Dagur - 17.07.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 17.07.1985, Blaðsíða 4
.••***/'* 4 - DAGUR - 17. júSí 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 220 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 30 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Húsgagnaefti rl it til Grímseyjar Húsgagnasmiður einn á Akureyri, sem um tíma framleiddi talsvert af hjónarúmum fyrir verslun í Reykjavík, varð fyrir því er hann heimsótti verslunina, að kaupmaðurinn tjáði honum að kvartað hefði verið undan því að í einu af rúmun- um sem hann seldi hefði brakað. Fór hann fram á það við smiðinn að hann færi í tiltekna blokk í borginni og athugaði málið. Smiðurinn gekk að nokkrum innfluttum hjónarúmum í versluninni, hreyfði við þeim og spurði verslunareigandann að því hvað hann hygðist gera við brakinu sem hvarvetna heyrðist í innfluttu húsgögnunum. Svarið var það, að þetta væri framleitt erlendis og því væri ekkert hægt að gera í málinu. Segja má að þessi saga sé dæmigerð fyrir þá hörmung sem innlendur húsgagnaiðnaður hefur mátt þola. Ekki aðeins hafa verið gerðar meiri kröfur til innlendra húsgagna, heldur hefur kaupmannavaldið haft ákaflega takmarkaðan áhuga á að selja innlendu framleiðsluna. Fyrir um það bil einum og hálfum áratug var húsgagnaiðnaður í miklum blóma víðs vegar um landið. Á Akureyri unnu þá um 150 manns við húsgagnasmíði og mikil þekking og reynsla hafði skapast. Við inngönguna í EFTA varð skyndileg breyting á þessu. Innflutningur var gefinn frjáls og óheftur og ekkert mátti gera til að vernda innlendu framleiðsluna. Meiri gróði varð til í versluninni, bæði hjá umboðsaðilum, heildsölum og smásölum. Enginn hafði áhuga á að selja íslensk húsgögn. Nú er svo komið á Ak- ureyri, svo dæmi sé tekið, að innan við tugur manna vinnur við húsgagnasmíði, þar sem áður unnu um 150 manns við þessa iðngrein. íslenskur húsgagnasmiður hugðist síðan nota sér þetta rómaða frelsi og flytja út húsgögn til Svíþjóðar. Hann leitaði sér upplýsinga, sendi prufur og var tjáð að þær uppfylltu ekki gæða- kröfur sem n.ánar voru tilteknar. Úrbætur voru gerðar á framleiðslunni, en þegar til kom var honum bent á enn aðrar kröfur sem þyrfti að uppfylla, nema hvað þær höfðu ekki verið nefnd- ar í kjölfar fyrri prufusendingarinnar. Eftir tölu- vert mas gafst íslenski húsgagnasmiðurinn upp á því að gerast útflytjandi á húsgögnum. Hann lenti í klónum á einum af verndaraðgerðum sænsks húsgagnaiðnaðar. Þannig hefur frelsið og inngangan í EFTA leikið íslenskan húsgagnaiðnað, með dyggum stuðningi íslenskra innflytjenda. Dagur leggur til að sett verði á laggirnar stofnun er nefnist Húsgagnaeftirlit ríkisins. Sú stofnun verði stað- sett í Grímsey og að ekkert innflutt húsgagn verði selt hér á landi nema að undangenginni nákvæmri gæðarannsókn þessarar stofnunar. Merídsviðburður á tónlistarári Árið, sem nú er vel hálfnað, hefir verið nefnt „Tónlistarár Evrópu“, í tilefni af stórum af- mælum hinna miklu meistara. Er Bach þar fremstur í flokki, stundum nefndur „fimmti guðspjallamaðurinn“, vegna síns mikla og ódauðlega fram- lags til