Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 23. ágúst 1985 „Laun fyrir vaktavinnu Hafa dregist aftur úr“ - segir Margrét Aradóttir afgreiðslustúlka í Kjörbúð KEA í Höfðahlíð 1 Ég vinn vaktavinnu og hef gert það undanfar- in tvö ár, en það eru 8 ár síðan ég hóffyrst störf hjá KEA og hef ég alltaf unnið á sama stað, “ sagði Margrét Aradóttir, sem er af- greiðslustúlka í Kjör- búð KEA Höfðahlíð 1. „Vaktirnar eru þannig að ég vinn annað hvort frá 10-12 eða 16-22, einn dag í viku vinn ég 9-18 og svo er frí einn dag í viku. Fimmtu hverja helgi er svo fjög- urra daga helgarfrí. Þessi vinna kemur út eins og 100% vinna.“ Margrét er í 19. launaflokki samkvæmt taxta verslunar- og skrifstofufólks og eru það 17.260 kr. á mánuði fyrir dagvinnu. „Við sem vinnum vaktavinnu fáum 46% af dagvinnutaxta og síðan eftir- og næturvinnu eftir unnum vinnustundum. Það geta orðið 55-80 tímar á mánuði. Mér finnst launin fyrir vaktavinnu hafa dregist aftur úr, miðað við dagvinnu undanfarin ár. Eg hef unnið samtals í tæp 5 ár hjá KEA, en samt er ég í sama launaflokki og þær sem eru að byrja. Að vísu er ég komin upp í 6. þrep í mínum flokki, en samt sem áður hef ég ekki hækkað um flokk fyrir utan samningsbundnar hækkanir frá því ég byrjaði. Þetta er eflaust rétt í alla staði, en samt finnst mér þetta svolítið gremjulegt. Ef ég væri ein af þeim manneskjum sem geta farið og rifist yfir kaupinu, þá væri ég kannski með hærra kaup, en það er hlutur sem mér er illa við og mér finnst að þetta eigi að koma af sjálfu sér. En þannig ganga þessir hlutir víst ekki fyrir sig.“ Sagði Margrét að vinnan gæti verið mjög erfið, sérstaklega á kvöldin og um helgar. Þá eru mikil hlaup um búðina og hefur útibússtjórinn í Höfðahlíðinni reiknað það út að afgreiðslu- stúlkurnar gangi tvo og hálfan hring um landið á ári í vinnunni. En inn á milli koma stundir þar sem lítið er að gera og þá geta þær sest niður og hvílt lúin bein. „Einn helst ókosturinn við að vinna hjá svo stóru fyrirtæki sem kaupfélagið er, er hversu lítið samband er milli okkar sem vinn- um t.d. í búðunum og þeirra sem fara með völdin innan fyrirtækis- ins. Fyrir vikið er ekkert metið hversu góður starfskraftur hver og einn er, heldur er farið ná- kvæmlega eftir samningum. Það liggur í augum uppi að ef dugn- aður og framlag hvers og eins væri metið, mundu allir leggja sig betur fram. Ágætt dæmi um þetta áhugaleysi er t.d. að við fáum ekki einu sinni jólakort frá kaup- félaginu. Það er líka annað sem ég hef lengi furðað mig á og það er launamismunurinn milli þeirra sem starfa í matvöruverslun og vefnaðarvöruverslun (Vöruhús- inu). Þarna getur munað þó nokkrum launaflokkum. Þær skýringar sem ég hef fengið eru þær að meiri vöruþekkingar sé þörf við sölu á vörum sem fást í Vöruhúsinu en matvöru. Samt er ætlast til þess af okkur að við vitum helst allt um þá vöru sem við seljum, hvort sem um er að ræða matvöru eða hreinlætis- vöru.“ Margrét sagði vinnuaðstöðuna ágæta, en illa virtist ganga að fá peninga til viðhalds. „Frá því ég byrjaði hefur mjög lítið verið gert til viðhalds, enda ber búðin þess augljós merki. Ég vildi gjarnan koma þeirri eindregnu ósk starfsfólksins á framfæri að farið verði að drífa í að mála búðina að innan.