Dagur - 08.05.1985, Side 6

Dagur - 08.05.1985, Side 6
6 - DAGUR - 8. maí 1985 Nýjar vélar á Svalbarðseyri: „Þetta er algjör bylting" - segir Sævar Hallgrímsson framleiðslustjóri hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar en framleiðslan á „Fransman“ eykst um 12 tonn á viku Ný vélasamstæða sem gjör- byltir framleiðslu Kaupfélags Svalbarðseyrar á Fransman kartöflunum var sett upp í síð- ustu viku. Nýju vélarnar eru frá danska fyrirtækinu „San- alco“ eins og fyrri vélarnar á Svatbarðseyri en þetta fyrir- tæki er stór aðili í framleiðslu á þessum vélasamstæðum. „Þetta er algjör bylting og það má reyndar segja að þetta stökk sem við tökum núna sé jafn stórt og þegar fyrirtækið hóf fram- leiðslu á Fransman kartöflunum fyrir um fjórum árum,“ sagði Sævar Hallgrímsson framleiðslu- stjóri hjá Kaupfélagi Svalbarðs- eyrar er við ræddum við hann. „Þetta eru tæki til þess að gufu- flysja kartöflur, og með tilkomu þeirra getum við nýtt þær tegundir sem til þessa hafa ekki verið not- aðar í franskar kartöflur eins og guilauga, rauðar og Helgu, en vegna þess hversu djúp „augu“ eru í þeim hefur ekki reynst unnt með okkar tækjum að flysja þess- ar kartöflur nema stór hluti kart- öflunnar hafi farið til spillis. Nú getum við unnið þessar kartöflur því gufuflysjunin er þannig að aðeins hýðið fer af og það er hægt að flysja inn í þessi „augu“. Mér telst til að með þessum nýju vélum bætum við nýtinguna um 6% og ennþá meira þegar kartöflur eru nýjar. Við munum einnig stórauka framleiðsluna á vacumsoðnum kartöflum en við seljum mikið af þeim til veitinga- húsa, mér sýnist að sú framleiðsla muni aukast um helming. Síðast en ekki síst bætum við einu tæki við sem gerir okkur kleift að nýta allan úrgang. Þetta er sigti sem tekur vatnið sér og úrganginn sér. Onnur vél skilar úrgangi sem er hálfgerð kartöflumús eftir suð- una og þessu dælum við út úr húsinu. Það er búið að semja við Sveinberg Laxdal bónda um að hann taki þennan úrgang sem svínafóður. Áður keyrðum við þennan úrgang í sjóinn og því fylgdu óþrif sem gott er að losna við.“ - Hvernig hefur salan gengið hjá ykkur að undanförnu? „Hún hefur verið mjög góð og aukist mikið eftir að innflutning- urinn minnkaði. Samkeppnin er aðallega við þá í Þykkvabænum og við höfum enga ástæðu til þess að kvarta." - Nú er að sögn til óvenju mikið af kartöflum eftir hina miklu uppskeru á síðasta ári. Hvernig gengur að nýta það hrá- efni? „Það er geysimikið til en ég hef trú á að við getum bjargað þessu að mestum hluta. Með hinum nýju vélum hjá okkur getum við aukið framleiðsluna um 12 tonn á viku. Nú framleiðum við um 6 tonn á dag þannig að hér er um geysilega aukningu að ræða.“ - Hvað starfa margir við þessa framleiðslu? „Hér vinna 10 manns á tveimur vöktum og við framleiðum í 16 tíma á sólarhring. Það er ekkert erfitt að fá fólk, húsmæður hér hafa verið fúsar að vmna á kvöld- vaktinni.“ - Hvað er að frétta af annarri framleiðslu hjá ykkur eins og t.d. varðandi kjötið? „Kjötvinnslan hjá okkur gengur ljómandi vel en við erum ekki með neinar nýjungar í sjáifu sér um þessar mundir. Við selj- um mikið bæði austur og vestur fyrir okkur, þá er Hagkaup á Ak- ureyri stór viðskiptavinur og svo seljum við talsvert suður líka. Við erum ekki í mikilli sam- keppni t.d. við Kaupfélag Eyfirð- inga því að við erum með ólíka vöru og má segja að það sé mjög gott þar á milli og við höfum átt góða samvinnu." gk-. Sævar Hallgrímsson við hluta nýju