Dagur - 17.07.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 17.07.1985, Blaðsíða 7
6 — DAGUR - 17. júlí 1985 17. júlí 1985 - DAGUR - 7 „Ég mætti á stofnfund Skóg- ræktarfélags Siglufjarðar árið 1940, við vorum 10 eða 12 sem mættum þar. Nú, fyrstu árin vorum við eingöngu í því að út- vega plöntur í garða. Síðan dofnaði heldur yfír félaginu og um ’49 vorum við Kjartan Bjarnason eiginlega einir eftir. Við kusum okkur sjálfa í stjórn og héldum áfram þó að útlitið væri ekki bjart.“ Pað er Jóhann Þorvaldsson á Siglufirði sem segir af sjálfum sér og skógræktarmálum. Tíðinda- menn Dags hittu hann á útivistar- svæði Siglfirðinga sem er eini sjáanlegi trjáreiturinn í firðinum. Þó eru trén ekki há, þau hæstu slaga í mannhæð og við höfum orð á þessu við Jóhann. „Þetta er eina leiðin til að þau þoli álag vetrarins,“ segir hann og frekari skýringar eru á reiðum höndum: „Ég vil miklu fremur að trén vaxi hægt og verði sterk, þoli álagið af snjóalögum, heldur en að þau vaxi hratt, því þá brotna þau einfaldlega undan snjónum - verða ekki nógu sterk.“ En við höldum áfram að tala um upphafið. Jóhann segir frá því hvernig hann fór að því að fá styrk frá Skógrækt ríkisins: „Við sömdum um það við bæjarstjórn- ina 1950 að fá úthlutað hér landi og út á það fengum við styrkinn. Þá girtum við fimm og hálfan hektara. Síðan leituðum við til átthagafélaga í bænum og gerð- um við þau samning, þau myndu hjálpa okkur við að girða, og fá í staðinn land til að planta trjám, og félögin fengu land í hlutfalli við fjárframlög þeirra, en skóg- ræktarfélagið hafði það land sem eftir var. Þetta voru Skagfirðing- ar og Þingeyingar, og þeir skiluðu svo því landi sem þeir fengu, tíu árum síðar og síðan hefur skógræktarfélagið haft allt landið.“ Þar til fyrir tíu árum hafði Jó- hann unnið alla sína skógræktar- vinnu án þess að þiggja laun fyrir. Og í skógræktinni var hann 20 til 30 daga á hverju sumri. „Svo kom ég því þannig fyrir að þetta er unglingavinna og þá fæ ég greitt frá bænum.“ Reyndar hafði Jóhann unglinga í vinnu hjá sér allt frá árinu 1951 en það var að mestu sjálfboðavinna. „Allt, nema það sem Þingeying- arnir og Skagfirðingarnir settu niður, hef ég sett niður ásamt krökkunum. Hér hefur enginn annar fullorðinn sett niður plöntu. Mér telst til að hér séu komnar niður eitthvað á bilinu 80 til 85 þúsund plöntur. Og við vor- um einmitt núna að ljúka við að setja niður 2000 plöntur. Það má kannski segja að í þetta hafi farið meiri vinna en venjulega fer í þessi verk, en ég legg áhersluna á það hve margar plöntur lifa en ekki hve margar eru settar niður. Og til að þær lifi þarf að vanda gróðursetninguna." Árið 1981 var ár trésins og þá gekk Jóhann á fund bæjarstjórn- ar Siglufjarðar og í tilefni ársins fékk hann viðbótarland. „Þar eru komnar niður 16-17 þúsund plöntur," segir hann. Og í fyrra barst skógræktarfé- laginu góð gjöf. Það voru nokkrir Siglfirðingar sem urðu 50 ára það árið, sem kölluðu Jóhann á sinn fund og sögðust vilja gefa fjár- upphæð til að kaupa „nokkrar plöntur“. Jóhann: „Þeir létu mig hafa tíu þúsund krónur og við keyptum 100 blágrenisplöntur og seinna verða keyptar aspir.