Dagur - 17.04.1985, Blaðsíða 9
17. apríl 1985 - DAGUR - 9
Víkingur Traustason.
Kraftlyftingar:
Kötturinn og
Bangsinn á EM
Skíðamót
Slipp-
stöðvar-
manna
Hið árlega skíðamót Slipp-
stöðvarínnar hf. var haldið í
Hlíðarfjalli nú um páskana í
níunda sinn. Fór svigkeppnin
fram á föstudaginn langa en
gangan á taugardag. Fyrsta
mótið var haldið 1977 og þá
keppt í ofurlítið óþokkalega
Iagðri svigbraut, sem menn
miklast nú af að hafa sloppið
heilir í gegnum.
Síðan þá hefur bæst við keppni
í göngu, niðjakeppni í göngu og
svigi og keppni í svigi kvenna.
Vegleg verðlaun eru veitt í
öllum þessum fimm flokkum.
Umfang mótsins er orðið tölu-
vert mikið, sem sést best á því að
þátttakendur nú voru fimmtíu og
tveir talsins.
Skíðaráð Slippstöðvarinnar hf.
(S.R.S.) þakkar starfsmönnum
Skíðastaða fyrir ómetanlega
hjálp við mótshaldið.
Úrstit:
Svig karla:
1. Pórhallur Bjarnason 65,59
2. Haukur Jóhannsson 69,81
3. Guðmundur Svansson 71,21
Svig niðja 15 ára og yngri:
1. Laufey Árnadóttir 68,65
2. Linda Björk Pálsdóttir 72,36
3. Sísý Malmquist 73,90
Svig kvenna:
1. Svanhildur Guðm.d. 53,25
2. Elín Guðmundsdóttir 55,37
3. Pórey Aðalsteinsdóttir 60,27
5 km ganga karia: Min.
1. Árni Freyr Antonsson 20,17
2. Jóhannes Kárason 21,30
3. Baldvin Stefánsson 22,47
2,5 km ganga niðja 15 ára
og yngri: Mín.
1. Kári Jóhannesson 13,08
2. Svavar Þ. Guðmunds. 13,16
3. Bolli P. Sigurðsson 16,37
Kraftlyftingamennirnir kunnu,
Kári Etíson og Víkingur
„Heimskautabangsi“ Trausta-
son frá Akureyri, verða báðir
í eldíinunni á Evrópumeistara-
mótinu í kraftlyftingum sem
haldið verður í Den Haag í
Hollandi 10.-12. maí næst-
komandi. Kári á silfur að verja
í 67,5 kg flokknum en Víking-
ur tekur nú þátt í Evrópu-
meistaramóti eftir nokkurt hlé.
Báðir eru þeir Kári sem hefur
viðurnefnið „Kötturinn" og Vík-
ingur í mjög góðu formi um þess-
ar mundir. Kári náði 685 kg í
samanlögðu í 75 kg flokki á síð-
asta íslandsmóti og Víkingur lyfti
þriðju mestu þyngd sem íslend-
ingur hefur lyft, 860 kg. Á þessu
Evrópumóti keppir Kári í 67,5 kg
flokki og það er því viðbúið að
„léttingin“ muni kosta hann
nokkur kíló. Víkingur keppir
hins vegar í 125 kg fl. og ætti því
að koma mjög sterkur til leiks
eins og á íslandsmótinu.
Að sögn Kára Elísonar eru
möguleikar hans á að komast á
verðlaunapall mjög góðir og með
smá heppni er langþráður
Evrópumeistaratitill í sjónmáli.
Víkingur á hins vegar undir högg
að sækja en 850 kg gáfu þriðja
sætið í 125 kg fl. í fyrra þannig að
möguleikar á bronsi ættu að vera
fyrir hendi. Þess má geta að Kári
varð fjórði og Víkingur áttundi á
síðasta heimsmeistaramóti.
- ESE
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2
Hjalti með 8 rétta
Hjalti Gunnþórsson náði bcstum árangri spámanna okkar í síðustu viku. Hann
var með 8 lciki rétta, Guðmundur Frímannsson 6, Hinrik Þórhallsson 5 og Sig-
urður Pálsson með 4 rétta.
Eftir 2 umferðir hefur Guðmundur Frímannsson forustu með 12 rétta, Hjalti
er með 11, Sigurður 9 og Hinrik 7. Við skellum okkur í næstu umferð og það er
ekki annað fyrirsjáanlegt en hörkukeppni spekinganna fjögurra.
Dagur39
Víkurfr. 34
Dagsmenn juku forskot
sitt í keppninni gegn
Víkurfréttum í Keflavík.
Spámenn Dags voru
með samtals 23 rétta á
móti 21 hjá Víkurfrétt-
um og staðan er því
þannig að Dagur er með
39. Víkurfréttir 34.
Arsenal-Sheff.Wed
Coventry-WBA
Ipswich-Liverpool
Leicester-N.Forest
Newcastle-Southampton
West Ham-Luton
Barnsley-Birmjngham
Cardiff-Huddersf.
Charlton-Blackburn
Leeds-Oxford
Portsmouth-M.City
Wolves-Fulham
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2
Sigurhátíð
hjá Þórsumm
„Ég held að það sé einsdæmi
að annað félagið vinni alla Ak-
ureyrarmeistaratitlana í yngrí
flokkunum,“ sagði Páll Stef-
ánsson formaður handknatt-
leiksdeildar Þórs, en félagið
hefur staðið sig vel með yngrí
flokka sína í vetur.
