Dagur - 17.07.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 17.07.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 17. júlí 1985 Birgðaminnkun á svína- og dilkakjöti - en aukning á birgðum nautgripakjöts Uppiýsingaþjónusta landbún- aðarins hefur sent frá sér yfirlit um framleiðslu á kjöti hér á landi. Kemur þar m.a. fram að birgðir hafa aukist ■ nautgripa- kjöti, minnkað í svínakjöti og einnig hafa dilkakjötsbirgðir minnkað. Birgðir aukast í nautgripakjöti Mjög litlar breytingar hafa orðið í sölu nautakjöts undanfarin ár. Árleg sala hefur verið um 2.400 tonn. Meðalneysla á íbúa hefur lítillega lækkað á síðastliðnum 5 árum eða úr 10,8 kg á mann niður í 9,4 kg. Birgðir 1. júní sl. voru samtals 697 tonn en það var tæpum 30% meira en á sama tíma í fyrra. Svínakjöt í sókn Nokkur aukning hefur verið í sölu á svínakjöti að undanförnu. Birgðir eru mun minni nú en fyrir ári. Frá 1. september og fram til 1. júní sl. var heildarsalan 1141 tonn sem var rúmlega 4% meiri sala en á sama tímabili í fyrra. Birgðir 1. júní sl. voru aðeins 22 tonn, sem var 61% minna magn en 1. júní 1984. Meðalneysla á hvern íbúa hér á landi var á árunum 1982-1983 aðeins 3,6 kg á mann. Ári síðar var neyslan á mann einu kg meiri eða 4,6 kg. Svínakjöt hefur orðið vinning- inn yfir hrossakjötið. Meðal- neysla á hrossakjöti var á sl. ári 3,5 kg á mann. Góð sala í dilkakjöti í maí Nokkur samdráttur hefur verið í sölu á kindakjöti frásl. septem- ber til 1. júní nú í ár miðað við sama tímabil verðiagsársins á undan. Meðalsala á mánuði þetta tímabil var rétt um 840 tonn. Það er um 7% minni mánaðarsala en var árið áður. í maí var aftur á móti veruleg aukning í sölunni eða rétt um 32% miðað við maí 1984. í þessum mánuði seldust 1319 tonn af kindakjöti þar af 1051 tonn af dilkakjöti. Það hafa verið flutt út 2052 tonn af kindakjöti þar af rétt um 30 tonn af ærkjöti, frá 1. septem- ber 1984 og fram til 1. júní. Þetta er tæplega 40% minni útflutning- ur en árið áður. Birgðir af dilkakjöti 1. júní sl. voru 3711 tonn, en það var um 5% minni birgðir en árið áður á sama tíma. Nautakjötsbirgðir voru um 700 tonn 1, júní sl. Mjólkurframleiðslan. Smávegis samdráttur í júní Smávegis samdráttur varð mjólkurframleiðslunni í júní- mámnuði miðað við júní í fyrra. Hins vegar hefur orðið aukning þegar miðað er við fyrstu 6 mánuði ársins, eða um 1,63%. Mestur varð samdrátturinn í júní hjá Mjólkursamlagi KEA, en þar hafði mjólkin minnkað um 4,4% í júní miðað við fyrra ár. Á Húsavík var innvigtunin 3,9% minni og hjá Mjólkurstöðinni í Reykjavík var tekið á móti 3,6% minna magni en í júní í fyrra. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var um nær óbreytta framleiðslu að ræða. Þegar á heildina er litið varð 0,95% samdráttur í mjólkur- framleiðslunni í júní miðað við sama tíma í fyrra. í maf varð hins vegar aukning á innveginni mjólk 4,14%, en í þeim mánuði varð jafnframt söluaukning í nær öllum mjólkur- afurðum, þar af 22% aukning á smjörsölu og 44% aukning á sölu smjörva. í lok maí voru til í birgðum 327 tonn af smjöri og 737 tonn af mjólkurostum. - HS Breytingar á jarðræktarlögum Samþykktar voru breytingar á jarðræktarlögunum frá 1972 á síðustu dögum Alþingis nú í vor. Veigamestu breytingarnar voru þær að framlag til ræktunar grænfóðurs er fellt niður, nema til að bæta úr fóðurskorti vegna kals og annarra ræktunaráfalla af völdum harðinda. Þá hefur fram- lag vegna endurræktunar verið hækkað. Framlag til girðinga um heimahaga hefur verið fellt niður. Þá hefur framlag til vél- grafinna skurða og plógræsa ver- ið lækkað úr 75% af kostnaði Flug og bíll' nú einnig innanlands Flugleiðir eru nú að byrja að bjóða farþegum í innanlands- flugi upp á „flug og bfl“. Fyrst um sinn verður þetta í gildi fyr- ir farþega til Reykjavíkur en bráðlega einnig fyrir farþega þaðan út á land. Að sögn Sæmundar Guðvins- sonar fréttafulltrúa Flugleiða er um verulegan afslátt á flugi að ræða ef tekinn er bíll með og bíll- inn fæst einnig verulega ódýrari en venja er um bílaleigubíla. Sem dæmi nefndi Sæmundur að flug frá Akureyri og bíll fyrir 3 í 4 daga kostar 4.567 kr. fyrir manninn, frá Húsavík 4.969 kr. og frá Sauðárkróki 4.261 kr. gk-. Líflegt í sumar - segir hótelstjórinn á Húsavík „Þetta er búið að vera ansi líf- legt í sumar,“ sagði Auður Gunnarsdóttir hótelstjóri á Hótel Húsavík aðspurð um ferðamenn þar það sem af er sumri. „Við fáum alltaf hópa á fimmtudögum og það er nánast alltaf fullbókað hjá okkur. Veðr- ið hefur líka verið með besta móti í sumar svo ekki fælir það frá.“ - ám niður í 70%. Framlag til byggingar votheys- geymslna hefur verið nær tvö- faldað. Þá er ekki veitt framlag til byggingu þurrheyshlaðna nema þar sé fullkomið súgþurrkunar- kerfi. Nú miðast framlagið við fermetra en ekki rúmmetra eins og áður. Framlag til garðávaxta- geymslna miðast við fermetra og þar sé loftræstibúnaður. Þá eru nýjungar í lögunum að veitt eru framlög út á uppeldishús á garðyrkjubýlum, til loðdýra- bygginga og til ræktunar skjól- belta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.