Dagur - 08.05.1985, Blaðsíða 7
8. maí 1985 - DAGUR - 7
Eyfirskar konur:
Gróðursetja tré jafn mörg
íslenskum konum
Þann 27. aprfl var haldinn
fertugasti aðalfundur Sam-
bands eyfirskra kvenna. í
upphafi fundar bauð Kristrún
Sigurðardóttir formaður
kvenfélagsins Hvatar á Ár-
skógsströnd sambandskonur
velkomnar en Hvöt á Ár-
skógsströnd sá um allt fund-
arhald. Að því loknu var
helgistund sem sr. Helgi
Hróbjartsson sóknarprestur í
Hrísey annaðist.
Að helgistund lokinni setti
formaður sambandsins, Ragn-
heiður Sigvaldadóttir, fund og
gengið var til dagskrár. Gestir
fundarins voru Sólveig Alda
Pétursdóttir ritari Kvenfélaga-
sambands íslands, Ingibjörg
Auðunsdóttir kennari, Birgitta
Níelsdóttir nemandi frá Dalvík
og Sigríður Hafstað húsfreyja
að Tjörn í Svarfaðardal. Sólveig
Alda fjallaði um starfsemi
kvenfélagasambandsins og
ræddi jafnhliða um orlof nor-
rænna kvenna. Ingibjörg Auð-
unsdóttir sagði frá fyrirhugaðri
trjáplöntun hjá konum hér á
Eyjafjarðarsvæðinu í tilefni af
lokum kvennaáratugarins. Á
fjölmiðlaráðstefnu K.í. á síð-
astliðnu hausti kom fram
ákveðinn vilji að minnast þess
að 70 ár eru liðin frá því að kon-
ur hér á landi öðluðust kosn-
ingarétt og kjörgengi. Til þess
að minnast þess hefur verið
afráðið að gróðursetja tré jafn
mörg íslenskum konum 1984.
Gróðursetning á að fara fram á
tímabilinu 8.-24. júní, þó með
sérstakri áherslu á að gróðursett
verði 19. júní, kvenréttindadag-
inn. Sigríður Hafstað sem sótti
fjölmiðlaráðstefnuna fyrir hönd
S.E.K. gerði einnig grein fyrir
þessum málum og öðru er fram
kom á fjölmiðlaráðstefnunni.
Birgitta Níelsdóttir flutti ávarp
í tilefni árs æskunnar. Birgitta
er 15 ára nemandi frá Dalvík og
gerði hún efninu góð skil.
Samband eyfirskra kvenna
var stofnað í Glerárþorpi árið
1945 fyrir forgöngu Halldóru
Bjarnadóttur. Innan vébanda
þess eru 8 kvenfélög með 440
meðlimi. Félög þessi eru: Von
á Siglufirði, Vaka á Dalvík, Til-
raun í Svarfaðardal, Hvöt á Ár-
skógsströnd, Kvenfélag Hrís-
eyjar, Freyja í Arnarneshreppi,
Kvenfélag Hörgdæla og Gleym-
mér-ei í Glæsibæjarhreppi.
Kvenfélagið Tilraun er elst
þessara félaga og var stofnað
1915. Ekki er að efa að hug-
sjónamaðurinn Guðjón Bald-
vinsson frá Böggvisstöðum átti
mikinn þátt í stofnun þess
félags. Honum voru jafnrétt-
ismál kvenna rík í huga á þeim
árum og barðist með oddi og
egg fyrir því að konur nytu
fullra réttinda til jafns við
karlmenn.
Fyrstu stjórn S.E.K. skipuðu
þær Þóra Stefánsdóttir Hjalt-
eyri formaður, Stefanía Jóns-
dóttir Daivík féhirðir og Jón-
heiður Eggerts Glerárþorpi rit-
ari.
Á þessum 40 árum sem liðin
eru frá stofnun Sambands ey-
firskra kvenna hefur það lagt
ýmsum góðum málum lið og
safnað fé til líknarmála. Á aðal-
fundi sínum nú samþykktu
kvenfélagskonur áskorun til
heilbrigðisráðherra að hann
beiti sér fyrir því að tryggður
verði rekstrargrundvöllur að
hópskoðun með röntgenmynda-
töku af brjóstum kvennavegna
krabbameinsleitar. Samkvæmt
læknaskýrslum liggur fyrir að
árlega deyja 25 íslenskar konur
af völdum brjóstkrabbameins.
