Dagur - 13.09.1985, Síða 14
14 - DAGUR - 13. september 1985
Ungur maður óskar eftir að taka
á leigu herbergi með snyrtiað-
stöðu. Upplýsingar í síma 26511
til kl. 19 virka daga en 61139 á
kvöldin og um helgar.
Ragnar Þóroddsson.
Húsnæðislausan skólamann
bráðvantar (búð til leigu eða
herbergi helst sem fyrst. Góðri
reglusemi heitið. Fyrirframgreiðsla
ef óskað er. Upplýsingar i síma
96-23989 eftir kl. 4 á daginn.
Stór 4ra herbergja íbúð til leigu.
Laus nú þegar. Fyrirframgreiðsla.
Tilboð leggist inn á afgr. Dags
merkt: „íbúð í Skarðshlíð".
Hæ - Hæ.
Mig vantar herbergi, helst á Eyr-
inni. Góðri umgengni heitið. Uppl.
í síma 24307 eftir kl. 18.00.
Frá 1. október 2ja herb. íbúð 60
fm við Hrísalund. Tilboð sendist
blaðinu merkt fyrirframgreiðsla X,
fyrir 20. sept. með upplýsingum
um leiguupphæð, leigutíma, fjöl-
skyldustærð og fyrirframgr. Öllum
umsóknum verður svarað.
Félagasamtök óska eftir að taka
á leigu lítið skrifstofuhúsnæði. Til-
boð leggist inn á afgreiðslu Dags
merkt „Félagasamtök“.
Herbergi óskast.
Menntaskólanemi í 2. bekk vantar
herbergi í vetur, helst á Brekkunni.
Uppl. ísíma 91-28874 eftirkl. 19.
2ja herb. íbúð til sölu í Tjarnar-
lundi. Möguleiki að taka bíl upp í.
Uppl. gefur Fasteignasalan hf.
Gránufélagsgötu 4, sími 21878.
Vetrarmaður óskast að Hrafna-
gili. Helst vanur bústörfum. Bæði
karl og kona koma til greina.
Upplýsingar í síma 31146.
Mótatimbur.
Óskum eftir að kaupa notað móta-
timbur. Uppl. í síma 26684 og
25003.
Til sölu góður gangnahestur
9 vetra. Klárhestur með tölti. Uppl.
í síma 43521.
3 kvígur til sölu, ein nýlega borin,
hinar bera í nóvember. Uppl. í
síma 96-31188.
Til sölu Ijósmyndastækkari í lit
og ekta Flex framköllunartæki.
Uppl. í síma21151 eftirkl. 19.00.
Prjónavél og fuglabúr til sölu.
Uppl. í síma 61227.
2ja ára Elcold frystikista til sölu.
290 lítra. Uppl. í síma 24198.
Til sölu Canon AE 1 myndavél
með Wender ásamt linsum, 28
mm, 50 mm og 80-210 mm. Einnig
til sölu þrífótur. Uppl. í síma
24281 eftir kl. 19.00.
Til sölu mjög fullkomin video-
upptökuvél (10 lux, autofókus)
með textaborði og 8xZ00m.
Ásamt stereoupptöku- og afspil-
unartæki. Nýlegt og lítið notað.
Uppl. í síma 24599.
Til sölu rafmagnsritvél.
Til sölu vel með farin og lítið notuð
Triumph Cabrielle electric S raf-
magnsritvél. Uppl. gefur Guð-
mundur í síma 96-22627 milli kl.
19.00 og 20.00.
Húsbyggjendur. Stórgóð vel með
farin (rauð) steypuhrærivél á hjól-
um til sölu. Lítið notuð.
Upplýsingar í síma 22644 (Örn
Ingi).
Til sölu tvö nelgd dekk, stærðir
135x13 einnig tvær felgur und-
an Toyota. Uppl. í síma 26084
milli kl. 1-5 e.h. eða eftir kl. 10 á
kvöldin.
Týndur heimilsköttur.
Þetta er högni, gulbröndóttur á
baki og hliðum, hvítur á kvið og
bringu. Ef einhver veit hvar hann
er niður kominn þá vinsamlegast
gerið aðvart í síma 21366.
Leðurhúfa tapaðist í Sjallanum
laugardagskvöldið 31. ágúst. Góð
fundarlaun.
Þeir sem hafa orðið varir við húf-
una eru vinsamlegst beðnir að
skila henni á afgr. Dags.
Teppahreinsun - Teppahreins-
un. Hreinsið teppin sjálf. Leigjum
út nýjar hreinsivélar til hreinsunar
á teppum, stigagöngum, bíla-
áklæðum og húsgögnum. Teppa-
land Tryggvabraut 22, sími 25055.