“ Það er augljóst að Jóhann hef- ur gefið sig mikið að skógrækt- armálum. En lengst af hefur hann haft þann opinberlega starfa að vera kennari, en lét af því starfi fyrir tveim árum. Nú er hann 76 ára gamall. í 50 ár kenndi hann við barnaskólann og var einnig skólastjóri iðnskólans í 35 ár, samhliða barnaskóla- kennslunni. Það má því með sanni segja að hann hafi haft mik- ið að gera. Þegar Jóhann leiðir blaðamenn Dags um skógræktarsvæðið kem- ur í ljós að þetta er sennilega ein- hver skjólsælasti staðurinn í Siglufirði. Og fegurð náttúrunnar er mikil. Þetta er útivistarsvæði Siglfirðinga og sem við fetum okkur áfram gegnum ræktina koma í Ijós Siglfirðingar í sól- „Þegar ég verð dauður verð ég áfram á flakki hérna,“ segir Jóhann. Og ítrekar: „Ég verð hér meðan ég mögulega get.“ - KGA Jóhann Þorvaldsson í skjólsælum reit á útivistarsvæði Siglfírðinga. Mynd: KGA. „Ég verð hér meðan ég mögulega get“ — spjallað við Jóhann Þorvaldsson um skógræktarmál á Siglufirði Texti: -yk. Myndir: KGA. Þegar tíðindamenn Dags voru á ferð á Siglufirði fyrir skömmu var okkur bent á að talá endilega við Guðbrand Magnússon, „hinn aldna eldhuga og út- vörð vísindanna í Norðrinu, “ eins og Helgi Hall- grímsson hefur titlað hann. Guðbrandur kenndi á Siglufirði ífjölda ára en er líklega þekktastur fyrir áhuga á náttúrufræðum og ýmsu grúski. Þegar okkur bar að garði á heimili Guðbrands var hann í kjallaranum að binda inn bækur. „Hvað ætli svona gamall og ruglaður karl eins og ég geti sagt ykkur strákar mínir, “ sagði hann og bað okkur blessaða að ganga inn. Við héldum að það kæmi bara í Ijós og tylltum okkur hjá karli þar sem hann sat við bókbandið. Þessi skápur var fullur af spilum áður en Guðbrandur seldi þau útlendu. Nú eru bara íslensku spilin eftir. hoA oíhq eom on m on irol or nlnntnnnfn“ „rdO cllld oclll cy III dll VCl Cl |JIUII1UIIUIII - segir Guðbrandur Magnússon fjölfróður náttúrugrúskari á Siglufirði „Hann pabbi gamli var alltaf að binda bækur. Hann sagði oft við okkur krakkana: Þið megið fara út að leika ykkur nema þú Brandur minn, þú verður að hjálpa mér. Ég lærði þetta strax þegar ég var 10 ára.“ Þannig segir Guðbrandur frá því hvernig hann lærði bókbandið og hlær við. Þessa stundina var hann að binda inn Hæstaréttardóma fyrir ungan lögfræðinema. - Ertu Siglfirðingur að ætt og uppruna? „Nei, ég er úr Steingrímsfirði. Frá Hólum í Staðardal í Stein- grímsfirði. Pabbi bjó þar og þar eru 8 bæirnir af 10 í eyði. Allt dautt. Við vorum svo vitlaus að við seldum okkar jörð, einhverjum andsk... laxveiðimönnum." - ...Sem stórgræða á henni líklega? „Nei, nei. Þeir fá aldrei neitt, bara bleyta sig í ánni.“ Það er merkilegt með hann Guðbrand að hann blótar mikið en hann „blótar svo fallega", eins og einhvers staðar var sagt um prest sem talaði svona. Guðbrandur seg- ist hálfsjá eftir kotinu og hefur greinilega taugar til æskuslóðanna. Nú langar hann að fara vestur og fara yfir Steingrímsfjarðarheiðina á nýja veginum sem þar er kominn. - Hvenær komst þú svo til Siglu- fjarðar? „Það var árið 1941. Þá kom ég að vestan og er búinn að vera hér síðan.