Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 7
23. ágúst 1985 - DAGUR - 7 „Þad eru 38 gráður. Eg varaðgáað því“ - Ingvar Bjömsson á línunni Ég hringi í síma 25073 á Akur- eyri. Það heyrist sónn þrisvar sinnum, síðan er svarað: Leik- félag Akureyrar. - Er Ingvar Björnsson á staðnum. Jú, hann er hérna rétt hjá, ég skal ná í hann. Stutt þögn, síðan svarað: „Halló, Ingvar hér.“ - Sæll Ingvar og velkominn í bæinn, og til hamingju með nýja starfið. „Sæll vertu sjálfur og þakka þér fyrir það.“ - Má ég spyrja af hverju þú sért kominn norður aftur? „Það má segja að mig langaði aftur á þennan vinnustað, ég kunni mjög vel við mig þegar ég var hérna síðast. Svo má ekki gleyma leikhúsbakteríunni sem er ekki auðunnin." - Hvenær fékkstu hana? „Ég fékk hana mjög snemma, líklega strax sem barn og ungl- ingur þegar ég fór í leikhús. Síð- an þá hefur mig alltaf langað til að vinna í leikhúsi.“ - Hvenær gastu svo veitt þér það að vinna í leikhúsi? „Ég fékk starf í Þjóðleikhús- inu 1976 sem ljósamaður.“ - Hvert var fyrsta verkefnið sem þú vannst í musteri ís- lenskrar tungu? Nú hlær Ingvar í símann, en segir svo: „Fyrsta verkefnið sem ég vann við þar var dálítið sögu- legt. Það var „Sólarferð“ eftir Guðmund Steinsson. Brynja Benediktsdóttir setti upp þessa sýningu sem varð geysilega vin- sæl og mikið sótt. En ég var ekki betur að mér í leikhúsmálum en svo að ég tók að mér lítið leik- hlutverk, jafnframt ljósavinn- unni, sem ég hef ekki gert eftir það.“ Ingvar leggur áherslu á síðustu setninguna. „Þannig var að ég þurfti að birtast í einu at- riði verksins uppi á brúnni sem er fyrir ofan sviðið í Þjóð- leikhúsinu, en þessi brú er í 25 metra hæð. Ég skil það núna hvers vegna enginn af reyndari mönnum hússins vildi taka þetta að sér. En sem sagt ég sat þarna uppi á brúnni og dinglaði fótun- um fram af, var ber að ofan með glas í hendi. Þarna átti það að líta þannig út að ég væri hótel- gestur í háu hóteli. Síðan voru tvær konur neðar í salnum, á svölunum sitt hvorum megin í salnum og áttu að talast við á milli íbúða. Þær voru að tala um hvað veðrið væri dásamlegt, og hvað hitinn væri mikill og þar fram eftir götunum. Síðan átti ég að koma með mína setningu sem athugasemd við það sem þær sögðu. Ég man vel þessa einu setningu sem ég hef haft á leiksviði. En hún var svona: „Það eru 38 gráður, ég var að gá að því,“ það er allt sem ég hef sagt á leiksviði. En eins og þú veist þá eru ekki alltaf aðal- rullurnar á sviðinu,“ segir Ingvar og hlær í símann. - Hvernig var framhaldið á vinnunni í Þjóðleikhúsinu? „Þetta hafði verið til skamms tíma þannig að ljósameistari hússins hafði séð um allar lýs- ingar í húsinu. Svo varð um- fangið það mikið, sérstaklega með tilkomu litla sviðsins í kjall- aranum, að við fórum að fikra okkur inn á þetta svið, að við sáum um ljósavinnuna. Bæði var það að okkur langaði að reyna þetta, og einnig var það að beiðni ljósameistara. Endirinn varð sá að við fórum út í þetta af meiri alvöru en verið hafði. Einnig var okkur úthlutað lýs- ingarverkefnum á hverju hausti. Síðan vildu ákveðnir leikstjórar fá tiltekna ljósamenn með sér í þær sýningar sem þeir unnu.“ - Geturðu nefnt mér stórar sýningar sem þú vannst? „Einn veturinn fékk ég bæði „Hús skáldsins“ og „La Bohem“, það var mjög lær- dómsríkt.“ - Nú er þetta ekki í fyrsta skipti sem þú kemur til Akur- eyrar að vinna í leikhúsi. „Nei, ég fékk mér frí frá Þjóðleikhúsinu leikárið 1979- ’80, og var þá hér hjá Leikfélagi Akureyrar.