Dagur - 29.04.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 29.04.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 29. apríl 1985 Ætlarðu að taka þátt í hátíðahöld- um 1. maí? Anna Björk: Ég býst ekki við því. Valdimar Hafsteinsson: Já, ég býst fastlega við því, ég hlusta að minnsta kosti á eina ræðu eða svo. Steingrímur Kárason: Nei, ég hef engan áhuga á því. Björn Þorláksson: Pólitísk viðrini sofa út ef eng- inn er skólinn. Rætt við Ólaf Hauk Símonarson rithöfund en LA frumsýndi í gær leikrit hans „Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir“ „Það má segja að þetta sé ævintýraleikur,“ sagði Ólafur Haukur Símonarson rithöf- undur þegar við spjölluðum við hann fyrir helgi, um nýja barnaleikritið hans, Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, en það var frumsýnt í Samkomu- húsinu á Akureyri í gær. Leik- dómur um það er á öðrum stað í blaðinu. „Þetta leikrit byggir á ævintýri eftir Rudyard Kipling, ég fékk hugmyndina úr þessu ævintýri og jók aðeins í það. Það er fullt af söng í þessu leikriti, líklega um 9-10 söngiög, og samdi ég bæði tónlist og texta. Tónlistin er öll leikin inn á segulband af Gunnari Þórðarsyni og söngvarar syngja eftir segulbandsupptökunni. Lögin? Það má kalla, að þau séu eínhverskonar millistig vísna og dægurtónlistar.“ - Þetta er barnaleikrit? „Það á að vera við hæfi allrar Ólafur Haukur Símonarson „Böm em vandfýsnir áhorfendur“ fjölskyldunnar, og leikhúsið aug- lýsir það sem fjölskylduleik og ég freistast til að trúa að svo sé. A barnaleikritum er líka yfirleitt um helmingur áhorfenda börn og hinn helmingurinn eru foreldr- ar.“ - Þú hefur töluvert gert af því að semja fyrir börn? „Já, ég hef gert talsvert af því, ég hef þýtt og skrifað barnabæk- ur og einnig komið nálægt plötu- gerð þar sem lög og textar eru fyrir börn. Ég verð að segja það að börn eru vandfýsnir áhorfend- ur, það þýðir ekki að bjóða þeim eitthvað heimskulegra en full- orðnu fólki er boðið upp á. Efni sem er gott fyrir börn er líka gott fyrir fullorðna og öfugt.“ - Um hvað fjallar ævintýrið um köttinn sem fer sínar eigin leiðir? „Sagan segir frá því hvernig villtu dýrin í skóginum verða að húsdýrum. Það er konan sem kemur inn í skóginn, en þar er karlinn og eitt af hinum villtu dýrum og kona þessi færir með sér siðmenning- una. Henni tekst að Iaða að sér öll dýrin nema köttinn, en eins og menn vita vill hann fara sínar eig- in leiðir. Samt sem áður vill hann njóta afurða menningarinnar, hann vill koma inn í hlýjuna í hellinum og hann vill mjólkina. En hann vill ekki með nokkru móti gefa eftir frelsi sitt og þá kemur upp togstreita. En allt end- ar þó vel eins og í alvöru ævintýr- um, það tekst samkomulag með kettinum og konunni. Kötturinn tekur að sér ýmsar skyldur, eins og að veiða mýsnar og hann gætir barnsins þegar það fer að orga og í staðinn fær kötturinn að vera í hlýjunni og hann fær mjólk.“ - Hefur þú skrifað þetta leikrit nú í vetur? „Já, ég hef haft vetursetu hér á Akureyri og skrifaði þetta verk hér. Það var leikfélagið sem bað mig um að skrifa fyrir þá barna- leikrit og þetta er afraksturinn,“ - Þú ert afkastamikill leikrita- höfundur, Húsvíkingar hafa leik- ið Ástin sigrar eftir þig í vetur? „Ég gekk frá því verki í haust fyrir Húsvíkingana og nú er byrj- að að æfa það verk í Iðnó. Ég geri á því smábreytingar svo það henti betur til sýninga þar. Það er mjög skemmtilegt að áhuga- mannaleikhús úti á landi frum- sýni nýtt íslenskt verk sem fer svo á fjalirnar fyrir sunnan. Það sýnir bara hvers megnug bestu áhuga- mannaleikhúsin erq, en léikfélag- ið á Húsavík er ákaflega gott félag að mínum dómi og það á sér víðtækan stuðning í bænum og það skiptir ekki svo litlu máli.“ - Skrifaðir þú Ástina fyrir Húsvíkinga? „Þeir höfðu af því spurnir að ég væri að skrifa leikrit og spurðu hvort þeir mættu frumsýna það sem var auðsótt mál.“ - Að hverju vinnur þú í augnablikinu? „Ég er að ganga frá þýðingu á þriðju bókinni um Buster eftir Origon Morthensen, en hann er þekktur og virtur barnabóka- höfundur í Danmörku, sumir vilja kalla hann arftaka H.C. Andersen." -mþþ Hver hvað Gæsluvellirnir: er ábvrgur ef eitt- alvarfegt hendir? Spurning til forsvarsmanna gæsluvalla Akureyrarbæjar: Hversu mörgum börnum er hverri gæslukonu ætlað að sinna? Ef 70-80 börn eru inni á svona velli og 3 gæslukonum ætlað að sinna þeim, kannski flestum á aldrinum 2-4ra ára, hver væri þá ábyrgur ef eitthvað alvarlegt henti? Nú held ég að fóstrur og aðrar þær sem gæta barna á barnaheimilum og leikskólum, svo og dagmæður hafi ákveðinn fjölda barna til að sjá um. Gilda ekki sömu reglur fyrir lokaða gæsluvelli? Ég vonast til að fá forvitni minni svalað. Amma sem vill góða gæslu. Svar: Jón B. Árnason forstöðumaður gæsluvalla á Akureyri sagði að engar ákveðnar reglur væru til um þetta, á gæsluvöllum er önnur viðmiðun höfð til grundvallar heldur en á dagheimilum, þar sem um gæslu úti er að ræða, en miðað væri við 25 börn á hverja gæslukonu. Sagði Jón að aðsókn á gæsluvelli væri rokkandi, það færi eftir veðri hversu mörg börn væru á völlunum hverju sinni. Þegar gott er veður gæti barna- hópurinn verið 70 til 80 og væri þá oft gripið til þess að hafa vinnuskólastelpur með gæslu- konunum. Einnig sagði Jón að dreifing á gæsluvelli bæjarins væri misjöfn, sumir væru alltaf fullir, en aðrir ekki. Taldi hann æskilegast að dreifing væri jafn- ari, það kæmi öllum til góða, ekki síst börnunum. Sagði Jón það spurningu hvort grípa ætti til þess að takmarka fjölda barna á hverjum velli, en slíkt hefur ekki enn verið gert. Um það hver bæri ábyrgð ef eitthvað alvarlegt henti á gæslu- velli sagðist Jón gera ráð fyrir að það væri bærinn. Hins vegar hefði slíkt enn ekki hent, oftast væri um minni háttar slys að ræða, enda væri leitast við að hafa ekki tæki á gæsluvöllum sem geta valdið slysum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.