Dagur - 29.03.1985, Side 4

Dagur - 29.03.1985, Side 4
4 - DAGUR - 29. mars 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að tileinka sér alþjóðkga tækrú Þrátt fyrir að ísland liggi mitt á milli stórra markaðs- svæða er íslensk atvinnu- starfsemi í raun mjög ein- angruð. Þetta er mönnum að verða sífellt ljósara. Rekstur fyrirtækja almennt í heiminum einkennist nú sífellt meira af því að fram- farir verða hraðari og öll viðskipti alþjóðlegri, auk þess sem sífellt meiri áhersla er lögð á vöruþróun og rannsóknir hvers konar. íslensk fyrirtæki eru flest of smá til að geta staðið undir umfangsmikilli rannsóknar- og þróunarstarfsemi og eiga því í erfiðleikum með að starfa á alþjóðavett- vangi. Því er mikil hætta á því að þau muni dragast aftur úr og muni í framtíð- inni tapa framleiðslu sinni til sterkari og betur skipu- lagðra fyrirtækja erlendis. Á þessu eru þó undan- tekningar og allmörg stærri fyrirtæki á íslandi hafa unn- ið í þessum málum af mikl- um krafti og náð árangri. Má nefna í því sambandi fyrirtæki í ullariðnaði, en gjaldeyristekjur af útflutn- ingi þeirra hafa fjórtánfald- ast á jafnmörgum árum. Út- flutningur skinnavöru er einnig í mjög mikilli sókn, þjónustufyrirtæki sjávarút- vegsins hafa hafið útflutn- ing og svo mætti áfram telja. Engu að síður kann að vera ástæða til að gefa þessu máli alveg sérstakan gaum og í tillögu til þings- ályktunar er gert ráð fyrir að ríkisstjórnin stofni til að- gerða sem hafi það að markmiði að aðstoða ís- lensk fyrirtæki við að til- einka sér alþjóðlega tækni í rekstri, framleiðslu og við- skiptum. Meðal annars verði komið upp kerfi við- skiptafulltrúa sem aðstoði fyrirtæki og stofnanir við að komast í samvinnu eða samband við vel rekin og nýtískuleg fyrirtæki erlend- is. Verði þeir tengdir sendi- ráðum íslands og þeim stofnunum sem veita fyrir- tækjum aðstoð. í greinargerð með tillög- unni segir að framfarir í fyrirtækjum byggist fyrst og fremst á tæknilegri og stjórnunarlegri þekkingu starfsmanna og því hversu vel starfsmönnum gengur að tileinka sér nýja þekk- ingu og nýta hana í störfum sínum. í þingsályktunartillög- unni er gert ráð fyrir að lagðar verði fram áætlanir um að aðstoða íslensk fyrir- tæki við að tileinka sér nýj- ustu aðferðir við fram- leiðslu, stjórnun og sölu. Eins og áður sagði hafa all- mörg fyrirtæki mjög hæfa menn á sínum snærum, til að stunda þessi störf. Hug- myndin um að ríkið aðstoði fyrirtæki er ekki afleit, eink- um þegar um nýjar greinar er að ræða. Mikilvægast er þó að fyrirtækin geti sinnt þessum störfum sjálf, að þeim sé skapaður grund- völlur til að sinna þróunar- störfum og markaðsmálum í ríkara mæli en verið hefur. Afkoma undirstöðuat- vinnuvega okkar og fram- leiðslugreina sem tengjast þeim hefur ekki leyft mikið svigrúm til þess. Úr því eiga stjórnvöld fyrst og fremst að bæta. Okkar ágæta svæðisútvarp sagði að það hefði verið tólf stiga frost á Ak- ureyri klukkan sex í morgun. Og svæðisútvarpið lýgur aldrei frekar en Mogginn. Menn verða víst að trúa því að veturinn sé nú loksins kominn, já seint koma sumir en koma þó, og skíðamennirnir geta hætt að vatna músum eða hlaupa suður þangað sem úrkoman aldrei bregst. Veturinn sem týndist Það er engan veginn nógu frumlegt að fara eitthvað að tala um það hér hversu veturinn hafi verið mildur og góður, þetta er nokkuð sem allir hafa fundið fyrir og skynjað. Ein- hvern veginn hefur maður það á til- finningunni að þessi vetur hafi beinlínis „týnst“, og það raunar í fleiri en einum skilningi. Fyrir það fyrsta þá hafa menn frekar lítið haft spurnir af efnasambandi því, eða öllu heldur því afbrigði efnasam- bandsins vatns sem snjór er kallað, sem auðvitað hlýtur að kæta fjár- málaráðherrann Albert en hrella á hinn bóginn íþróttafrömuðinn Albert. Þá er víst óhætt að segja að vet- urinn hafi heldur betur týnst í skól- unum. Fyrst var það verkfall opin- berra starfsmanna í skammdegis- byrjun, og síðan verkfall fram- haldsskólakennara í skammdegis- lok. Og að sjálfsögðu var Albert i einu aðalhlutverkanna, þó það verði því miður að viðurkennast að oft hafi sólóleikur hans verið kraft- meiri en í þetta skiptið. Ragnhildur olli líka vonbrigðum. Það hafa ekki einu