Dagur - 19.04.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 19.04.1985, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 19. apríl 1985 í Smiðju um helgina: Úrval nýrra rétta á helgarseðlinum. Minnum á leikhúsmatseðiiinn sem er humarsúpa og koníakssteiktar lambalundir. Verð aðeins kr. 475,- Hitaveitugjöld eftir mælabreytinguna: Sumir hækka - aðrir lækka - sem fer eftir því hvort kaup þeirra á heitu vatni í dag eru of lítil eða raunhæf „í stórum dráttum má segja að þeir sem hingað til hafa tekið minna vatn en þeir þurftu, þ.e. hafa haft ónógan hita í húsum sínum yfír köldu mánuðina, komi til með að greiða meira fyrir heitavatnsnotkunina eftir breytingu á mælakerfínu. Ilin- ir sem haft hafa nægan hita eiga ekki að þurfa að hækka neitt og jafnvel gætu reikning- ar þeirra lækkað eitthvað,“ sagði Wilhelm V. Steindórs- son, hitaveitustjóri, í viðtali við Dag. Menn velta því nú mjög fyrir sér hvaða áhrif breyting á hemla- kerfi yfir í mælakerfi komi til með að hafa. Jafnvel hefur verið rætt um að hækkunin gæti orðið 100%. Dagur fékk Wilhelm til að reikna út dæmi svo fólk gæti átt- að sig á þessu máli. „í 400 m' húsi, sem er um 160 m‘ og er algeng stærð á einbýlis- húsi, þarf 3 mínútulítra svo menn séu öruggir með að þar verði ekki kuldi í köldustu veðrum. Þeir sem búa í húsi af þessari stærð og hafa tekið inn það vatnsmagn sem þarf koma ekki til með að þurfa að greiða hærri hitaveitu- reikninga. í dag kostar 53.280 kr. á ári að kynda svona hús með 3 mínútulítrum. Eftir breytinguna lítur dæmið þannig út að miðað við 50 kr. á tonnið af vatninu og 300 kr. hemlagjald á hvern lítra kostar ársvatnsnotkunin 45.200 kr. sem er 18% lækkun. Það verður hins vegar að segjast eins og er að langflestir íbúar þessarar stærðar húsa taka ekki nema 2 mínútulítra og ef reiknað er með að þeir njóti þess hagræðis.að hafa ávallt heitt í húsum sínum eftir breytinguna og taki 3 lítra, þá hækka þeir úr 35.520 kr. eins og þeir borga í dag miðað við Hrossaútflutningur: Litill áhugi ■ / ■■ # ■ /« ■ ■ ií Ekkert verður úr því að hrossaflutningaskip komi til Akureyrar í þessum mánuði til að taka sláturhross, sem flytja átti út til Belgíu. Lítill áhugi var á málinu meðal hestaeig- enda, þrátt fyrir það að þarna gátu menn losað sig við afslátt- arhross fyrir allgóðan pening, að mati fróðustu manna. Belgíski kaupandinn vildi 7-15 vetra hross og mátti reikna með að 8-10 þúsund krónur fengjust fyrir stykkið, eða talsvert meira en fæst fyrir gamlar skepnur í sláturhúsi hérlendis. Auk þess ' taldist það mikil búbót að hrossin áttu menn að fá greidd innan tveggja mánaða samkvæmt þeirri reynslu sem sunnlenskir bændur fengu af þessum útflutningi sl. haust. Að sögn Reynis Hjartarsonar á Brávöllum í Glæsibæjarhreppi, sem átti að hafa milligöngu um þetta mál, kom það mönnum á - þrátt fyrir góð kjör óvart að ekki skyldi vera áhugi á þessum útflutningi. Margir væru þeirrar skoðunar að allt of mikið væri af hrossum og þjóðráð að losna við þau með þessum hætti. Málið er hins vegar ekki alfarið úr sögunni, en ef ekki skapast áhugi gæti svo farið að þessi markaður tapaðist, sem væri