Dagur - 29.03.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 29.03.1985, Blaðsíða 3
29. mars 1985 - DAGUR - 3 Ekkert er fegurra en verslunar- mannakvðld í Atlavík. Auslfirðingar eru engum líkir Það er stundum sagt, að stressið sé minna á Akureyri heldur en í Reykjavík. Það má vera rétt, en þá er ég líka viss um að stressið er ennþá minna á Egilsstöðum og Hér- aði, heldur en á Akureyri. Austfirðingar eru engum líkir og meðal þeirra eru þar að auki ótal undirflokkar, sem eru hver öðrum ólíkari. Þannig eru Héraðsmenn eng- um öðrum líkir og Jökuldælingar eiga enga sína líka. Þannig mætti áfram telja. Ég var svo lánsamur að temja mér þann kæk á unglingsárum, að leita ávallt til Héraðs í sumarfríum frá skóla. Síðast var ég þar sumar- langt þegar ég var sextán ára og það getur nú ekki verið svo mjög langt síðan það var!! Líklega þó ein tíu ár, nei, bíðum nú við, það er eitthvað lengra; já, já, ja, sleppum því. Þá var mannlíf mjög afslappað á Héraði; þar höfðu menn tfma til að lifa. Ég var í vegagerð um tíma hjá Helga vini mínum Gíslasyni á Helga- felli. Það var kapítuli út af fyrir sig, sem ég fjölyrði ekki um hér. Éitt sinn tók ég eftir því, að veghefill, sem Ólafur vinur minn Bessi stjórnaði, (það er sá sem gefur bessaleyfin), var merktur þeim stöðum sem hann hafði haft viðkomu á. Þannig mátti sjá, að veghefillinn hafði komið nýr til Reykjavíkur, en þegar búið var að nýta það besta úr honum þar hafði hann verið sendur upp í Borgarnes. Þaðan fór hann svo til Akureyrar, en þegar veghefillinn var nær útgenginn var hann sendur austur. Ég held að þessu hafi verið líkt varið með stressið. Það kom fyrst til Reykjavík- ur, hafði svo viðkomu í Borgarnesi á leið sinni til Akureyrar, en nam síð- ast land á Egilsstöðum. Þá var það líka orðið viðráðanlegt. Jón Þórarínsson var vinnufélagi minn í plastinu og ég veit ekki betur en hann sé enn í plastinu. Hafa eflaust tanúðsér nútímasiði Nú hef ég um það grun, að Austfirð- ingar hafi tamið sér nútímasiði og séu þar með orðnir svolítið stressað- ir. Þó er ég viss um að margir Hér- aðsmenn verjast þessum fjára í lengstu lög. Ög eitt er víst; Jökul- dælingar geta ekki orðið stressaðir! Um tíma vann ég í einangrunar- plastverksmiðju hjá Þórarni vini mínum Pálssyni. Verksmiðjan var á Hlöðum, sem nú heitir Feilabær. Og hvernig sem á því stóð, þá var þessi verksmiðja norðan við Fljót, en Eg- ilsstaðir austan við. Norður og austur eru sem sé gagnstæðar áttir á Héraði. Aðrar áttir eru held ég bara ekki til. Þess í stað er sagt inn eftir og út eftir; upp eftir og niður eftir; og svo fórum við onyfir þegar við brugðum okkur á ball á Seyðisfirði. Að sjálfsögðu fórum við svo upp yfir að ballinu loknu, nema í þau örfáu skipti sem síldarstúlkur töfðu för okkar! Ég var líka um tíma í vegagerð „uppi í“ Skriðdal og „uppi í“ Fljótsdal. Og þegar ég var í sveit hjá afa mínum bauð hann mér „upp á Dal“ að af- loknum slætti. Þá fórum við sem sé „upp á“ Jökuldal. Þetta var nú eiginlega útúrdúr, því ég ætlaði að fara að segja ykkur sögu, sem Þórarinn Pálsson sagði mér einu sinni. Það er nokkurs konar dæmisaga um Jökuldælinga, sem sýn- ir stressleysi þeirra. Það var á mánu- degi, að nokkrir Jökuldælingar komu við í plastverksmiðjunni hjá Þórarni. Þeir voru á leið í kaupstað. Stöldr- uðu þeir 'M^k lengi við, drukku mikið(^#2| kaffiogræddu um daginn og veginn. Loks héldu^ÉH^fck, beir ferð áfram. Það var gott að vera í vegagerð hjá Helga á Helgafelli. Hann lét mig fá góða skóflu sem gott var að styðjast við. Annar endi gömlu Lagarfljótsbrúarinnar sneri ■ norður, en hinn endinn vísaði í austur. Eins er því varið með núverandi brú. Dagarnir liðu og þegar kominn var fimmtudagur brá Þórarinn sér yfir í Egilsstaði, þurfti að sinna erindum í kaupfélaginu. Þar hitti hann fyrir Jökuldælingana á rjátli. Þórarinn vék sér að þeim og sagði: Það er kominn fimmtudagur, drengir mínir, ætlið þið ekki að koma ykkur heim fyrir helgi, til að sinna búum ykkar. Það kom undrunarsvipur á Jökuldæling- ana, þeir urðu svolítið ráðvilltir um stund, en síðan sagði einn þeirra með hægð: - Jú, það er líklega rétt. Þar með voru þeir farnir upp á Dal! Brá sér afbœ Orðatiltækið, að bregða sér