Ford Costom 500 árg. ’64 til
sölu. (A-481) Góð kjör. Ath. skipti.
Uppl. í síma 21430. Bílasalan Ós.
Til sölu Daihatsu Charmant árg.
79 ek. 96 þús. km. Uppl. í síma
21915 milli kl. 20 og 22.
Til sölu Skoda 120 LS, árg. '80,
ek. 32 þús. km. Skálafell sími
22255.
Takið eftir.
Gisting í sérhúsi. Opið allt árið.
Einkasundlaug. Verið velkomin.
Bláhvammur
Reykjahverfi
sími 96-43901.
Lumar einhver á gömlum inni-
hurðum með rúðum? Ég hef
mikinn áhuga á að kaupa tvær.
Þær eiga að vera eins og hurðirn-
ar sem oft var að finna í stásstof-
um húsa sem byggð voru í kring-
um 1930 og 1940. Er í síma
26962, eftir klukkan 19.00 á
kvöldin.
SÓL - SAUNA - NUDD.
Kwik slim, fljótleg megrun. Slend-
ertone nudd. 2 sólbekkir, nýjar
perur.
Sólbaðstofan Sólbrekku 7.
Sími 41428, Húsavík.
Jörð til sölu.
Til sölu jörð í Eyjafjarðarsýslu
ásamt bústofni og vélum. Hlunn-
indi af silungsveiði. Þeir sem hafa
áhuga sendi nafn sitt á afgreiðslu
Dags fyrir 22. sept. merkt „Jörð“.
Til sölu 3ja tonna trilla. Fylgihlut-
ir: Talstöð, dýptarmælir, 12 w raf-
magnsrúlla og línu- og netaspil.
Uppl. í síma 96-24127 eða 96-
51232.
Borgarbíó
Föstud. kl. 9.00:
SVERÐ RIDDARANS
Bönnuð yngri en 12 ára.
Föstud. kl. 11.00:
GULAG
Myndin gerist í rússneskum
fangabúðum og er byggð að
nokkru leyti á staðreyndum.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Bílasalan hf.
Bílar til sölu:
Ma2da 929 2.0 i HT '85, ek. 9.000.
Verð 740.000.
Mazda 929 HT '83, ek. 33.000. Verð 470.000.
Mazda 626 2.0 82, ek. 40.000. Verð 320.000.
Ford Escort 1600 '84, ek. 21.000. Verð 375.000.
MMC Colt 1200 81, ek. 48.000. Verð 220.000.
Subaru HB '83, ek. 19.000. Verð 390.000.
Lada Sport 80, ek. 58.000. Verð 200.000.
VW Golf 1600 C '78 (bein innspýting).
Verð 155.000.
Opið laugardaga frá 10-16.
Bílasalan hf.
Skála v/Kaldbaksgötu.
Símar 26301 og 26302.
Heilsuvörur!
Spirolina, Gericomplex, Canta-
mín. Lecitin, Kvöldvorrósarolía,
Longo Vital, Gínsana, Blómafræfl-
ar, a-b-c-d vítamín, Siberíu
Ginseng, Lauktöflur, Þaratöflur,
Lýsistöflur, Hvítlaukshylki. Steina-
rúsínur, 40 teg. Te í lausu. Hnetur
margar tegundir. Sendum ,í póst-
kröfu.
Heilsuhornið, Skipagötu 6,
slmi 21889, Akureyri.
Ökukennsla
Vilt þú læra á bíl eða bifhjól?
Lærið á hagkvæman og öruggan
hátt á nýjan GM Opei Ascona
1600. Útvega öll prófgögn og
vottorð.
Egill H. Bragason, ökukennari,
sfmi 23347.
Hreingerningar-Teppahreinsun.
Tökum að okkur teppahreinsun,
hreingemingar og húsgagna-
hreinsun með nýjum fullkomnum
tækjum. Gerum föst verðtilboð ef
óskað er. Uppl. í síma 21719.
Hreingerningar, teppahreinsun,
gluggaþvottur.
Tökum að okkur hreingernigar á
íbúðum, stigagöngum og stofnun-
um, einnig teppahreinsun með
nýrri djúphreinsivél sem hreinsar
með góðum árangri. Vanir og
vandvirkir menn. Simar 25603,
25650 og 21012. Árni, Aron,
Tómas.
/ORÖOjífiSÍNS]
simimmm
SAMKOMUR
§§ Hjálpræðisherinn
Hvannavellir 10
Sunnudaginn 15. sept-
ember ki, 13.30 Sunnudaga-
skóli kl. 20.00. Almenn sam-
koma.
