Dagur - 29.03.1985, Side 16
Munið að panta tímanlega borð í Smiðju
því flestar helgar fullbókast.
Ath. Fyrri tíminn er frá kl. 18.30-21.00
og seinni tími frá kl. 21.00.
Akureyri, föstudagur 29. mars 1985
Flokkur mannsins fékk 12
Það var nokkur spenna á aðal-
fundr Akureyrardeildar KEA
í gærkvöld, en þar voru í fyrsta
skipti í fjöldamörg ár lagðir
fram tveir listar til fulltrúa-
kjörs á aðalfund KEA í vor.
Fóru leikar svo að A-listi
stjórnarinnar hlaut 108 menn
kjörna en B-listi Friðriks Ein-
arssonar 12 menn kjörna. 131
greiddi atkvæði á fundinum,
þannig að 14 atkvæði stóðu á
bak við fulltrúa B-Iistans.
Töluverðar umræður urðu um
þessi framboðsmál á fundinum
og kom m.a. fram að aldrei fyri
hefði flokkspólitískur listi verið
borinn fram, en að B-listanum
stóðu aðilar í Flokki mannsins,
sem höfðu fengið til liðs við sig
fleira fólk.
Valur Arnþórsson, kaupfélags-
stjóri, kvaðst fagna því að ungt
fólk kæmi til starfa í samvinnu-
nreyfingunni. Menn yrðu þó að
vanda sín vinnubrögð og sigla
undir réttu flaggi. KEA og sam-
vinnuhreyfingin ættu illa heima í
þeirri poppsamkomu sem
skemmtanaiðnaður, fjölmiðlar
og pólitík mynduðu. Það væri
slæmt mál ef menn gengju um
borg og bý til að safna stuðnings-
mönnum og notuðu til þess sama
róginn og andstæðingar sam-
vinnumanna, sem væri byggður
á algjörum þekkingarskorti,- HS
Gengið til
Eins og Dagur skýrði frá sl.
miðvikudag voru tilboð þau er
bárust í uppsetningu heita-
vatnsmæla fyrir Hitaveitu Ak-
ureyrar öll mun hærri en
kostnaðaráætlun Hitaveitu
Akureyrar hafði gert ráð fyrir.
A fundi í stjórn hitaveitunnar
Sérferðir
á Piaf?
Komið hefur til tals að Flug-
leiðir gangist fyrir ferðum til
Akureyrar fyrir þá sem hafa
áhuga á að sjá sýningu Leikfé-
lags Akureyrar á Edith Piaf.
Þessar ferðir, ef af þeim
verður, eru þannig hugsaðar að
flogið yrði með Fokker vélum
félagsins og piyndu vélarnar bíða
á flugvellinum þar til eftir sýn-
ingu og leikhúsgestir síðan fljúga
beint suður að sýningu lokinni.
Ekki hefur verið tekin endan-
leg ákvörðun um hvort af þessu
verður, en umræðan um þetta
mál er að sjálfsögðu til komin
vegna þess hversu erfitt er með
hótelrými í bænum. Hefur margt
fólk orðið að hætta við eða fresta
leikhúsferð til Akureyrar vegna
þess í hvaða ástandi hótelmálin
eru. gk-.
Hugmyndir um útgerð raðsmiðabátanna kynntar bæjarráði:
ÚA boðin þátttaka
A bæjarráðsfundi í gær, kynnti
Atvinnumálanefnd Akureyrar
niðurstööur úttektar sem gerð
hefur verið á hugsanlegri út-
gerð raðsmíðabátanna tveggja
sem verið hafa í smíðum í
Slippstöðinni á Akureyri um
alllangt skeið. Kvaddir voru til
sérfróðir ráðgjafar og niður-
staða þeirra er að hægt sé að
gera bátana út á hagkvæman
máta frá Akureyri, fáist þeir á
viðunandi kjörum.
Að sögn Jóns Sigurðarsonar,
formanns atvinnumálanefndar
er gert ráð fyrir því að hægt verði
að gera þessi fjölveiðiskip út á
fleiri en einn máta. Aðspurður
sagði Jón að einn möguleikinn
væri að koma fyrir heilfrystibún-
aði um borð í bátunum.
