Dagur - 21.06.1985, Page 3
21. júní 1985 - DAGUR - 3
Stofnskrárfundur málfreyju-
deildanna Mjallar og Rúnar
var haldinn 20. apríl sl. í
Lóni við Hrísalund. Fundinn
sóttu málfreyjur víðs vegar af
landinu. Hátíðin hófst með
boði bæjarstjórnar Akureyr-
ar síðdegis, en hátíðarfund-
urinn hófst síðan kl. 19.00.
Fundinn sátu um 100 manns.
Aðalræðu kvöldsins flutti
séra Birgir Snæbjörnsson
sóknarprestur,
Deild verður fullgildur að-
ili að alþjóðasamtökum mál-
freyja, I.T.C., við afhend-
ingu stofnskrár. Halldóra
Arnórsdóttir afhenti mál-
freyjudeildinni Mjöll alþjóð-
legu stofnskrána, en Sigrún
Sigurðardóttir afhenti
stofnskrána málfreyjudeild-
inni Rún. Þessar konur eru
báðar í málfreyjudeildinni
Kvisti, Reykjavík, og hafa
þær verið Akureyrardeildun-
um leiðarljós frá upphafi.
Samtökin voru upphaflega
stofnuð vestur í Ameríku af
konu sem hét Ernestine
White. Markmið hennar var
að hjálpa konum svo að þær
mættu öðlast þroska, siðfágun
og virðingu, styrkja persónu-
leika sinn, bæta hæfileikann
til eðlilegra samskipta og tjá
sig á réttan hátt til þess að
vera í forystu á heimili, í
sveitarfélagi og í þjóðfélag-
inu.
Akureyrardeildirnar Mjöll
og Rún voru stofnaðar 26.
febrúar 1984, og voru stofn-
félagar í hvorri deild 30. í
dag starfa 22 konur í mál-
freyjudeildinni Mjöll undir
forsæti Sonju Sveinsdóttur
og 29 konur í málfreyjudeild-
inni Rún, en forseti þeirrar
deildar er Hulda Eggerts-
dóttir.
Málfreyjur
Helgi Bergs, bæjarstjóri, tekur á móti Aðalheiði Alfreðsdóttur, málfreyju,
en bæjarstjóri hélt málfreyjunum hóf í tilefni stofnskrárfundarins.
Málfreyjur á málfundi.
Dórothea Bergs heilsar upp á Heiðrúnu Steingrímsdóttur.
Stelpur
-núeríag
Pað er margt sérkennilegt sem rekur á fjörur okkar á Degi. Par
á meðal er eftirfarandi bréf þar sem karlmaður í Bandaríkjun-
um er að auglýsa eftir konu á íslandi. Maðurinn á ekki í erfið-
leikum með að telja upp eigin kosti í 10 liðum og samhliða setur
hann upp þá eiginleika sem vœntanleg eiginkona þarfað hafa til
að bera. En hér er bréfið í lauslegri þýðingu:
Ég er myndarlegur bandarískur karlmaður. Ég rek eigið fyrir-
tæki. Ég stjórna því sjálfur með aðstoð annarra, til að fyigjast
með að öllum kröfum sé fullnægt. Ég hef mikinn áhuga á að
kynnast íslenskri konu og ef (seinna) okkur líkar vel hvoru við
annað, vil ég gjarnan giftast henni. Bandarískar konur eru fal-
legar og hafa fágaða framkomu, en þær eru kuldalegar og ekki
nógu tilfinningaríkar. Fannig vii ég að konur séu við menn sína.
Listinn hér fyrir neðan hefur að geyma þá eiginleika sem ég
hef og þá eiginleika sem ég sækist eftir hjá konu.
íslensk kona:
1. Heiðarleiki
2. Fegurð
3. Tilfinninganæmi
4. Tryggð
5. Gáfur
6. Metnaður
7. Kvenleiki
8. Aldur 22-32 ára
9. Einhleyp
10. Barnlaus (kannski 1)
Bandarískur karlmaður:
1. Heiðarleiki
2. Myndarlegur
3. Gáfaður
4. Tilfinninganæmur
5. Metnaður
6. Fjárhagslega sjálfstæður
7. Tryggur
8. Einhleypur
9. Aldur 35 ára
10. Hefur gaman af börnum
Fær sem hafa áhuga vinsamlega sendið bréf og nýlega mynd
(ekki eldri en 30 daga gamla) til:
P.O. box 93396
Cleveland, Ohio, USA 44101
Ég mun senda sömu
skilyrðin.
upplýsingar til baka, til þeirra sem uppfylla
Með kveðju.
Öflugt
leiklistarstarf
á Norðurlmidi
Aðalfundur Leikfélagasambands
Norðurlands var haldinn á Hótel
Húsavík laugardaginn 25. maí sl.
Voru þar mœttir 30 fulltrúar frá 8
leikfélögum. Fundarstjóri var kos-
inn Theodór Júlíusson frá Leikfé-
lagi Akureyrar.
Sambandið var stofnað á Akureyri
um hvítasunnuna 1983 og hefur það
haldið fundi haust og vor síðan.
Aðalmarkmið sambandsins er að efla
og viðhalda leiklistarstarfsemi á
Norðurlandi m.a. með því að hafa
sem öflugust innbyrðis tengsl milli
aðildarfélaganna, sameiginleg nám-
skeið, menningarhátíðir o.þ.h. í
anda þessa markmiðs var á þessum
fundi sýnt leikrit þar sem 5 leikarar
frá 4 leikfélögum fóru með hlutverk.
Leikararnir höfðu aldrei hist áður,
en fengið send handrit með nokkrum
fyrirvara. Leikritið var sýnt tvisvar
sinnum. í fyrra skiptið án samæfing-
ar, en í seinna skiptið eftir að hópur-
inn hafði unnið verkið undir leiðsögn
Þráins Karlssonar frá Leikfélagi Ak-
ureyrar. Var mál manna að þessi til-
raun hefði tekist mjög vel og eru
uppi ýmsar hugmyndir um áframhaid
á slíkri samvinnu.
Kristján Hjartarson frá Leikfélagi
Dalvíkur sem verið hafði formaður
Sambands leikfélaga á Norðurlandi
frá stofnun þess og Pétur Haraldsson
frá Leikfélagi Ongulsstaðahrepps,
sem verið hafði gjaldkeri, gáfu ekki
kost á sér til endurkjörs. Núverandi
stjórn Leikfélagasambands Norður-
lands skipa: María Axfjörð, Leikfé-
lagi Húsavíkur, formaður, Leifur
Guðmundsson, Leikfélagi Önguls-
staðahrepps, gjaldkeri og Vera Sig-
urðardóttir, Kröflu, Hrísey, ritari.
ÆTTARMOT
Afkomendur Ágústu Sigurðardóttur og Gunn-
laugs Jónssonar halda ættarmót að Freyjulundi
í Arnarneshreppi dagana 13. og 14. júlí nk.
Hafið með ykkur tjöld.
Tilkynnið þátttöku fyrir 1. júlí í síma 96-25477 og
96-22651 Afkomendur.
Vörubílstjorar - jeppaeigendur
og aðrir bílaeigendur.
Höfum tekiö í notkun mjög fullkomna vél sem
jafnvægisstillir (ballanserar) allar stærðir hjólbarða.
Felgustærð 10-26 tommur.
Komið og reynið viðskiptin
Hjólbarðaþjónustan
Hvannavöllum 14b, Akureyri • Sími 22840
Rokk-A-Bl
Lakkskór í stfl fimmta áratugarins
Töff herra-lakkskór
frá
Svartir og rauðir.
SÍMI
(96) 21400