Dagur - 17.04.1985, Page 4

Dagur - 17.04.1985, Page 4
4 - DAGUR - 17. apríl 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hægrisveifla og óeining Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur nú verið haldinn án þess að til stórtíðínda drægi. Þessu geysilega stjórnmálaafli tókst ekki að samstilla þannig krafta sína að kjörorð landsfundarins hljómi sannfærandi. Fundurinn var haldinn und- ir slagorðinu: Allir sem einn. Niðurstaða fundar- ins var aukin frjálshyggja, fjölmörgum góðum og gegnum sjálfstæðismönnum til mikillar hrelling- ar. Krataflokkarnir tveir sem sótt hafa með aukn- um þunga í fylgi Sjálfstæðisflokksins fengu þarna sína óskaniðurstöðu. „Spurningin um það, hvort þetta stjórnarsam- starf stendur lengur eða skemur er komin undir því hvort verkin verða látin tala á þeim málefna- grundvelli sem lagður verður með stjórnmála- yfirlýsingum þessa fundar," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í setn- ingaávarpi sínu. Stjórnmálayfirlýsingin var síðan byggð á verkefnaskrá sem 140 ungir sjálfstæðis- menn lögðu fram á fundinum. Þessir sömu ungu menn hafa ekki mikið álit á núverandi forystu flokksins, eins og glöggt kom fram í ræðu Vil- hjálms Egilssonar, hagfræðings VSÍ, sem mælti fyrir tillögum þeirra. Hann sagði meðal annars: „Starf í samstarfsnefnd um skattalækkanir fór út um þúfur vegna áhugaleysis ráðherra Sjálf- stæðisflokksins. Svo virðist sem stór hluti þing- flokksins væri í raun á móti skattalækkunarleið- inni. Hvorki þingmenn né ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins komu með eigin tillögur um leiðir, heldur voru ýmsir þingmenn með sífelldar bá- biljur og mótbárur.“ Þetta er forvitnileg og at- hyglisverð yfirlýsing. Forystumenn launþega héldu því fram á sínum tíma að engin meining hafi verið í yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar, eink- um forsætisráðherra, um skattalækkanir í stað krónutöluhækkana í síðustu kjarasamningum. Þá vita menn hvar hnífurinn stóð í kúnni, en sjálfstæðismaðurinn ungi heldur áfram: „Þessi vinnubrögð hjálpuðu ekki til að ná sam- stöðu um skattalækkunarleiðina og eru kannski eitt besta dæmi um það hvernig sumir ráðherrar flokksins og þingmenn hafa reynt að veikja formann Sjálfstæðisflokksins, með því að þvæl- ast fyrir og spilla fyrir mörgu af því sem hann hefur viljað ná frarn." Þrátt fyrir óeininguna kom Sjálfstæðisflokkur- inn sér saman um frjálshyggjustefnuskrá. Flokk- urinn er að færast sífellt lengra út á hægri kant- inn og ætti það að geta skýrt nokkuð línurnar í íslenskum stjórnmálum. Það er svo annað mál hvort Sjálfstæðisflokkurinn tryggir sér sama fjöldagið áfram með þessari hægrisveiflu. Eiríkur St. Eiríksson: Þruma úr heið- skím lofti “ Vegna kjörs „íþróttamanns Ak- ureyrar 1984“ langar mig til að beina nokkrum spurningufn til þeirra sem stóðu að þessu kjöri og þá sérstaklega þeirra þriggja nefndarmanna sem almannaróm- ur segir að hafi tekið sig saman um að kjósa Halldór Áskelsson, knattspyrnumann úr Þór í fyrsta sætið. Ég vil í upphafi taka fram að ég tel Halldór Áskelsson, knatt- spyrnumann alls góðs maklegan. Hann hefur staðið undir nafni sem efnilegasti knattspyrnumað- ur bæjarins og hans bíður vafa- laust glæst framtíð á knattspyrnu- vellinum. Málið er hins vegar það að tími Halldórs Áskelssonar er ekki kominn og það kemur því eins og „þruma úr heiðskíru lofti“ fyrir fleiri en hann að ein- mitt hann skuli hafa hlotið þetta sæmdarheiti nú. í þessu sambandi má einnig benda á að Erlingur Kristjáns- son, knattspyrnumaður úr KA sem stendur landsliðinu nær en Halldór, var kjörinn knatt- spyrnumaður Akureyrar fyrir 1984 og hafi átt að kjósa knatt- spyrnumann, því var Érlingur þá ekki kjörinn? Ekki má heldur gleymast að Erlingur er afbragðs handknattleiksmaður