Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 3
23. ágúst 1985 - DAGUR - 3 Afmœlishátíð aðJaðri Golfklúbbur Akureyr- ar varð 50 ára sl. mánudag. Þá um helg- ina var haldið afmælis- mót klúbbsins sem um leið var Jaðarsmót, og á laugardagskvöldið var efnt til afmœlis- fagnaðar í húsi klúbbs- ins að Jaðri. í hófið mættu um 150 manns og áttu saman skemmtilega kvöldstund. Skemmtiatriði voru á dagskrá og fulltrúar golfklúbba víðs vegar á landinu fluttu kveðjur og afhentu gjafir. Það sama gerðu einnig forsetar Golfsam- 'bands íslands og íþróttasambands íslands. Þá heiðraði Golfklúbbur Akureyrar marga menn sem hafa komið við sögu í 50 ára starfi klúbbsins og meðal þeirra voru þeir stofnfélagar sem enn eru á lífi. Þeir eru Jakob Frímannsson, Svanbjörn Frímannsson, Jóhann Frímann, Jóhann Kröyer, Jón Benediktsson, Sverrir Ragnars, Kristinn Þorsteinsson og Oli P. Kristjánsson. Þeir voru útnefndir fyrstu heiðursfélagar GA. Gullmerki Golfklúbbs Akur- eyrar hlutu: Jón G. Sólnes, Jón Guðmundsson, Sigtryggur Júl- íusson, Magnús Guðmundsson, Jón Egilsson, Gestur Magnús- son, Sigurbjörn Bjarnason, Frímann Gunnlaugsson, Gunnar Sólnes, Vernharður Sveinsson og Stefán Ágúst Kristjánsson. Silfurmerki Golfklúbbs Akur- %rar hlutu: Konráð Bjarnason, >ta Jónsson, Gunnar Þórðar- son, Páll Halldórsson, Sigurður Stefánsson, Gísli Bragi Hjartar- son, Árni Jónsson, Friðjón Karlsson, Gunnar Konráðsson, Heimir Jóhannsson, Þórarinn.B. Jónsson, Baldvin Bjarnason, Ólafur Stefánsson og Tryggvi Sæmundsson. Þá veitti klúbburinn í fyrsta skipti afreksmerki sitt til þeirra Hilmar Jóhannesson og Gísli Bragi Hjararson með veglega gjöf Golfklúbbs Ólafsfjarðar á milli sín. Ásta Jónsson, fyrsta konan sem spilaði golf á Akureyri og sæmd var silfur- merki Golfklúbbs Akureyrar ávarpar samkomuna. Við hlið hennar er Jón- ína Pálsdóttir formaður afmælisnefndar og Gísli Bragi Hjartarson formaður GA. Séð yfir háborðið en við það sátu frá hægri séð: Knútur Otterstedt form. ÍBA og frú, Gísli Bragi Hjartarson form, GA og frú, Sigurður Jóhannesson forseti bæjarstjórnar og frú, Sveinn Bjömsson forseti ÍSÍ, Jón G. Sólnes veislu- stjóri og frú og Konráð Bjarnason forseti Golfsambands Islands og frú. sem hafa orðið íslandsmeistarar og Akureyrarmeistarar og voru það þessir: Sigtryggur Júlíusson, Gunnar Konráðsson, Gestur Magnússon, Jón Guðmundsson, Jóhann Guðmundsson, Hörður Steinbergsson, Jón Egilsson, Birgir Sigurðsson, Magnús Guð- mundsson, Gunnar Sólnes, Björgvin Þorsteinsson, Jón Þór Gunnarsson, Magnús Birgisson, Björn Axelsson, Sverrir Þor- valdsson, Héðinn Gunnarsson, Gunnar Þórðarson, Árni Jónsson, Sævar Gunnarsson, Þórarinn B. Jónsson, Inga Magn- úsdóttir, Katrín Frímannsdóttir og Karólína Guðmundsdóttir. Golfsamband íslands heiðraði einnig nokkra menn í hófinu. Gullmerki GSÍ hlutu Jón G. Sólnes, Jón Guðmundsson, Sig- tryggur Júlíusson og Frímann Gunnlaugsson. Silfurmerki GSÍ hlutu: Sigurður Stefánsson, Gunnar Sólnes, Sigurbjörn Bjarnason, Gunnar Þórðarson, Árni Jónsson, Gísli Bragi Hjart- arson, Magnús Guðmundsson, Inga Magnúsdóttir, Birgir Björnsson, Gylfi Kristjánsson og Þórarinn B. Jónsson. Sveinn Björnsson forseti íþróttasambands íslands sæmdi þá Gunnar Sólnes og Frímann Gunnlaugsson gullmerki ÍSÍ, og Jón G. Sójnes hlaut æðstu viður- kenningu iþróttahreyfingarinnar, heiðurskross ÍSÍ og hefur aðeins einn golfmaður orðið þess heið- urs aðnjótandi áður. gk-. 8 af 11 félögum GA sem sæmdir vora gullmerki. Frá vinstri: Frímann Gunn- laugsson, Magnús Guðmundsson, Gunnar Sólnes, Jón G. Sólnes, Jón Egils- son, Gestur Magnússon, Jón Guðmundsson og Sigtryggur Júlíusson. Fjórir af stofnendum klúbbsins voru mættir og veittu viðtöku heiðurs- skjölum sinum. Frá vinstri: Kristinn Þorsteinsson, Jón Benediktsson, Jó- hann Frímann og Jóhann Kröyer. Ingimar Hjálmarsson formaður Golfklúbbs Húsavíkur og frú afhenda hér málverk að gjöf. Myndir: gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.