Dagur - 17.07.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 17.07.1985, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMiÐIR ! SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 17. júlí 1985 77. tölublað Kanadaverkefni Slippstöðvarinnar: Nemur 40-50% af af- köstum í eitt til tvö ár Svæðisútvarpið: - Áður en tekin verður ákvörðun um frekari rekstur - Starfsmönnum fjölgað - alltaf eitt skip i slipp i Talsverðar Iikur eru á að Slipp- stöðin á Akureyri fái verkefni við breytingar og endurbætur á kanadískum togurum út allt næsta ár og jafnvel fram á árið 1987. Gunnar Ragnars framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar er ný- kominn frá Kanada þar sem endanlega var gengið frá samn- ingum um breytingar á tveimur fyrstu skipunum og kemur það fyrra í september í haust. Menn frá útgerð skipanna koma til Ak- ureyrar um miðjan ágúst og þá verður gengið frá samningum um tvö næstu skip. Ætlunin er að semja um tvö skip í senn og að um Færeysk bókagjöf Á mánudaginn voru Amtsbókasafninu á Akureyri afhentar bækur, sem því hafa borist að gjöf frá Færeyjum, um 100 bindi. Það var landsbókavörður Færeyja, Sverri Egholm, sem afhenti bækurnar að viðstaddri bókasafnsnefnd og stjórn Færeyingafélagsins á Akureyri. Hér glugga þeir í færeyska bók, Sverri Egholm og Ólafur Sigurðsson, sem á sæti í bókasafnsnefnd. Mynd: KGA. senn samfellda vinnu verði að ræða þannig að alltaf sé a.m.k. eitt skip upp í slipp. Eins og áður hefur komið fram í fréttum felast þessar breytingar fyrst og fremst í því að það á að kassavæða skipin,en eins og er,er allur fiskur ísaður í stíur. Einnig á að styrkja skipin fyrir siglingar í ís. Þess má geta að auk þessara breytinga má gera ráð fyrir að mikil vinna við hefðbundna klössun fylgi með í kaupunum. Að sögn Gunnars koma þessi verkefni til með að nema um 40-50% af afköstum Slippstöðv- arinnar og hafa það í för rrieð sér að fjölga verður starfsmönnum, sérstaklega plötusmiðum. -yk „Ef við förum í gang þá förum við af miklum krafti í gang,“ sagði Jónas Jónasson forstöðu- maður Ríkisútvarpsins á Akur- eyri, aðspurður um reynsluna af rekstri svæðisútvarpsins og um það hvert framhaldið verði. Starfsmenn svæðisútvarpsins hafa að undanförnu verið að taka saman skýrslu um reksturinn og sagðist Jónas verða að fá þá skýrslu í hendur áður en hann gæti sagt nokkuð um það hvert framhaldið yrði. Þegar sú skýrsla er komin og starfsmenn komnir úr sumarleyfum verður hún lögð fyrir hlutaðeigandi aðila og ákvörðun tekin um framhaldið. -yk. Bygging verkamannabústaða: Fjölnir var með lægsta tilboðið - sem nam þó yfir 90% af kostnaðaráætlun Dráttarvextir á hita- veitureikningana - og leiðrétt vegna lægra hitastigs Hitaveitustjórn hefur ákveðið að frá og með 1. júlí verði út- gáfa reikninga með þeim hætti, að þeir verða sendir út Árlax í Kelduhverfi: Hlutafé aukið „Þetta gengur allt eðlilega fyr- ir sig, miðað við að þetta er starfsemi sem er að byrja,“ sagði Sigurgeir Isaksson, versl- unarstjóri í Ásbyrgi er hann var spurður hvernig laxeldi í Árdal hefði gengið. „Það eru núna 60.000 seiði í uppeldi þarna og er áætlað að sú tala hækki. Þau eru í húsi sem er 200 ferm. að stærð og er gert ráð fyrir að bæta við öðru húsi jafn- stóru, auk þess að setja 6-8 ker út og verða þau mismunandi stór. í þau eiga seiði að fara sem eru í uppeldi. Aætlað er að auka hlutafé um helming á þessu ári, úr 5,6 mill- jónum í 11,2. Eins og starfsem- inni er háttað í dag er þarna 1 og hálft starf, en verður 2 og hálft í framtíðinni.“ -HJS með sama hætti og áður með gjalddaga fyrsta dag mánaðar eftir notkunartímabil, en hins vegar verða reiknaðir dráttar- vextir hafi reikningarnir ekki verið greiddir á eindaga, sem er 15 dögum síðar. Þá hefur sú regla verið tekin upp að ef hitastig vatns í tengi- brunni, miðað við 80°C framrás- arhita' frá miðluhargeymi, er lægra en 77°C, plús eða mínus ein gráða, skal lækka orkuverð til viðkomandi neytenda um 5% óg síðan um 5% við hverjar 2°C sem brunnhitastig reynist lægra en að framan greinir. Verða reikningar notenda sem fá lægra hitastig leiðréttir sam- kvæmt þessari reglu. - HS. í gær voru opnuð tilboð í bygg- ingu 15 íbúða í verkamanna- bústöðum sem eiga að rísa við Fögrusíðu. Lægsta tilboð kom frá Trésmiðjunni Fjölni. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 47.185.967,00 kr. og nam tilboð Fjölnis 90.25% af þeirri upphæð. Haraldur og Guðlaugur buðu 91.77% af kostnaðaráætlun, Hí- býli 94% af kostnaðaráætlun og Aðalgeir og Viðar 97.12%. Þaö vckur nokkra athygli að Um síðustu helgi gekk bleikja í bæði Hörgá og Eyjafjarðará, að sögn Kristjáns frá Djúpa- læk, en hann hefur eftirlit með veiði í þessum tveim ám. Kristján sagði að menn hefðu verið að fá stóra og góða bleikju þcssi tilboð liggja nær kostnaðar- áætlun en lengi hefur tíðkast þar sem alvanalegt hefur verið á undanförnum árum að verktakar hafi boðið allt niður fyrir 80% af kostnaðaráætlun. Þetta gerist þrátt fyrir að þessi bygging sé eina stóra verkefnið sem menn sjá fyrir í bráð. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hver fær verkið þar sem eftir er að yfirfara tilboð. Áætlaður byggingartími húss- ins er 18 mánúðir. -yk. upp eftir allri Hörgá og sömu sögu væri að segja í Eyjafjarðará. Bleikjan gengur hratt upp árnar núna og veiðist því frekar á fremri svæðunum en síðar í sum- ar eða í haust er svo aftur von á smærri bleikju sem fer skemmra upp árnar. -vk. Fá stóra og góða bleikju

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.