Dagur - 31.07.1985, Page 4
4-DAGUR-31. júlí 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SIMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 250 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 30 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, YNGVI
KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, MARGRÉT Þ.
ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Vamarliðið og
íslensk lög
Aðgerðir Alberts Guðmundssonar, fjármálaráð-
herra, gagnvart ótolluðum innflutningi varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli og hugsanlega ólög-
. legum innflutningi þess, hafa vakið verðskuld-
aða athygli. Skiptir litlu máli í þessu sambandi af
hvaða hvötum fjármálaráðherra lætur til skarar
skríða, eftir að sami innflutningsháttur hefur
verið hafður á um áratugaskeið.
Samkvæmt varnarsamningi íslands og Banda-
ríkjanna ber liði Bandaríkjanna og skylduliði
þess á íslandi að virða íslensk lög. í samningn-
um segir að ísland og Bandaríkin muni hafa
samvinnu um að uppræta og koma í veg fyrir
hvers konar ólöglega starfsemi, svo og afstýra
athöfnum, sem óheppileg áhrif hafa á íslenskt
hagkerfi.
í 8. grein fylgiskjals með varnarsamningnum,
þar sem fjallað er um réttarstöðu liðs Bandaríkj-
anna, er fjallað um tollamál. Þar segir: „Menn í
liði Bandaríkjanna svo og skylduliði þeirra skulu,
nema öðruvísi sé ákveðið berum orðum í samn-
ingi þessum, lúta lögum þeim og reglugerðum,
sem tollayfirvöld íslands framkvæma." Sam-
kvæmt þessari grein er einkanlega heimilt, sam-
kvæmt almennum ákvæðum íslenskra laga og
reglugerða, að leita á mönnum úr liði Bandaríkj-
anna og skylduhði þeirra svo og á verktökum
Bandaríkjanna og mönnum í þeirra þjónustu,
skoða farangur og ökutæki og leggja hald á
muni. Einungis er gerð undantekning um toll-
skoðun opinberra skjala. Hervöld Bandaríkjanna
mega flytja inn tollfrjálst útbúnað handa liði
sínu og hæfilegt magn vista, birgða og annars
varnings til nota fyrir liðsmenn eina og skyldulið
þeirra og verktaka Bandaríkjanna, sem ekki eru
íslenskir þegnar. Þessi innflutningur er háður
því að tollskjöl séu afhent, auk sérstakrar yfirlýs-
ingar.
Þrátt fyrir þá venju sem skapast hefur, að
Bandaríkjamenn hafi komist upp með að gera
ófullkomna grein fyrir þeim vörum sem þeir
flytja til landsins, verður vart hægt að sjá að hefð
hafi skapast fyrir slíkum ólögmætum athöfnum.
Fjármálaráðherra er því bæði rétt og skylt að
gera allt sem í hans valdi stendur til að afstýra
því að íslensk lög séu brotin.
Varnarsamningurinn hefur lagagildi, en ekk-
ert í samningnum undanþiggur Bandaríkjamenn
frá því banni að flytja hrátt kjöt til landsins, eins
og mælt er fyrir um í lögum frá 1928 um varnir
gegn gin- og klaufaveiki. Þar er í 2. grein lagt
bvann við innflutningi á hráum og lítt söltuðum
sláturafurðum, hverju nafni sem nefnast.
Þegar við bætist staðfestur grunur um stór-
fellt smygl á kjöti frá Keflavíkurflugvelli er að-
eins um eitt að velja — sjá til þess að varnarliðið
hlíti íslenskum lögum.
Afmæliskveðja:
Ágústa Gunnlaugsdóttir
90 ára 1. ágúst 1985
Nú, þegar við sjáum hilla í 21.
öldina fer þeim fækkandi, sem
rekja aldur sinn til þeirrar nítj-
ándu. Það fólk er oft nefnt alda-
mótafólk og litið til þess með
virðingu og þakklæti enda má
rekja flest sem áunnist hefur á ís-
landi nútímans í verklegum og
andlegum efnum til þess.
Vissulega var framlag alda-
mótafólksins misjafnt eins og
allra kynslóða. Þó er það skoðun
margra, að þeir sem voru mátt-
arstólpar og fyrirmyndir um og
eftir síðustu aldamót hafi verið
afbragð annarra manna.
Ein þeirra mörgu kvenna, sem
fyllti þennan hóp er 90 ára hinn
1. ágúst. Ágústa Gunnlaugsdótt-
ir, sem nú dvelur á Dvalarheimil-
inu Hlíð á Akureyri, skilaði sínu
ævistarfi með slíkum sóma og
þvílíkum virðuleik að fátítt er.
Það hefur því verið drepið niður
penna af minna tilefni. Ágústa
Gunnlaugsdóttir er fædd að
Stóru-Borg í Vestur-Húnavatns-
sýslu, dóttir hjónanna Þuríðar
Bjarnadóttur og Gunnlaugs Sig-
urðssonar, sem lengi bjuggu á
Svalbarðsströnd við Eyjafjörð.
Þar ólst Ágústa upp í stórum
systkinahópi og gekk síðan til
þeirra verka, sem títt var að ung-
ar stúlkur sinntu. í þá daga var
talið eðlilegt, að fólk kæmist af
barns- og unglingsaldri áður en
það festi ráð sitt. Ágústa var því
orðin hálfþrítug þegar hún, í
febrúar 1920, giftist Árna Valdi-
marssyni úr sömu sveit. Hann
hafði þá nýlega lokið gagn-
fræðaprófi, sem í þá daga þótti
ágæt menntun,
Agústa sjálf hafði lokið námi í
Kvennaskólanum á Blönduósi, af
eigin ramleik fjárhagslega, sem í
þá daga þótti mikið átak ungrar
stúlku.
