Dagur - 29.03.1985, Blaðsíða 13

Dagur - 29.03.1985, Blaðsíða 13
29. mars 1985 - DAGUR - 13 Breskur predíkari á Sjómhœð Breskur predikari, að nafni David Richards, sem starfað hefur sem predikari í 15 ár, mun dvelja á Akureyri næstu daga og halda samkomur fram á páskadag (7. apríl). Hann hefur haldið samkom- ur undanfarið á Hjaltlandseyj- um og í Reykjavík við mjög góðar undirtektir. Samkomutími verður nánar auglýstur annars staðar, en samkomurnar verða á Sjónar- hæð, Hafnarstræti 63, og ef til vill einnig víðar. Sýtrng endurbóta ágömlum Laugardaginn 30. mars verður opnuð í Dynheimum, neðri hæð, sýning, sem ber nafnið Architecture and Renewal in U.S.A. Sýningin fjallar eins og nafnið bendir til um arkitektúr og endurbætur gamalla bæjar- hluta. Lýst er í máli og mynd- um nokkrum úrlausnum am- erískra arkitekta á þeim vanda, sem upp kemur, þegar gömlum miðhverfum stór- borga tekur að hraka og þau missa aðdráttarafl sitt fyrir fólk og fyrirtæki. Sýnd eru dæmi um endurskipulagningu íbúðarhverfa, breytingu versl- unarhverfis í íbúðarhverfi, göngugötur, breytingu gamals húss í tónlistarhöll, endurlífg- un hafnarsvæða o.fl. Sýningin var sett saman um mitt ár 1983 og hefur síðan far- ið til Póllands, Vestur-Þýska- lands, Tyrklands, Kýpur og Grikklands. Hún er á vegum Menningarstofnunar Banda- ríkjanna, en félagar í Arkit- ektafélagi íslands greiddu fyrir því að sýningin yrði sett upp hér á Akureyri. Sýningin í Dynheimum stendur til skírdags, 4. apríl og verður opin kl. 18-22 virka daga, en kl. 15-22 aðra daga nema laugardaginn 30. mars, er hún verður opnuð kl. 17. Kvikmyndasýningar verða í tengslum við sýninguna og verða þær auglýstar nánar í Dynheimum. Smellwinn frá Skoda hjá Skálafelli Um helgina verður haldin meiriháttar bílasýning á Akur- eyri. Hún verður í Skálafelli að Draupnisgötu 4 og þar gef- ur að líta nýjustu gerðirnar af Skoda. Þar á meðal verður Rapid „smellurinn", sem hef- ur „smellt í gegn að undan- förnu“, eins og umboðið orðar það í auglýsingu. Jafnframt er þar sagt, að hér sé um að ræða hörkutól á hálfvirði. Ekki skal um það dæmt, en víst er bíll- inn ódýr miðað við verð nýrra bíla nú til dags. En sjón er sögu ríkari og menn geta kynnst þessu „hörkutóli“ í ná- vígi um helgina. Sýningin er opin á laugardag og sunnudag frá kl. 13-17. Bach í öndvegi Nk. föstudag 29. mars kl. 20.30 heldur Tónlistarskóli Akureyrar orgel- og strengja- tónleika í Akureyrarkirkju. Árni Hilmarsson leikur org- elverk eftir Bach og kammer- sveit skólans sem skipuð er og kammersveitarinnar kennurum og nemendum Adagio eftir Albinoni. leikur Brandenborgarkonsert Tónleikarnir eru fyrstu vor- nr. 3 eftir sama tónskáld. tónleikar skólans og er að- Tónleikunum lýkur með gangur ókeypis. sameiginlegum flutningi Árna Kyming Vísindafélag Norðlendinga efnir til kynningar á íslenska fálkanum (Falco rusticoulus is- landicus) á fundi sínum 30. mars, laugardag. Þar mun Ólafur Karl Nielsen fugla- fræðingur segja frá rannsókn- Iðunn sýnir Um síðustu