Dagur - 17.04.1985, Síða 1

Dagur - 17.04.1985, Síða 1
GULLSMIÐiR > SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Litmynda- framköllun AKUREYHI FERMINGAR- GJAFIR í MIKLU ÚRVALI 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 17. apríl 1985 43. tölublað Sigluvíkin biluð í Reykjavík: 80% veiðidaqa fást bættir - Tapið samt talsvert Sigluvík SI 2 liggur nú í höfn í Reykjavík vegna bilunar. í síð- ustu veiðiferð skipsins kom í Ijós að spil virkuðu ekki sem skyldi og var Sigluvík því send til hafnar í Reykjavík þar sem skipið landaði 130 tonnum af blönduðum afla sl. miðviku- dag. Við nánari athugun reyndist bilunin alvarlegri en talið var í fyrstu. í ljós kom að taka þurfti spilin upp, renna öxla upp á nýtt og skipta um legur í gír. Að sögn Ingólfs Arnarsonar, fram- kvæmdastjóra Þormóðs ramma hf. á Siglufirði sem gerir togar- ann út, var Sigluvíkin búin með alla hvíldardaga á yfirstandandi sóknartímabili sem lýkur um næstu mánaðamót. en þau mál verða rædd við ráðu- neytið nú í lok vikunnar. Prátt fyrir þetta er ljóst að tap útgerðarinnar vegna þessarar bil- unar er talsvert en mest munar þó kannski um þau 130 tonn sem togarinn þurfti að landa til vinnslu í Reykjavík. Stálvíkin sem einnig er í eigu Þormóðs ramma hf. landaði á Sigiufirði á þriðjudag í síðustu viku, tæpum 70 tonnum af þorski og 18 tonnum af grálúðu. Togar- arnir hafa hvor um sig leyfi til að veiða um 3.000 tonn af þorski og Ingólfur Arnarson sagði því ljóst að mikil áhersla yrði einnig lögð á að veiða karfa til heilfrystingar á Japansmarkað og í verðmiklar umbúðir á Bandaríkjamarkað. -ESE Að undanförnu hefur verið unnið að því að setja frystibúnað í togarann Stakfell ÞH frá Þórshöfn. Meðfylgjandi mynd tók ESE af togaranum í Hafnarfjarðarhöfn á dögunum. - Skaðinn virðist þó ekki vera eins mikill og talið var í fyrstu því í reglugerð um stjórnun veið- anna er kveðið á um að skip sem sannarlega stöðvast í höfn vegna bilunar í 15 daga eða lengur á veiðitímabilinu, fái 80% þeirra veiðidaga bætta með nýjum. Það er ljóst að viðgerð verður ekki lokið fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag í næstu viku og við höfum því góðar vonir um að fá 12 af þessum 15 veiðidögum bætta, sagði Ingólfur Arnarson Mikil aukning þorskafla! - hjá bátum og togurum fyrstu þrjá mánuði ársins Þorskafli báta og togara frá Norðurlandi var mjög svipaður í mars í ár og á sama tíma í fyrra. Bátaaflinn hefur heldur vaxið ef miðað er við þessi tvö tímabil en togaraaflinn hefur að sama skapi minnkað. Ef miðað er við tímabilið janúar- mars í ár og sama tímabil í fyrra er heildarþorskaflinn tæpum sjö þúsund lestum meiri það sem af er þessu ári. Farfuglar komnir Farfuglarnir hafa þegar boðað vorkomuna. í flugturninum fengum við þær upplýsingar, að þar hefði orðið vart við tjald, sendlinga, rauðhöfða, urtendur, svani, gæsir og stelka, til viðbótar við þann stelk sem hefur haldið sig við flugvöllinn í allan vetur. Einnig höfum við haft spurnir af lóu út við Skipalón, en þar gerir hún hvað fyrst vart við sig á vorin við Eyjafjörð. Einnig hafa glögg- ir menn heyrt í hrossagauk. En hér er um nokkurs konar undanfara að ræða, því farfuglarnir koma ekki í hópum fyrr en um sumardaginn fyrsta. Þessir undanfarar eru því eins óg nokkurs konar njósnarar, en spurningin er hvernig þeir koma boðum til hinna sem á eftir koma. - GS Hrossagaukurinn er kominn. Þorskafli bátanna í mars sl. var samtals 2.105 lestir en 1.803 lestir á sama tíma í fyrra. Annar botn- fiskafli var mjög svipaður á báð- um viðmiðunartímabilum. Tog- araaflinn nú var 4.008 lestir af þorski á móti 4.889 