“ Sagði Margrét andann á staðnum góðan, sam- starfsfólkið allt ágætt og góður verslunarstjóri. „Margir af hinum föstu viðskiptavinum okkar eru líka orðnir manns bestu kunn- ingjar, þó maður viti í fæstum til- fellum hvað þeir heita. En það er aukaatriði og það er vel hægt að ræða málin án þess.“ Margrét á tvö börn, 2ja og 4ra ára gamla drengi. Hún var spurð hvort það komi niður á heimilinu að hún vinnur vaktavinnu. „Já, það gerir það. Það er allt í lagi að vinna svona í stuttan tíma, en er slæmt til lengdar. Ég hef ekki þurft að hafa dagmömmu nema yfir véturinn og bara þá daga sem ég er að vinna allan daginn. Móð- ir mín og systir hafa verið mjög duglegar að passa strákana og þannig hefur þetta bjargast. Maðurinn minn vinnur til 5 og þá daga sem ég er á kvöldvakt er það bara klukkutími sem við þurfum að fá barnfóstru. Við erum fyrst núna að fá pláss á leik- skóla fyrir eldri strákinn, hann er búinn að vera á biðlista síðan hann var 1 árs. Ef ég hefði þurft að hafa þá báða hjá dagmömmu allan daginn væri það 12.000 kr. á mánuði og þá er orðið hæpið að það borgi sig að vinna úti.“ - HJS Ekki veit ég hverjum óðarsnill- ingurinn Rósberg Snædal sendi þetta skeyti: Geta hverja gróðurnál glatt með von og trausti þeir sem eiga í sinni sál sumarmál að hausti. Þá kemur vorvísa eftir Rósberg Snædal: Hlýnar vangur, grund og gil, grænir anga hagar. Okkur fangið fullt af yl færa langir dagar. Tvær næstu vísurnar sínar nefnir Rósberg Snædal Haust: Kuldinn eykur Kára mátt, kvíða bleikir rindar. Hafa leikið hlíðar grátt haustsins feykivindar. Hægt ég feta hálan veg, heldur letjast fætur, kuldahretum kvíð eg, - komnar veturnætur. Jón Pálmason á Akri kvað þessa Alþingisvísu: Þingsins valda þungt er loft, þrútin alda og raki. Þræðir kaldir þekkjast oft þar að tjalda baki. Hringhendan var Jóni á Akri harla kær og brá hann henni oft á loft. Mundu yngja lúinn líð Ijóðaslyngir munnar ef þeir syngja ár og síð óma hringhendunnar. Þetta hefur Jón á Akri að segja um svefninn: Svefninn rýrir sorgar ský, sælu snýr að höndum, drauma býr þá andinn í ævintýra löndum. Eyfirskur hreppstjóri sendi á sumarmálum nokkra „paragraffa“ til þegna sinna, varðandi sinu- brennur. Hvatti hann menn til að fara að lögum í þessum efnum, sem öðrum. Einnig lagði hann ríka áherslu á að menn brenndu ekki þar sem vindur stæði á þvottasnúr- ur húsfreyja. Þá varð þessi vísa til hjá einum þegna hans: Brennuvargar, bætið ykkar ráð, því brælan amar sjáaldri og nösum. Og vel skyldi að vindáttinni gáð, ef viðra konur þvott á næstu grösum. Sami maður kvað og næstu vísu í orðastað þeirra blaðamanna sem af mestum ákafa skrifa níð um bænda- stéttina: Stirt er þetta stjórnarfar, steðjar að margur vandi. Bændur oss til bölvunar búa í þessu landi. Jón Sigurbjörnsson er um skeið bjó að Fagranesi í Öxnadal, virðist hafa unað hag sínum allvel á býlinu smá, sem nú er löngu fallið í eyði. Hann kvað: Árnar bruna bakka við, brýst fram druna í fjöllum, lækir una léttum klið, langt fram duna af stöllum. Sævarljónin synda á mið, sjá ei hættu neina. Áldan brosir blíðmálg við bláa fjörusteina. Dröfn ei framar drynur stríð. Dáð í vaknar sinni. Bóndinn aftur föngin fríð fær að sínu inni. Jón Sigurbjörnsson reið heim úr göngum og vísa varð til: Brúnka eyðir baga og neyð, byrsta reiðarljónið. Áfram skeiðar alla leið yfir breiða frónið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.