sinni komið frá henni skondn- ar yfirlýsingar um að foreldrarnir þurfi nú að fara að taka stjórn skól- anna í sínar hendur eða að það þurfi að fara að taka upp ritskoðun. Hið eina sem frá henni heyrist er óþörf ögrun gagnvart þeim ung- mennum sem það eitt hafa til saka unnið að vera fædd með blakka þar sem apartheid væri kölluð asna- skapur. Verst að þá hefðum við ekki fengið neina fallega sögu um sumar og sól og hamingjusamt fólk. Víða pottur brotinn Ekki svo að skilja að þeir Botha og kumpánar hans í Suður-Afríku séu einir á báti með það að fótum troða hin einföldustu mannréttindi. í Suður-Afríku eru aftökur fram- kvæmdar meira en þriðja hvern dag að meðaltali. í íran eru böðlar All- ah heldur ekki á atvinnuleysisskrá þótt efnahagslífið sé í rúst, og geð- veikrahælið bíður þín ef þú nennir ekki ' kommaleik með félaga Gorbachof í Sovét. Já það er víða pottur brotinn í þessum málum, og við mörg lönd sem mannréttinda- brot stunda höfum við hin Guðs út- valda þjóð umtalsverð viðskipti. En auðvitað er ekki verið að sýna ungu viðskiptajöfrunum utan af Islandi gálgana og geðveikrahælin. Þeim eru bara sýndir brosandi leigubíl- stjórar sem kæra sig ekkert um að útlendingar séu að spilla atvinnu þeirra með einhverjum mannrétt- indavaðli eða vanhugsuðum verð- launaveitingum. En eftir dymbilvikuna koma páskarnir. Lífið sigrar dauðann, vorið veturinn. Óskandi er að eins og Kristur dó ekki til einskis, þá megi hið sama gilda um alla þá sem í fótspor hans hafa fetað, látið lífið fyrir sannfæringu sína og skoðanir. Vonandi rennur sá dagur upp fyrr en seinna að gálgarnir og geð- veikrahælin verði aðeins óhugnan- leg minnismerki um vanþroska mannkynsins. Okkur íslendingum ber siðferðisleg skylda til að leggja okkar lóð á vogarskálina til að svo megi verða. Okkar lóð er ef til vill ekki stórt, en ef mörg slík koma saman kann vel svo að fara að vægi skálanna taki að breytast. Seint koma sumir húð. Hvaða máli skiptir annars einn dagur á heilum týndum vetri? Mannréttindi u páskum Nú hafa sem sagt allir fundið vetur- inn sinn. Skólarnir eru byrjaðir aftur á fullu, og þar verður víst lítið um páskafrí eiiv, og hjá þing- mönnunum, enda nemendurnir þegar búnir að taka það út, óbeðið að vísu, en þingmennirnir hafa aftur á móti setið með sveittan skallann við að reyna að salta og svæfa viðkvæm mál á borð við bjór- og útvarpslög, án þess að særa sómatilfinningu háttvirtra kjós- enda, það er nefnilega aldrei að vita hvenær á svoleiðis fólki þarf að halda, því er alltaf best að vera hvorki með né móti. Ekki að furða þó að þeir þurfi á langþráðu fríi að halda. Það er líka kominn nærri heill mánuður síöan menn fengu skitna viku í það að skála fyrir nor- rænni samvinnu. Já það er komið fram að páskum, annarri mestu hátíð kristinna manna, og þeirri mestu reyndar að margra áliti. Einhvern veginn eru páskarnir, og þá sér í lagi undanfari þeirra dymbilvikan alltaf tengd mannréttindum. Það er einmitt í dymbilvikunni sem við minnumst frægasta pólitíska morðs sögunnar. Maður var festur upp á kross sem óbótamaður fyrir að segja: „Elska skaltu náungann" sem yfirvöldun- um þótti ekki alveg nógu sniðugt, og þetta varð til þess að allir lýðir heyrðu þessi orð. Þessa sögu þarf ekki að rekja frekar, hana þekkja allir. Og enn þann dag í dag er ver- ið að krossfesta Krist. Að undan- förnu hefur talsvert verið fjallað um ástandið í Suður-Afríku. Þar í landi hafa löggurnar það fyrir sunnudagsgaman að skjóta á allt sem í mannsmynd er, bara ef það er svart á litinn, og hver veit nema að byssurnar séu sænskættaðar. Á dögunum lagði þangað suður eftir leið sína forstjóri upprennandi fyrirtækis hér í bæ, og að sjálfsögðu var hann inntur frétta af ferðum sínum í svæðisútvarpinu svo sem gamall og góður þjóðarsiður býður. Af viðtalinu var að vísu erfitt að ráða hvort umræddur forstjóri hafði verið í Suður-Afríku eða himnaríki, líklega þó ekki seinni staðnum þar sem þaðan snúa ekki margir. Reyndar snúa ekki allir frá Suður-Afríku heldur. Þetta hefði forstjórinn góði getað sannreynt með því að lita sig svartan og fara síðan í göngutúr með hvítri stúlku, eða þá bara labbað um með spjald

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.