Dagur - 29.03.1985, Síða 12
12 - DAGUR - 29. mars 1985
Á síðustu áratugum hafa forskóla-
uppeldi og dagvistarheimili verið
mjög í sviðsljósinu. Kemur þar
margt til, einkum þó gróska í þeim
vísindagreinum sem-tengjast upp-
eldi ungra barna og sú þjóðfélags-
þróun sem gjörbreytt hefur uppeld-
isskilyrðum barna.
Kjarnafjölskyldan er talin ein-
kennandi fyrir fjölskyldugerð nú-
tíma þjóðfélags. Hún er griðastað-
ur einstaklinganna, foreldra og
barna og þarf að vera þess megnug
að fullnægja þörfum þeirra fyrir
nánum tilfinningatengslum, ást og
öryggi.
En margt hefur orðið til að raska
hinu hefðbundna mynstri fjölskyld-
unnar. Hjónaskilnuðum fer ört
fjölgandi, barnsfæðingum utan
hjónabands eða sambúðar fjölgar
og einstæðir foreldrar verða hlut-
fallslega æ fleiri. Þá hefur breytt
staða konunnar í nútíma þjóðfélagi
og aukin þátttaka hennar í atvinnu-
Iffinu bein áhrif á stöðu móðurinn-
ar sem foreldris.
Staða fjölskyldunnar stendur
höllum fæti og full þörf er á aðgerð-
um henni til styrktar og verndar.
Þar á meðal er fjölgun dagvistar-
heimila sem veita börnum mark-
visst uppeldi í samræmi við þroska
þeirra og þarfir.
Dagvistarheimili eiga að vera
fjölskyldum og foreldrum til stuðn-
ings og ættu að vera sjálfsögð við-
bót við uppeldi barnanna.
Á dagvistarheimili býr barnið við
vel skipulagt uppeldisumhverfi og
örugg leikskilyrði sem jafnframt
eru hlýleg og lærdómsrík. Börnun-
um gefst kostur á að taka þátt í leik
og starfi í hópi jafnaldra jafnt sem
sér eldri og yngri börnum og njóta
þannig fjölbreyttra uppeldiskosta
barnahópsins undir leiðsögn fóstra.
í uppeldisstarfi dagvistarheimil-
anna er lögð áhersla á að stuðla að
eflingu alhliða þroska barnsins í
samvinnu við heimilin. Samstarf
milli heimilis og dagvistarheimilis
ætti að vera mikið og gott. Það er
nauðsynlegt fyrir foreldra að vita
hvað barnið aðhefst þann tíma sem
það dvelur á dagvistarheimilinu.
Vita hvernig því líður, hvar áhugi
þess liggur helst í leik, við hverja
barnið leikur sér eða yfirleitt hvern-
ig því gengur að ráða fram úr við-
fangsefnum dagsins.
Einnig er mikilvægt fyrir fóstruna
að fá upplýsingar um það sem gerist
hjá barninu heima. Þannig getur
fóstran tekið þátt í lífi barnsins
utan dagvistarheimilisins í gegnum
samræður við barnið. Þannig skap-
ast meiri heild á milli heimilis
barnsins og dagvistarheimilisins.
Fyrstu bernskuárin eru þýðing-
armikið og sérstætt þroskaskeið
sem hefur sjálfstætt gildi í æviferli
mannsins. Á þessu æviskeiði þrosk-
ast börnin og læra best og eðlilegast
gegnum leik. Þess vegna er svo
Dagvistir og áhrif
þeirra á unpeldið
mikilvægt að börnin fái notið
bernsku sinnar í heilbrigðum leik
og skapandi starfi með öðrum
börnum sér til gagns og gleði.
Til þess að gegna svo ábyrgðar-
miklu starfi sem starf uppalandans
yfirgang einstakra barna. Þau börn
sem eru óframfærin, hlédræg og
einmana þarf hún að hvetja til fé-
lagslegra leikja. Jákvæð afstaða
hennar til barnanna, umburðar-
lyndi, tillitssemi og réttsýni getur
á dagvistarheimilinu er, þarf vel
menntað starfsfólk.