sem hefur átt stóran þátt í velgengni KA í vetur. Mönnum er enn í fersku minni hvernig íþróttafréttamenn fjöl- miðlanna fyrir sunnan fóru með Bjarna Friðriksson, júdómann og bronsverðlaunahafa í kjörinu um íþróttamann ársins. Knatt- spyrnumaöurinn Ásgeir Sigur- vinsson var kjörinn en „litla“ íþróttagreinin júdó gleymdist. Menn héldu að ámóta óréttlæti gæti ekki endurtekið sig en því miður þá virðist það hafa gerst í kjörinu um „íþróttamann Akur- eyrar“ fyrir árið 1984. Kári Élíson, kraftlyftingamað- ur frá Akureyri varð í öðru sæti í kjörinu, fjórum stigum á eftir Halldóri. Nefndarmönnum til fróðleiks skal þess getið að Kári varði á árinu 1984 Norðurlanda- meistaratitil sinn í 67,5 kg flokki. hann hlaut silfurverðlaun á Evrópumóti og varð í fjórða sæti á heimsmeistaramóti. Kári varð stigahæsti einstaklingur íslands- meistaramótsins í kraftlyftingum á árinu og hann átti stóran þátt í sigri Akureyrarsveitarinnar í stigakeppni mótsins eins og reyndar í sigri Akureyringa á fé- lagsliðamótinu skömmu áður. Kári setti fjölmörg íslandsmet á árinu og sæg Akureyrarmeta og það sem kannski var mest um vert, hann sló met Guðmundar Gíslasonar, sundkappa í settum íslandsmetum. íslandsmet Kára nálgast nú annað hundraðið. Því er enn við að bæta að Kári varð Akureyrarmeistari í skák á því herrans ári 1984. Þetta er langur afrekalisti og hefði allt verið með felldu hefði aðeins brot af þessu átt að duga til titilsins „íþrótta- maður Akureyrar 1984“. Ekki rekur mig minni til að hafa séð neinn nefndarmanna á kraftlyftingamótum síðasta árs en það er engin afsökun. Afrek Kára eru á allra vitorði. Nú langar mig til að spyrja. Hvaða afrek vann Halldór Áskelsson sem taka afrekum Kára Elísonar fram (nú eða af- rekum Nönnu Leifsdóttur, skíða- konu)? Er það rétt sem heyrst hefur að þrír nefndarmanna sem allir eru í Þór, hafi tekið sig sam- an um að kjósa Halldór í fyrsta sætið til þess að bæta félaginu það upp að KA-maður var kjörinn knattspyrnumaður ársins? Hvernig stóðu nefndarmenn ann- ars að kjörinu? Hefði Kári þurft að vinna heimsmeistaratitil eða Evrópumeistaratitil til að hljóta „sæmdarheitið" „íþróttamaður Akureyrar“? Nú verð ég sennilega ekki tal- inn hlutlaus aðili í þessu máli, þar sem ég bæði æfi kraftlyftingar og þekki Kára Elíson persónulega. Hins vegar er ég hvorki það vit- laus né blindaður af félagaríg að ég sjái ekki hvers konar óréttlæti hér hefur verið framið. Það er nauðsynlegt fyrir íþróttabanda- lag Akureyrar að þvo þennan smánarblett af sér og búa þannig um hnútana að kjör „íþrótta- manns Akureyrar" verði ekki skrípaleikur eða „pólitísk“ hrossakaup fótboltafélaganna í bænum. Það er lágmarkskrafa að fengnir verði vandaðir menn til að sjá um þetta kjör þannig að mark verði á takandi. Með íþróttakveðju. Eiríkur St. Eiríksson. Eþíópíumennirnir skoða einn af togurum ÚA Mynd: KGA Eþíópíumenn áhuga- samir um samstarf - Það er einkum á þrenns konar vettvangi sem Eþíópíu- menn vilja eiga við okkur samstarf. A sviði orkumála og vatnsöflunar, á flskveiðasvið- inu og í sambandi við ýmiss konariðnað,sagði Jón Sigurð- arson, bæjarfulltrúi og for- maður Atvinnumálanefndar Akureyrar er hann var spurður um heimsókn fjögurra fulltrúa Eþíópíustjórnar til Akureyrar. Eþíópíumennirnir, m.a. einn ráðherra og yfirmaður vatnsöfl- unarnefndar landsins, hafa dval- ist hér á landi að undanförnu í boði Hjálparstofnunar Rauða krossins og þjóðkirkjunnar og kynnt sér það sem Islendingar hafa upp á að bjóða. Það voru svo bæjarstjórn Akureyrar og Iðnaðardeild Sambandsins sem sáu um að bjóða þeim til Akur- eýrar en hér skoðuðu Eþíópíu- mennirnir m.a. Sambandsverk- smiðjurnar, Útgerðarfélagið, Slippstöðina og Hitaveitu Akur- eyrar. - ESE

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.