Dagur - 19.04.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 19.04.1985, Blaðsíða 3
19. apríl 1985- DAGUR-3 Er hryssan mín Ætt eða ekki Það fer sjaldnast framhjá mér, þegar konur verða óléttar, eða barnshaf- andi, eins og það heitir víst á fínu máli. Þær verða svo dásamlega „blómlegar" blessaðar, ekki síst fyrstu dagana og vikumar eftir frjóvgunina. Þá „dragast" þær saman á einum staðnum og tútna út á öðrum; það eru dauðir menn sem taka ekki eftir slíkum breytingum. Síðan taka þær að þykkna undir belti og það sjá jafnvel menn, sem eru dauðir úr öllum æðum. Þessu er hins vegar öðruvísi varið með hryssuna mína blessaða. Hún heitir Búbót. Já, ég veit þið hlægið, en ég fékk hana á sínum tíma í bætur fyrir fola, sem ég keypti vestan úr Húnaþingi. Hins vegar kom í ljós, að á þann grip hafði gleymst að setja þau tól sem þarf til að fylja hryssur. Þessi tæki nýtast líka til annarra hluta, t.d. til aftöppunar úrgangsefna frá viðkomandi skepnum. En þessi tól vantaði sem sé á blessaðan folann minn, nokkuð sem ég hélt að Hún- vetningar vildu ekki láta vanta! En ég fékk hryssuna sem búbót fyrir þennan hnykk. Þess vegna gaf ég henni nafnið Búbót. Svo gerðist það í fyrrasumar, að ég hafði af því spurnir, að Sörli, sá eini sanni frá Sveini karlinum Guð- mundssyni á Sauðárkróki, væri til þjónustu reiðubúinn fyrir eyfirskar merar og hefði aðsetur hjá Sigurði vini mínum Snæbjörnssyni á Hösk- uldsstöðum. Þar sem mér þykir nú frekar vænt um Búbót mína vil ég henni ekki annað en gott. Og mér datt í hug að hún hefði einhverjar svona, æ, þið vitið, girndir til Sörla, þessa fræga „Kasanova" meðal ís- lenskra hesta. Þess vegna skokkaði ég með Búbót í bandi, rétt eins og bóndinn sem teymdi Búbót sína til tuddans forðum. Sigurður er alltaf sama ljúfmennið, þannig að hann leyfði mér að lauma Búbót inn í hólf- ið hjá Sörla. Þar lifði hún svo, að því er ég hélt við lostafulla leiki, í heilan mánuð. Óneitanlega varð mér hugs- að til þess, þegar ég tók tauminn út úr henni Búbót minni, hvernig svona kynbætur kæmu út hjá okkur mönnunum. Þá yrði ég náttúrlega hafður í girðingu og síðan yrðu leidd- ar til mín . . .! Nei, sleppum þessu. Þarna var Búbót mín sem sé kom- in til Sörla, en nú er bara spurningin; tókst honum að gera hana „ólétta“? Er Búbót mín með fyli? Með spotta ognagb Ég hef ekki sömu tilfinningar til „óléttu“ hryssunnar minnar, eins og „óléttu“ kvenna. Nú ætti hryssan að vera komin eina 9 mánuði á leið, en það sér ekkert á henni enn. Nú þurfti ég að borga Skagfirðingnum stóra fjárhæð fyrir gamanið með Sörla og væri því helvíti hart ef drátturinn er ónýtur. Þar að auki hef ég þörf fyrir að nota hryssuna til útreiða, en kann tæpast við það, ef hún er fyljuð. Mér er nefnilega í fersku minni meðgöngusaga annarrar merar sem ég átti. Mér þótti hún óeðlilega kviðmikil þegar líða tók á vor. Kall- aði ég til alla þá sérfræðinga sem ég þekkti, en dómur þeirra flestra var á einn veg; hún er bara svona feit hjá þér merin, en einn sagði þetta eðli- legt „mörfair, hvað sem það nú er. Þess vegna lét ég járna merina og vippaði mér síðan léttilega á bak. En hún henti mér jafn léttilega af baki aftur og sá til þess að ég lenti á and- litinu í skíthaugnum. Þegar ég hafði hrækt út úr mér mesta óþverranum dró ég undan merinni aftur og sleppti henni í haga. Hálfum mánuði síðar hafði hún fætt fallegt folald! Tvítugur klárinn fyljullur Eins og önnur ævintýri, þá hefst sag- an með þessum orðum: Það var einu sinni maður, sem átti konu, börn og nokkra hesta. Síðan heldur sagan áfram. Maðurinn ónefndi hafði grun um að ein meri hans væri fylfull, en var samt ekki viss. Hann gekk þá á fund æðsta hrossaprestsins á staðnum. Hann sagði einfalt að finna það út, hvort hryssur væru fylfullar. „Taktu þér bara í hönd grannan spotta og tveggja tommu nagla. Hann má ekki vera galvaniseraður. Síðan bindur þú naglann í spottann og lætur hann síðan hanga yfir baki hryssunnar. Fari naglinn að snúast er hún fyljuð, en hangi hann kjur er merarhelvítið geld.