Dagur - 17.07.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 17.07.1985, Blaðsíða 9
17. juií 1985 - DAGUR — 9 Kemst Þór áfram? Þórsarar eiga góða möguleika á að komast í 4-liða úrslitin í bikarkeppni KSÍ, en þeir leika í kvöld gegn FH í 8-Iiða úr- slitum gegn FH á Akureyrar- velli. Liðin mættust í 1. deildar keppninni í Hafnarfirði á dög- unum, og þá sigraði Þór með tveimur mörkum gegn engu. Þórsliðið er taplaust á heimavelli í sumar, hefur aðeins tapað einu stigi í jafnteflisleik gegn Víði þannig að liðið stendur sterkara fyrirfram og ætti ef allt fer eftir bókinni að standa uppi sem sigur- vegari gegn FH. En það getur allt gerst í knatt- spyrnu og ekki síst þegar um bikarleiki er að ræða. Leikurinn í kvöld ætti a.m.k að geta orðið góð skemmtun, og eins og venju- lega geta áhorfendur haft sitt að segja og hreinlega ráðið úrslitum með góðum stuðningi. Leikurinn hefst kl. 20. Kristján langbestur Kristján Hjálmarsson náði langbestum árangri á Húsavík- urmótinu í golfi sem lauk sl. mánudag. Veður var afleitt til keppni á meðan mótið fór fram og varð m.a. að fresta keppni einn daginn þess vegna. Kristján lék á 323 höggum og var tæplega 30 höggum betri en næsti maður. í 2. flokki karla sigraði Gísli Vigfússon á 367, Bjarni Sveinsson í 3. flokki á 428, Sigríður B. Ólafsdóttir í kvenna- flokki á 439 og í drengjaflokki Örvar Þ. Sveinsson á 412 höggum. Húsvíkingar undirbúa nú af kappi opið stigamót sem haldið verður þar 27. og 28. júlí en þetta er mesta mót sem þeir hafa feng- ið inn á völl sinn. Tryggvi Gunnarsson skorar fyrra mark KA með góðu skoti, snemma í seinni hálfleik. Mvnd: KGA. KA er komið í undanúrslitin „Það var aldrei nein spurning að ég myndi skora úr þessari vítaspyrnu, ég skaut ekki fyrr en markmaðurinn var kominn í hitt hornið. Mikilvægasta vítaspyrna sem ég hef tekið og nú er að fá heimaleik í undan- úrslitum og síðan Þór í úrslita- leik á Akureyri, það er draum- urinn,“ sagði Njáll Eiðsson eftir að KA hafði slegið Víði út úr bikarkeppninni í gærkvöld. Úrslitin 2:1 fyrir KA sem hefur fyrst liða tryggt sér sæti í undanúrslitum. Hrikalegur hálfvitaháttur Guðjóns Guðmundssonar fyrir- liða Víðis færði KA vítaspyrnu á mínútíi leiksins. Hann á Tryggva Gunnarsson síðustu réðist „ ..J66.„ , markteig Víðis og þvældi honum í jörðina með höggi í magann og Friðgeir Hallgrímsson dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu og Njáll skoraði at' öryggi. KA var betri aðilinn í þessum leik lengst af en fékk ekki mörg tækifæri. Þó komst Tryggvi Gunnarsson einn innfyrir vörnina á 10. mínútu en Gísli markvötð- ur varði. Boltinn fór út til Stein- gríms Birgissonar sem skaut en hitti ekki markið. Víðir komst svo yfir á 35. mín- útu með fallegu marki eftir horn- spyrnu. þrír leikmenn komu við boltann og þá lá hann í markinu. KA jafnaði svo á 58. mínútu er Tryggvi Gunnarsson skoraði eftir mikla pressu í vítateig Víðis. Lndir lok leiksins virtist sem Víðismenn væru að taka leikinn í sínar hendur en vörn KA gaf ekki höggstað á sér og svo kom sigurmarkið og mikið var fagnað á vellinum af áhorfendum sern höfðu verið furðulega daufir all- an leikinn. KA-liðið lék á köflum prýðis knattspyrnu í gærk\ öld og virðist liðið vera í framtor þessa dagana. Bestu menn voru Erlingur Krist- jánsson í vörninni. Friðfinnur Hermannsson og Árni Þór Freysteinsson sem á nú hvern leikinn öðrum betri með liðinu. Valdimar með 4mörk Stórviðburður í golfinu: Landsmót að Jaðri Undirbúningur er nú í fullum gangi vegna landsmóts í golfi sem fram fer á Akureyri dag- ana 31. júní til 4. ágúst nk. Mótsstjórn hefur verið skipuð og búið er að ráða starfsmenn fyrir mótið, en reiknað er með að við beina framkvæmd þess muni starfa talsvert á annan tug manna, og er þá ótalið það fólk sem starfar að veitingasölu og þess háttar. Völlurinn að Jaðri verður von- andi í sínum besta skrúða. Flat- irnar hafa aldrei verið betri og eru tvímæialaust þær bestu á landinu í dag. Þá er áformað að spila í þessu móti „hreyfingar- laust“ golf á brautum sem þýðir á venjulegu mannamáli að þar verður ekki leyft að hreyfa bolta eins og verið hefur. Er vitað um að mikill áhugi er fyrir þessu og ef það verður framkvæmanlegt sýnir það vel í hversu góðu ástandi völlurinn er. Á mótinu verður keppt í 7 flokkum, meistaraflokkum karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki karla. Reiknað er með mikilli þátttöku og gætu keppendur alveg orðið á þriðja hundrað talsins. Vaskur er svo gott sem búinn aö tryggja sér sæti í úrslita- keppni 4. deildar eftir 8:0 sigur á Bjarma um helgina. Valdi- mar Júlíusson skoraði 4 marka Vasks, Jónas Baldursson 2, Hjörtur Unnarsson og Gunnar Berg Gunnarsson eitt hvor. Önnur úrslit í E-riðli voru þau að Tjörnes vann Árroðann 1:0 og UNÞ vann Æskuna 3:2. Staðan í riðlinum er nú þessi: Vaskur 8 6 2 0 31:6 20 Tjörnes 8 4 3 1 24:14 15 Árroðinn 8 4 13 18:13 13 UNÞ 8 2 2 4 12:25 8 Bjarmi 7 2 0 5 6:26 6 Æskan 7 1 0 6 13:20 3 í D-riðlinum stendur keppnin á milli Reynis Árskógsströnd og liðs Hvatar frá Blönduósi en bæði liðin hafa 18 stig að loknum 8 leikjum. Hvöt vann Skytturnar frá Siglufirði um helgina 2:1 og á sama tíma vann Reynir lið Geisl- ans 2:0. í þessum riðli er staðan þessi: Reynir Á 8 6 0 2 22:8 18 Hvöt 8 6 0 2 17:8 18 Geislinn 7 3 2 2 19:10 11 Skytturnar 7 3 0 4 16:12 9 Svarfdælir 7 2 2 3 8:11 8 Höfðstrend. 7 0 0 7 3:36 0 Sigurvegarar í þessum riðlum munu leika í úrslitakeppninni ásamt sigurvegurum í F-riðli, en þar er hörkubarátta og ekki séð hverjir koma til með að sigra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.