Dagur - 19.04.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 19. apríl 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 28 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN:
EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Gjaldskrárbreyting
hjá hilaváíimm
Nú standa fyrir dyrum
breytingar á mælakerfi
Hitaveitu Akureyrar. Horfið
verður frá hemlakerfi því
sem sett var upp í byrjun,
en í stað þess tekið upp
blandað kerfi með rúm-
metramælum og hemlum.
Rökin fyrir þessari breyt-
ingu eru meðal annars þau
að hemlarnir hafi reynst
ósanngjörn mæliaðferð og
þar sem hitunarkostnaður
hjá Hitaveitu Akureyrar er
mjög dýr og tekjur veitunn-
ar þurfa að aukast nokkuð
enn, verði að gefa neytend-
um kost á að ráða því meira
en nú er hversu mikið þeir
greiða fyrir upphitun húsa
sinna. Með mælakerfi ráðist
hitunarkostnaðurinn meira
af raunverulegri notkun en
nú er.
Þegar litið er til þess að
Hitaveita Akureyrar þarf að
fá meiri tekjur til að ná
endum saman, hlýtur það
að gefa auga leið að neyt-
endur verða að borga
brúsann. Hins vegar hafa
gengið þvílíkar tröllasögur
um það hversu hitunar-
kostnaður komi til með að
hækka mikið, að forsvars-
menn Hitaveitu Akureyrar
verða að upplýsa fólk um
það rétta í málinu. Miðað
við núverandi gjaldskrá er
gert ráð fyrir að veitan þurfi
11 % tekjuaukningu, svo
rekstur hennar standi undir
sér en nýlega hækkaði
gjaldskráin um 25%. Þess
utan hækkar svo gjaldskrá
samkvæmt byggingavísi-
tölu. Samkvæmt áætlunum
er þetta sú hækkun sem
neytendur þurfa að taka á
sig. Það er svo á hinn bóg-
inn jafn ljóst, að þessi
hækkun kemur til með að
dreifast með mjög mis-
jöfnum þunga á neytendur
og fer það eftir ýmsu.
Mikið hefur verið um það
á Akureyri að húseigendur
hafi tekið of lítinn skammt
af heitu vatni og þá jafn-
framt búið við það óhag-
ræði að ekki hafi verið nægi-
lega heitt í húsum þeirra
yfir köldustu mánuði
ársins. Eins og nýja gjald-
skrárkerfið verður upp
byggt mega þessir aðilar
búast við hækkun á hitun-
arkostnaði sínum, sem get-
ur orðið mjög mismunandi
eftir aðstæðum. Hinir sem
hafa verið svo rausnarlegir
við sjálfa sig að hafa nægi-
legan hita í húsunum þurfa
ekki að búast við hækkun-
um, en þeir eru í minni-
hluta.
Því er af sumum haldið
fram að Hitaveita Akureyr-
ar sé með þessari breytingu
úr hemlakerfi í rúmmetra-
mælingu að dulbúa gjald-
skrárhækkun, koma henni
til leiðar án þess að neyt-
endur verði hennar beinlín-
is varir, þar sem kerfis-
breytingin gerir saman-
jöfnuð erfiðari. í þessu
sambandi er rétt að minna
á að það eru Akureyringar
sjálfir sem eiga þessa hita-
veitu. Hag þeirra er best
borgið með því að fjárhagur
veitunnar komist á réttan
kjöl og jafnframt með því að
ekki verði gengið of nærri
orkuöflunarsvæðunum. Jafn-
framt ætti það að geta sam-
ræmst sanngirnissjónar-
miðum að hver og einn
neytandi greiði í samræmi
við raunverulega notkun á
heitu vatni.
Voriö sem allir þrá kvað víst vera
„mætt á svæðið“, eins og gjarnan er
sagt í auglýsingum skemmtistað-
anna, og það þrátt fyrir tíma-
skekkjur á borð við norðanáttina
sem gerði upp úr páskum, eða
landsfund Sjálfstæðisflokksins þar
sem Porsteinn hinn stóllausi var
víst að peppa upp liðið við undir-
leik Gunnars Pórðarsonar og fé-
laga, eða getur verið að hann hafi
bara verið að undirbúa Bláa brott-
för með haustinu? Hver veit?
