Dagur - 21.06.1985, Side 11

Dagur - 21.06.1985, Side 11
21. júní 1985 - DAGUR - 11 ,Ég virðist virka eim og hákarlafœla“ - segir Haukur Hreggviðsson, fálkaeftirlitsmaður um varptímann. Þetta veit al- menningur ekki. Þetta gildir um nokkra fugla hér á landi, fálkann, örninn, haftyrðilinn og snæugl- una. Nálægt hreiðrum þessara fugla má ekki koma á meðan egg og ungar eru í hreiðrum nema með ráðuneytisleyfi. Ég hef t.d. rekið mig á það að fólk sem hefur vitað af fálkahreiðrum, m.a. fólk hér í sveitinni og hefur ætlað að fara og mynda fuglana hefur ekki haft hugmynd um að það væri að brjóta lög. Það hefur einungis haft áhuga á ljósmyndun og lang- að að eiga myndir af fálkunum.“ - Varðar þetta sektum? „Já, ég bara veit ekki hvað sektin er há, í reglugerð sem er gefin út 1968 er talað um 2.500- 15.000 gkr. sekt við þessu broti. Síðan geta menn dundað við að framreikna." - Hvernig er það, er aðalvarp- svæði fálkans hér á Norður- og Norðausturlandi? „Já, hér og á Vestfjörðum má segja að sé aðalsvæðið, en þetta svæði hér er sennilega þekktast. Það er raunar ekki svo afskap- lega langt síðan fálkaegg voru tekin úr hreiðrum og seld og þá voru menn út um allt að tína egg til að selja þau og því ekkert skrýtið að þetta svæði sé vel þekkt. Gamlir menn hér í sveit- inni hafa sagt mér að þegar þeir voru ungir þá hafi þeir stundað að tína egg til að blása úr og selja.“ - Þetta hefur kannski verið aukabúgrein þess tíma? „Já, það má vel segja það og einn af þeim sem keypti mikið af eggjum hér var maður úr Laxár- dal, William Frans Pálsson hét hann, hann var á kafi í þessum bisness og flutti eggin út, andar- egg líka að sjálfsögðu, og hafði til þess tilskilin leyfi.“ - Hvað finnst þér um hug- mynd Jóns í járnblendinu að fara út í útflutning á fálkaeggjum nú til dags? „Ja, ég veit ekki hvort þetta er nokkuð frekar hans hugmynd en mín, það eru mörg ár síðan ég kom fram með þá hugmynd að fylgjast með öllum fálkahreiðrum á landinu og taka undan þeim þannig að þeir séu hvergi á fleiri en þremur eggjum. Þeir eiga nógu erfitt með að koma upp þremur ungum. Náttúrlega færi það eftir árferði hvað yrði tekið undan þeim. Þessi umframegg mætti öll selja að mínu mati og nota peningana til að borga sterka gæslu um allt land. Af- gangurinn, ef hann yrði einhver, rynni þá til líffræðideildar Há- skólans til líffræðirannsókna. Þar vantar alltaf peninga og þarna gæti verið lausn á því. Þetta kost- ar að vísu lagabreytingar en það ætti ekki að vera svo erfitt að koma þeim í gegn, það hafa jú verið gerðar lagabreytingar áður.“ - Nú voru að finnast fálkar í frysti á Húsavík, hvað viltu segja um það mál? „Það er óneitanlega dálítið harkalegt, þá kemur upp það sem aldrei hefur mátt minnast á að ís- lendingar væru með í spilinu. Ég meina það, að úr því að þeir geta skotið fálka, af hverju skyldu þeir þá ekki geta selt upplýsing- ar? Ég lít a.m.k. þannig á málið.“ - Hvernig gengur samstarfið við lögregluna, er kerfið jafn seinvirkt gagnvart þér og það virtist vera í þessu fálkamáli á Húsavík; fyrst að senda einum bréf sem svo sendir einhverjum öðrum bréf? „Nei, nei, ég hef bara beint samband við lögreglustöðina á Húsavík. Eins hef ég mjög gott samstarf við mann sem hefur ver- ið að rannsaka lifnaðarhætti ís- lenska fálkans, Ólaf Karl Niels- en. Þar að auki hefur fólk hér verið mjög duglegt við að láta vita ef það hefur orðið vart við grunsamlegar mannaferðir. Þar sem ég er bara einn með svona stórt svæði þá byggist árangur míns starfs mikið á því að fólk hringir í mig og lætur mig vita um mannaferðir og þá er að fara á staðinn." - Það er þá almennur áhugi á því meðal manna í Mývatnssveit að vernda fálkana sína? „Já, það er engin spurning; menn vilja það og viðhorfið er alltaf að breytast og áhuginn að aukast eftir því sem meiri árang- ur sést af starfinu.