Núverandi stjórn sambands-
ins er þannig skipuð: Formað-
ur: Ragnheiður Sigvaldadóttir
Dalvík, ritari: Ragnhildur Sig-
fúsdóttir Einarsstöðum, gjald-
keri: Edda Jensen Hauganesi.
Samvinnu-
dagur á
Blönduósi
vetur er til 10. júní.
Nemendur Samvinnuskólans
voru alls 113 í vetur og luku 40
samvinnuskólaprófi. í hópi nem-
endanna voru 34 í framhaldsdeild
sem starfar í Reykjavík, og af
þeim hópi gangast 18 undir stúd-
entspróf nú í vor.
8009 manns hafa tekið þátt í
starfsfræðslunámskeiðum Sam-
vinnuskólans frá því að þeim var
hrundið af stað 1977, en úr þess-
um hópi hafa 267 sótt námskeið
skólans á liðnum vetri. Nú í vor
verða um 35 námskeið á jafn-
mörgum stöðum í landinu auk
Bifrastar.
Framhaldsdeild Samvinnuskól-
ans verður slitið í Reykjavík
laugardaginn 11. maí næstkom-
andi.
Hæsta einkunn á samvinnu-
skólaprófi hlaut þessu sinni Sig-
ríður Helga Sveinsdóttir úr Borg-
arnesi, 9,00.
í skólaslitaræðu sinni minntist
Jón Sigurðsson aldarafmælis Jón-
asar Jónssonar, fyrsta skólastjóra
Samvinnuskólans, og sagði með-
al annars: „Lífið og blómi þess
átti að vera hugsjón skólanna.
Þaðan áttu frjálsir, glaðværir og
andlega hraustir menn að ganga
út í atvinnulífið og til þátttöku í
menningarstarfsemi þjóðarinnar.
Jónas fyrirleit þá hugsun að þjóð-
in ætti að skiptast í andlegar
stéttir, lærða menn og almúga.
Hann vildi að skólarnir legðu
grunninn að áhuga allra á sjálfs-
námi, á sannri og lífvænlegri
mennt og menningu sem af and-
legu hungri og frjálsri og forvit-
inni þekkingarleit leiðir. Þannig
átti sönn hámenning og mikill
lærdómur um leið að dafna sem
þjóðleg alþýðumenning."
„Sú nýjung frá liðnum vetri
sem ef til vill verður nemend-
um minnisstæðust er samþætt-
ingarverkefnið sem efnt var til
rúma viku í janúar síðastliðn-
um. Þá var starfí skólans sprett
upp og þar með bekkjaskipt-
ingu og stundatöflu, en náms-
greinar samþættar. 16 fímm
manna nemendahópar störf-
uðu að því verkefni hver um
sig að stofna nýtt fyrirtæki sem
hópurinn hafði áður valið sér
sjálfur. Það gekk mikið á og
störfín stóðu langt fram á
nætur. Það er vissulega lær-
dómsríkt að kynnast því af eig-
in raun hvflík orka leysist úr
læðingi þegar áhugi, kapp og
eigið frumkvæði nemendanna
fær að njóta sín eins og hérna
varð.
Samvinnuskólinn mun að
sjálfsögðu reyna að Iæra af
þessari reynslu og efna til
slíkra samþættra verkefna
framvegis. Aftur á móti eigum
við, stjórnendur og starfsmenn
skólans, enn eftir að fjalla bet-
ur um reynsluna af samþætt-
ingunni því að augljóst er að
þarna náðist árangur sem ekki
fæst með hefðbundnu skóla-
starfí. Ég held því ekki fram að
þar með eigi að víkja öðru
skólastarfí til hliðar en ég full-
yrði að af nýjungum af þessu
tagi má mjög margt Iæra.“
Þetta kom meðal annars fram
í yfirlitsræðu Jóns Sigurðssonar
skólastjóra Samvinnuskólans á
Bifröst við skólaslit 1. maí síðast-
liðinn, en þá lauk 67. skólaári
Samvinnuskólans og 30. ári hans
á Bifröst í Norðurárdal. Um-
sóknarfrestur um skólavist næsta
éemm
OallacLaga
íslenska
MAÍ1985
112 3 4
56| 7 |891011
12 15 14 15 16 17 18
19 20121122232^25
26 27|28|29 30 31
FÉLAG ÍSLENSKRA
IÐNREKENDA
Hallveigarstígl 101 Reykjavfk sími 91 27577