaus áróður? Það vakti nokkra athygli er Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, lýsti yfir þeirri skoðun sinni að Verðlags- stofnun og Neytendasamtökin hafi rekið „miskunnarlausan áróður" gegn litlum matvöru- verslunum (hverfabúðum). (Sjá Dag 27.2. ’85.) Þarna er líka þungt að orði kveðið. Ég fæ ekki séð að verðlagsyfirvöldum eða Neyt- endasamtökunum verði kennt um þá þróun í verslunarmálum sem leitt hefur til erfiðrar stöðu minni verslana. Hvorki Verðlags- stofnun né Neytendasamtökin fundu upp stórmarkaði og kjör- markaðsverð fremur en Valur Arnþórsson. Uppgangur slíkra stórverslana á væntanlega rót sína að rekja bæði til þeirrar við- leitni fyrirtækjanna að auka hag- kvæmni í rekstri og óska kaup- enda (neytenda) um sem lægst vöruverð. Verðkannanir leiða einungis í ljós afleiðingar þessarar þróunar og staðfesta í stórum dráttum það sem fyrirtækin hafa að mark- miði, að verð í stórmörkuðum er að jafnaði u.þ.b. 10-15% lægra en í almennum hverfaverslunum. Þetta get ég ekki fallist á að sé „miskunnarlaus áróður“. Það mætti þá að sama skapi og jafnvel miklu fremur telja allar auglýs- ingar Kaupfélags Eyfirðinga um kjörmarkaðsverð „miskunnar- lausan áróður“ gegn eigin versl- unum, sem minni eru £ sniðum. Með framansögðu er ég ekki að gera lítið úr erfiðleikum Kaupfélags Eyfirðinga og annarra sem reka litlar hverfaverslanir eða verslanir á minni stöðum. Enn síður geri ég lítið úr þjón- ustu slíkra búða og félagslegu hlutverki. Það gerir enginn, sem býr í nágrenni Hlíðargötuútibús- ins sáluga og veit hvaða þýðingu það hafði fyrir fólkið í hverfinu. Mér finnst einfaldlega ekki rétt að ætla að kenna verðkönnunum að stórum hluta um erfiðleika þessara verslana. Fjöldi neytenda - hvort sem þeir eru félagar í Neytendasam- tökunum eða ekki - hafa sýnt verðkönnunum mikinn áhuga. Þetta hefur hvatt okkur, sem störfum í stjórn Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, til þess að halda slíkum könnunum gang- andi. Við gerum okkur hins veg- ar grein fyrir því að ýmsir minni- hlutahópar fólks geta ekki nýtt sér hagkvæmni stórmarkaða. Fyrir hagsmunum þessa fólks hafa Neytendasamtökin ekki bar- ist beinlínis, það er rétt. Ég hygg að aðalatriðið sé, áð það fólk sem nýtur þjónustu lítilla verslana geri sér grein fyrir þýðingu hennar og sýni það í verki, þ.e. með viðskiptum. Um þetta erum við Valur Arnþórsson sammála. Hann á hins vegar eftir að sannfæra mig um það, að við- skiptavinir Hlíðargötu 11 hafi ekki sýnt hug sinn nægilega í verki. En þetta átti ekki að vera grein um þá búð sérstaklega. Stefán Vilhjálmsson. tinkasamKvæmi Köld borð Heitur veislumatur Erum farnir að taka á móti pöntunum fyrir fermingar. Sími22600 Júnfus heima 24599 SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Firmakeppni í innanhúss- knattspyrnu. Knattspyrnuráð Akureyrar gengst fyrir firma-> keppni í innanhússknattspyrnu 16. og 17. mars. Óheimilt er að fyrirtæki sameinist um lið í keppn- ina. Þátttökutilkynning, ásamt nafnalista þeirra er þátt taka, verður að berast staðfestur af yfirmanni. Á það skal bent að miðað er við launaskrá fyrirtækis 1. febrúar sl. Þátttökulistum, ásamt 3.000 kr. þátttökugjaldi skal skilað til Sveins Björnssonar Plastiðjunni Bjargi, fyrir kl. 18.00 miðvikudaginn 13. mars 1985. K.R.A. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 13. mars nk. verða bæjarfulltrú- arnir Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Freyr Ófeigs- son til viðtals í fundarstofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð kl. 20-22. Bæjarstjóri. Notíð páskana og skjótist til heimsborgarinnar LONDON Gisting á Hótel Cumberland með morgunverði. Hagstætt verð. Leitið upplýsinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.