af bæ, hefur líka mjög víðtæka merkingu meðal Jökuldælinga. Góður og gegn Jökuldælingur var eitt sinn í vinnu hjá Þórarni í plastinu. Einhverju sinni voru þeir að binda plast á bíl. Þórarinn kastaði bandinu yfir hlassið, þar sem Baldur, fyrirgefiði, ég meina Jökuldælingurinn, átti að vera til staðar til að krækja í og henda spottanum yfir til Þórarins aftur. Þórarinn beið og beið, en ekki kom spottinn og fékk hann ekkert svar við köllum. Þegar hann gáði að hverju þetta sætti var Jökuldælingurinn horfinn leiðar sinnar. Síðar kom í GEFIÐ FERMINGARBARNINU GÓÐAR ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR Jón Thoroddsen SKÁLDSÖGUR Maður og kona Piltur og stúlka 595,20 595,20 LISTAVERKABj ffiKUR Þórannn B. Þorláksson 1.116,00 Gunnlaugur Blöndal 992,00 Jón Óttar Ragnarsson Næring og heilsa Næring og vinnsla 992,00 1.364,00 Skúli Gíslason ÞJÓÐSÖGUR Sagnakver 892,00 Séra Jón Steingrímsson ÆVISÖGUR Æfisagan og önnur rit 558,00 Theódór Friðrikssoní verum I-n 992,00 Jónas Hallgrímsson LJÓÐABÆKUR Ritsafn 744,00 Steinn Steinarr Kvæðasafn og greinar 744.00 Stefán frá Hvítadal Ljóðmæli 595,20 Þorsteinn Eiðurinn Erlingsson Þymar 496,00 595,00 Magnús ÁsgeirssonLióðasafn I-n 992,00 Hannes HafsteinLjóð ocj laust mál 496,00 Sigurður frá Arnarholti Ljóðmæli 496,00 Steingrímur Thorsteinsson 1 Ljóðmæli 496,00 ljós, að hann hafði brugðið sér til Hornafjarðar á vertíð! Um vorið kom hann svo aftur í plastverksmiðj- una, bauð góðan daginn, en tók síð- an til við vinnu sína, rétt eins og hann væri að koma úr kaffipásu. Mig rámar líka í aðra sögu, sem mér var sögð af Austfirðingum, sem voru á leið úr kaupstað. Þeir þurftu um erfiðan veg að fara, m.a. niður snarbratta brekku í dalbotni. Þegar þeir komu að skriðunni var hún öll undir harðfenni. Skiptir það engum togum, að sá er fyrstur fór rann niður fönnina á ógnarhraða undir byrði sinni, sem var rúmlega 100 kg mjöl- sekkur. Loks stöðvaðist hann niðri í dalbotninum og bærði ekki á sér. Ferðafélagar hans reyndu að hraða för sinni til hans eftir föngum, enda áttu þeir von á honum stórslösuðum. En þegar þeir lyftu upp pokanum sagði bóndi með hægð: Fariði var- lega með hann drengir, ég er hrædd- ur um að pokinn sé rifinn! Já, svona gengur lífið fyrir sig eystra; þar voru menn ekki vanir að mikla fyrir sér hlutina. Til viðbótar get ég sagt sögu af afa mínum. Það var hringt til hans einn daginn til að láta hann vita af láti eins sveitunga. - Hann Jón Jónsson er dáinn, sagði sá er hringdi. - Náttúrlega, hann var svo sem alltaf hálfdauður, svaraði þá afi minn, sem hét Gísli, sennilega eftir mér!! Þegar hann dó svo bless- aður, hringdi Páll sonur hans á Aðal- bóli í Aðalstein granna sinn á Vað- brekku og sagði: - Nú er Gísli í Skógargerði hættur að búa. - Nú, hvað kom til, spurði Aðalsteinn. - Hann fór að hitta Lykla-Pétur, svar- aði Páll. Lýgur ogsteiur Afi minn gerði einhverju sinni þá Ijótustu skammarvísu sem ég hef heyrt. Þá hafði hann farið til jarðar- farar upp á Jökuldal og fjölmenntu bændur úr Tungunni í ferðina, enda buðust slíkar skemmtiferðir ekki á hverjum degi. Pantaður var boddí- bíll til ferðarinnar, en þegar bíllinn kom var ekkert á honum boddíið. Að sjálfsögðu sat oddvitinn inni í stýrishúsinu hjá bílstjóranum, en réttir og sléttir bændur urðu að haf- ast við í kulda og trekki aftur á palli. Þá gerði afi minn þessa vísu, um þann sem sendi bílinn, en í þessu blaði þori ég ekki að segja hver það var. Lýgur, stelúr sáluselur sá oft kvelur náungann. Glæpi felur, syndaselur, seg hver elur verri mann? Já, gæskurnar mínar og gæskarnir, svona er lífið fyrir austan. * AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands uerður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 18. apríl 1985, kl. 14:00. DAGSKRA 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Lagðar fram til fullnaðarafgreiðslu tillögur til breytinga á 4. gr. samþykkta félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu uera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum uerða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjauík frá 12. apríl. Reykjauík, 16. mars 1985 STJÓRNIN EIMSKIP *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.