“ - Veldur fálkinn þá ekki nein- um usla hér í Mývatnssveitinni? „Nei, hann veiðir að vísu dálít- ið af rjúpu, en ekki meira en svo að það er nóg í jólasteikina handa öllum sem vilja." - Þú segist stunda þessi eftirlitsstörf í sumarfríinu þínu, hvað starfarðu þannig að þú hafir svona langt sumarfrí; tvo og hálf- an mánuð? „Ég er vélvirki hér í Kísiliðj- unni og hef 5 vikna sumarfrí hin- ar 5 vikurnar sem fara í þetta sinni ég þessu með vinnunni." - Er þá ekki auðvelt að hringja í Kísiliðjuna og kanna hvort þú sért að vinna og fara á meðan og ræna? „Nei, svo einfalt er það nú ekki. Sveitungarnir eru árvökulir og það er auðvelt fyrir mig að fá einhvern til að leysa mig af annað hvort í vinnunni eða við gæsluna, þannig að það er aldrei neinn ör- uggur tími fyrir fálkaeggjaþjófa. Svo á ég ýntis leynivopn í bak- höndinni ef á þarf að halda." - Hefur þú verið áhugamaður um fugla lengi. eða kom það til eftir að þú komst hingað í fugla- paradís Islands? „Nei, ég er búinn að vera það lengú ég get sagt með sanni að ég sé búinn að liggja yfir fuglum síð- an ég var svona 6-7 ára. Ég er Vopnfirðingur og það er mikið um fugla þar, m.a. alls kyns flækingsfugla og þar sá ég mikið af fuglum sem eru fáséðir. Þetta er sjálfsagt eitthvað sem er í blóðinu, einhver baktería. Auð- vitað jókst áhuginn mikið eftir að ég kom hingað, ég neita því ekki.“ - Ertu landsbyggðarmaður? „Já, það má eiginlega segja að ég sé náttúrubarn, mér líður hvergi betur en þegar ég er kom- inn sem lengst upp á fjöll.“ - Þetta er þá óskastarf fyrir þig að passa fálkana? „Já, það má segja það.“ - Og vel launað að sjálfsögðu? „Þetta er unnið í sjálfboða- vinnu að vissu marki, ég fæ borg- aðan bílastyrk og annað ekki.“ - Hvað finnst þér um tilboð Bílaleigu Akureyrar að bjóða tvo bíla til að nota við eftirlitsstörf yfir sumarið? „Mér líst í sjálfu sér vel á það, en þá kemur spurningin um pen- ingana upp aftur, til að nýta bíl- ana þarf tvo menn og þeir verða einhvers staðar að fá laun." - Þarna gæti hugmyndin um að selja eggkomið í góðarþarfir. „Já víst gæti hún það. Ég er sannfærður um að það eru flestir íslendingar sem vilja hafa fálk- ann þó hann sé ránfugl og þetta er ekki verri leið til að fjármagna vörsluna en hvað annað. Ég vil endilega að þetta verði kynnt fyr- ir þingmönnum og náttúruvernd- armönnum og síðan athugað með lagabreytingar í þessu sambandi. Eflaust eru einhverjir sem eru á móti þessu af náttúruverndar- sjónarmiðum en ég tel þetta á vissan hátt náttúruvernd. Fálkinn á í erfiðleikum með að konta upp fleiri en þrem ungum og því má þá ekki taka eggin strax eins og að láta ungana veslast upp vegna fæðuskorts seinna?“ - Haukur, svona í lokin; það er annað mál sem mikið hefur tengst fréttum úr Mývatnssveit í vor og sumar og þá á ég við kís- ilgúrnám í Mývatni. Hvernig líst þér sem náttúruverndarmanni á áframhaldandi tilverurétt Kísil- iðjunnar? „Það byggist algjörlega á svari urn rannsóknir. Éf rannsóknir sýna að lífríki Mývatns sé í hættu, þá er ekki spurning um að Kísiliðjan á að víkja. Við tökum ekki nýtt Mývatn og slettum því einhvers staðar inn á landið. eins og hverjum öðrum punkti inn á landakort. Þessi staður á engan sinn líka, alla vega ekki í Evrópu og sennilega hvergi í heiminum. þannig að það er alls ekki rétt- lætanlegt á neinn hátt að fórna Mývatni fyrir tímabundið kísil- nám eða eitthvað annað. Við höfum hvorki siðferðilegan né lagalegan rétt til að gera slíka hluti. “ - Þú segir þetta þó svo þú byggir afkomu þína og fjölskyldu þinnar á Kísiliðjunni. „Já, því mín vinna skiptir ekki máli ef lífríki Mývatns er annars vegar, það eru hreinar línur á því. Ég get alltaf fengið mér eitt- hvað annað að gera, hér eða ann- ars staðar." Þar með sláum við botninn í þetta samtal við Hauk Hregg- viðsson, fálkaeftirlitsmann og náttúruverndarmann í Mývatns- sveit, sem hefur í nógu að snúast þessa dagana. - ám

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.