Dagur - 29.04.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 29. apríl 1985
Aðalfundur
Útgerðarfélags
Akureyringa hf.
verður haldinn í matsal frystihúss félagsins
mánudaginn 13. maí nk. kl. 20.30.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjórnin.
Aðalfundur
Skógræktarfélags E\
Eyfirðinga
verður haldinn fimmtudaginn 2. maí að Galtalæk húsi Flugbjörg-
unarsveitar Akureyrar kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Erindi um þróun íslenska birkisins: Þorsteinn Tóm-
asson, erfðafr. RALA.
3. Kaffiveitingar.
Vinnumiðlunarskrifstofa Akureyrar
Gránufélagsgötu 4
óskar að ráða starfs-
mann í hálft starf
Vélritunarkunnátta æskileg.
Umsóknum skal skila til vinnumiðlunarskrifstof-
unnar fyrir 8. maí 1985.
Forstöðumaður.
Frá Tollgæslunni
á Akureyri
Mann vantar til starfa í sumar frá 1. júní til
1. september.
Stúdentsmenntun eða sambærileg menntun
áskilin.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. maí.
Yfirtollvörður.
Tækniteiknari
óskast til stafa
Verkfræðistofa Norðurlands hf.
Skipagötu 18.
Kristnesspítali
Eftirtaldar stöður eru lausar til
umsóknar:
Hjúkrunardeildarstjóri. Staðan veitist frá 1. júní
nk. eða síðar eftir samkomulagi. Upplýsingar
veitir hjúkrunarforstjóri í síma 31100.
Yfirsjúkraþjálfi. Staðan veitist frá 1. júlí eða
síðar eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur fram-
kvæmdastjóri í síma 31100.
Hjúkrunarfræðingar til sumarafleysinga og í
framtíðarstörf. Upplýsingar gefur hjúkrunarfor-
stjóri í síma 31100.
Barnaheimili og íbúðarhúsnæði á staðnum.
Kristnesspítali.
Slægur köttur
Höfundur söngtexta og tónlistar:
Ólafur Haukur Símonarson.
Leikstjóri: Sigrún Valbcrgsdóttir.
Leikmynd og búningar:
Mcssíana Tómasdóttir.
Lýsing: Alfreö Alfreðsson.
Hljóðfæraleikur og útsetning tónlistar:
Gunnar Þórðarson.
Pcrsónur og leikendur:
Konan: Þórey Aðalsteinsdóttir.
Maðurinn: Þráinn Karlsson.
Kötturinn: Theodór Júlíusson.
Hesturinn: Pétur Eggerz.
Kýrin: Sunna Borg.
Hundurinn: Marinó Þorsteinsson.
Barnið: Rósberg Snædal.
Sýningarstjóri: Þráinn Karlsson.
Leikmunir: Gestur E. Jónasson, Rósberg
Snædal, Hallmundur Kristinsson, Þráinn
Karlsson.
Förðun: Sigríður Pétursdóttir.
Smíði og vinnsla leikmyndar:
Hallmundur Kristinsson, Erlingur Vil-
hjálmsson.
Búningasaumur: Freygerður Magnúsdóttir.
Ljós: Alfreð Alfreðsson.
Hljóð: Pálmi Guðmundsson.
Sýning Leikfélags Akureyrar á
þessu nýja leikverki Ólafs Hauks
Símonarsonar er um margt at-
hyglisverð. Byggt er á velþekktri
sögu Kiplings „Kötturinn sem fór
sínar eigin leiðir“ og þrátt fyrir
að langt sé umliðið síðan höf-
undurinn setti þessa áminningu
til mannkynsins niður á blað - á
boðskapurinn enn fullt erindi til
fólks. Ekki síst þeirra sem hvað
harðast taka þátt í lífsgæða-
kapphlaupinu.
Styrkur þessa leikverks er sá
að Ólafur Haukur hefur komið
sínum ágæta húmor til skila.
Bestu kaflar leikritsins eru þegar
fáránleikinn er undirstrikaður.
Villimaðurinn er með rennilás
eftir að Guð hefur rifið úr honum
rifbeinið og undir lokin er hann
orðinn sannkallaður bisnessmað-
ur með regnhlíf, dökk sólgler-
augu og stressara. Villihesturinn
fær „heddfón“ og græna tuggu úr
plastpoka og eins og hundurinn
og kýrin verður hann sauðtryggur
um leið.
Kötturinn fer hins vegar síðan
eigin leiðir og er hinn eini sem
áttar sig fyllilega á slægð konunn-
AKUREYRARBÆR
Auglýsing
frá Hitaveitu Akureyrar
Notendur athugið að unnið verður við uppsetn-
ingu á rúmmetramælum í eftirtöldum götum dag-
ana 29. apríl til 5. maí:
Víðilundur, Laugargata, Skólastígur, Eyrarlands-
vegur, Barðstún, Spítalavegur, Hafnarstræti,
Lækjargata, Aðalstræti, Þórunnarstræti, Munka-
þverárstræti, Krabbastígur, Sniðgata, Brekku-
gata, Klapparstígur, Kaupvangsstræti, Skipa-
gata, Hólabraut, Geislagata, Laxagata, Ráðhús-
torg, Smárahlíð, Borgarhlíð, Sunnuhlíð, Kjalar-
síða, Keilusíða, Melasíða, Múlasíða, Austursíða,
Brekkusíða, Búðasíða, Bæjarsíða, Bakkasíða,
Bogasíða, Vestursíða, Möðrusíða, Móasíða,
Flögusíða, Flatasíða, Rimasíða, Reykjasíða,
Frostagata, Fjölnisgata, Draupnisgata.
íbúar eru vinsamlegast beðnir að taka verk-
tökum vel og athuga að hafa greiðan aðgang
að hemlagrindum.
Hitaveita Akureyrar.
Að vanda standa leikarar L.A.
sig með sóma. Theódór leikur
köttinn af stakri prýði og Þráinn
er sannfærandi villimaður. Þá á
Marinó Þorsteinsson stórleik í
hlutverki hundsins. Aðrir standa
sig vel en hlutverk þeirra eru
minna áberandi.
Sönglög Ólafs Hauks eru ágæt,
þ.e.a.s. textarnir. Sjálf lögin bera
talsverðan keim af því sem höf-
undur hefur verið að gera áður -
minna óneitanlega talsvert á Hatt
og Fatt án þess þó að vera alveg
eins. Söngur leikaranna er ekki
stórbrotinn en hann dugar alveg.
Sjálfsagt stendur til að gefa út
plötu sem er ekki vitlaus
hugmynd.
Sýningin tekur rúma klukku-
stund og má ekki vera lengri.
Leikurunum tekst að halda at-
hyglinni þennan tíma en það er
þó rétt á mörkunum án þess að
hægt sé að kalla klukkustundar-
langa sýningu langdregna. Vafa-
laust á eftir að færast meira líf í
verkið nú að lokinni frumsýn-
ingu.
E.S. Ég tók börnin mín tvö, 7
ára og 2 ára með mér í leikhúsið.
Syninum 7 ára þótti ekki mikið til
koma, vildi a.m.k. ekki fara aftur
en dóttirin var hæstánægð enda í
fyrsta skipti sem hún fer á slíka
menningarsamkomu.
Eiríkur St. Eiríksson.