Farfuglar
Já, vorið er komið, á því leikur víst eng-
inn vafi, jafnvel þótt grundirnar séu
ekki enn farnar að gróa, og þó að lömb-
in sem síðar munu leika sér um lautir og
börð áður en þau verða að kjötfjöllum,
séu almennt ekki fædd. Órækt merki
vorkomunnar eru farfuglarnir sem ár-
visst yfirgefa suðræn sólarlönd og halda
hingað á norðurhjara til að annast í
nokkra mánuði um börn sín og bú í
nóttlausri voraldar veröldinni okkar
hérna norður frá. Mikið eiga þeir ann-
ars gott farfugiarnir að geta flækst svona
land úr landi án þess að þurfa að standa
í því að hafa áhyggjur af mannlegri vit-
leysu á borð við vegabréfsáritanir eða
farseðla, og mættu þeir mæla hefðu þeir
áreiðanlega frá mörgu að segja, þó vís-
ast yrðu þeir líflátnir sem njósnarar fyr-
ir bragðið.
En á sama tíma og hinir vængjuðu
farfuglar birtast hér norður frá öllum
vetrarþreyttum til yndisauka, eru aðrir
farfuglar, að þessu sinni óvængjaðir,
sem óðast að tygja sig í árvissa suður-
göngu. Pað eru þau Bíbí og Jón með
allan krakkaskarann sem eru að búa sig
undir að flytja heimilishald sitt á suð-
lægari breiddargráður um nokkurra
vikna skeið. Og ferðaskrifstofurnar sjá
til þess að þeim standi sem flestir mögu-
leikar til boða, bæði sól og regn, barna-
leikir og barstemmning.
Bláar
brottfarir
Flöskumiðar
Það er svo sannarlega gaman að skoða
hin litríku boð ferðaskrifstofanna til
handa þeim hluta þjóðarinnar sem pen-
inga á. Ekki amalegt að sofna út frá lit-
prentuðum bæklingum, og láta sig
dreyma um að maður sé að hjóla með
fjölskyldunni í þrjátíu til fjörutíu stiga
hita, svitinn fossandi niður eftir bakinu
líkt og jökulá í júníbyrjun og fyrir hug-
slcotssjónum svífur stór og mikil krús,
full af ísköldum og freyðandi, stór-
hættulegum vökva, gulbrúnum að lit.
Eina skemmtilegustu ferðaskrifstofu-
auglýsingu þessa vors gat að líta í
Mogganum á skírdag, og víðar mun hún
einnig hafa birst. Par eru auglýstar ferð-
ir í einhverja „fjölskylduparadís“ á
Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Með
hugtakinu „fjölskylduparadís“ er þarna
suður frá átt við svæði, undirlögð af
fasteignabröskurum, gjarnan þar sem
fyrrum voru falleg og friðsæl þorp, með
skemmtilegu mannlífi. Með tilkomu
braskaranna hafa þarna sprottið upp
skógar forljótra biokkaferlíkja, nátt-
úruverndarmönnum til sárra leiðinda.
Líklegt er þó að þessir staðir, a.m.k.
hinir nýrri séu eitthvað manneskjulegri
heldur en var fyrir rúmum áratug þegar
ég var á þessum slóðum.
Ekki er nú ailt búið enn. Gamanið er
rétt að byrja. Pegar dvölinni í fjöl-
skylduparadísinni er lokið skal haldið
sem leið liggur í austurátt, líklega um
Nimes, Arles og Aix áleiðis til sjálfrar
Rívíerunnar. Sá böggull fylgir þó
skammrifi að Rívíeran er alls ekki þar
sem kortið sem með auglýsingunni fylg-
ir segir til um. Hún hefst nákvæmlega
við línuna sem skilur að Frakkland og
Ítalíu um það bil þrjátíu og fimm kíló-
metra fyrir austan Nice. Frakklands-
megin við línuna er aldrei talað um Rív-
íeruna, nema ef vera skyldi í ferðahand-
bókum Politikenforlagsins. Frakklands-
megin er talað um Blámaströndina,
Cote D’Azur, þannig að ef þið viljið
halda áfram til hinnar eiginlegu Rívíeru
þurfið þið að aka smáspöl enn, en það
er ómaksins vert því leiðin er ægifögur.
