Dagur - 13.05.1985, Page 2
2 - DAGUR - 13. maí 1985
Við hvað ætlarðu
að vinna í sumar?
Ingólfur Jónsson:
Ja, það er nú bara ekki ákveð-
ið.
Páll Gíslason:
Ég hef enga vinnu.
Kjartan Guðmundsson:
Á Svalbarðseyri. Ég veit ekki
við hvað.
Hjördís Stefánsdóttir:
Ég fæ vinnu á frystihúsinu.
Unnið af Kristínu M. Jóhanns-
dóttur og Olgeiri Þór Marinós-
syni.
Þeir litu inn á ritstjórn Dags
fyrir stuttu, tveir menn um
fertugt. Vilhjálmur Friðþjófs-
son og Þórir Haraldsson. Þeir
báru þess merki að lífið hafði
ekki leikið við þá. Andlitin
þreytulegri en fólk á að venjast
hjá mönnum á þessum aldri.
„Jú, svona getur brennivínið
farið með mann,“ sagði Vil-
hjálmur. „Ég var búinn að
drekka árum saman, og réði ekk-
ert við þetta, var gjörsamlega
kominn í ræsið. Þetta var orðinn
einn allsherjar brennivínsvíta-
hringur. Það var engin undan-
komuleið, bara að útvega sér
eitthvað að drekka. Samt var vilji
til að reyna að hætta, en Bakkus
var alltaf sterkari.“
- Hvernig er hægt að halda sér
gangandi fjárhagslega með svona
mikilli drykkju?
„Það er hægt með ýmsu móti.
T.d. var ég í vinnu stund og
stund, allt upp í nokkra mánuði.
Síðan var dottið rækilega í’ða.
Þá var að fara að slá, reyna að fá
lán hjá Pétri og Páli, það gekk oft
ótrúlega vel.“
- Þú segir að þú hafir haft vilja
og löngun til að hætta drykkj-
unni.
„Já, viljinn var fyrir hendi, en
getan til að hætta var aftur á móti
ekki til. Ég var búinn að reyna
allar mögulegar leiðir. Búinn að
fara á allar meðferðarstofnanir
sem til voru, en þær gögnuðu mér
ekki.“
- Nú ertu „edrú“?
„Já, ég hafði ekki reynt Hlað-
gerðarkot, sem Samhjálp rekur.
Þar komst ég inn fyrir um það bil
tveimur árum. Það má segja að
það hafi gjörbreytt lífi mínu.“
- Á hvern hátt?
„Ég fékk trú á sjálfan mig að
nýju, því það má segja að sjálfs-
virðing hverfi fullkomlega þegar
maður er kominn þetta langt í
óreglunni. Þarna kynntist ég líka
trúnni á Jesúm Krist. Það má segja
með sanni, að trúin á Krist sé lyk-
illinn að lækningunni við þessari
drykkjusýki, að minnsta kosti
hvað mig varðar. En ég vil taka
það skýrt fram að ég er alls ekki
að lasta aðrar meðferðarstofnan-
ir, síður en svo. Það er vitað mál
að þær vinna stórkostlegt starf,
og hjálpa mörgum, en það dugði
þeirra sem eru í svipaðri stöðu og
þeir voru sjálfir.“
- Hvernig gengur svo salan?
„Hún gengur mjög vel,“ segir
Vilhjálmur. „Bókin sem við
erum að selja núna heitir Reyndu
aftur maður og segir einmitt frá
ungum manni sem lendir í glæp-
um í New York, er grunaður um
morð, lendir í fangelsi, en slepp-
ur og snýst á sveif með mönnum
Guðs, virkilega góð bók,“ segir
hann.
- Hvernig er svo að vera laus
úr þjónustu Bakkusar?
„Það er alveg yndislegt," segir
Vilhjálmur. „Allt annað líf, nú
fer maður fyrst að átta sig á því
hvað það er að lifa góðu lífi,“
segir Þórir.
Við sendum þessum lífsreyndu
mönnum bestu kveðjur og
þökkum þeim fyrir spjallið. gej
Vilhjálmur Friðþjófsson og Þórir Haraldsson.
bara ekki fyrir mig. Það var sem
sagt Hlaðgerðarkot, og það sem
þar er gert sem breytti mínu lífi í
þá átt, að mér þykir aftur þess
virði að lifa því. An þess væri ég
eflaust enn í drykkju og ólifnaði
í Austurstrætinu.“
- En nú ert þú Akureyringur,
hvers vegna ekki í drykkju og
ólifnaði í Hafnarstræti á Akur-
eyri?
„Það er líklega vegna þess að
hér er ekkert skýli, eða afdrep
fyrir slíka útigangsmenn, og þess
vegna fær Reykjavík þann vafa-
sama heiður að hafa þessa menn
á sínu svæði. Svo er líka um
stærri markað að ræða í Reykja-
vík, ef svo má segja.“
- Þórir, hvernig er þín saga?
„Hún er nú ósköp svipuð sög-
unni hans Vilhjálms. Ég byrjaði
að drekka fyrir um það bil 20
árum. Drykkjan hefur truflað
mitt líf í 17 ár. Stefnan hefur ver-
ið niður á við í þann tíma, og síð-
ustu 5 árin var hún beint niður.
Þessi 5 síðustu ár breyttu mér úr
venjulegum borgara í betlandi
róna. En síðustu 2 ár hef ég verið
edrú og það á ég eingöngu að
þakka því að ég komst í kynni við
starfið að Hlaðgerðarkoti, og
trúnni á Jesúm Krist.“
- Hvað eru svo tveir fyrrver-
andi drykkjumenn að gera á Ak-
ureyri?
„Við erum að selja hér bók á
vegum Samhjálpar. Þannig er að
Samhjálp hefur gefið út sögur
sem tengjast lífi manna sem hafa
farið illa út úr samskiptum við
þjóðfélagið, orðið undir eins og
sagt er, lent í glæpum og eitur-
lyfjum, en hafa snúið baki við
fyrrverandi líferni og snúist til
trúar á Krist og hafið störf í þágu
Akið hægar
Lesandi blaðsins hafði samband
við okkur og vildi koma á fram-
færi við ökumenn í þessum bæ að
fara örlítið hægar á leið sinni um
syðsta hluta Hörgárbrautar. „Það
er eins og menn séu í eilífum
kappakstri á þessari leið,“ sagði
hann. Aðspurður sagðist hann
geta ímyndað sér að það væri
hlaupið vor í ökumenn.
Það þarf varla að benda öku-
mönnum á að þarna er mikil um-
ferð gangandi fólks, og merkt
gangbraut, sem þarf að taka tillit
til. Góðir ökumenn, sýnið nú að-
gæslu og léttið á bensínfætinum.
Kaflinn sem lesandi okkar hef-
ur í huga, er frá brúnni að Höfða-
hlíð.