helgi hófst sýning Iðunnar Ágústsdóttur á 29 áíslenska fálkanum um sínum á fálkum á Norð- austurlandi og sýna litskugga- myndir, en Ólafur hefur rann- sakað fálkann undanfarin tvö Fundurinn verður í Mennta- skólanum á Akureyri (gamla skólahúsinu) og hefst kl. 4 síð- degis. Allir áhugamenn um fugla og fuglaskoðun eru velkomnir á fundinn. Stjórn V.N. olíu- og pastelverkum í blóma- skálanum Vín við Hrafnagil. Sýningin átti aðeins að standa um síðustu helgi, en aðsókn var mjög góð, þannig að ákveðið var að framlengja hana fram til næstu helgar. í dag er blómaskálinn opinn frá kl. 1-7, en á morgun og sunnu- daginn er opið frá kl. 10- 23.30. Myndirnar eru allar til sölu. Það er því gráupplagt fyrir Eyfirðinga, að bregða sér bæjarleið um helgina, njóta myndverka Iðunnar í Vín og í Vín fá sér hressingu þar í leiðinni. Þar að auki geta menn fjárfest þar í blómstrandi páskaliljum, sem fást á hagstæðu verði. Basarog kaffisala í Skjakkrvík Morgunverður í rúmið S.l. laugardagskvöld sýndi leikdeild Umf. Möðruvalla- sóknar leikritið „Morgunverð- ur í rúmið“ í félagsheimilinu Freyjulundi. Höfundur þessa gamanleiks er Jack Popple- well, en þýðandi Halldór Ólafsson. Leikstjóri er Ari H. Jósavinsson og Þráinn Karls- son Ieiðbeindi við uppsetn- ingu. Ekki verður fjallað um frammistöðu einstakra leikara, en allir eru þeir lítið sviðsvanir. Þó finnst mér ekki annað hægt, en að geta um góða frammistöðu Péturs Þór- arinssonar, sem sýnir mikil og skemmtileg tilþrif. Aðrir leikendur eru Hafdís Ragnarsdóttir, Eygló Jóhann- esdóttir, Ásta Ferdinandsdótt- ir, Jósavin Arason, Brynjar Ragnarsson, Ragnar Brynjars- son, Árni Magnússon og Jónas Bjarnason. í góðri samvinnu tekst þess- um leikhóp að skila hlutverk- um sínum á þann hátt að áhorfendur skemmta sér virki- lega vel. Og þá er aðaltilgang- inum með þessari leiksýningu náð. Það er því hægt með góðri samvisku að hvetja fólk til að sækja þessa leiksýningu, ef það kann að meta græsku- laust gaman. Næstu sýningar verða í Freyjulundi n.k. laugardags- og sunnudagskvöld. Þóroddur Jóhannsson. Laugardaginn 30. mars kl. 14 verður basar og kaffisala að Dvalarheimilinu Skjaldarvík. Á boðstólum verður til sýnis og sölu fjölbreytileg handa- vinna vistmanna, sem þeir hafa unnið f vetur. Má þar nefna, auk sokka og vettlinga, barnafatnað, peysur, púða, dúka, myndir, margs konar páskaskraut o.fl. o.fl. Kaffi og meðlæti. Gjörið þið svo vel. Verið öll velkomin í Skjaldarvík á laug- ardaginn klukkan tvö. Nýstárlegur kökubasar Nemendur í Verkmenntaskól- anum gangast fyrir óvenju- legum kökubasar í gamla Iðn- skólanum við Þingvallastræti á laugardaginn. Þar verður boðið upp á dýrindiskökur og brauð af öllum mögulegum gerðum og stærðum. Ópið verður á laugardaginn frá kl. 14-17, en auk þess geta sæl- kerar hringt í síma 26812 og þá fá þeir senda tertu um hæl. Sendingarkostnaðurinn er enginn. Hér er því um meiri- háttar menningarviðburð að ræða, að sögn nemendanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.