- Við höfum gert okkur hug-
myndir um það hvað sé eðlilegt
að greiða fyrir þessi skip og við
munum óska eftir viðræðum við
Slippstöðina um kjör og hugsan-
legan afhendingartíma, nú á
næstunni. Við munum einnig
óska eftir viðræðum við Útgerð-
arfélag Akureyringa um það
hvort þeir hafi áhuga á að taka
þátt í hugsanlegri útgerð. Hafi
þeir ekki áhuga er frystimögu-
leikinn enn fyrir hendi, sagði Jón
Sigurðarson.
- Hvað með kvótamálin?
- Við gerum ráð fyrir því að
þessir bátar sem byggðir eru með
fullu samþykki og fyrirgreiðslu
ríkisstjórnarinnar, fái kvóta þeg-
ar sýnt verður fram á hagkvæmni
útgerðarinnar.
- Hvernig er gert ráð fyrir að
hægt verði að fjármagna kaupin
á raðsmíðabátunum?
- Um það er of snemmt að
segja í smáatriðum en Akureyr-
arbær á að geta bjargað þeim
málum ef vilji er fyrir hendi. Það
er a.m.k. ljóst að það er ekkert
vit í að láta þessi skip liggja ónot-
uð í Slippstöðinni, sagði Jón Sig-
nrAíircnn
í fyrrakvöld lagði Wilhelm V.
Steindórsson hitaveitustjóri til að
öllum tilboðunum yrði hafnað,
en leitað yrði samninga við verk-
taka til þess að vinna verkið.
Þessu hafnaði stjórn H.A. á
fundinum, eftir að stjórnin hafði
endurskoðað kostnaðaráætlun
veitunnar, og var samþykkt að
ganga til samninga við Harald
Helgason sem átti lægsta tilboðið
í uppsetningu mælanna.
Kostnaðaráætlun H.A. nam
um 1,7 millj. króna. Tilboð Har-
aldar var tæpar 2,7 milljónir en
hæsta tilboðið sem barst og var
frá hópi 8 fyrirtækja sem í eru
flestir pípulagningamenn bæjar-
ins hljóðaði upp, á 4,8 milljónir
króna. gk-.
Hörður
skilaði
séráliti
Eins og fram hefur komið í
Degi var eigandi Offsetstof-
unnar á Akureyri sýknaður
fyrir héraðsdómi af öllum
ákæruatriðum ákæruvaldsins
fyrir meint brot á iðnlöggjöf.
Vegna þessa hafði Hörður
Svanbergsson sem sat í dómnum
ásamt Sigurði Eiríkssyni og
Gunnari Berg, samband við blað-
ið og vildi láta það koma fram að
hann hefði skilað séráliti þar sem
komið hefði skýrt fram að hann
hefði viljað láta sakfella eiganda
Offsetstofunnar fyrir offsetprent-
un.
- Ég var sammála því að hann
hefði ekki brotið af sér hvað
varðar tvö ákæruatriði, ljós-
myndatækni og filmuvinnu en
varðandi þriðja atriðið, offset-
prentunina, var ég ekki í nokkr-
um vafa um sakhæfni ákærða,
sagði Hörður Svanbergsson, en
þess má geta að hann var eini
dómarinn sem menntaður er í
þessu fagi.
Sérálit Harðar breytir því þó
ekki að eigandi Offsetstofunnar
var sýknaður af öllum ákæruat-
riðum. - ESE
Ekki voru þær uppörv-
andi fréttirnar af veður-
horfum sem við fengum
hjá henni Unni Ólafs-
dóttur á Veðurstofu ís-
lands í morgun.
- Það verður mjög
svipað veður áfram.
Kannski aðeins hægari
vindur en kalt eins langt
fram í tímann og við
sjáum, sagði Unnur.
Ævintýraheimur
Fatnaður á alla fjölskylduna í fjölbreyttara
úrvali en nokkru sinni fyrr.
★ ★ ★
í vefnaðarvörudeild er alltaf eitthvað nýtt að
v gerast á hverjum degi.
★ ★ ★
Póstsendum.
Miðstöð hagstæðra viðskipa.