lestum í fyrra. Annar botnfiskafli togara nú er hins vegar ekki nema 606 lestir en var 2.514 lestir í mars í fyrra. Ef litið er á fyrstu þrjá mánuði beggja ára, kemur í ljós að þorskafli bátanna var 2.866 lestir í fyrra en 5.305 lestir í ár. Annar botnfiskafli, þ.e. karfi, grálúða, langa og keila er hins vegar mjög svipaður eða 397 lestir í ár á móti 395 lestum í fyrra. Hjá togurun- um er þetta hlutfall hins vegar mun óhagstæðara eða 3.047 lestir í ár á móti 7.336 í fyrra. Þorskafli togaranna er hins vegar rúmum 4.500 lestum meiri í ár, 14.191 lest á móti 9.642 sem gerir mikið meira en að vega upp á móti minna magni af karfa og öðrum botnfisktegundum. Af einstökum löndunar- höfnum bar Akureyri nokkuð af hvað varðar magn af þorski sem þar barst á land, 1.089 lestir í mars en næst á eftir kom Siglu- fjörður með 846 lestir. Frá ára- mótum hefur einnig mest af þorski borist á land á Akureyri, 3.796 lestir, 2.475 á Dalvík, 2.433 á Siglufirði, 2.327 í Ólafsfirði, 1.459 á Sauðárkróki, 1.124 á Ár- skógsströnd, 1.188 á Húsavík og 1.109 á Skagaströnd. - ESE Fulltrúi húsnæðismálastjórnar ræðir við húsbyggjendur og kaupendur á Akureyri í dag: Viðbótarlán standa til boða „Fulltrúi okkar verður á Akur- eyri í dag, á Dalvík á morgun og í Ólafsfirði á föstudag,“ sagði Guðmundur Gunnars- son, fulltrúi hjá Húsnæðis- málastjórn ríkisins, í samtali við Dag. Fulltrúi húsnæðismálastjórnar er á ferð um landið til viðræðna við þá húsbyggjendur og hús- kaupendur, sem nú eiga í greiðsluerfiðleikum. Að sögn Guðmundar eiga þeir möguleika á 150 þ. kr. láni frá stofnuninni, en auk þess kemur til hugsanleg skuldbreyting banka. Rætt hefur verið um, að þeir sem eiga í van- skilum eigi kost á þessari fyrir- greiðslu. Guðmundur var spurð- ur um hvað átt væri við með „vanskilum" í þessu tilviki. „Hér er átt við fólk sem á í erfiðleikum með að standa skil á greiðslum vegna íbúðarbyggingar eða íbúðarkaupa, en það þarf ekki að vera komið í dúndrandi vanskil,“ svaraði Guðmundur. „Við lítum á greiðslugetuna á móti greiðslubyrðinni og ef greiðslubyrðin er meiri en greiðslugetan þá lítum við þannig á, að fólkið sé í vanskilum. Gott er að viðkomandi sé búinn að fylla út sérstaka umsókn áður en til viðtalsins kemur. Við hlustum á viðhorf umsækjandans, en síð- an eru þær upplýsingar sem fyrir liggja settar í tölvu og athugað hvort hægt er að bjarga þessu fólki með því fjármagni sem við höfum yfir að ráða og með þeirri aðstoð sem bankarnir hafa komið inn með líka.“ - Hvað tekur þetta langan tíma, hvað líður langur tími frá því umsókn er lögð inn þar til umsækjandi getur átt von á láns- fénu? „Eins og ástandið er í dag tekur þetta lágmark einn mánuð, sennilega nær einum og hálfum mánuði. Lánstíminn er 5-10 ár og kjörin eru þau sömu og á húsnæðismálastjórnarlánunum; lánskjaravísitala og 3'/5% vext- ir,“ sagði Guðmundur Gunnars- son. Samkvæmt upplýsingum á skrifstofu byggingafulltrúa Akur- eyrarbæjar, er fullbókað í viðtöl hjá fulltrúa húsnæðismálastjórn- ar í dag. Hins vegar sagði Guð- mundur víst, að bætt yrði við tímum eftir þörfum. Það er sem sé enn tekið á móti viðtalspönt- unum á skrifstofu Akureyrarbæj- ar og sömu sögu er að segja um bæjarskrifstofurnar á Dalvík og í Ólafsfirði.' íbúum sveitahrepp- anna við Eyjafjörð er bent á að snúa sér til þeirrar bæjarskrif- stofu, sem næst er af þeim skrif- stofum sem áður hafa verið nefndar. Umsækjendur um við- bótarlán þurfa að hafa ljósrit af síðustu skattaskýrslu, auk þess sem þeir þurfa að fylla út umsóknareyðublöð, sem liggja frammi á skrifstofunum. -GS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.