Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 23.08.1985, Blaðsíða 16
rnmrn Akureyri, föstudagur 23. ágúst 1985 Breyting á opnunartíma á Bautanum. Frá 26. ágúst verður opið frá kl. 9.00-22.30. - -í gti • r - • ■ m ' í gær hófu félagar í ungmenna- félögum innan HSÞ að synda maraþonsund, til að afla fjár til starfsemi félagsins. Þeir ætla að halda áfram að synda þar til á sunnudaginn og reikna með að hafa þá synt þrjú til fjögur hundruð kflómetra. Sundið fer fram í sundlauginni í Reykjahlíð og það var Sigurður Jónsson, fyrrum olympíusund- kappi, sem synti fyrsta sprettinn í gær. Héraðssambandið safnar áheitum til að fjármagna starf- semi sína og er margt á döfinni. Til dæmis mun HSP halda lands- mót árið 1987. - KGA. Karl sagði upp Karl Gunnlaugsson kaup- félagsstjóri Kaupfélags Sval- barðseyrar sagði af sér á full- trúafundi sem haldinn var fyrir viku. Á fundinum kom fram mikil gagnrýni á rekstur og stöðu kaup- félagsins og var það í framhaldi af miklum óánægjuröddum á aðalfundi fyrr í sumar. Það munu hafa verið Fnjóskdælingar sem knúðu á um greinargerð um fjár- hagsstöðu félagsins með þeim af- leiðingum sem að framan greinir. Forstjóraskipti hjá Iðnaðardeild Sambandsins: Jón Sigurðarson tekur við af Hirti Eiríkssyni I gær var starfsfólki Iðnaðar- deildar Sambandsins á Akur- eyri tilkynnt um framkvæmda- stjóraskipti hjá deildinni, sem koma til framkvæmda 15. sept. Þá lætur Hjörtur Eiríksson af störfum, en við tekur Jón Sig- urðarson. Hjörtur tekur frá sama tíma við starfi fram- kvæmdastjóra Vinnumála- sambands samvinnufélaganna. Hjörtur Eiríksson frkvstj. er fæddur 11. nóvember 1928 í Reykjavík. Hann lauk verslunar- skólaprófi 1947 og iðntækninámi í Bretlandi 1949. Hann hóf störf Hjörtur Eiríksson: „Ekki seinna vænna fyrir mig að hætta.“ Jón Sigurðar- son: „Geng bjartsýhn til þeirra verkefna sem bíða mín.“ Mynd: KGA. Dagvistun á Akureyri: Astandiö mjög slæmt Félagsmálaráði Akureyrar hef- ur boríst erindi frá „áhugahópi foreldra um stofnun og rekstur dagheimilis“. í erindinu er óskað eftir þátttöku bæjarfé- lagsins við stofnun og rekstur slíkrar dagvistar. Sigríður Jóhannsdóttir, dag- vistarfulltrúi, sagði að búið væri að ræða þetta mál að hluta í fé- lagsmálaráði, en ekki hefðu verið teknar neinar ákvarðanir eða bókanir gerðar. Ekki náðist í neinn talsmann fyrir hópinn. Ástandið í dagvistarmálum á Akureyri er vægast sagt mjög slæmt. 359 börn eru á biðlista á dagvistir en dagvistarpláss í bæn- um eru 350. Það vantar því um helmingi fleiri pláss. Ein dagvist er í byggingu, Flúðir. Mun þar verða pláss fyrir 80 börn, 12 á dagheimi!/ og 67 í leikskóla. Sagði Sigríður að áætlað hefði veriö að taka það í notkun 1. október, en sú áætlun myndi trú- lega ekki standast. Sagði Sigríður, að eins oj ástandið væri í dag þá væru ein göngu börn einstæðra foreldra á dagheimilum bæjarins. Ganga þau fyrir með pláss bæði á dag- heimilum og leikskólum, en samt eru 33 börn einstæðra foreldra á biðlista eftir plássi á dagheimili. Á leikskólunum eru hins vegar bæði börn einstæðra og giftra for- eldra. Pláss á leikskóla eru 4-5 tímar á dag, sem nýtist einstæð- um foreldrum sérstaklega illa. Bærinn rekur skóladagheimilið Brekkukot og eru þar 28 pláss. Umsóknir voru 48 að þessu sinni og sagði Sigríður að búið væri að úthluta öllum plássunum og væru það allt börn einstæðra foreldra. - HJS hjá Iðnaðardeild Sambandsins um áramót 1949-50 og fór til Þýskalands 1953 á vegum hennar. Þar var hann við nám í ullarvinnslu í þrjú ár og út- skrifaðist sem ullarfræðingur í árslok 1956. Síðan hefur hann starfað samfellt hjá deildinni, þar af sem verksmiðjustjóri ullar- verksmiðjunnar Gefjunar 1972- ’75 og sem framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar frá 1975. Hjörtur er kvæntur Þorgerði Árnadóttur og eiga þau fjögur börn. Jón Sigurðarson frkvstj. er fæddur 12. mars 1952 í Reykja- vík, en ólst upp á Patreksfirði og Ystafelli í Þingeyjarsýslu. Hann nam verkfræði við Háskóla ís- Iands og lauk síðan prófi sem efnaverkfræðingur í Kaup- mannáhöfn 1977. Hann varð framkvæmdastjóri Plasteinangr- unar hf. á Akureyri 1977, en árið 1980 varð hann aðstoðarfram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins og veitti forstöðu skinnaiðnaði hennar. Fyrr á þessu ári tók hann svo við for- stöðu ullariðnaðar deildarinnar. Jón situr í bæjarstjórn Akureyrar og hefur verið formaður At- vinnumálanefndar Akureyrar frá 1982. Hann er kvæntur Sigríði Svönu Pétursdóttur, og eiga þau þrjú börn. _ Gs Sjá viðtöl á bls. 12. Krossanes: Fyrsta loðnan Á miðvikudagskvöldið kom Hákon ÞH 250 til hafnar í Krossanesi og landaði þar ríf- lega 800 tonnum af loðnu. Þar með hófst bræðsla í Krossanesverksmiðjunni á þess- ari vertíð. Grindvíkingur GK 606 kom svo í gærkvöld með yfir 1100 tonn sem einnig fara til bræðslu í Krossanesi. Þessi loðna er veidd á miðunum við Jan Mayen og eru í kringum 15 skip farin til þessara veiða. Von er á fleiri skipum til löndunar í Krossanesi á næstu dögum. -yk. Tveir hressir skipverjar á Hákoni við barmafulla lestina. Mynd: KGA. Spáin fyrir helgina er ósköp stutt og dapur- leg, fyrir flesta Norð- lendinga a.m.k. Það verður norðanátt, skýjað, rigning og kalt. Ekki vildi veður- fræðingur tjá sig frek- ar um veðrið. Nýkomið Glæsilegt úrval af efnum nýkomið Hreinn ævintýraheimur Litadýrð í sérflokki Odýru matar- og kaffistellin komin aftur Pantanir óskast sóttar Póstsendum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.