vélasamstæðunnar. Aðalfundur Einingar: Félögum fækkaði um - Atvinnuleysisbætur námu hátt í 20 milljónir króna Aðalfundur Verkalýðsfélags- ins Einingar var haldinn í Húsi aldraðra á Akureyri sunnudag- inn 21. aprfl. Á fundinum flutti formaður skýrslu stjórnar um starfið á liðnu ári, og kom þar fram, að það hefur að mestu verið með hefðbundnum hætti. Mjög mikil vinna fór í gerð nýrra kjarasamninga, útgáfu þeirra og daglegt eftirlit. Auk aðalkjarasamnings, sem að mestu hefur verið gerður í sam- floti með öðrum félögum innan Verkamannasambands íslands og ASÍ hin síðustu árin, hefur félagið fjölda sérsamninga við einstök fyrirtæki og stofnanir og vegna einstakra starfshópa. Auk þess er mikið starf bundið af- greiðslu atvinnuleysisbóta og annarri félagslegri þjónustu. At- vinnuleysi var því miður talsvert á árinu og námu greiddar bætur til Einingarfélaga hátt í 20 millj- ónum króna. Dagpeningar og styrkir frá sjúkrasjóði félagsins voru 3,1 milljón. Auk hins hefðbundna og dag- lega starfs hefur síðustu tvö árin mikil vinna verið bundin fram- kvæmdum við byggingu hins nýja verkalýðshúss við Skipagötu 14 á Akureyri, þar sem öll verka- lýðsfélög bæjarins koma til með að hafa starfsemi sína undir einu þaki. Um síðustu áramót hafði Eining alls lagt til byggingar húss- ins fimmtán og hálfa milljón króna. Framkvæmdum er nú það langt komið, að nokkur félög hafa þegar flutt í nýja húsið og Eining mun að líkindum geta flutt þar inn um næstu mánaða- mót. Aðalfélagar í Verkalýðsfélag- inu Einingu eru nú 3200 og hefur fækkað um liðlega 100 frá aðal- fundi í fyrra. Þá eru aukafélagar 646 og hefur þeim fækkað um meira en 200. Almennir félags- fundir voru 3 á árinu, stjórnar- fundir 13 og trúnaðarráðsfundir 7, auk þess fjölmargir fundir með einstökum starfshópum. 5 félagar sóttu á árinu námskeið í Félags- málaskóla ASÍ, 21 sótti námskeið fyrir trúnaðarmenn á vinnustöð- um og 11 sóttu sérstakt félags- málanámskeið, sem féiagið gekkst fyrir að Illugastöðum. Mjög góð nýting var á orlofshús- um félagsins og tvær ferðir voru farnar á vegum ferðanefndar, önnur um hálendið en hin vestur á Snæfellsnes. Þá var að venju farin eins dags ferð með aldraða félagsmenn. Ýmsar starfsnefndir og stjórnir sjóða voru kjörnar á aðalfundin- um. Þá var ennfremur lýst kjöri stjórnar og trúnaðarmannaráðs, sem fram fór fyrr í vetur. Aðeins einn listi barst, þegar auglýst var eftir framboðslistum, og varð hann því sjálfkjörinn. Aðalstjórn félagsins er nú þannig skipuð: Formaður Jón Helgason, Akur- eyri. Varaformaður Sævar Frí- mannsson, Akureyri. Ritari Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir, Akur- eyri. Gjaldkeri Aðalheiður Þor- leifsdóttir, Akureyri. Meðstjórn- endur Björn Snæbjörnsson, Ak- ureyri, Guðrún Skarphéðinsdótt- ir, Akureyri og Matthildur Sig- urjónsdóttir, Hrísey. í trúnaðar- mannaráði sitja 35 manns, að stjórnarmönnum meðtöldum. Á aðalfundinum gaf formaður lauslegt yfirlit um rekstur Lífeyr- issjóðsins Sameiningar, en sjóð- félagar eru nær eingöngu Eining- arfélagar eða aðrir, sem um lengri eða skemmri tíma hafa unnið á starfssviði félagsins. Ið- gjaldatekjur sjóðsins námu á liðnu ári 33,3 milljónum króna og tekjur af vöxtum og verðbótum liðlega 24 milljónum. Á árinu fékk alls 501 einhverjár lífeyris- greiðslur frá sjóðnum, samtals 16,5 milljónir króna. Þá fengu 242 sjóðfélagar lán á árinu, sam- tals að upphæð kr. 31,7 milljón.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.