kirkjulegrar tónlistar. Aðrir eru: Hándel, Schiitz og Scarlatti, og jafnvel fleiri. Svo sem kunnugt er, hefir þessa tónlistarárs verið minnst víða um heim og einnig með myndarskap hér á Fróni. Og ekki er úr vegi að geta þess, að Kirkjukórasamband Eyjafjarðar- prófastsdæmis lét ekki sitt eftir liggja til að prýða þetta hátíðarár með veglegu söngmóti, sem hald- ið var hinn 15. júní, bæði í Tjarn- arborg í Ólafsfirði og að kvöldi þess dags í Akureyrarkirkju, við góða aðsókn. Víst hefði mátt ætla að ein- hverjir, sem vit hafa á, hefðu séð ástæðu til að geta ekki ómerki- legra viðburðar en þetta söngmót var. En fyrst svo var ekki, hlýt ég að koma þessari frétt á framfæri þótt seint sé og ekki verði fag- mannlega að staðið. Er mér það líka harla ljúft, því að ætíð mun ég minnast þessa viðburðar með gleði. Þetta var áttunda söngmót Kirkjukórasambandsins, og tóku flestallir kórar héraðsins þátt í því. Voru söngstjórar sem hér segir: Áskell Jónsson, Guðmund- ur Jóhannsson, Guðmundur Þor- steinsson, Jakob Tryggvason, Jón Hlöðver Áskelsson, Ólafur Tryggvason, Sigríður Schiöth og Soffía Eggertsdóttir. Einsöngvari með kirkjukór Akureyrar var Gunnfríður Hreiðarsdóttir. Með kór Lögmannshlíðarkirkju voru einsöngvarar: Helga Alfreðsdótt- ir, Þuríður Baldursdóttir, Micha- el J. Clarke og Eiríkur Stefáns- son. Undirleik önnuðust: Krist- inn Örn Kristinsson, Áskell Jónsson, og svo hljómsveit skipuð kennurum eg nemendum Tónlistarskóla Akureyrar. Fyrirferðarmestir á söng- skránni voru „afmælisbörnin": Bach, Handel og Schútz, sem áttu helming laganna, er sungin voru, og var Bach þar langdrýgst- ur. Önnur nöfn á söngskránni voru þeirra Schuberts og Mozarts, og ekki skömmin að slíkum „meðreiðarsveinum"; Þá eru þeir líka kunnugir að öllu góðu, Jóhann Ó. Haraldsson, Sigfús Einarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sem áttu sitt lag- ið hver. Eftir söng sex kóra, sem sumir voru samansettir af fleiri kirkju- kórum, var sameiginlegur söngur þeirra allra og sungin sjö lög. Var endað á hinum óviðjafnanlega lofsöng: Ó, Guð vors lands. Hinn sameinaði kór mun varla hafa tal- ið innan við 170 manns, og var söngur hans voldugur og til- komumikill á að hlýða. Eins var um söng hinna einstöku kóra. Segja mátti að þeir færu allir á kostum. Og mér er óhætt að segja, að söngmót þetta hafi tek- ist hið besta og allir verið stór- hrifnir, sem þess nutu. Sem lítið dæmi máli mínum til sönnunar vil ég geta þess, að þegar komið var út á hlað Akureyrarkirkju eftir sönginn, spurði einn gestanna ónefndan söngstjóra, „hvernig í ósköpunum stæði á því að þeir hefðu ekki sprengt kirkjuna"? Söngstjórinn, sem lagði sinn skilning í spurninguna, svaraði að bragði: „Það er svo mikið járn í veggjunum“! Þessa er nú svona til gamans getið, en það sýnir þó nokkuð stemminguna að lokinni þessari góðu og göfugu söngskemmtun. Og ég vil enn þakka öllum þeim sem að þessu söngmóti stóðu og lögðu á sig ómælt erfiði, án þess að horfa til annarra launa en þeirra, sem fólgin eru í því að vinna ágætt verk. Óg það tókst þeim svo sannarlega. Þá tekst vel til, ef söngmót Kirkjukórasam- bandsins