“ Með þetta ráð í farteskinu hélt maðurinn glaður heim á leið. Síðan fór hann í hesthús sitt og prófaði naglaaðferðina. Hann prófaði hana á öllum sínum merum, en hvergi hreyfðist naglinn. Þá kallaði hann til æðsta prestinn og í sameiningu próf- uðu þeir naglaaðferðina aftur á öllum merunum, en hvergi hreyfðist naglinn. Loks klifruðu þeir upp á grindverkið hjá Gösla gamla, tví- tugum klár. Þá loksins fór naglinn á fulla ferð og um leið gall í manninum ónefnda. - Nei, sko, þetta er bara al- veg eins og hjá Gunnu minni. Kom þá í Ijós, að maðurinn hafði reynt naglaaðferðina á konunni sinni, sem sannanlega var komin átta mánuði á leið. Niðurstaðan var sem sé sú, að frúin og Gösli gamli væru bæði „ólétt“, samkvæmt naglakenning- unni! Ég veit um einn vin minn, sem hafði meri sína í strangri þjálfun í heilan vetur. Merin var alltaf frekar drýldin, en allir tilkallaðir sér- fræðingar töldu af og frá að nokkuð væri að henni, hvað þá að hún væri fylfull. Vinur minn hélt því þjálfun- inni áfram, en oft fékk hún að finna fyrir keyrinu vegna þess sem vinur minn hélt að væri ekki annað en „helvítis, bölvuð leti“. Stundum var hún svo stöð, að halda mátti að hún væri jarðtengd. Svona gekk þeta með barsmíðum og látum fram á vorið, allt þar til vinur minn mætti folaldi þegar hann opnaði hesthúsið einn daginn! Merin hafði sem sé kastað afkvæmi sínu í flórinn um nóttina. En ég vil helst ekki lenda í slíku. Þá var það sem mér var sögð sagan af manninum með spotta og nagla. Ætá ég að prófa? Oft var búið að segja mér frá nagla- kenningunni, en flestir hentu gaman að, sögðu gjarnan söguna af Gunnu og Gösla og hlógu dátt. Þess vegna þorði ég ekki fyrir mitt litla líf að láta sjást til mín með nagla og spotta úti í hesthúsi. En svo kom einn kunningi í heimsókn til mín á dögunum. Hann sagðist hafa prófað þessa aðferð á hryssu sem á að vera fylfull, sam- kvæmt greiddum folatolli, en lítur ekki út fyrir að vera það. Hann sagði að naglinn hefði farið á bullandi ferð yfir þessari hryssu, en ekki hreyft sig yfir öðrum hrossum í húsinu. Þar sem ég þekki þennan nágranna minn að sannsögli og heiðarleika, þá lædd- ist ég með spotta og nagla út í hesthús. Og viti menn, naglinn hring- snerist yfir bakinu á henni Búbót minni, en hékk alveg steindauður yfir þeim jarpa, sem kominn er um fermingu. Þess vegna hef ég aftur öðlast þá trú, að drátturinn hjá Sörla hafi ekki svikið. En auðvitað hlæja spekingarnir að vitleysunni í mér. - Þessu trúi ég nú aldrei, ég legg flösku undir, sagði einn. Það er verst, að ég er búinn að gleyma hver það var. Frímann starfs- félagi minn Frímannsson gerir líka grín að mér. Það eru margir dagar síðan ég sagði honum þessa sögu, en hann hlær enn. Hann veðjaði líka við mig. Ef Búbót er fylfull á ég náttúr- lega afkvæmið, en ef hún er nú ekki fylfull og naglaaðferðin þar með ómerk, þá má Frímann eiga folald- ið . . .!! Samkvæmt öllu eðlilegu á Búbót að kasta í júlí. Föstudagur - Sólarsalur: Opnað kl. 20.00. Vandaður matur á vægu verði. Hljómsveit Ingimars skemmtir ásamt diskóteki til kl. 03.00. Laugardagur - Sólarsalur: Opnað kl. 18.00. Matseðill: Austurlensk sjávarréttasúpa. Grillsteikt lambalærisbuff, marinerað í koníaki. *** ís m/heitri súkkulaðisósu. Verð kr 785,- Föstudagur - Mánasalur: Opnað kl. 18.00. Leikhúsmatseðill ásamt fjölda annarra glæsilegra rétta. Laugardagskvöld. Uppselt. Opið alla daga, öll kvöld. „Hár og fegurð“ Hárgreiðslusýning kl. 21.30 (stundvíslega). Meðlimir í klúbbnum á Akureyri sýna sumarlínuna í hártískunni. Kynnir: Torfi Geirmundsson hársnyrtir. Kjallarinn: Opinn í hádeginu og á kvöldin alla daga. Réttur dagsins ásamt fjölda annarra rétta á vægu verði. Fimmtudagur - Jazzkvöld: Félagarnir: Kiddi, Grímur, Árni og Biggi Karls leika á létta strengi. Uppákomur um helgina. Verið velkomin á hlýlegan og góðan stað. SýMimt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.