Efni: „Frá dauða til lífs í Jésú.“
Mánudaginn kl. 16.00 Heimilas-
ambandið.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Barnavika á her!
Frá mánudegi til laugardags 16.-
21. sept. verða barnasamkomur
með miklum söng og leik kl.
18.00 á hverjum degi.
Öll börn eru velkomin.
Barnasamkomur
með miklum söng og leik verða
16.-21. sept. dagiega kl. 18.00 á
Hjálpræðishernum að Hvann-
avöllum 10. Öll börn eru vel-
komin.
Lifuni ekki fvrir sjálfa okkur,
heldur til að gjöra Guðs vilja.
Opinber biblíufyrirlestur sunnu-
daginn 15. september kl. 14.00 í
Ríkissai votta Jehóva. Gránufél-
agsgötu 48, Akureyri. Ræðum-
aður Kjell Geelnard. Athugið
breyttur samkomutími.
Vottar Jehóva.
«ESSIW
Möðru vallaklaustursprcst akall.
Guðsþjónustan sem vera átti í
Möðruvallakirkju nk. sunnudag
fellur niður þar sem viðgerð á
kirkjunni stendur enn yfir.
Sóknarprestur.
Akureyrarprestakall.
Guðsþjónusta verður í Akureyr-
arkirkju nk. sunnud. kl. 11 fh.
Sálmar 210 - 7 - 10 - 36 - 357.
Þ.H.
Guðsþjónusta verður á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu sama dag kl. 5
eh.
Þ.H.
Sjónarhæð:
Almennar samkomur byrja nú
aftur næstkomandi sunnud. 15.
sept. kl. 17.00. Allir eru hjartan-
lega velkomnir.
Á laugardag 14. sept. verður
drengjafundur kl. 13.30, og um
kvöldið sama dag verður fundur
fyrir unglinga (pilta og stúlkur)
kl. 20,00. Allir dreiigir og ung-
lingar eru velkomnir á þessa
fundi.
Kaffisala og kökubasar.
Kaffisala og kökubasar verður í
Kjarnalundi við Kjarnaskóg
sunnudaginn 15. sept. kl. 14-16.
NLFA.
Almennur borgarafundur
um stefnu í áfengismálum veröur haldinn á Hótel
Varðborg laugardaginn 14. sept kl. 16.00.
Frummælandi: Hilmar Jónsson bókavörður.
Stórstúka íslands.
Opið virka daga
13-19
Munkaþverárstræti:
Húseign á tveimur hæðum. 3ja herb.
ibúð á hvorri hæð, en tvö herbergi
og sameign í kjailara. Hugsanlegt að
skipta á 4ra herb. raðhúsíbúð.
....................—....
Vantar:
4ra herb. raðhúsíbúð með bilskúr
eða einbýlishús í Glerárhverfi.
Uá vera ófullgert.
....... ..................
Skipagata:
89 fm versiurnarhúsnæði tii leigu.
Háhlíð:
Lítið elnbýllshús á stórrl ræktaðri
lóð.
2ja herb. íbúðir:
Við Hrfsalund og Tjarnarlund - laus-
ar strax.
Hrafnagilsstræti:
Mjög falleg raðhúsibúð.
Sérverslun:
f Sunnuhlið sérverslun með sport-
fatnað.
Hafnarstræti:
Verslunarhúsnæði á 1. hæð.
"" " ' "" "".. ' ' "
Langamýrí:
4ra herb. neðri hæð í tvíbýllshúsi
ca. 120 tm. Tll grefna kemur að
taka 2ja herb. ibúð upp í kaup-
verðlð.
V".......
Iðnaðarhúsnæði:
Ca. 20 fm við Rangárvelli. Tllbúið að
hluta en að hluta fokhelt. Selst í einu
eða tvennu lagi.
Vantar:
Góða 3ja herb. íbúð á Brekk-
unnl eða í Glerárhverfi.
Okkur vantar allar gerðlr og
stærðir eigna á skrá. T.d. vant-
ar okkur 140-150 fm einbýlis-
hús ásamt bílskúr á Brekk-
unni. Einungis góð eign kem-
ur til greina.
FASTEIGNA& ffj
SKIPASALAjSfc
NORÐURLANDS Í1
Amaro-húsinu 2. hæð.
Sími 25566
Benedikt ólafsson hdl.
Sölustjóri, Pétur Jósefsson,
er á skrifstofunni virka daga kl. 13-19.
Heimasími hans er 24485.
Flínborg Jónsdóttir, Ránargötu 9,
verður 90 ára 17. september nk.
Hún er nú vistkona á Dalbæ,
Dalvík, en mun dvelja á heimili son-
ar síns, Byggðavegi 95 á afmælis-
daginn.