Þórsarar héldu „sigurhátíð"
fyrir yngri flokkana á dögunum
og afhentu þá viðurkenningar til
allra flokkanna og einnig til
markakónga. Annars urðu úrslit-
in í yngri flokkum Akureyrar-
mótsins í handknattleik þessi:
6. flokkur a: Þór-KA: 8:7 og 5:5;
6. flokkurb: Þór-KA:14:5 og 3:9;
6. flokkur c: Þór-KA: 3:8 og 3:7.
í síðasttalda leiknum mætti
KA með b-lið og tapaði þar með
titlinum.
5. flokkur a: Þór-KA: 12:2 og
15:3; 5. flokkur b: Þór-KA: 11:3
og 4:6; 5. flokkur c: Þór-KA:
12:3 og 4:6; 4. flokkur a: Þór-
KA: 10:8 og 13:11; 4. flokkur b:
Þór-KA: 9:5 og 12:7; 3. flokkur
a: Þór-KA: 15:11 og 12:8.
Markakóngar Þórs í vetur
urðu: Guðmundur Benediktsson
í 6. fl. a, Arnar Sigurðsson í 6-b,
Jóhann Bessason í 6-c, Rúnar
Sigtryggsson í 5-a, Haukur Ragn-
arsson í 5-b, Guðlau^ur Hall-
dórsson í 5-c, Árni Þ. Árnason í
4-a, Þórir Áskelsson í 4-b, Sig-
urpáll Á. Aðalsteinsson í 3.
flokki, Steinunn Geirsdóttir í 3.
fl. kvenna, Inga Huld Pálsdóttir
í m.fl. kvenna og Sigurður Páls-
son í m.fl. karla.
Lands-
leikur
í Höll-
inni
Nú hefur verið ákveðið að
landsleikur í körfubolta á milli
Islands og Luxemborgar fari
fram í íþróttahöllinni á Akur-
eyri og verður leikurinn sunnu-
daginn 28. aprfl.
Þetta verður fyrsti landsleikur-
inn í körfuknattleik sem fram fer
á Akureyri og ættu áhorfendur
að sjá nokkuð jafna viðureign,
því þessar þjóðir hafa jafnan spil-
að hörkuleiki og gengið á ýmsu.
Við munum segja nánar frá
leiknum síðar.
Akureyrarmót í stórsvigi:
Ingólfur og
Guðrún J. unnu
Þórsarar urðu sigursælir á Ak-
ureyrarmótinu í stórsvigi sem
haldið var í Hlíðarfjalli um
helgina, en keppt var í karla-,
kvenna- og unglingaflokkum.
Ingólfur Gíslason Þór sigraði í
karlaflokki á 106,60 sek., annar
varð Björn Víkingsson Þór á
107,04 sek. og þriðji Þór Ómar
Jónsson Þór á 110,04 sek.
í kvennaflokki sigraði Guðrún
J. Magnúsdóttir Þór sem sama og
ekkert hefur æft í vetur vegna
meiðsla. Hún var á 114,60 sek.
Önnur varð Signe Viðarsdóttir
KA á 116,37 sek. og þriðja
Hermína Gunnþórsdóttir KA á
122,8 sek. Þess má geta að
Guðrún H. Kristjánsdóttir og
Tinna Traustadóttir eru erlendis
og kepptu ekki.
í flokki pilta 15-16 ára sigraði
Brynjar Bragason KA á 107,82
sek. Björn B. Gíslason KA varð
annar á 108,28 sek. og Valdimar
Valdimarsson KA þriðji á 108,37
sek. í flokki stúlkna 15-16 ára
sigraði Gréta Björnsdóttir Þór á
114,40 sek., önnur varð Kristín
Jóhannsdóttir Þór á 115,91 sek.
og þriðja Helga Sigurjónsdóttir
Þór á 1Í7.72 sek.
Heimsmet í
Úlafsfirði
Unglingar í Ólafsfirði settu
heimsmet um helgina, en þá
spörkuðu þeir bolta á undan
sér á flugveliinum í 42 kiukku-
stundir.
Hver unglingur sá um boltann
í hálftíma í senn og voru þeir að
frá því á föstudag og fram að há-
degi á sunnudag, og létu vont
veður ekkert á sig fá. Tilgangur-
inn með þessu var að safna fé
sem nota á til knattspyrnuferða-
laga í sumar.
Þór: KA í kvöld
Síðari leikur Þórs og KA í
m.fl. karla í Akureyrarmótinu
í handknattleik verður háður í
íþróttahöllinni í kvöld og hefst
kl. 20.
í fyrri leik liðanna sigraði KA
með eins marks mun eftir mjög
jafna viðureign og ef að líkum
lætur verður ekkert gefið eftir í
kvöld. Heyrst hefur að Helgi
Ragnarsson þjálfari KA sem hef-
ur æft í laumi í allan vetur ætli að
leika með KA og Guðjón Magn-
ússon þjálfari Þórs mun víst hafa
á prjónunum einhver leynivopn
sem hann leiðir inn á gólfið í
kvöld.