Dagur - 31.07.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 31. júlí 1985
Sumarútsalan
hefst hjá Önnu Maríu, Sunnuhlío i dag miðvikudag 31. júlí.
Alls konar garn, bómull, ull, móhair, lopi, silki og allt þar á milli.
Útsaumsmyndir, dúkar og handklæði svo eitthvað sé nefnt.
Komdu meðan úrvalið er sem mest.
P“T Hannyrðaverslunin
HfinnVRÐflVÖRUR (InnaAicvúw
Sunnuhlíð sími 25752.
HÖFUM OPNAÐ
VERÐBRÉFAMARKAÐ
Við höfum opnað verðbréfamarkað á Akureyri
Önnumst kaup og sölu hvers konar verðbréfa.
Skrifstofan er á Gránufélagsgötu 4 — JMJ-húsinu á 3. hæð — og verð-
ur opin kl. 10-12 og 14-17 virka daga. Símar 23151 og 23484.
VERÐBRÉFASALINN S.F.
Reykjavíkur-maraþon
fyrir alla landsmenn
Reykjavíkur Maraþon fer fram
í annað sinn sunnudaginn 25.
ágúst nk. Maraþonið 1984 fékk
mjög góðar undirtektir innan-
lands og utan og hefur hlaupið
fengið jákvæða umfjöllun í
ýmsum erlendum tímaritum.
Um þrjú hundruð hlauparar
mættu til leiks í þetta fyrsta al-
þjóðlega maraþonhlaup á Is-
landi, þar af rúmlega 100 út-
Iendingar.
Reykjavíkur Maraþon er nú
aðili að AIMS, alþjóðasam-
tökum maraþonhlaupa. Með því
fær hlaupið mikla kynningu urn
allan heim. Kynningarrit þeirra
er gefið út í 300.000 eintökum og
auk þess er Reykjavíkur Mara-
þon kynnt sérstaklega í samvinnu
við Flugleiðir í sambandi við þau
maraþonhlaup sem aðild eiga að
AIMS.
Reiknað er með að þátttöku-
fjöldi í ár verði um 600, með
nokkuð jafnri skiptingu milli ís-
lendinga og útlendinga. Fyrir-
spurnir um hlaupið aukast stöð-
ugt og þátttökutilkynningar eru
farnar að berast inn. Vitað er um
þátttöku ýmissa góðra hlaupara
og ber þar hæst Þýskalandsmeist-
arann og sigurvegara í Frankfurt
Maraþon í ár Herbert Steffny.
Hann á best 2 klst. og 12 mínútur
í maraþonhlaupi. Hlaupadrottn-
ingin Lesley Watson sem sigraði
í kvennaflokki í Reykjavíkur
Maraþon í fyrra á ágætum tíma
mætir aftur til leiks, en hún var
mjög ánægð með dvölina hér og
hlaupið. Þess má geta að íslands-
met Sigurðar P. Sigmundssonar
er 2.21,20 sett í London Mara-
þon 1984.
Það eru Flugleiðir hf., Ferða-
skrifstofan Úrval hf., Reykjavík-
urborg og Frjálsíþróttasamband
Islands sem standa að undirbún-
ingi og framkvæmd Reykjavíkur
Maraþon. Kynningarbæklingi
hefur verið dreift í Evrópu og í
Bandaríkjunum og einnig hefur
hlaupið verið auglýst í útbreidd-
um tímaritum.
Liður í því að auka þátttöku
landans í hlaupum sem þessum er
„Hlaup æskunnar“, en það fór
fram laugardaginn 29. júní á
sama tíma á þremur stöðum á
landinu, Reykjavík, Sauðárkróki
og Egilsstöðum. Sigurvegurum í
hverjum aldursflokki verður boð-
ið til þátttöku í Reykjavíkur
Maraþoni, stystu vegalengd.
Vinningshafar utan af landi ferð-
ast til Reykjavíkur í boði Flug-
leiða og sér Reykjavíkurborg
þeim fyrir gistingu. Að Hlaupi
æskunnar standa Rás II og
Reykjavíkur Maraþon.
Eins og síðasta ár verður boðið
upp á keppni í þremur vega-
lengdum. Maraþonhlaup 42 km,
hálf-maraþon, 21 km og 7 km
skemmtiskokk. Keppt verður í
níu aldursflokkum karla og
kvenna. Skráningarfrestur er til
20. ágúst og er tekið við þátt-
tökutilkynningu hjá Ferðaskrif-
stofunni Úrval og hjá Frjáls-
íþróttasambandi íslands.
Vakin er sérstök athygli á því
að Reykjavíkur Maraþon er ekki
aðeins fyrir góðu hlauparana,
heldur fyrir alla, því hægt er að
velja um þrjár vegalengdir, eftir
getu hvers og eins. Þá eru fatlaðir
jafnt í hjólastólum sem aðrir
boðnir sérstaklega velkomnir til
þátttöku.
Frá kjörbúð KEA
Byggðavegi 98
Við grillum úti ef veður leyfir
föstudaginn 2. ágúst frá kl. 2-6 e.h.
Komið og bragðið á úrvals grillréttum
frá Kjötiðnaðarstöð KEA.
★
Einnig kynnir Sana
Diet - Seven Up
Kynningarafsláttur.
Lítið inn á föstudaginn
Kjðriiúð KEA
Byggðavegi 98
máttu nú taka
bílinn það var í góðu lagí
En flD PIOIMŒER tækið
og hátalarana fá þeir alls ekki
ÖD PIONEER bíitæki
og hátalarar í úrvali
fyrir verslunarmannahelgina