Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 23. ágúst 1985 - spjallað við hinn síunga Björn Kristinsson í Hrísey „Ég kom hingað út í Hrísey á tíunda ár- inu og hér hefég ver- ið allan minn tíma, “ sagði Björn Kristins- son sjötíu og fjög- urra ára Hríseyingur sem blaðamenn hittu áförnum vegi er þeir voru á röltinu um eyjuna á dögunum. Við fengum Björn til að ganga með okkur upp að kirkjunni og settumst þar niður í blíðunni. Þetta var einn af góðviðrisdögum sumarsins, glóandi eldhnöttur á himni og blankalogn. Smá til- breyting frá rigningum undan- genginna daga. Við komumst fljótt í viðeigandi stemmningu og hófum spjallið. „Ég er búinn að vera sjómaður í fjörutíu og fjögur ár og er búinn að skila mínu. Lengst af var ég á togaranum Jörundi og ég fór út til Bretlands, þar sem hann var smíðaður að sækja hann. Hvaða ár? Ég er farinn að ryðga í ár- tölum, en ætli það hafi ekki verið 1957 eða 8. Nú, ég var á Akur- eyrartogurunum af og til og fór á vertíðir bæði í Sandgerði og Grindavík. Einnig var ég nokkuö lengi hjá Haraldi á Áskeli, sem var sjötíu tonna bátur. Ég fór til Danmerkur að sækja hann nýjan. Á þessum árum var ég á vertíð- um á veturna og síld á sumrin. Petta var óskaplegt flakk, ég var að koma heim eins og gestur. Var oft mánuð í burtu í einu og svo var sólarhringshvíld í landi hjá konu og börnum. Þreytandi? Ojú, þetta var þreytandi til lengdar og sérstaklega þegar á leið. Alltaf þegar ég kom heim spurðu börnin: Hvenær ferðu aftur pabbi? Ég reyndi að draga úr þessu og vera meira heima. Pannig að við keyptum saman tveir í félagi tuttugu tonna bát og gerðum út héðan. Seinna vildi félagi minn fá sér stærri bát, en þá hætti ég sjómenriskunni og fór að vinna í landi. Jú, jú, í fiski. Lífið er fiskur og aftur fiskur. Annars var ég alia mína tíð við grautarpottana. Var sumsé kokkur. Mér féll það ágætlega. Seinna fékk ég mér trillu og hef hana sem hobbý. Fer stöku sinnum á sjó á sumrin, en það hefur alveg brugðist í ár. Ég var slægður." 0 Á undan Reagan - Slægður? Blaðamenn horfa undrandi á Björn. Hvað var mað- urinn að meina. Og hann sýnir okkur með handahreyfingum, þannig að okkur skilst að hann hafi verið skorinn upp. „Ég lá á sjúkrahúsinu á Akur- eyrí í mánuð og ég má ekkert gera. Ég fékk einhverja skömm í vömbina, en fann aldrei neitt til. Seinna kom í ljós slæmur sveppur í ristli. Læknirinn sagði við mig, að ef við gerðum ekkert þá væru líkurnar á bata 30%, en ef við skerum þá eru líkurnar 100%. Ég sló á öxl hans og sagði: 100%. Og ég var skorinn. Þegar það var búið og vel hafði tekist til sagði læknirinn: Við urðum á undan Reagan á þessu litla sjúkrahúsi norður á hjara veraldar. Ég er hálfslappur ennþá, enda hlýtur ýmislegt að skerast sundur í svona mikilli aðgerð. Ég sagði nú við læknana svona í gríni, að það væri ekki vitlaust að setja bara rennilás á kviðinn á mönnum!" Að aflokinni sjúkrasögu spyrj- um við Björn nánar um upprun- ann og Hrísey sem var. „Ég kom frá Litla-Árskógs- sandi, við vorum tíu systkinin og það var þröngt í búi. Ég var send- ur í fóstur til hjóna hér úti í eyju og ólst upp hjá þeim. Þau bjuggu í Sæborg, þar sem nú er sam- komuhús Hríseyinga. Þar leið mér vel. En sem sagt ég er búinn að búa hér í sextíu og fjögur ár og er ekki á förum. Úr Hrísey fer ég aldrei. Og hér læt ég mín bein liggja. Ég hef tekið miklu ást- fóstri við eyjuna." 0 Spennandi síldarár Þegar við spyrjum hvað það sé helst við eyjuna sem geri það að verkum að Björn hefur tekið slíku ástfóstri við hana, svarar hann þessu til: „Kyrrðin er svo mikil. Fjallahringurinn er fal- legur og útsýnið og þetta er stærsti barnaleikvöllur á Norður- löndum. Hér er börnum sleppt út á morgnana og þau skila sér inn á kvöldin. Foreldrar eru ekki hræddir um börn sín, eins og sums staðar er.“ Björn og kona hans Alvilda Möller eignuðust sex börn, fjóra stráka og tvær stelpur. „Ég kynntist konunni minni á Siglufirði. Ég var á síldarskipi og hún á plani. Þetta var ekta síldar- róman. Ég var kokkur og hún kom oft í kaffi til mín. Vinkonur hennar nutu góðs af því. Hún tók þær með sér í kaffið. Já, þau voru spennandi síldarárin. Þau koma aldrei meir.