Dagur - 29.04.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 29.04.1985, Blaðsíða 3
29. apríl 1985 - DAGUR - 3 Stórsveit Tónlistar- skólans með tónleika Að kvöldi 1. maí nk. heldur „Big-band“ Tónlistarskólans á Akureyri tónleika í Samkomuhúsinu á Akureyri. Þessir tónleikar marka vertíð- arlok Jassdeildar Tónlistar- skólans. Starf Jassdeildarinnar hefur verið með svipuðum hætti og vet- urinn ’83 - ’84 en þá hófst starf- semin fyrir alvöru. Nemendur eru á aldrinum 17 - 40 ára. Meðlimir „Stórsveitarinnar" eru bæði úr hópi nemenda og kennara Tónlistarskólans og einnig áhugasamra hljóðfæra- leikara úr ýmsum áttum. Árni Scheving verður gestur hljóm- sveitarinnar á tónleikunum á Ak- ureyri. Þrír kórar syngja saman Sá merkisatburður verður á þriðjudagskvöld að þrír kórar munu efna til sameiginlegra tón- w leika í Víkurröst á Dalvík. Kór- arnir munu taka lagið saman og hefur það ekki gerst áður á Dal- vík að svo margir kórar syngi saman. Tónleikarnir hefjast kl. 21. 1. MAÍ 1985 Messa: Kröfuganga: Utifundur: Barna- skemmtun: Kaffisala: Klukkan 11.00 verður messað í Akureyrarkirkju í tilefni dagsins. Prestur verður séra Birgir Snæbjörnsson. Klukkan 13.30 safnast fólk saman við gamla verkalýðshúsið að Strandgötu 7 við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Með lúðrasveitina í fararbroddi verð- ur síðan gengið suður Skipagötu, upp Kaupvangsstræti, norður Hafnar- stræti og Brekkugötu, niður Oddeyrargötu og Gránufélagsgötu, suður Geislagötu um Ráðhústorg og Skipagötu að hinu nýbyggða húsi verkalýðs- félaganna. Að lokinni kröfugöngu við Skipagötu 14. Dagskrá fundarins: 1. Fundur settur af formanni 1. maí nefndar. 2. Lúðrasveit Akureyrar leikur alþjóðasöng verkamanna, og væntanlega taka fundarmenn kröftuglega undir. 3. 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna flytur Jökull Guðmundsson, málmiðn- aðarmaður. 4. Karlakór Akureyrar syngur nokkur lög. 5. Jón Karlsson, formaður Verkamannafél. Fram á Sauðárkróki flytur ræðu. 6. Karlakór Akureyrar syngur enn nokkur lög undir stjórn Atla Guðlaugsson- ar, sem einnig er stjórnandi lúðrasveitarinnar. 7. Hólmfríður Jónsdóttir, bókavörður, flytur ávarp Launa- og kjaramála- nefndar kvenna '85. 8. Ásbjörn Dagbjartsson, náttúrufræðingur, flytur ávarp Áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum. 9. Sævar Frímannsson, varaformaður Einingar heldur lokaræðu fundarins. I Húsi aldraðra verður barnaskemmtun klukkan 16.00 og að vanda verður þar margt til skemmtunar. Á Hótel Varðborg verður kaffisala á vegum 1. maí nefndar að loknum úti- fundi. Þar er einnig búist við óvæntri heimsókn skemmtikrafta. Launþegar! Fjölmennið til þátttöku í hátíðahöldunum. Berið merki dagsins. Sýnum vaxandi samstöðu. 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri. Islenskir dagarí Hagkaupum Hagkaup hafa ákveðið að efna til stórátaks í sölu á íslenskum vörum dagana 7. til 18. maí næstkomandi. Forráðamenn Hagkaupa hafa leitað til Félags íslenska iðnrekenda um sam- vinnu í þessu átaki og er undir- búningur þegar vel á veg kominn. ‘ Eins og áður segir nær sölu- átakið yfir tvær vikur og munu Hagkaup standa fyrir ýmsum uppákomum í öllum 5 verslunum fyrirtækisins í Reykjavík, Njarð- vík og á Akureyri. Þar má nefna tískusýningar, vörukynningar og vörusýningar sem verða í sam- vinnu við íslenska framleiðend- ur. Allar íslenskar vörur í verslun- um Hagkaupa verða merktar á sérstakan hátt og allir starfsmenn fyrirtækisins um 500 að tölu munu á einn eða annan hátt taka þátt í kynningarstarfinu og að- stoða viðskiptavini. Pá munu fulltrúar Félags íslenskra iðnrek- enda verða á staðnum og veita upplýsingar. Félag íslenskra iðnrekenda hefur sérstaklega fagnað þessu framtaki Hagkaupa, en þar gefst um 60 félagsmönnum F.I.I. kost- ur á að njóta þessa söluátaks í samvinnu við Hagkaup og F.Í.I. kemur næst út á föstudag. Samvinnufélögin árna vinnandi fólki til lands og sjávar allra heilla á baráttu- og hátíðisdegi alþjóðlegrar verKalýðshreyfingar. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.