Dagur - 21.06.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR-21. júní 1985
/
/
MTTWM ■f
- segir Stefán Björnsson læknir í
Lára Vilhelmsdóttir Ijósmóðir hefur tekið á móti 336 Ólafsfirðingum.
þurft að fara út
- Lára Vilhelmsdóttir, ljósmóðir í stuttu spjalli
„Hér er vinnuaðstaða
með því besta sem völ
er á. Tækjakostur er
ákaflega góður og hafa
kvenfélögin á staðnum,
Slysavarnafélagið og
Kiwanisfélagið haft veg
og vanda af tœkja-
gjöfum til Horn-
brekku, “ sagði Stefán
Björnsson lœknir í
Olafsfirði. Nefndi Stef-
án í því sambandi
röntgentœki, hjarta-
línurit og hjartastuð-
tœki.
„Það var spennandi að koma
aftur á heimaslóðir, en ég er
fæddur Ólafsfirðingur, og byrja
á því að byggja stöðina upp frá
grunni. Það var mikil vinna við
þetta, það þurfti til dæmis að
breyta sjúkraskrárkerfinu og var
það mikið átak.“
A Hornbrekku er þrískipt
starfsemi, sjúkradeild, ellideild
og heilsugæsla. Sinnir Stefán
öllum þessum þáttum auk þess
sem hann er almennur heimilis-
læknir og sér um almennt heilsu-
far Ólafsfirðinga. Pá er ung-
barna- og mæðraeftirlit einnig á
hans könnu.
„Jú, ég er ansi bundinn, ég er
á vakt allan sólarhringinn allan
ársins hring. Ég hef alls ekkert á
móti mikilli vinnu, en vaktirnar
eru samt slítandi. Ráðuneytið
telur staðinn of lítinn til að hér
megi vera annar læknir. Ég hef
þó fengið meðhjálpara, sem unn-
ið hefur með mér um tíma og
einnig leyst mig af.“
Ólafsfirði
Talið berst að vaktavinnunni
og Stefán lætur í ljós þá skoðun
sína að vaktirnar séu illa borgað-
ar. Stefán er sérfræðingur í heim-
ilislækningum, en að sögn hans
eru þeir með lægra fastakaup en
aðrir sérfræðingar, auk þess sem
þeir fá minna fyrir bakvaktir og
engan fá þeir bílastyrkinn. Var
Stefán að vonum óhress með
þetta fyrirkomulag. Við víkjum
frá þessu tali, þar sem sýnt er að
við getum ekkert lagað ástandið
og spyrjum Stefán hvort hann
liafi frá fyrstu tíð verið ákveðinn
í að gerast læknir.
„Ég fór í Menntaskólann á Ak-
ureyri og þegar ég var þar í
öðrum bekk ákvað ég að skella
mér út í læknisfræðina. Á síðasta
ári í læknisfræðinni var ég ákveð-
inn í að gerast heimilislæknir og
fór út til Svíþjóðar að læra það.
Fyrst eftir að ég kom út lenti ég
á tvö þúsund manna sjúkrahúsi
og byrjaði að vinna á geðdeild,
svo ég varð að gjöra svo vel og
læra sænskuna fljótt. Þetta var
mikil og góð reynsla. Síðan fór ég
til bæjar sem heitir Skövde og er
um hundrað og fimmtíu kíló-
metra frá Gautaborg og þar lærði
ég heimilislækningar. Svíarnir
eru langt komnir með byggingu
heiisugæslustöðva, þeir eru búnir
að uppgötva að það er ódýrara ef
hægt er að sinna sem flestum
sjúklingum í sinni heimabyggð.
Þegar námi var lokið fór ég til
Ólafsfjarðar og leysti af til að
byrja með, en flutti hingað
síðar. Sumir segja að það sé erfitt
að koma aftur til síns heimabæjar
sérstaklega þegar hann er lítill.
Mér þótti það hins vegar bara
gaman, það kemur sér líka vel í
heimilislækningunum að þekkja
sína sjúklinga vel og þannig er
heimilislæknisfræðin byggð upp.
Óneitanlega var allt annað að
hefja störf hér miðað við að
vinna í Svíþjóð, þar sem unnið er
til klukkan fjögur á daginn og eft-
ir það er maður ekkert truflaður.
Það var dálítið mikið um það
fyrst eftir að ég byrjaði að ég væri
kallaður út á nóttinni, en það
hefur róast mikið. Ég hugsa að í
fyrstu hafi gætt óöryggis meðal
bæjarbúa, það var alltaf verið að
skipta um lækna, en nú eftir að
ég hef verið hér þennan tíma þá
er fólk öruggara.“
- Þú ætlar að vera áfram hér í
Ólafsfirði?
„Ég tek eitt og eitt ár í einu, er
ekki með langtímaáætlanir. Ann-
ars kann ég vel við mig hér í
Ólafsfirði og börnin eru alls kost-
ar ánægð. Konan mín sem er úr
Reykjavík kann einnig vel við sig
hér, þó henni finnist Múlinn dá-
lítið erfiður. Það segir sína sögu,
að við erum ekki enn farin að sjá
Piaf,“ sagði Stefán Björnsson
hinn geðþekki læknir þeirra Ól-
afsfirðinga að lokum.
A efri hœðinni á Horn-
brekku er dvalarheim-
ilið og sjúkradeildin.
Við fórum upp og leit-
uðum logandi Ijósi að
kvenkyns viðmœlanda
úr hópi starfsfólks.
Fórnarlamb okkar
varð Lára Vilhelms-
dóttir, lœrð Ijósmóðir,
en starfar við hjúkrun
á Hornbrekku. Lára
lét til leiðast að spjalla
aðeins við okkur. Við
byrjuðum á að spyrja
Láru hvort hún væri
Ólafsfirðingur, og þar
fram eftir götunum.
»Ég er nú Skagfirðingur, en
hef búið hér í Ólafsfirði í tæp 27
ár og hef alltaf starfað hér sem
ljósmóðir.“
- Þú ert þá líklega búin að taka
á móti nokkrum Ólafsfirðingum?
„Já, ég hef tekið á móti fáein-
um, ljósubörnin mín eru orðin
336 á þessum tæpu 27 árum.“
- Hvað fæðast hér mörg börn
á ári?
„Það fæðast svona 12-15 börn
á ári, en við höfum fengið allt
upp í 25 í góðum árum. Þetta er
mjög mismunandi tala.“
- Nú er ekki aðstaða til að
taka á móti börnum hér, en vilja
konur í Ólafsfirði ekki heldur
fæða heima?
„Það stendur til að það komi
hér aðstaða í framtíðinni og kon-
urnar vilja gjarnan fæða heima.
Ég tek ennþá á móti börnum ef
þau fæðast hér heima, konurnar
eru stundum svo fljótar að þær
komast ekki á sjúkrahús.“
- Geturðu sagt okkur frá ein-
hverju sem þér er minnisstætt úr
ljósmóðurstarfinu?
„Það er auðvitað margt minn-
isstætt. Það eru margar næturnar
sem ég hef þurft að fara út. Fór
þá ýmist ríðandi á hestum eða
var dregin á sleða sem bundinn
var aftan í dráttarvél. Þetta er
svona eins og gengur og gerist,
það er auðvitað minnisstætt að
vera dregin aftan i dráttarvél."
Og þar með kvöddum við Láru,
með þökk fyrir spjallið, það var
ekki hægt að tefja hana lengur
frá vinnunni. -HJS
Stefán Bjömsson læknir: Það var spennandi að koma aftur á heimaslóðir og
taka þátt í að byggja þessa stöð upp frá grunni.