Það má til fyrirmyndar teljast að
í auglýsingu þeirri sem hér um ræð-
ir skuli vera boðið upp á kennslu í
því sem telja verður lífsnauðsynlegt
fyrir íslenskan ferðalang í útland-
inu að kunna, að lesa á matseðla og
ekki hvað síst flöskumiða. Rétti-
lega er á það bent í auglýsingunni,
að fólk á þessum slóðum sem að
ferðaþjónustu starfar, kunni ensku,
enda er þarna mikið um ríkt enskt
eftirlaunafólk, einkum á veturna.
Er því viðbúið að sá sem notar
enskuna til dæmis á veitingastað sé
látinn greiða hærra verð fyrir sams
konar þjónustu en Frakkinn á
næsta borði, og því fyrrnefnt nám-
skeiðshaid hið þarfasta verk, þó
hinu sé ekki að leyna, að hin göfuga
list flöskumiðalesturs og matseðla-
gluggs verði trauðla lærð á stuttu
námskeiði. En sjálfsagt er hægt að
kenna íslenska meðaljóninum hið
allra nauðsynlegasta á því, eins og
til dæmis það að í Frakklandi er
styrkur flöskuinnihalds mældur í
gráðum í stað prósentna hér (ef til
vill hið eina sem máli skiptir fyrir
téðan meðaljón), og að stórt F fyrir
aftan verð á matseðli táknar
franka, ekki fimmeyringa. Því mið-
ur var ekki tilgreint í auglýsingunni
hvort kennslan færi fram við „nátt-
úrlegar" aðstæður. Pað verður þó
að teljast harla ólíklegt sökum
kostnaðar. Hins vegar verður
kennslan að teljast dálítið ómark-
viss nema þær séu skapaðar.
Menningarauki
Sú var tíðin að utanfarir þóttu hinn
mesti menningarauki. Þær voru
raunar ómissandi þáttur í uppeldi
hvers unglings á gullaldartíma
þjóðarinnar. Mörg okkar bestu
skáld, ekki aðeins ferðuðust til út-
landa heldur bjuggu þar lang-
dvölum, og Halldór Laxness hefur
meðal annars fært að því gild rök
að hið ástsæla listaskáld okkar
Norðlendinga hefði ekki ort svo
fagurlega um hraundrangana í
Öxnadalnum, hefði það haft þá
daglega fyrir augum. Sjálft samdi
Nóbelsskáldið margt sinna bestu og
íslenskustu verka á ferðum sínum
erlendis. Ekki er að efa, að þessi
ágætu skáld hafi verið sæmilega
flöskumiðalæs, þótt engin hafi þau
námskeiðin sótt í þessari göfugu
list, og sjálfsagt eru þau ungu skáld
sem utan halda ekkert verri í þessu
fagi, hitt er öllu umdeildara hvort
skáldskapurinn sé jafn góður og
fyrrum. Einhvern veginn hefur
maður dálítið á tilfinningunni að
þessi ungu skáld hafi mörg hver
fallið í sömu gryfjuna og hinir
venjulegu túrhestar. Þau virðast
hafa týnt sambandinu við íslenskan
uppruna sinn og frásagnarhefð, það
vantar einhvern neista í verk
þeirra, eitthvað sem hrífur. Ef til
vill er það vegna þess að það er
bara ekki nógu skáldlegt að segja
„Breiðholtsblokkin blíð og kær“.
Það er varla til leiðinlegri skáld-
skapur en þetta „Reykjavíkurraun-
sæi“, með tilheyrandi bernsku-
naflaskoðunum. Undantekningar
á borð við til dæmis Pétur Gunnars-
son sanna aðeins regluna. Okkur
vantar sárlega eitthvað ferskt inn í
bókmenntir okkar. Einhvern ís-
lenskan Umberto Eco, og það er
skylda þeirra skálda sem flækjast
um heiminn að veita þessum nýju
straumum hingað. Það er líka
skylda hvers þess venjulegs íslend-
ings sem utan fer, að snúa aftur
betri íslendingur en fyrr, og jafn-
framt skilningsríkari á líf og hugs-
anahátt annarra þjóða. Nám í
flöskumiðalestri getur að sjálfsögðu
hjálpað þarna til. Það er bara ekki
einhlítt.