Dagur - 28.08.1985, Side 3

Dagur - 28.08.1985, Side 3
28. ágúst 1985 - DAGUR - 3 „Northwind“ á „heimavelli“. „Norðanvindur“ ■ ■■ / ■ / ■ i ■ - til sýnis á Akureyri Norðanvindur (Northwind), íshrjótur bandarísku strand- gæslunnar kemur til hafnar á Akureyri á morgun, fimmtu- dag. Skipið er nýkomið frá Reykja- vík þar sem tekinn var um borð hópur vísindamanna sem starfa mun að haffræðilegu rannsókn- arverkefni við norðausturströnd Grænlands. Gögnin, sem aflað verður, verða notuð við leiðrétt- ingu siglingakorta, jarðfræði- rannsóknir og til að kynnast nán- ar hreyfingum sjávar á þessu svæði. Isbrjóturinn hefur iðulega verið notaður í kringum Græn- land. Northwind er fyrst og fremst ætlaður til að brjóta ís, bæði til að halda opnum siglinga- leiðum og fara á undan flutninga- skipum. Skipstjórinn og áhöfnin á Northwind bjóða hverjum sem áhuga hefur um borð milli klukk- an 13.00 og 16.00 föstudaginn 30. ágúst. Par geta menn fræðst um skipið og heimskautasvæðin. Sýndar verða sjónvarpsmyndir af ísbrjótnum að störfum, stórum ísjökum, jöklum, heimskauta- dýrum og Eskimóaþorpum. Northwind var hleypt af stokk- unum árið 1945 og hefur skipið unnið til margra verðlauna fyrir vísindarannsóknir og einnig hef- ur skipið verið gert út til leitar- og björgunarleiðangra. (Úr fréttatilkynningu Menningarstofnunar Bandaríkjanna.) Prestafélag Hólastiftis: Nauðsyn að fjölga biskupum Prestafélag Hólastiftis hins forna hélt aðalfund sinn í sumarbúðum ÆSK við Vest- mannsvatn sl. mánudag. Þar var samþykkt eftirfarandi til- laga: „Aðalfundur Prestafélags hins forna Hólastiftis haldinn að Vest- mannsvatni 26. ágúst 1985 bendir á nauðsyn þess að fjölga bisk- upum í landinu. Fundurinn fagn- ar vaxandi áhuga og lýsir ein- dregnum stuðningi við sérstakt embætti biskups í Hólastifti sam- kvæmt starfsmannafrumvarpi þjóðkirkjunnar er kirkjuþing hefur samþykkt og hlotið hefur mikla umræðu og víðtækan stuðning. Hvetur fundurinn stjórnvöld landsins til þess að taka frumvarpið allt til meðferð- ar og jákvæðrar afgreiðslu á komandi þingi.“ Samkvæmt því frumvarpi sem vitnað er til í framangreindri samþykkt Prestafélags Hólastiftis er gengið út frá endurreisn bisk- upsstóls að Hólum. í stjórn Prestafélags Hólastiftis eru sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup Grenjaðarstað, sr. Bolli Gústavsson Laufási, sr. Hjálmar Jónsson prófastur á Sauðárkróki, sr. Birgir Snæ- björnsson Akureyri og sr. Róbert Jack Tjörn. Fjölmenn- asti kór sem heim- sótt hefur Akureyri Einn stærsti kór á Norður- löndum heldur tónleika í Ak- ureyrarkirkju sunnudaginn 1. september kl. 20.30. Kórinn er skipaður ung- mennum á aldrinum 17-20 ára, sem öll stunda nám við Sankt Annae menntaskólann í Kaup- mannahöfn. Kórinn og stjórn- andi hans Ebbe Munk hafa hald- ið tónleika víða um heim m.a. í Englandi, Frakklandi, Þýska- landi og ísrael og hlotið hvar- vetna mikið lof fyrir. Sankt Annae menntaskólinn er víðþekktur fyrir þá góðu tónlist- arkennslu sem hann lætur nem- endum sínum í té. Skólinn var upphaflega stofnaður árið 1929 vegna starfsemi Drengjakórs Kaupmannahafnar, en sá kór hefur jafnan þótt meðal fremstu drengjakóra Evrópu. Á efnisskrá kórsins verður m.a. tónltst eftir Vaughan Will- iams, Henrik Rung, Vagn Holm- boe og Hándel ásamt ýmsum dönskum þjóðlögum. Þetta er fjölmennasti kór sem heimsótt hefur Akureyri, en alls munu um 140 kórfélagar syngja á tónleik- unum. Kórinn heldur einnig tón- leika í Reykjavík. Blomberq Stílhrein hágæða heimilistæki 2ja ára ábyrgð Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. B % ■■■ NÝLAGNIR Ci aaag ■ VIOGEROIR wriÆAr verslun Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Eigummikið og gott úrval af sjónvörpum SHARP Einnig úrval af video-tækjum Verð frá

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.