“ - Lestu mikið af því sem þú bindur? „Nei, guð hjálpi þér. Þá gengi þetta ekki neitt. Það er ómögulegt að láta hann Steingrím sauma, sagði pabbi. Hann er alltaf að lesa strák- uririn. Steingrímur var uppeldis- sonur hans.“ - En lestu mikið af bókum sem þú átt sjálfur? „Já, svolítið. Þið verðið bara að koma upp og sjá pentiríið mitt. Ég er með prívat á hverri hæð,“ segir karl og fylgir okkur upp á næstu hæð þar sem hann er með herbergi sem helst líkist skrifstofu. Þar er hann með mikið af bókum, skrifborð og ýmsa merkilega smáhluti í skúffum og á hillum. Þar er hann með spila- safnið sitt og spilabækurnar. „Þessa skrifaði ég nú sjálfur,“ segir hann og sýnir okkur eina. Hún er um sögu spilanna. „Ég safnaði spilum í mörg ár, var með þessar skúffur fullar," segir hann og sýnir okkur skúffurnar. „Svo seldi ég þetta allt nema ís- lensku spilin. Ég á þau ennþá." Við skoðum spilin sem hann á enn eftir. En ætli Guðbrandur hafi spilað með spilunum? „Nei, ég hafði engan tíma til þess. Við spiluðum jú stundum í gagn- fræðaskólanum í frímínútum. Við spiluðum bridge og ég vann éinu sinni fjögur lauf. Nei, fimm voru þau.“ Guðbrandur sýnir okkur mynd af sér ásamt vini sínum, yngsta synin- um og prestinum, standandi á kirkjutröppunum á Siglufirði og í Ijós kemur að hann var meðhjálpari í kirkjunni. „Séra Ragnar sagði allt- af við mig: Eitt ár, eitt ár. Ég var meðhjálpari í 25 ár þangað til Ragn- ar hætti.“ Það er þó nokkuð af bókum uppi í hillum og sumar laglega innbundn- ar. Ég spyr Guðbrand hvort hann hafi safnað mörgum bókum. „Ég hef ekki safnað,, bókum. Eg kann bara að binda bækur og því hef ég hirt um þetta. Það var hérna maður á Siglufirði sem keypti Speg- ilinn eins og ég. Það fór allt í rusla- tunnuna jafnóðum. En hér er ég með þetta allt innbundið. Ég keypti hann frá upphafi og þangað til Páll Skúlason hætti með hann. Einu sinni gekk ég fram á Pál Skúlason á Þingvöllum og það var nagli kominn í gegnum sólann og upp í fótinn á honum.Hvar eru nú allir smiðir þessa staðar með sína gervöllu naglbíta? Mikið helvíti er að ná ekki andskotans naglanum úr, sagði hann. Svona lét hann, hann Páll Skúlason. Hann hafði svo gam- an af að gantast svona.“ Næst sýnir Guðbrandur okkur nokkra steinmola sem hann sagði að væru grafít. Þá hafði hann fundið í Hafnafjalli við Siglufjörð. Grafít þetta hefur einnig verið kallað blý- antssteinn og staðurinn þar sem það fannst hefur verið kallaður Blýkerl- ingarmelur, en grafít er það sem við notum til að skrifa með þegar við skrifum með blýanti og á það ekkert skylt við blý. „Þetta var búið að vera týnt í tvöhundruð ár. Ég fór og leit- aði sumar eftir sumar þangað til ég fann þá.“ Guðbrandur skrifaði rit- gerð um grafítfundinn í Týli 14. tbl. sem kom út á síðasta ári. Þar rekur hann sögulegar heimildir um blý- antsstein í Siglufirði og segir svo frá því þegar hann lagði upp við þriðja mann í ferðina þegar hann fann steininn sjálfur en þá hafði hann verið týndur í 200 ár: „Laugardaginn 12. maí 1984, varð það loks úr, að við fórum þrír sam- an í Hafnarfjallið, inn og upp af Höfn, til að freista þess að finna hann. Með mér voru þeir bræður Jón og Þórður Þórðarsynir frá Siglu- nesi. Vorum við allir orðnir sæmi- lega ráðsettir: Þórður að verða 63ja ára, Jón að verða 74ra ára og undir- ritaður 77 ára, enda var hér full al- vara á ferðum!