Hjónabandið ' var óvenjufar-
sælt enda fullt jafnræði með þeim
hjónum. Til þess var tekið hve
mikla virðingu þau báru alla tíð
hvort fyrir öðru, ásamt með
þeirri vináttu, sem ekki er gott að
lýsa í orðum. Þetta hjónaband
stóð í rösk 60 ár, en Árni lést árið
1981 og hafði þá skilað mestu af
sínu dagsverki til samvinnu-
hreyfingarinnar. Þess merka
starfs hefur ekki verið getið sem
skyldi enda var Árni ekki þeirrar
gerðar að berja bumbur.
Fljótlega eftir giftingu sína
fluttu þau Árni og Ágústa til Ak-
ureyrar og bjuggu þar lengi að
Norðurgötu 30. Árni starfaði hjá
Kaupfélagi verkamanna og
Ágústa sinnti heimilisstörfum,
sem í þá daga voru öll önnur og
viðameiri en nú. Á þessum árum
eignuðust þau börn sín: Sverri,
Ragnar, Emmu, Hrein (sem lést
barnungur), Hauk og Unni Berg.
Árið 1938 var Árni fenginn til
þess að taka að sér deild Kaup-
félags Eyfirðinga í Ólafsfirði.
Flutti fjölskyldan þá þangað og
bjó þar í 13 ár. Fljótt sáu Ólafs-
firðingar að þar fóru hjón, sem
vænta mátti mikils af enda leið
ekki á löngu áður en þau voru
bæði í formlegri eða óformlegri
forystu þar í bæ. Til marks um
það var Árni kjörin fyrsti forseti
bæjarstjórnar Ólafsfjarðar og
Ágústa átti marga stund á sinn
vissa hátt, við aðstoð til handa,
„sjúkum og sárum“.
Þegar Ólafsfirðingar vildu
stofna sjálfstætt kaupfélag og
slíta hinu formlega sambandi við
KEA, voru þau hjón beðin að
veita þessu nýja félagi forystu.
Mat þeirra var, að slík skipan á
málum félagsins væri ekki heilla-
vænleg og kom það raunar á dag-
inn nokkrum áratugum síðar.
Þau fluttu því búferlum aftur til
Akureyrar og starfaði Árni síðan
þar hjá skipadeild KEA.
Nú voru börn þeirra hjóna
komin til manns en engu að síður
ólu þau upp eitt barnabarna
sinna, Hörð. Var heimili þeirra
á Akureyri eins og höfuðsetur
ættarinnar á hátíðarstundum og
ekki örgrannt um að þar hafi
margur afkomandinn lært góða
og gegna siði af henni ömmu
sinni enda lá hún heldur ekki á
fróðleiknum.
Og nú er farið að halla að degi
hjá þeirri merku konu Ágústu
Gunnlaugsdóttur. En enn er það
sami höfðingssvipurinn og höfð-
ingslundin, sem einkennir allt
hennar fas. Bjarni Thorarensen
segir svo í einu kvæða sinna:
Óttist ekki elli
þér ísalands meyjar,
þó fagra hýðiðið hvíta
hrokkni og fölni.
Þessi orð eru sígild áminning
um að hin sanna fegurð kemur að
innan og þegar allt kemur til alls
verður sú fegurð ein lögð á meta-
skálarnar. Hégómi og látalæti eru
Ágústu fullkomlega fjarlæg
hugtök. Af þeim sökum hleypur
hún ekki upp til handa og fóta
þótt einhver berji sér á brjóst og
miklist af verkum sínum. Hefur
margur farið sneyptur af hennar
fundi eftir slíka framgöngu. En
þeir, sem þekkja gjörla til, vita
að Ágústa ber skrúðklæði hið
innra af stakri reisn.
Nú situr hún á friðarstóli,
höfðingi sinnar ættar og fyrir-
mynd þeirra sem enn meta sanna
mannkosti. I.Sv.
Útimarioður í
Reistarámétt
í fvrrasumar stóðu ungmenna-
félögin í Arnarnes- og Skriðu-
hreppi fyrir allscrstæðum úti-
markaði. Var hann haldinn í
Reistarárrétt við Freyjulund á
Arnarneshreppi og komu ein-
staklingar þangað með ýmsan
varning og seldu á vægu verði.
Fékk hver aðili úthlutað einum
dilki réttarinnar gegn vægu
gjaldi en kaupendur gengu um
almenninginn og versluðu.
Listamenn héldu sölusýningar
í Freyjulundi.
Tókst þessi markaður mætavel
og er áætlað að um 500 manns
hafi komið og svipast um eftir
varningi, sem var úr ýmsum átt-
um svo sem nýr fiskur, rækjur,
kartöflur, grænmeti, bækur, not-
uð og ný föt, þurrkuð blóm, út-
skornir klukkukassar, sprellikarl-
ar, blóðbergssaft, sveppir, búta-
saumur, málverk, keramikvörur
og margt fleira sem of langt yrði
að telja.
Inn á milli komu fram leikarar
og tónlistarmenn og skemmtu, en
markaðnum lauk með dansleik
að Melum um kvöldið.
Nú er hugmyndin að halda
svipaða uppákomu laugardaginn
17. ágúst. Allir eru velkomnir
með sínar vörur og er mælst til
þess að menn láti hugmyndaflug-
ið ráða og taki strax til við fram-
leiðslu eða söfnun á söluvarningi.
Þeir sem áhuga hafa á að selja
vörur geta pantað dilk hjá Bjarna
Guðleifssyni (vinnusími 24477)
eða Sigurði Þórissyni (heimasími
24319).