Dagur - 11.03.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 11.03.1985, Blaðsíða 9
11. mars 1985 - DAGUR - 9 Aðalfundir Loðdýraræktarfélags Eyjafjarðar: Mikilvægt að allar búgreinar sitji við sama borð Aðalfundur Loðdýraræktarfé- lags Eyjafjarðar var haldinn sunnudaginn 24. febrúar. A undan aðalfundi var sýning á minka- og refaskinnum og veitt voru verðlaun fyrir bestu skinnin á félagssvæðinu. Dala- læða í Svarfaðardal fékk fyrstu verðlaun fyrir besta refaskinn- ið, í öðru sæti varð félagsbúið á Lómatjörn og í því þriðja Þorsteinn Aðalsteinsson á Böggvistöðum. Grávara á Grenivík hlaut fyrstu verðlaun fyrir besta minkaskinnið, Þor- steinn á Böggvistöðum önnur og þau þriðju hlaut Grávara. Nokkrar ályktanir voru sam- þykktar á fundinum, sú fyrsta þess efnis að aðalfundurinn fól stjórn félagsins að vinna að því að sett verði á stofn og rekið kyn- bóta- og sóttkvíabú á félagssvæð- inu, sem rekið verði á félags- legum grunni. Einnig fól aðal- fundurinn stjórninni að sækja um inngöngu í Búnaðarsamband Eyjafjarðar með fullum réttind- um og að unnið verði að skipu- lagsbreytingum innan B.S.E. og hagsmunasamtaka bænda þannig að allar búgreinar sitji við sama borð. Formaður Loðdýraræktunar- félags Eyjafjarðar er Arvid Kro Lómatjörn. í ræðu er Arvid hélt á fundinum kom hann inn á ýmis mál er efst eru á baugi hjá loð- dýrabændum og voru þau rædd á fundinum. Um fóðurframleiðslu og fóðurmál sagði Arvid að mikilvægt væri að loðdýrabænd- ur, stórir sem smáir stæðu saman um rekstur Fóðurstöðvarinnar á Dalvík. Þá sagði hann að kyn- bætur og innflutningur ættu eftir að verða aðalmál loðdýrabænda í framtíðinni og hvatti til að stofnað yrði kynbóta- og sótt- kvíabú á félagssvæðinu, annars ættu bændur á hættu að verða undir samanborið við nágranna- þjóðirnar. Arvid kom inn á leið- beiningaþjónustu og fræðslustarf og lagði á það áherslu að menn ættu ekki að byggja allt á ráðu- Frá sýningu loðdýrabænda á Hótel KEA. nautum og fræðimönnum heldur hugsa um að mennta sig sjálfir. Nefndi hann að skinnaflokkun- arnámskeið er haldið var í janúar síðastliðnum hefði verið gott og gagnlegt og sagðist vona að fram- hald yrði þar á. í ræðu sinni sagði Arvid að hann væri enn sann- færðari en áður um að núverandi kerfi í landbúnaði væri úrelt. „Nær allir fulltrúar og stjórnar- menn í öllum ráðum og nefndum landbúnaðarins eru úr hinum hefðbundnu búgreinum þó störf viðkomandi ráða og nefnda eigi að ná yfir svokallaðar aukabú- greinar líka og vil ég nefna Stofn- lánadeild landbúnaðarins í því sambandi. Mig langar til að koma hér á framfæri nokkuð róttækri hugmynd að breytingu sem ég mundi leggja til að yrði fram- kvæmd ef ég stjórnaði landbún- aðinum á íslandi. Hún er sú að Stéttarsamband bænda, Búnað- arfélag íslands, búnaðarsam- böndin, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Stofnlánadeild landbúnaðarins og öll tilrauna- bú í landbúnaði yrðu lögð niður í núverandi mynd, en þess í stað kæmi nýtt stéttarsamband allra búgreina þar sem formenn allra landssambanda mynduðu með sér stjórn og notfærðu sér fram- lög frá landbúnaðarráðuneytinu, sem skiluðu sér beint til hverrar búgreinar fyrir sig. Síðan hefðu búgreinarnar samvinnu um ýmis verkefni og kannski sameiginlegt húsnæði, en stjórn hverrar bú- greinar um sig mundi ákveða hvaða rannsóknir yrðu gerðar, hvernig leiðbeinmgaþjónustu skyldi hagað og annað slíkt.“ Síðar í ræðu sinni sagði Arvid: „Mér finnst rangt að bændur sérstakra búgreina rísi upp og vilji draga sig út úr bændastétt- inni, en mér finnst líka óréttlátt að kúa- og sauðfjárbændur stjórni öllu.“ - mþþ Vorum að taka X— 'f —1 - 1 ■’f TÍ •*> «••••• 4 4' ■Toggínggallar og stakkar á dömur og herra. SÍMI (96)21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.