Fóstrumenntunin veitir alhliða
þekkingu á öllum þroskaþáttum
barna, frá fæðingu til sjö ára aldurs.
Fóstran ber ábyrgð á uppeldis-
starfinu á sinni deild og barnahópn-
um sem henni er trúað fyrir.
Öryggiskenndin er grundvöllur-
inn að heilbrigðum persónuþroska
og forsenda fyrir eðlilegum félags-
og vitsmunaþroska. Segja má því
að geðvernd og andleg heilsuvernd
sé einn veigamesti þáttur í starfi
fóstrunnar.
Félags- og vitsmunaþroski barna
verður ekki efldur með því einu að
gefa þeim kost á að leika sér með
öðrum börnum og vera samvistum
við þau. Hér hefur fóstran mikil-
vægu hlutverki að gegna sem þátt-
takándi og virkur leiðbeinandi þeg-
ar þörf krefur. Oft þarf hún að örva
börnin til leikja og jákvæðra sam-
skipta í orði og verki. Hún þarf að
hjálpa börnunum til að læra að
vinna saman, sýna tillitssemi, virða
annarra rétt og koma í veg fyrir
LOKAGREIN
orðið börnunum haldgóð félagsleg
og siðferðileg fyrirmynd.
Markvisst uppeldisstarf verður
því aðeins árangursríkt að það sé
unnið af lifandi áhuga á börnum og
velferð þeirra í góðu samstarfi við
foreldra og forráðamenn.
Dagvistarheimili ættu að vera
sjálfsögð viðbót við uppeldi allra
barna, svo mikið gildi hafa þau í
sjálfu sér.
í dag vantar mikið á svo öll börn
geti notið dagvistarheimila og þarf
að gera stórátak í þeim efnum á
allra næstu árum.
Við hér á Akureyri höfum dreg-
ist þó nokkuð aftur úr öðrum sveit-
arfélögum hvað varðar uppbygg-
ingu dagvistarheimila. Það gerir
það að verkum að biðlistar hér eftir
plássum eru mjög langir, jafnframt
því sem þessi skortur á dagvistar-
rýmum takmarkar þjónustuna sem
fyrir hendi er. Má þar nefna:
- Forgangshópar s.s. börn ein-
stæðra foreldra.
- Hámarksdvalartími á hvert
barn er þrjú ár. (Þetta á ekki
við um einstæða foreldra.)
- Engin dagvistarrými fyrir
yngri börn en tveggja ára.
- Vöntun á rýmum fyrir sveigj-
anlegri dvalartíma barna.
Þjóðfélag okkar hefur tekið mikl-
um og örum breytingum sem hafa
afdrifarík áhrif á uppeldisaðstæður
barna. Bitnar þessi þróun mest á
ungum börnum.
Foreldrar í dag óska eftir uppeld-
isaðstoð til handa börnum sínum og
þurfa á henni að halda.
Því hlýtur það að vera mikið
hagsmunamál foreldra ungra barna
hér á Akureyri að dagvistarmál
verði sett ofar á framkvæmdalista
bæjaryfirvalda.
Bridgefélag Akureyrar:
Zaríoh og félagar
sigruðu í Sjóvá-
hraðkeppninni
Síðastliðinn þriðjudag lauk
Sjóvá-sveitahraðkeppni Bridge-
félags Akureyrar. Spilað var
fjögur spilakvöld. Alls tóku 22
sveitir þátt í keppninni og var
spilað í tveimur riðlum.
Sigurvegari að þessu sinni var
sveit Zarioh Hamadi en þeir fé-
lagar tóku forystuna strax í fyrstu
umferð og héldu henni allan
tímann. Auk Zarioh eru í sveit-
inni, Jón Sæmundsson, Karl
Steingrímsson og Birgir Svein-
björnsson.