“ - Hvernig var það leikár? „Það var mjög gott ár, mjög gott. Að vísu voru skin og skúrir, en það er alltaf í leik- húsi. Það var byrjað með „Öngstrætið“ og „Galdrakarlinn í Oz“. Þær sýningar báðar gengu mjög vel. Síðan var „Púntilla og Matti“, og þar á eftir „Herbergi 213“. Hvort tveggja voru ágætar sýningar, og ég skil ekki enn í dag af hverju „Herbergi 213“ gekk ekki betur en raun varð á, því það var virkilega góð sýning.“ - Þú varst aðeins þetta eina leikár hjá L.A.? „Já, ég hafði ekki lengra frí svo ég fór aftur i Þjóðleikhúsið. En af persónulegum ástæðum var ég þar ekki nema í eitt ár eftir dvölina hér fyrir norðan. Fór ég þaðan að vinna önnur störf.“ - Þýddi þetta það að þú hætt- ir að vinna við leikhús? „Ekki aldeilis, því ég vann alltaf annað slagið með áhuga- leikhúsum víðs vegar um landið. Meira að segja vann ég eitt verkefni hér á Akureyri. Það var Atómstöðin eftir Laxness sem hún Bríet Héðinsdóttir setti upp. Einnig vann ég með Al- þýðuleikhúsinu tvær sýningar. En síðasta vetur ætlaði ég að losa mig algjörlega út úr öllu sem heitir leikhús. En þessi baktería situr fast í manni og svo þegar ég sá auglýsingu frá L.A. þess efnis að það vantaði ljósamann, þá fór ég í sakleysi mínu að spyrjast fyrir um starfið, þá endar það hér, og ég er að tala við þig í símann núna.“ - Hvernig tók fjölskyldan því að flytja norður í annað sinn á nokkrum árum ? „Það tóku allir í fjölskyldunni injög vel í það, því allir þar vilja að ég vinni í leikhúsi. Okkur lík- aði vel þetta ár sem við vorum hér fyrir norðan, auk þess er ég Norðlendingur, ég er frá Siglu- firði og er stoltur af,“ segir Ingvar og hlær. - Má búast við því að dvölin verði lengri í þetta sinn. en fyrir fimm árum? „Komandi vetur hefur mikið að segja hvað það snertir, en það er stefnt að því að verða lengur, og mér sýnist allt benda í þá átt að svo verði. Þá gerir maður alvöru úr þessu og flytur norður." - Vertu þá velkominn og þakka þér fyrir spjallið. „Þakka þér sömuleiðis.” -gej ; . Hestanienn Eyjafirði, athugið! Hrossaræktardeild Akureyrar og nágrennis hefur tekið í notkun geymsluhólf fyrir ungfola í Arnarneshreppi. Þeir sem hafa hug á að nota sér þá aðstöðu hafi samband við Gauta Valdimarsson, sími 21337 eða Pál Alfreðsson, sími 21603. Stjórnin. ... iii Akureyrarmót í sjóstangaveiði Akureyrarmót í sjóstangaveiði verður haldið dagana 6. og 7. september. Þátttaka tilkynnist fyrir 30. ágúst nk. til Jóhanns í síma 21670, Bjarka í síma 22678 eða Páls í síma 23464. Skólastakkar Stærðir 6-14. Litir grátt og Ijósgrátt. SÍMI (96)21400 TILKYNNING frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1986 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaöarins fyr- ir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Enhfremur skal fylgja um- sögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Þá þurfa að koma fram í umsókn væntanlegir fjármögnunar- möguleikar umsækjanda. Sérstaklega skal á það bent að þeir aðilar sem hyggja á framkvæmdir í loðdýrarækt árið 1986, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 15. september nk. svo þeir geti talist lánshæfir. Þá skal einnig á það bent að bændur, sem hyggjast sækja um lán til drátt- arvélakaupa, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember nk. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næst- komandi, hafi deildinni eigi borist SKrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavík, 15. ágúst 1985. Búnaðarbanki íslands. Stofnlánadeild landbúnaðarins. Brauð - Hverabrauð Erum með tvær tegundir af hverabrauðum. Hveraseydd rúgbrauð og hverabökuð heilhveitibrauð frá Hverabakaríi, Hveragerði. Reynið hverabökuðu brauðin. HAGKAUP Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.