af- leitt. - HS heilt ár, í 45.200 kr. sem er 27% hækkun. Almennt séð má fólk reikna með því að það þurfi 1,72 rúm- metra af vatni á ári til upphitunar á hverjum rúmmetra húsnæðis. Þetta samsvarar um það bil 80 kílówattstundum af rafmagni á rúmmetra húss og er raunhæf viðmiðun. Út frá þessum tölum l:.. \ W * ' -V **'' ■ Á veiðum. Mynd: KGA og áðurnefndum 50 kr. á tonnið og 300 kr. í hemlagjald á hvern Iítra fæst þessi niðurstaða. Ég leyfi mér að fullyrða að hún sé raunhæf þegar á heildina er litið. Hins vegar eru aðstæður mjög mismunandi, t.d. ofnastærð og þar með nýting á vatninu, sjálf- virkir lokar o.fl. Ef tekið er dæmi af 250 m3 eða 100 m2 húsi þá lítur það þannig út, að ef slíkt hús fengi inn 2 lítra, eins og reiknað er með að þurfi, þá á hitunarkostnaður á ári að geta lækkað úr 35.520 kr. í 28.700 kr. eftir breytinguna eða um 20%. Margir eigendur slíkra húsa taka hins vegar ekki inn nema 1 lítra á dag og þeir myndu því hækka úr 17.760 kr. í 28.700 kr. eða um 61%. Ef miðað er við lVz lítra í dag, sem ykist í 2 lítra eftir breytingu, verður hækkunin úr 26.640 kr. á ári í 28.700 kr. eða 8%. Við getum lagt dæmið öðru' vísi upp. Hitaveitan þarf um 200 milljón króna tekjur á ári, eða með öðrum orðum 40% tekju- auka miðað við það sem var fyrir síðustu hækkun hitaveitugjald- anna. Þetta þýðir 11% hækkun til viðbótar því sem hitaveitugjöidin eru í dag. í grófum dráttum má segja að þetta verði jafnaðar- hækkunin á hitaveitugjöldum fólks. Sumir geta staðið í stað, aðrir jafnvel lækkað, en þeir sem vita að þeir hafa verið með of lít- ið vatn og hafa getað merkt það af því, að hús þeirra hafa verið köld þegar kaldast hefur verið í veðri, mega búast við hækkun- um, mismunandi miklum," sagði Wilhelm að lokum. HS Mengun frá hugsanlegu álveri: Niðurstööur NILU kynntar - á Akureyri 26. apríl nk. Nú styttist í að endanleg skýrsla vegna mengunar frá hugsanlegu álveri við Eyja- fjörð verði lögð fram. Allar lielstu niðurstöður rannsókn- anna verða hins vegar kynntar nokkru fyrr á fundi með sam- ráðshópnum við Eyjafjörð á fundi á Hótel KEA 26. aprO nk. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar, formanns Staðarvals- nefndar mun reiknimeistarinn Jörgen Schjoldager frá norsku stofnuninni NILU kynna niður- stöðurnar á fundinum á Hótel KEA en endanleg skýrsla verður hins vegar ekki lögð fram fyrr en síðar. Sem kunnugt er var birting bráðabirgðaskýrslunnar gagn- rýnd harðlega m.a. vegna rangra forsendna um mengun frá nýjum álverum. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra hefur látið þess getið í samtali við Dag að nú verði ekkert annað tekið til greina en réttar forsendur og því má búast við því að menn verði einhverju nær eftir fyrirhugaðan fund. -ESE Það verður hægviðri og bjartviðri, gott veður á Norðuriandi, sagði Unnur Ólafs- dóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni í morgun. Hitastig verður um og yfír frostmarki. Helena Rubinstein snyrtivörur Vor- og sumarlitimir em komnir. Armani fyrir dömur og herra. Hinar heimsfrægu snyrtivörur frá —— væntanlegar. Póstsendum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.