“ Á hundrað ára afmæli Mennta- skólans á Akureyri gaf Guðbrandur gagnfræðaprófshúfu sem er sú eina sem vitað er um nú, að sögn Tryggva Gíslasonar skólameistara. En það er annað merkilegt við þessa húfu, nefnilega það að á henni er lít- ill silfurskjöldur með merki eftir Guðbrand sjálfan. „Skólafáninn var með mynd af uglu sem situr á bók- felli en uglan var talin vera vísdóms- fugl og þetta var merki skólans. Ég teiknaði eftir þessari mynd þetta merki.“ í gjafabréfi sem Guðbrand- ur lét fylgja húfunni segir hann að hann hafi gert þetta merki árið 1926 þegar hann sat í 1. bekk og var þetta merki notað upp frá því á húfur gagnfræðinga en þær lögðust mjög af um eða uppúr 1928 eftir að farið var að útskrifa stúdenta frá Mennta- skólanum. Ég spyr Guðbrand að því hvort hann hafi ferðast mikið um landið. Ekki vildi hann meina það en þó grunar mig að þar hafi hann verið fullhæverskur. Tvisvar hefur hann farið hringinn í kringum landið og svo hefur hann m.a. gengið um alla Skagafjarðarsýslu og skráð flóru Skagafjarðar. Þar hefur hann fundið og skráð 342 tegundir og er með handrit tilbúið til útgáfu. - Þetta er mikið að muna, öll þessi plöntunöfn? „Það eina sem ég man vel eru plöntunöfn, nöfn á villigróðri.” - Þú þekkir þá kannski ekki það sem er í garðinum hjá þér? „Nei, ekki þetta útlenda. Það er komið í ljós að karlinn er vel að sér í grasafræði og þekkir eitt- hvað til steina líka en hvað með fuglana? Hann vildi ekki gera mikið úr þekkingu sinni á fuglunum. Sagðist jú vita hvað þeir heita og taldi reyndar fugla á Siglufirðið á hverj- um vetri í mörg ár. - En hvernig er farið að því að telja fuglana svo eitthvert vit sé í? Er nokkur leið að gera það þegar þeir fljúga fram og aftur? „Sko, það eru vissar reglur sem er farið eftir. Ég taldi í 10 ár frá Gatinu sem við köllum, hérna inn fyrir,inn á leirurnar og út að Selvíkurnesvit- anum. Alltaf sama svæðið í 10 ár. Svo tók ég annað svæði, frá garðin- um hérna innan við og vestur að Máná næstu 10 ár. Eitt af því sem ég fann út var að straumendur eru allt- af við Siglunesið, öll árin. Aldrei hér inni á firðinum. Þær eru á straum- ánum á sumrin en úti á sjó á vet- urna. Stokkendurnar voru aftur allt- af inni á ósunum. Svona er þetta furðulegt." Þetta eru e.t.v. ekki sér- lega merkileg sannindi en dæmi um það sem þrautseigir náttúruskoð- endur geta fundið út og þessar upp- lýsingar þóttu nógu merkilegar á sínum tíma til að dr. Finnur Guð- mundsson fuglafræðingur ritaði um það grein. Það hefði verið hægt að halda lengi áfram að spjalla við Guðbrand og fræðast um margt af honum en nú var kominn matartími og við farnir að tefja hann þannig að við þökkuðum fyrir okkur. „Þið megið fara út að leika ykkur krakkar nema þú, Brandur minn, þú verður að hjálpa mér,“ sagði faðir Guðbrands við strákinn og lét hann hjálpa sér við bókbandið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.