Röð efstu sveita varð þessi:
1. Sv. Zarioh Hamadi 1213
2. Sv. Antons Haraldssonar 1200
3. Sv. Júlíusar Thorarensen 1193
4. Sv. Arnar Einarssonar 1184
5. Sv. Páls Pálssonar 1168
6. Sv. Hauks Harðarsonar 1152
7. Sv. Sigurðar Víglundssonar 1130
8. Sv. Jóns Stefánssonar 1127
9. Sv. Hauks Sverrissonar 1124
10. Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 1113
Meðalárangur var 1080 stig.
Keppnisstjóri félagsins er Albert
Sigurðsson.
Halldórsmótið, sem er minn-
ingarmót um Halldór Helgason,
hefst nk. þriðjudag 2. apríl. Þátt-
töku þarf að tilkynna til stjórnar
fyrir kl. 20 á sunnudagskvöld.
Nú um helgina er spilaður hluti
af íslandsmótinu í bridge í Fé-
lagsborg. Mótið hefst kl. 20.15 á
föstudagskvöld og verður fram
haldið á laugardag kl. 1 e.h.
Einnig verður spilað á sunnudag.
Leikfélag Húsavíkur sýnir
Gamanleikinn
Ástin sigrar
eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson.
Næstu syningar:
Þriðjudag 2. apríl kl. 20.30.
Miðvikudag 3. apríl ki. 23.30.
Miðnætursýning.
Laugardag 6. apríl kl. 16.00.
Miðapantanir
í síma 41129.
Sætaferðir frá Akureyri.
Uppl. hjá Öndvegi hf. sími24442.
Þegar sjónvarpið sýndi mynd af Aðalsteinn kvað svo um lélegan
Sólbak á leið til Bretlands með hin „starfskraft":
skipin í drætti, kom Aðalsteini Ól- afssyni þessi vísa í hug. (Frúin er að Hann var latur lífs á braut,
sjálfsögðu forsætisráðherra Breta.) hka rati að mestu. Starfs í mati stig ei hlaut,
Slæma heimsókn frúin fær, stóð á gati í flestu.
að forðast slfkt er vandi. Fótum hennar færist nær Gestur Ólafsson nefnir þessa vísu
flotinn ósigrandi. sína karlagrobb:
Eftir kjarasamninga og gengisfell- ingu kvað Aðalsteinn Ölafsson: Alltaf vann ég á við þrjá eða kannski nokkru fleiri. Þegar ég segi þessu frá þá er líkt og enginn heyri. Ellin færist að og þá finnst Gesti
Fátt er nú um fisk í sjónum Ólafssyni óþarfi að kvíða.
og fækkar enn. Þó að nokkuð þyngi spor
Leika sér að litlum krónum þá er engu að kvíða.
litlir menn. Fylgir hverjum vetri vor
og von sumarblíða.
Minn er orðinn fótur fúinn,
fjörið dofnað, höndin þreytt.
Voðalega verð ég lúinn
við að gera ekki neitt.
í moldu verður lík mitt lagt,
Ijós af skari strokið.
Það er ekki þar með sagt
að þá sé öllu lokið.
Aðfaranótt 3. mars var mikið um
drykkjuskap á Akureyri. Sagði lög-
reglan þetta stafa af góða veðrinu.
Aðrir kenndu það sjómannaverk-
fallinu. Þá varð þessi vísa til:
Blíða veðrið boðar gott.
Börðu allir næsta mann.
Sumir voru bornir brott,
beina leið á spítalann.
Páll Pétursson alþ.m. hefur haft
uppi nöldur út af ástandi og horfum
í pólitíkinni og framferði ríkis-
stjórnarinnar. Nú skal þessu lokið.
Nú má skála, nú er gaman.
Norrænt þing er sett á stall.
Nú skal pressa piltinn saman,
Páll er leiddur upp á fjall.
Ekki er séð hver áhrif hefur
upphefðin á sveitamann
þar sem enginn eftir gefur
eyri fyrir náungann.