“ Við biðjum Björn að segja okkur frá því hvernig Hrísey var þegar hann var ungur maður. „Það hefur margt breyst. Ég man að þegar ég kom hér fyrst var ekkert farartæki í eynni, menn notuðu hesta og kerrur, svo höfðum við hjólbörur og flat- börur. En núorðið eiga Hrísey- ingar milli þrjátíu og fjörutíu bíla. Þeir eru geymdir í skemmu uppi á fastalandinu. Það sóttu náttúrlega allir sjó- inn og menn lifðu á útgerð. Hver útgerð hafði sína bryggju og þær voru reistar á vorin fyrir hverja vertíð. Þessar bryggjur voru ekki sérlega traustar og í norðaustan roki vildu þær fjúka. Menn merktu sér spýturnar í bryggjun- um og þegar lægði þá fóru menn af stað að smala saman efninu. Stundum fundust merktar spýtur inn eftir öllum firði. Þegar fram liðu stundir sameinuðust menn um að gera eina trausta bryggju. Allur fiskur var saltaður og síðan þurrkaður. Þá var fiskurinn vigtaður út handa hverri konu og þær hömuðust allan daginn. Stundum höfðu þær með sér krakka til aðstoðar. Á sólar- dögum var fiskurinn breiddur út og þurrkaður.“ 9 Afi les faðirvorið Þar sem við sitjum neðan undir kirkjunni hjóla börnin framhjá okkur og allir kasta kveðju á Björn. „Þau eru mörg börnin hérna sem kalla mig afa. Ég hef alltaf verið mikill barnamaður og börn hafa aldrei orðið hrædd við mig. Þau vilja öll koma til mín og ég hef gaman af því. Ég get vitnað til hans hér fyrir ofan okkur, en hann sagði: Leyfið börnunum að koma til mín.“ - Ertu trúaður? „Já, ég er það. Ég hef alla tíð lesið faðirvorið á kvöldin. Þegar barnabörnin urðu vör við að ég væri að fara með það sögðu þau undrandi: Afi ert þú að lesa fað- irvorið?" - Nú er oft talað um að sjó- menn séu hjátrúarfullir. Ert þú hjátrúarfullur? „Það getur meira en verið að sjómenn séu hjátrúarfullir, en ég held að það hafi samt minnkað. Ég man að það var ekki sama á hvaða dögum farið var út á sjó. Það mátti fara alla daga nema mánudaga og miðvikudaga. Af hverju? Það veit ég ekki. Þetta er bara gömul hjátrú sem menn hafa bitið í sig og þetta hefur þróast svona. Ætli einhvern tím- ann hafi ekki farist skip eða bátur á þessum dögum. Nú, það mátti heldur ekki fara út á sjó á Páls- messunni, þá áttu skip að farast í stórum stíl.“ - Lentir þú einhvern tímann í hrakningum á sjó? „Hrakningum, já. Ekki var mikið um það. Þó gerðist það einu sinni. Eg var sextán, sautján ára og við vorum að koma innan frá Akureyri á átta tonna báti. Höfðum verið að sækja kol, en í þá daga keyptu heimilin inn fyrir veturinn. Við vorum fimm á bátnum og vorum að koma út fyrir Birnunesnafirnar. Þá skellur á okkur norðaustan stórhríð. Við vorum rheð fulla lest og hlaðið dekk og tökum til hver sem betur getur að ryðja bátinn. Við kom- umst inn fyrir Hauganes og lágum þar í vari. Fólk hafði áhyggjur af okkur, sem skiljanlegt var og reyndi að hafa upp á uppiýsing- um um ferðir okkar. Það var hringt í Fagraskóg og menn þar höfðu séð til báts. Klukkan átta næsta morgun kemur bátur að leita okkar og við urðum honum samferða að landi. Og það gekk allt vel, en litlu mátti muna. Ég man eftir því að í þessari ferð vorum við líka að sækja mjólk og við stálumst til að súpa úr mjólk- urbrúsanum. Það var það eina sem við höfðum.“ 9 Alltaf verið lífsglaður - Þú varst alla tíð kokkur, hvernig kokkur varstu? „Það verða aðrir að dæma um það, en einhvern veginn slarkað- ist þetta alltaf. En þó ég segi sjálfur frá þá held ég að ég hafi verið sæmilega vel liðinn." - Eldar þú heima? „Ég gríp í það þegar konan er ekki við. Nei, ég lærði aldrei að elda í neinum skóla. Ég lærði kokkamennsku hjá fósturmóður minni. Þegar ég var að alast upp var ég henni til aðstoðar í eldhús- inu, svo að ekki þyrfti að taka vinnukonu. Ég þurfti að sand- skúra gólf og bóna dúka þar til þau urðu gljáandi. Gólfin voru bónuð þannig að við renndum okkur fótskriðu á dulunni á milli veggja. Jú, okkur þótti býsna skemmtilegt að bóna. Það kom fyrir að fólk brotnaði, en við sluppum alltaf strákarnir." Áður en við stöndum upp, spyrjum við Björn hvort hann sé ekki bjartsýnn maður. „Ég hef alltaf verið lífsglaður og kátur. Ef ég væri það ekki væri ég sjálfsagt fallinn fyrir lif- andi löngu. Það þýðir ekkert að láta hlutina á sig fá.“ - mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.