verður ekki einn hinn mesti menningarviðburður ársins hér í héraðinu. Söngmálastjóri þjóðkirkjunn- ar, Haukur Guðlaugsson, inn- leiddi mótið með því að stjórna fyrsta laginu. Þjóðkirkjan hefir verið einstaklega lánssöm með söngmálastjóra, síðan það emb- ætti var stofnað. Og Haukur Guðlaugsson er svo sannarlega enginn eftirbátur forvera sinna í einu eða neinu, og ijúfmennska hans og vinsældir alkunnar. Formaður Kirkjukórasam- bandsins, Guðmundur Þorsteins- son, hefir beðið mig að koma á framfæri þakklæti til bæjarstjórn- ar Akureyrar, fyrir veittan styrk, sem ég geri hér með. Bjartmar Kristjánsson. Opið Bréf - Til Kristjáns Ólafssonar forseta bæjarstjórnar Tilefni skrifa minna er sú stað- reynd að einn af togurum Dal- víkinga, Dalborg EA 317, var látin landa afla sínum í Hrísey eins ferðina enn, 11. júní f.m. Nóg um það. Málið er að hluta af aflanum var komið til vinnslu á Grenivík og I Ólafs- fírði á sama tíma og fískhús á Dalvík standa tóm. Og hver stendur fyrir þessu annar en forseti bæjarstjórnar á Dalvík. Eru hagsmunir Dalvíkur þarna í fyrsta sæti? Skiptir það þig e.t.v. engu máli hvort eða hvern- ig fiskur er unninn í húsunum á Dalvík? Er sú ákvörðun að láta Dalborgu landa í Hrísey og flytja síðan afla til Grenivíkur og Ólafsfjarðar, tekin af forseta bæjarstjórnar, Kristjáni Ólafs- syni, eða af fulltrúa KEA á sjáv- arútvegssviði, Kristjáni Ólafs- syni? Til sjós eru menn reknir fyrir minni sök en þetta. Og þú ert kosinn í bæjarstjórn til að gæta hagsmuna Dalvíkur en ekki KEÁ og hagsmunir þessara aðila fara ekki alltaf saman. Mér er það minnisstætt að þeg- ar ég var lítill strákur á Siglufirði sá ég eitt sinn sjónleik sem hét Einn þjónn og tveir herrar. Þar var þjónninn í stöðugum vand- ræðum með það með hvorum yfirboðaranum hann ætti að spila í það og það skiptið og allt end- aði með ósköpum. Kristján Ólafsson, hvorki þú eða aðrir geta þjónað tveim herr- um svo báðum líki. Að lokum. Það fólk sem nú skipar meirihluta bæjarstjórnar úndir þinni forystu. er hugrakkt í meira lagi. Ámi Þórðarson, stýrimaður, Dalbraut 6, Dalvík. Loðdýraskinn: Norðmenn stor- auka framleiðslu - Fluttu út fyrir 1.850 milljónir sl. ár. Á síðasta ári voru flutt út frá Noregi loðskinn fyrir sem svar- ar 1.850 milljónum íslenskra króna. Það var um 500 millj- ónum krónum meira en árið 1983. Samtals voru flutt út 547.955 minkaskinn fyrir um 550 milljón- ir ísl. króna. Flutt voru út 363 þúsund blárefaskinn fyrir sem svarar 930 milljónir ísl. króna. Mest var aukning í útflutningi á silfur- og platínurefaskinnum en þau voru um 50.000 að verðmæti um 370 milljónir ísl. króna. Aukin eftirspurn hefur verið bæði á minka- og refaskinnum. Helstu kaupendur eru í Vestur- Evrópu, Japan, Hong Kong og Bandaríkjunum. Sérstaklega hef- ur salan aukist til Hong Kong og Japan. í upphafi ársins voru um 2.300 loðdýrabú í Noregi og þar störf- uðu samtals um 2.600 manns. Auk þeirra er talið að um 7.000 manns hafi atvinnu óbeint vegna loðdýraræktarinnar. Það er við fóðurframleiðslu, flutninga, verkun skinna og sölu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.