Dagur - 13.09.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 13.09.1985, Blaðsíða 16
wm Akureyri, föstudagur 13. ; m september 1985 Erum ávallt með nýja rétti á helgarsedli Smiðjunnar. Svæðisútvarpið: Ólafur H. Torfason hættur Ólafur H. Torfason mun ekki taka að sér starí' dagskrárgerð- armanns við svæðisútvarpið á Akureyri, eins og ráð hafði verið fyrir gert og sagt var frá í Degi fyrir fáum vikum. Ólafur segir að það séu persónulegar ástæður sem ráða því að hann tekur ekki þetta starf. Jónas Jónasson forstöðumaður Ríkisútvarpsins á Akureyri segir að reynt verði að ráða annan dag- skrárgerðarmann sem fyrst og að of naumur tími sé til að auglýsa stöðuna lausa þar sem undirbún- ingur útsendinga svæðisútvarps- ins sé nú þegar kominn á fullan skrið. Útsendingar svæðisút- varpsins munu hefjast 1. október næstkomandi. - yk. Framboð kristilegra í borginni? Lfldegt er talið að sérl'ramboð óháðra borgara muni koma fram við borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík á næsta ári. Verið er að vinna að undir- búningi framboðsins, en því verður einkum stefnt gegn Davíð Oddssyni, vegna stefnu hans og framkomu í áfengis- málurn. Ekki mun þó verða um þröngt framboð bindindismanna að ræða, heldur verður það á breið- ari grundvelli undir kristilegum formerkjum. Mikil reiði hefur komið upp meðal margra á höf- uðborgarsvæðinu vegna fram- komu Davíðs í áfengismálum. Hann ku hundsa áfengisvarnar- nefnd borgarinnar og álit hennar varðandi bjórstofur og vínveit- ingaleyfi og að sögn heimildar- manns Dags, sem vinnur að þess- um málum, hefur borgarstjóri haft í hótunum við nefndarmenn um brottrekstur úr nefndinni. - HS - segir Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri unnar gengur þokkalega þó að enn séu einhver vandamál óleyst í því sambandi, að sögn Þor- steins. Steinullarverksmiðjan verður vígð formlega á sunnu- daginn að viðstöddum iðnáðar- ráðherra og fleiri gestum. - yk. Ólafsfjörður: Rækju- vinnsla ákveðin - en áformum um kavíarverksmiðju frestað Stjórn Sævers hf. í Ólafsfírði hefur ákveðið að ráðast í upp- setningu á rækuverksmiðjunni þar á staðnum og um leið var ákveðið að slá eitthvað á frest áformum um kavíarvinnslu úr grásleppuhrognum. Að sögn Inga Björnssonar hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, sem á sæti í stjórn Sævers, var þessi leið talin skjótförnust til þess að skapa atvinnu í Ólafsfirði en ástand í þeim málum er heldur bágt um þessar mundir eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu. Ætlunin er að rækjuverksmiðjan taki til starfa strax á næsta ári og hefur þegar verið auglýst eftir framkvæmda- stjóra. Ingi sagði að ekki hefði verið ákveðið hversu stór verk- smiðjan yrði og myndi það ráðast nokkuð af markaðsmöguleikum. -yk. „Það má segja að við höfum náð samkomulagi sem við erum þokkalega ánægðir með,“ sagði Þorsteinn Þor- steinsson framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki þegar hann var spurður um það á hvaða verði verksmiðjan fengi rafmagn til bræðslu á hráefnum í ullina. Raforkuverð til steinullarverksmiðjunnar: I Twin Otternum tíu sekúndum fyrir útstökk. Góður skammtur af súrefni tekinn áður en stokkið er úr 21.000 feta hæð. Mynd: KGA. Samkomulagið var gert við Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Rafveitur Sauðár- króks og er gert til bráðabirgða. Á sínum tíma reis deila milli raf- orkuseljenda og Steinullarverk- smiðjunnar vegna þess raforku- verðs sem henni var gert að greiða og voru forráðamenn verksmiðjunnar farnir að hug- leiða að leggja rafbræðsluofnana tii hliðar og kaupa ofna sem brenna koksi. Tilraunaframleiðsla verksmiðj- Islandsmet í fallhlífarstökki Fimm félagar í Fallhlífaklúbbi Akureyrar settu hæðarmet yfir Akureyrarflugvelli í gærmorg- un, þegar þeir stukku í fall- hlífum úr 21 þúsund feta hæð. Hér er um íslandsmet að ræða, en fyrra met var um 18 þúsund fet og áttu Sunnlendingar það. Farið var upp í áðurnefnda hæð með Twin Otter flugvél frá Flugfélagi Norðurlands og tók flugið upp um hálfan tíma. Vegna þess hve hæðin er mikil þurfti að notast við súrefni á upp- leiðinni. Félagarnir fimm létu sig falla frítt niður í fjögur þúsund fet, þar sem fallhlífarnar voru opnaðar. Hraðinn í fría fallinu mun vera um 200 km á klukku- stund. Þeir sem tóku þátt í því að setja þetta nýja íslandsmet voru Sigurður Bjarklind, Sigurður Baldursson, Steindór Steindórs- son, Gunnar Aspar og Ómar Þór Eðvaldsson. - HS „Höfum náð þokkalegu samkomulagi" Það verður „gamla góða“ veðrið hjá okk- ur um helgina. Norð- austanátt á morgun og rigning. Sunnudagur- inn verður með norð- lægum breytilegum áttum, sem kalla má hægviðri. Nýkomið Nýkomið Nýkomið Samkvæmissokkabuxur í glæsilegu úrvali. Dömuundirf atnaður. Dömupeysur mjög ódýrar. Leðurjakkar. Dömufatnaður í tískulitunum. Daglega nýjar vörur í allar deildir. Póstsendum. Opið á laugardag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.